Eins og byrjunarliðið sannaði þá fengu ungu strákarnir að njóta sín og meðalaldurinn á varamannabekknum ekki hár.
Fyrsta skot leiksins átti hinn ungi Nick Powell sem markvörðu Tyrkjanna greip auðveldlega. Nick Powell var svo tæklaður gróflega af Felipe Melo sem slapp við spjald. Skömmu seinna áttu heimamenn hörkuskot sem Lindegaard varði. Semih Kaya fékk gult spjald fyrir hressilega tæklingu á Alex Büttner sem var á hörkusprett upp völlinn. Felipe Melo virtist vera á sérdíl hjá dómaranum, gæti verið kominn með 3 gul spjöld fyrsta hálftíma leiksins en fékk ekkert. Lindegaard varði aftur vel hörkuskot frá Altintop. Nick Powell átti svo skalla í slánna eftir fyrirgjöf frá Anderson. Fínn fyrri hálfleikur og fjörugur undir lokin en staðan samt sem áður markalaus.
Seinni hálfleikurinn fór fjörlega af stað og bæði liðin sóttu, Galatasaray fengu hornspyrnu eftir að Lindegaard varði vel skalla frá síbrotamanninum Felipe Melo. Og uppúr horninu skoraði Yilmas fínt mark með skalla, 1-0. Ekki ókunn staða fyrir United að vera undir á þessu tímibili. Leikurinn var áfram mjög opinn og ungu strákarnir voru að spila ágætlega, sérstaklega Jones sem var sterkur í vörninni og Anderson sem var allt í öllu hjá okkur á miðjunni og flestar sóknirnar fóru í gegnum hann. Hann fór síðar af velli og Kiko Macheda kom inn fyrir hann og Nick Powell fór af velli og fyrir hann kom Ashley Young. Heimamenn voru svolítið í því að leika og reyna að fiska. En dómarinn sá í gengum þá. Markaskorarinn Yilmas fékk svo gult fyrir leikaraskap en vildi fá víti. Hinn norski Joshua King kom inn fyrir Welbeck sem oft hefur spilað betur á 85. mínútu.
Leiknum lauk með sanngjörnum sigri heimamanna en gaman að sjá unga leikmenn spreyta sig og vonandi fáum við að sjá svipaða uppstillingu gegn í lokaleik riðilsins gegn Transilvaníu mönnunum Cluj á Old Trafford.
Menn leiksins: Anders Lindegaard, Phil Jones og Anderson.
Auðunn says
Held að Andó og Cleverley hafi sannað það í kvöld að þeir eiga miklu frekar að vera í liðnu en Scholes og Giggs.
Andó þarf fleiri leiki til að komast í betra leikform, miðjan miklu frísklegri að sjá.
Óðinn Ásgeirsson says
Þarf að gefa leikmönnum Galatasaray Lýsi ,þvílýkir grasbíta hef ég ekki séð . En frábær framistaða hjá ungu og óreyndu liði okkar manna .Framtíðinn lofar góðu .
Steini says
Flottur leikur hjá ungu liði, hefði mögulega viljað sjá wooton og vermijl koma inn í liðið þarna. Sammála síðasta með miðjuna, sterkur fyrsti leikur hjá Jones.
Magnús Þór Magnússon says
Mikið held ég að Macheda sé að fara frá liðinu, annaðhvort í sumar eða strax í janúar, gleymdi að bæta því í skýrsluna.
DMS says
Ég held að Anderson þurfi hreinlega að spila alla leiki til að koma í veg fyrir að hann hlaupi í spik inn á milli hvílda. Hann var annars fínn í kvöld sem og Phil Jones. Lindegaard átti líka nokkrar fínar vörslur. Ég sá það ekki fyrr en í annarri endursýningu að hann hafði varið þrumuskotið frá Altintop í slánna í síðari hálfleik, nær að snerta boltann með fingurgómunum og þá breytir boltinn lítillega um stefnu og endar í slánni.
Alltaf gaman að sjá ungu mennina spreyta sig. Trúi ekki öðru en Fergie stilli upp svipuðu liði gegn Cluj í lokaleiknum á Old Trafford. Kom mér svolítið á óvart að Nani skyldi ekki hafa verið í liðinu, var hann í hópnum sem ferðaðist til Tyrklands? Dagar hans hjá United hljóta að vera taldir, hann fær ekki einu sinni að spila leikina sem skipta engu máli.
Hvað var annars málið með þennan Felipe Melo? Hvernig í ósköpunum fór hann í gegnum leikinn án þess einu sinni að fá gult spjald? Strax á 8. mínútu kom tveggja fóta tækling á Nick Powell og svo var hann sífellt að brjóta af sér.
jóhann ingi says
Mér fannst thetta skemmtinlegur leikur sem gat endad hvoru megin sem var. Líst svo miklu betur á midjuna svona med Anderson og Cleverley. Madur hefur thad á tilfinningunni ad their gaetu skapad eitthvad og svo geta their hlupid eins og rottur. Held ad vid fáum ad sjá Cleverley um helgina thegar united gefur Mark Huges nádarhoggid í sýnu starfi.
Mikid Ofsalega vaeri svo gaman ad sjá United lidid bara halda hreinu svona til tilbreytingar. Kannski á Phil Jones eftir ad hjálpa okkur thar eitthvad. Ég vil sjá thennan dreng taka midvardarstodu í thessu lidi eda bakvord og ekkert annad. Ekkert midju rugl. Er grídarlega hrifinn af thessum leikmanni og vona ynnilega ad hann sleppi med meidsli thad sem eftir er tímabilsins.
Held ad Nani sé meiddur og thví var hann ekki í hóp. Mér er dálítid sama verd ég ad segja. Er ekki í hans Fanclub :D Held reyndar ad vid aettum ad fjárfesta í alvoru kantara naesta sumar og leyfa honum Nani vini mínum ad sóla keilur einhverstadar annarstadar.
Áfram United
McNissi says
Eftir erfið varnar-vandamál eru 2 hörku naglar að koma inn aftur. Smalling var svakalegur á móti A.Villa (fyrir utan fyrsta markið) og er hann algjörlega óttalaus og ógnarsterkur í loftinu. Svo núna á Jones magnaðan leik og er hann líkt og Smalling sterkur og stór og ekki auðvelt fyrir framherja að vinna skalla á móti þessum 2. Vonandi fá þeir 2 að vera saman í hjarta varnarinnar í seinasta leik riðilsins…. þá kannski kemur að þessu langþráða clean-sheet sem er ekki á hverjum degi!