Hvar skal byrja?
Þessi leikur var frábær skemmtun og leit mjög vel út allt þar á 94. mínútu. Ég nenni ekki að fara yfir á hvaða mínútu mörkin komu og allt það. Í staðinn ætla ég bara að nefna nokkra hluti sem mér fannst athyglisverðir við þennan leik.
Byrjum á byrjunarliðinu. United stillti upp hefðbundnu deildarbikarliði. Vegna meiðsla varnarmanna okkar fengu M.Keane og S. Wooton tækifæri á ný í byrjunarliðinu ásamt Büttner. Rafael var í hægri bak til þess að gefa varnarlínunni smá reynslu (!). Þrátt fyrir að leikurinn hafi endað 5-4 fyrir Chelsea er ekki annað hægt en að hrósa Wooton og Keane. Allt fram á 94. mínútu stoppuðu þeir nánast allt sem kom að marki United og stóðu sig einstaklega vel. Það eru svo tvenn mistök sem hiklaust er hægt að skrifa á reynsluleysi og þreytu sem gefa Chelsea mark númer 3 og 4. Wooton gerði mistökin en stóð sig annars vel. Ég var samt sérstaklega hrifinn af Keane, mér fannst hann standa sig mjög vel og ég held að hann geti alveg dekkað þessa stöðu vandræðalaust ef meiðslin halda áfram. Auðvitað er grátlegt að mistök Wooton hafi kostað okkur sigurinn í þessum leik en þetta fer í reynslubankann og það er ómetanlegt.
Anderson var klárlega maður leiksins hjá okkar mönnum. Hann var útum allan völl að byggja upp sóknir og brjóta niður andstæðinginn. Hann lagði upp 3 fyrstu mörk liðsins, bæði með baráttu og sendingargetu sinni. Hann er óumdeilanlega hæfileikaríkur leikmaður sem hefur lent í erfiðum meiðslum auk þess sem honum leiðist ekki að fara út á lífið. Ég er alltaf að vona að hann nái að blómstra og ég vona að þessi frammistaða hans sé stökkpallurinn sem hann þarf. Hann kemur með mikla orku inná miðsvæðið sem er nauðsynlegt þegar Giggs, Carrick og Scholes eru inná.
Í seinni hálfleik henti di Matteo stórstjörnum sínum inná völlinn sem þýðir að í seinni hálfleik og alla framlenginguna var hann nánast með sitt sterkasta lið inná. Það er athyglisvert að það hafi þurft alla þessar sóknarhæfileika til þess að brjóta á bak aftur þessa reynslulitlu vörn okkar og rétt ná að skrapa saman sigri. Þegar bæði lið höfðu skipt varamönnum inná var talsverður munur á reynslu og hæfileikum. Chelsea setti inn Hazard og Ramires, við settum inn Ryan Tunnicliffe og Kiko Macheda. Varamennirnir sem Chelsea setti inná í þessum leik kostuðu samtals 75 milljónir punda. Það segir ýmislegt.
Javier Hernandez er að valda Sir Alex talsverðum erfiðleikum. Fyrir utan það að nú er hann sjálfvalinn gegn Chelsea í framtíðinni er hann að gera alvarlegt tilkall til byrjunarliðssætis. Það er augljóst að hann hefur bætt leik sinn mikið á skömmum tíma. Hann er sjaldan rangstæður, hann er farinn að taka meiri þátt í uppbyggingu spils og er orðinn mun betri í að taka á móti boltanum með bakið í markið. Svo hættir hann ekki að skora. Meira svona!
Ef ég hefði þurft að velja á laugardaginn á milli þess að komast áfram í deildarbikarnum eða taka þrjú stig í deildinni gegn Chelsea er augljóst hvað ég hefði valið, og það sama gildir held ég um alla stuðningsmenn United. Deildarbikarinn er auðvitað bikar sem er alltaf gaman að vinna. Hann skiptir hinsvegar ekki höfuðmáli í stóra samhenginu. Við unnum mikilvægari leikinn og það er það sem skiptir máli. Árangur í deildarbikarnum er ekkert nema plús. Reynslan sem ungu leikmennirnir okkar taka úr þessum leik verður ómetanleg fyrir þá.
