Enn einu sinni hefst United sigur með einu marki, en í þetta skiptið sýnir markatalan ranga mynd af leiknum.
Leikurinn var varla byrjaður þegar veikleiki Arsenal varnarinnar gerði vart við sig. Santos fylgdi Rafael ekki vel eftir og leyfði fyrirgjöf inn á teiginn, en Vermaelen gerði mjög skemmtileg mistök og gaf því sem næst beint á Robin van Persie sem afgreiddi boltann örugglega í hornið.
Annars fór leikurinn frekar tíðindalítið fram fram undir miðjan hálfleikinn að bæði lið áttu góð færi, en Mannone og De Gea sáu um það. Arsenal voru nokkuð öflugri og United menn fóru í spjaldasöfnun, Young, Carrick og Cleverley fengu allir gul spjöld fyrir brot.
Undir lok hálfleiksins fengu United síðan víti. United fengu horn og síðan átti Ashley Young fyrirgjöf sem Santi Cazorla stökk fyrir og stöðvaði með hendi. Arsenal menn allt annar en sáttir, en Rooney hélt áfram vítavandræðum United og brenndi vítinu. Svo sem skiljanlegt að Van Persie sé ekki látinn taka vítið, en miðað við að Rooney er ekki alltaf öruggur í vítum, hættulegt.
Ekki var mínúta liðin af seinni hálfleik þegar United átti enn að bæta í, Vermaelen missti enn boltann frá sér og Van Persie stal honum, lék upp, gaf fyrir og á óskiljanlegan hátt tókst Valencia að láta boltann flækjast fyrir sér frekar en að renna honum í netið.
United var engan veginn að ná tökum á miðjunni í þessum leik, Arsenal var mun meira með boltann þar, United lá frekar aftarlega og var með skyndisóknir.
Enn og aftur fóru United menn illa að ráði sínu um miðjan hálfleikinn þegar Robin van Persie fékk frábæra sendingu frá Ashley Young inn fyrir vörnina, en skotið var ekki nógu gott og Mannone varði í horn. Úr horninu kom þó langþráð annað markið, Rooney með fyrirgjöfina og Evra skoraði með góðum skalla.
Skömmu eftir markið var Jack Wilshere rekinn útaf. Hann hafði fengið gult fyrir seina tæklingu í fyrri hálfleik og verið að smábrjóta af sér. Fékk síðan annað gult þegar hann missti boltann aðeins of langt frá sér og fór í ökklann á Evra við að reyna ná til hans. Verulega klaufalegt hjá Wenger að vera ekki búinn að taka hann útaf eins og Ferguson var búinn að taka Cleverley útaf fyrir Anderson. Cleverley var í svipuðu rugli og Wilshere, báðir áttu tæklingar sem hefðu getað verið annað gult, Cleverley var tekinn útaf, Wilshere ekki og því fór sem fór.
Síðustu 20. mínúturnar voru síðan daufar og það leit út fyrir að leikurinn væri að fjara út, en undir lokin sótti Arsenal nokkuð og með síðasta skoti leiksins minnkaði Santi Cazorla muninn með laglegu marki.
Þetta var sanngjarn sigur United í frekar slökum leik. Leikmenn voru frekar grimmir í dag og spjaldaveislan dró úr ánægjunni. United réði ekki spilinu eins og ég hefði viljað, en Anderson átti þokkalega innkomu. Leikurinn vannst hins vegar á mun betri sókn United og það verður að viðurkennast, slakri vörn Arsenal. Ef ekki fyrir mistök hefði sigurinn átt að vera stærri og öruggari.
Þessi stig eru vel þegin í leik sem er erfiður á pappírnum. Framundan er leikjahrina þar sem United á að búast við sigri í hverjum leik, fram að Manchester-slagnum 9. desember og vonandi verðum við í góðri stöðu í deildinni þegar við förum á Etihad.
Stefán Arason says
Sanngjarn sigur og alls ekki nógu stór.
Miðjan okkar var alls ekki góð í dag, hefði viljað sjá Rooney á miðjunni í stað Cleverly og Chicarito frammi með RVP, Rooney var hvorteðer á miðjunni í dag og stoppaði sóknir trekk í trekk.
Alltaf gaman að vinna Arsenal, hefði bara viljað fleiri mörk!
Maður leiksins RVP, hefði sett Rooney en er ekki enn búinn að fyrirgefa víta klúðrið ;)
ellioman says
Flott að vera búnir að ná 6 stigum úr þessum leikjum gegn Chelsea og Arsenal. Nú eru, ef ég man rétt, fjórir útileiki í röð hjá United.
Fannst mjög áberandi klassamunurinn á Wenger og Ferguson þegar Cleverley er skipt út en Wenger ákveður að halda Wilshere. Reyndar þá kannski hefur Arsenal engan til að skipta inn í staðinn en hann þarf að gera eitthvað þegar leikmaðurinn er einni tæklingu frá því að vera rekinn af velli.
