Annað kvöld byrjar seinni hluti riðlakeppninnar hjá okkar mönnum. Aftur mætum við Braga en í þetta skiptið fer leikurinn fram á heimavelli Portúgalana, Estádio AXA í Braga. Fyrri leikur þessara liða var dæmigerður leikur fyrir okkar menn á þessari leiktíð, lenda snemma undir og þurfa svo að vinna sig aftur inn í leikinn. Góðu fréttirnar eru þær að í síðustu deildarleikjum gegn Chelsea og Arsenal hefur annað verið upp á teningnum og hafa United menn skorað snemma og stjórnað leikjunum. Sir Alex sem á 26 ára starfsafmæli í dag hefur gefið það út að það verði breytt lið sem spilar í kvöld frá því um helgina. Búast má við að Rio Ferdinand verði hvíldur ásamt fleirum. En stefnan er samt sett á að vinna leikinn og tryggja liðið áfram. Hópurinn sem fer til Portúgal: De Gea, Lindegaard; Rafael, Evans, Ferdinand, Büttner, Smalling, Evra; Cleverley, Giggs, Anderson, Nani, Valencia, Carrick, Young, Powell; Rooney, Welbeck, Hernandez, van Persie.
Braga hefur unnið báða leikina sem þeir hafa spilað í Portúgölsku deildinni síðan þeir töpuðu á Old Trafford. Heimamenn eru meiðslalausir og munu án efa stilla upp sínu sterkasta liði. Þar sem hættulegastir verða teljast framherjarnir Éder og Alan sem skoraði einmitt mörk Braga í fyrri viðureign liðanna.
Erfitt að gera spá fyrir um mögulegt byrjunarlið í þessum leik, en miðað við hvað Ferguson hefur sagt þá gæti það verið á þessa leið:
Lindegaard
Rafael Smalling Evans Büttner
Cleverley Anderson
Nani Rooney Giggs
Hernández
Ég spái því að þessi leikur endi í 1-1jafntefli sem verður nóg til að komast upp úr riðlinum. En hvað haldið þið?
Sveinbjorn says
Það væri flott að hafa Anderson og Cleverley
saman á miðjunni með Rooney fyrir framan
sig og sjá hvað þeir geta gert saman.
Annars er skrifað í skýin 1-4 fyrir okkur.
Egill Guðjohnsen says
Welbeck er allan daginn að fara spila þennan leik og ég sé Smalling aldrei byrja þennan leik
Svavar says
Láta Welbeck og Chicarito báða byrja bara. Welbeck á kantinn í staðinn fyrir Giggs.
Tryggvi Páll says
Ferguson hefur staðfest að Smalling „taki þátt“ í leiknum. Það þýðir væntanlega ekki byrjunarliðssæti en vonandi fær hann einhverjar mínútur. Nauðsynlegt að fá hann til þess að létta á álaginu í vörninni.
Það væri jafnframt mjög sterkt að taka 3 stig hérna og gulltryggja fyrsta sætið. Meðan önnur ensk lið í vandræðum er mjög jákvætt að okkar menn séu að sigla í gegnum þennan riðil og ef við erum með 12 stig getur gamli leyft sér aðeins að „slaka á“ í síðustu tveimur leikjunum.
Guðmundur says
nú spyr ég bara því ég þekki þetta ekki alveg.
En hvernig var þetta, á ekki alltaf að stilla upp sterkasta mögulega liðinu?
Eitthvað rámar mig í fyrir nokkurm árum þegar manu stillti upp veiku liði gegn Hull City, að mig minnir, bara til þess að hvíla flest alla lykilmenn fyrir næsta leik. og það varð allt brjálað útaf því:S
Eða er ég bara að rugla?:S
En svo ég komi aðeins að leiknum, þá auðvitað vona ég að man u landi sigri, en ég er samt hræddur um að ef þeir ætla að stilla upp „veikara“ liði, þá verður þetta ansi löng og brött brekka. En við sjáum hvað gerist:)
Snævar says
@Guðmundur,
Þú ert ekki að rugla en ég held að sú regla gildi í úrvalsdeildinni en ekki meistaradeildinni. Hef allavega ekki heyrt af henni þar…
Einar j says
það er nú ekki eins og þetta séu einhverjir varaliðsmenn sem að fóru út, gamli ætti nú að geta hnoðað í eitt lið sem að á að fara nokkuð létt með þetta Braga lið.