Allt í allt er erfitt að vera eitthvað ósáttur við þennan leik. Leikmennirnir reyndu eins og þeir gátu og voru grátlega nærri því að fara með sigur af hólmi. Eins og leikurinn þróaðist er hinsvegar enginn skömm fyrir því að tapa naumlega fyrir aðalliði Chelsea með þeim leikmönnum sem kláruðu leikinn.
ellioman says
Bara gæti ekki verið meira sammála þessum punktum hjá þér. Mjög góð frammistaða hjá drengjunum, súrt að detta út en þetta fer í reynslubankann. Nani, þrátt fyrir markið, var frekar dapur. Sérstaklega í endann þegar hann var alltaf að reyna sólóa sig gegnum Chelsea vörnina. Byrjaður að halda meir og meir að hann verði seldur bráðlega.
Nú vil ég sjá Anderson fá fleiri tækifæri með liðinu og Keane notaðan þegar við lendum í vandræðum með vörnina.
Tryggvi Páll says
Við þetta má auðvitað bæta að Ryan Giggs var frábær í leiknum, nýtti sér hvern einasta dropa úr reynslubankanum. Svo þarf að ræða Nani, ég hef varið hann í mjög langan tíma en nú held ég sé kominn að endastöð í þeim málum. Menn heimta ekki 130.000 pund í vikulaun og drulla svo hressilega upp á bak þegar liðið þarf á þér að halda. Jú, hann skoraði mjög flott mark en allt annað sem hann gerði í leiknum var skelfilegt og hann var eiginlega bara meira fyrir.
Sir Alex sagði þetta eftir leik um vítið sem Hazard skoraði úr: „All we needed to do was keep the ball & Nani decided to try & beat a player, that resulted in a penalty. He should’ve kept the ball.” Það þarf engan stjarneðlisfræðing til þess að sjá það að þessi maður eru á leiðinni í burtu frá félaginu.
Trausti says
Anderson frábær. Giggs endist að eilífu! Keane var góður, Wooton óheppinn, allt partur af því að verða alvöru fótboltamaður er að gera mistök og læra af þeim, hann á ekki eftir að gleyma þessu. Rafael var góður. Buttner of fljótur á sér. Powell á eftir að verða roslegur, hann hefur þroskan og hæfileika, þarf að bæta staðsetningarnar á vellinum finnst mér, hann er vanur að vera mjög framarlega á miðjunni en þarf að vera aftar hjá okkur.
Nani skoraði glæsilegt mark en annars ekkert sérstakur. Hann er á útleið.
Allt í allt er ég stoltur af strákunum, þeir voru á móti gríðarlega sterku Chelsea liði á Stamford Bridge. Klaufaskapur sem kostaði okkur leikinn.
siggi United maður says
mikið vona ég að þetta sé rétt hjá ykkur varðandi Nani, fáránlega góð tækni en alveg fáránlega lítill fótboltaheili. Reynir alltof mikið sjálfur. Ég hef enga hugmynd um hversu oft hann tapaði boltanum í kvöld, en myndi giska á svona 15-20 skipti.
Stefan says
Já sammála ykkur báðum, Nani átti reyndar assist líka held ég, en annars var hann út á þekju.
Var að fíla Wooton og Keane sem miðvarðarpar, vonandi verða sterkir fyrir okkur í framtíðinni.
Annars Rafael,Anderson og Giggs mjög sterkir í dag. En hver kom í LB þegar Buttner fór útaf?
biggijunior says
http://www.433.is/frettir/england/skurkur-kvoldsins-scott-wootton/
Herfileg fréttamennska ! Veit ekki nákvæmlega hvað hann er búinn að spila marga leiki fyrir aðaliðið en get sennilega talið þá á annar hendi. Spilaði topp varnaleik í 94mínutur og svo tekur auðvitað þreyta og reynsluleysi inní þetta.