Annars var ég virkilega ánægður með innkomu Anderson í leikinn. Heillaði mig strax og hann var keyptur en hefur aldrei staðið undir væntingum. Hann er vonandi að fara sanna sig hjá liðinu. Er ekki rétt munað hjá mér að hann er kominn með 3 góða leiki í röð með liðinu?
DMS says
Mér sýnist Wenger ætla að reyna að gera dómarann að einhverju umtalsefni miðað við þetta viðtal. Kvartar undan seinna gula spjaldinu á Wilshere og undan vítaspyrnudómnum (sem Rooney sá um að klúðra).
http://visir.is/wenger–vid-hefdum-getad-komid-til-baka-med-11-menn/article/2012121109687
Mér fannst Mike Dean vera algjörlega samkvæmur sjálfum sér, sáum það alveg hvernig hann höndlaði brotin hjá Cleverley og Wilshere þegar þeir voru á gulu spjaldi. Þeir fengu báðir lokaaðvörun og tiltal. Ferguson er fljótur til og kippir Cleverley strax út af. Wenger tekur sénsinn og heldur Wilshere inn á. Getur engum nema sjálfum sér um kennt að svona fór. Wilshere er ungur og var eflaust orðinn þreyttur þegar hann brýtur af sér, er of seinn í tæklinguna. Réttilega gult spjald og ég get hreinlega ekki skilið að það sé nokkur vafi um þetta.
Annars fínn sigur og nokkuð þægilegur. Ég hefði viljað sjá okkur vera grimmari upp við markið, vorum ekki alveg nógu sparkvissir í þessum dauðafærum. En maður kvartar ekki undan 3 stigum.
sveinbjorn says
Komnir á toppinn þar sem við eigum að vera!
Davíð says
Þó svo að sókn Arsenal hafi verið hræðilega bitlaus finnst mér samt vert að tilnefna J. Evans sem mann leiksins. Hann gerði allt hárrétt og af gríðarlegri yfirvegun. Svaka gaman að fylgjast með hvað leikur hans hefur styrkst mikið. Ótrúlega skynsamur miðað við aldur og ég held einnig hann sé ekki búinn að fá dæmt eitt einasta brot á sig á þessu seasoni, er það ekki annars?
Annars var RVP líka flottur. Engin orð fá því lýst hvað ég er ánægður með að vera með þennan karl í liðinu okkar.
siggi United maður says
Evans spilar yfirleitt eins og engill. Það er bara af því hann er mjór og lúpulegur íri, en ekki risastórt og rándýrt varnartröll , sem hann, eins og Carrick, má aldrei gera nein mistök.
Friðrik says
Það virðist vera að samkeppnin sem Evra fékk var nákvæmlega það sem hann þurfti enda finnst mér hann spila mikið betur núna
úli says
Mér finnst alveg ljóst að Johnny Evans hefur lært mjög mikið af Rio, t.d. varðandi það hvað hann brýtur lítið af sér.
Skil annars engan veginn „Arsenal voru nokkuð öflugri“ línuna í skýrslunni um fyrri hálfleik. Ég held ég hafi ekki séð jafn bitlaust og lélegt Arsenal-lið síðan Wengar kom til sögunnar.
Aron says
Arsenal ógnuðu United ekkert að ráði fyrr en í blálokin og skoruðu. Ef United hefði aðeins eins marks forskot hefði jöfnunarmark þegar nokkrar sekúndur voru eyðilagt þennan dag en við þurfum sem betur fer ekki að ræða neitt svoleiðis bull. Það besta við daginn er samt jafntefli City og Chelsea. Eftir að Ferguson tjáði sig um Clattenburg þá sá ég að margir stuðningsmenn (liða sem þarf ekki að nefna) vildu að Fergie héldi kjafti og áttu ekki til orð yfir þeirri ósvífni að halda því fram að hann (Fergie) ætti erfitt með að trúa þessum ásökunum og að Chelsea ættu skilið refsingu en ósatt reynist. Enginn tjáði sig um ummæli Wengers að sjálfsögðu en við því mátti búast. Það sem er aftur á móti áhugavert eru hugmyndir dómara um að neita að dæma leiki Chelsea og fara í verkfall en hvað gerist svo… Eitt það fyrsta sem Di Matteo (sá annars ágæti maður) gerði eftir leik var að hrósa dómaranum í hástert og sagði að samband Chelsea við dómara væri yfirleitt mjög gott. Ég ætla ekki að draga orð Matteos í efa, þvert á móti en það er áhugavert að þetta skuli vera eitt það fyrsta sem hann segir eftir að hafa gagnrýnt Ferguson fyrir að tjá sig og fengið þær fréttir að dómarar væru að íhuga dramatískar aðgerðir gegn liðinu. Getur verið að Di Matteo eigi skelfilega daga/vikur framundan? Nei maður er bara að velta þessu fyrir sér, football and politics you know.