Rakel says
Hérna hvernig er það er ekki Hernandez búin að skora í öllum sínum leikjum á móti Chelsea?
Svo annað sem mig langar að segja, finnst þessi síða alveg stórkostleg, virkilega gaman að fylgjast með hérna, er einmitt búin að missa af báðum Chelsea leikjunum og missi síðan af leiknum á móti Arsenal!! EN þá fer maður bara hingað og fær að vita allt það sem gerðist :D
biggijunior says
stefán , Rafael fór yfir í LB og fletcher niður í RB og Powell inná miðjuna.
Haflidi says
Heyrheyr!
úli says
Ef eitthvað rússneskt lið vill borga fúlgur fyrir Nani verður því líklega tekið. Ég vonaði alltaf innst inni að hann myndi springa út og verða hreinlega einn af bestu leikmönnum í heimi en kannski er best fyrir báða aðila núna að leiðir skilji.
Annars var mér rosalega létt að sjá Giggs sýna sitt rétta andlit, var kominn með pínu áhyggjur af honum.
Að lokum finnst mér orðið alveg ljóst að Chelsea verður með í baráttunni um titilinn allt til loka og ég er smeykur um að þeir verði fyri ofan okkur. Miklu meiri karakter í liðinu hjá þeim en oft áður og meistaradeildin hefur gefið þeim ákveðin sigurhugarfar og hroka aftur.
Björn Friðgeir says
Þrælskemmtilegur leikur. Annars ansi magnað, Einhvern tímann hefði Giggs, Fletcher, Anderson, Nani; Welbeck, Hernandez verið ansi nærri fyrsta vali í fremstu sex, núna eru þetta allt backup. Anderson og Hernandez stimpluði sig vel inn í gær, vonandi að Anderson haldi svona áfram.
Ég verð að segja það að þeir sem hrauna yfir Wootton eru ekki alveg í lagi. Bara svona í fljótu bragði þá áttu Pallister, Vidic og Evra erfitt fyrstu mánuðina svo frægt er! Steve Bruce skoraði sjálfsmark í fyrsta leik. Og örugglega fleiri dæmi. Og allt voru þetta stór kaup. Svo held það sé ekki fyrr en á þessu tímabili að menn eru hættir að tala illa um Jonny Evans (þó hann hafi verið frábær í fyrr)
Og nú eru menn að taka mann af lífi í öðrum leik hans í byrjunarliði? Þeir Keane áttu frábæran leik, héldu niður Chelsea alveg fram á 94. mínútu. Ég bið ekki um meira!
Nani hefur verið sá leikmaður liðsins sem mestar líkur eru á að gæti breytt leik bara með tækni og leikni. Það er hins vegar lengra og lengra á milli svoleiðis mómenta hjá honum upp á síðkastið. Hann hefur reyndar verið meiddur, en engu að síður. Hann er líklega á leiðinni út og nokkur eftirsjá að.
Ég hefði kosið að Chelsea ætti erfiðari leik um helgina eftir að við þreyttum svona aðalliðið þeirra, en Swansea úti er ekkert auðvelt. Við mætum Arsenal með óþreytt lið. Það er stóra málið
Hjörvar says
Giggs frábær, væri gaman að sjá hvað hann hljóp mikið… Anderson frábært… Wootton og Keane voru fínir en auðvita vantar þeim reynslu – ef þeir fá ekki að spila þá verða þeir ekki góðir… En Nani má held ég bara finna sér annað lið, fínn leikmaður samt…
Friðrik says
Er ekki alveg eins hægt að skrifa tapið þá á Hernandez sem fékk boltann þegar 15 sec voru eftir og alveg einn en var dæmdur rangstæður ?? Og Powell á eftir að verða lykilmaður eftir nokkur ár. Anderson flottur.