Eyjó says
Anderson er að koma sterkur inn, var besti maður vallarins í deildarbikarnum og kom flottur inn í dag. Gefa honum nokkra leiki í byrjunarliðinu á kostnað cleverly, ef hann fær það held ég að hann geti eignað sér sæti í byrjunarliðinu. Ég hefði líka viljað sjá Chica koma inná í dag. En sáttur að fá 3stig.
siggi United maður says
Ég er sammála Eyjó um að Anderson sé flottur. En hversu mikið náði Cleverley að trufla Cazola í fyrri hálfleik, gæjinn sást ekki. Greyið Wilshere var engu skárri. Ég mæli með því að menn skoði muninn á United með eða án Cleverley, hvað varðar sigra eða töp. Hann var solid í dag, og í fyrsta skipti í langan tíma, finnst mér United ekkert sérstaklega vanta miðjumann.
Runólfur says
Fínn sigur en það er óþolandi leik eftir leik að þurfa að segja : „Við hefðum átt að vinna stærra“. Að halda öllum liðum inn í leikjum mun kosta okkur illa á endanum! Þurfum að fara klára þessi lið þegar við getum klárað þau og þá fyrst mega menn slaka á klónni. Mér fannst Mike Dean frábær í dag, held að allar ákvarðanir hafi verið réttar. Þó svo að það hafi verið 9 gul + 1 rautt þá var leikurinn ekki grófur en mikið af spjöldunum voru einföld „professional“ brot sem eru gult. Kúdos á Mike Dean.
Ps. Djöfull sakna ég samt alvöru Arsenal leikja … Keane vs. Viera – Nistelrooy vs. Keown – Ronaldo vs. Cole … þetta Arsenal lið er ekki skugginn af sjálfum sér og eg sé þá bara ekki lenda í top4 eins og staðan er í dag.
Björn Friðgeir says
Úlli: Það var eiginlega tilraun til að segja að þeir voru meira með boltann, þó þeir svo sem gerðu ekkert af viti með hann.
Annars var hvorki ég né annar búinn að nefna fyndnasta atvik leiksins, þegar Andre Santos fékk treyju Van Persie… í lok fyrri hálfleiks! Skil Arsenal menn vel að vera fokreiðir yfir svona bulli!
Sir Ryan says
Maður verður að hrósa vörninni eftir þennan leik. Þeir stóðu loksins vaktina af viti. Aftur á móti hafði Arsenal uppá nákvæmlega ekki neitt að bjóða. Þetta var eitt bitlausasta lið sem að ég hef séð mæta á OT í áraraðir. De Gea varla snerti boltann í fyrri hálfleik og kannski aðeins í seinni eftir að þeir missa sinn mann útaf.
Það sem að fer svo í taugarnar á mér er það hvað við höfum lítið drápseðli. Þessi leikur hefði aldrei átt að enda með tveggja marka mun, hvað þá eins marka mun! Ógrynni af færum, dauðafærum. Ef að Welbeck er ekki inná til að klúðra þeim þá er eins og maður komi í manns stað. Valencia þarf virkilega að fara að æfa sig fyrir framan markið miðað við færin sem hann fékk í gær og hvað þá þegar að hann setti hann í innkast síðustu helgi á móti Chelsea, einn á móti Chech. Ég er ekki að segja að það sé líklegt að það endurtaki sig, en deildin vannst á markatölu á síðustu leiktíð.
Skrýtinn leikur og í raun hálf leiðinlegur, en það er sigurinn sem skiptir máli og fyrsta sætið er kærkomið. Vonandi vex liðið samt áfram þar sem að við erum langt frá því að vera uppá okkar besta, rétt eins og Ferdinand kom inná eftir leikinn.
– SR
jóhann ingi says
Ég er sammála thessu ollu saman. Finnst midjan solid núna og thetta er alveg fullkomid ad hafa Rooney tharna ad tengja thetta saman. Hann er svo hrikalega sterkur varnarlega jafnt sem sóknarlega. Ég vona líka ynnilega ad vid reynum ad halda einhverjum hrigg í thessu og verdum ekki med of mikid rotation tharna. Halda Rooney Persie compoinu og Carrick + Cleverley eda Anderson, Alltaf Valencia ef hann er heill og leifa De Gea ad spila restina af thessu tímabili ef thví er ad skipta. Held ad gaurinn thurfi bara ad spila og spila.
Annars er madur bara hrikalega bjartsýnn eftir thessa viku og svo er bara ad vona ad vid holdum áfram a thessari braut gegn thessum svokolludu litlu lidum og holdum áfram ad rada inn morkum. Thetta er sterkasta sóknarlína se vid hofum getad stillt upp sídan Cole og Yorke hérna um árid og thá med Becham og Giggs á vangjunum.
Hvad segja menn um thad¨? er thetta sterkasta sóknaruppstilling sídari ára hjá okkur ?