Eftir enn einn erfiðan leik gegn lélegu liði um helgina er nú komið að því að taka á móti West Ham á morgun, en heil umferð er spiluð núna í miðri viku. Stóri Sámur Allardyce er búinn að vera að gera góða hluti með West Ham í haust, þó að illa hafi farið gegn Tottenham um helgina. Andy Carroll skoraði þar sitt fyrsta mark fyrir West Ham en annars hefur Kevin Nolan verið að sjá helst um markaskorunina hjá þeim.
Það verður síður en svo auðvelt að taka á móti þeim sérstaklega þar sem Sámur hefur beitt allri sinni skerpu og fundið út að ‘vörnin sé vandamál United’. Skyldi þó aldrei vera…
Annars hefur sjaldan verið eins erfitt að spá í byrjunarliðið. M.v. að de Gea á ekki að vera treystandi gegn stórum sóknarmönnum ætti Lindegaard að fá að spila gegn taglinu. Rio væri sá varnarmaður sem maður vildi líklega helst sjá taka Carroll á í loftinu en spurning hvenær hann fær að taka smá hvíld. Það eina sem virðist borðleggjandi er að Sir Alex segir að Anderson sé búinn að spila sig inn í liðið eftir frammistöðuna á laugardagnn (hann byrjar sem sé á bekknum segir samsæriskenningasmiðurinn í mér)
Miðað við að Nani er með hugann einhvers staðar allt annars staðar en hjá okkur, Valencia hefur verið dapur og Ashley Young virðist vera að sýna það að hann geti ekki neitt, þá er ég að vonast eftir einhvers konar tígli. En hvernig það ætti að vera, veit ég ekki, nema Chicharito spili… og hann var ekki að slá í gegn á laugardaginn, og það er eins og einn dapur leikur sé nóg til að spila sig út úr liði. Svo væri gaman að sjá Jones fá leik sem aftastur á miðjunni.
Ég slæ þessu því fram án allrar ábyrgðar
Lindegaard
Rafael Ferdinand Evans Evra
Anderson Jones Cleverley
Rooney
Van Persie Hernandez
Pétur says
áhugavert byrjunarlið, væri til í að sjá hvernig þetta virkar. Henda kannski inn Carrick fyrir Jones
Jói says
Ég myndi segja að Smalling væri langsterkasti miðvörðurinn hjá United í loftinu þess vegna væri ég til í að sjá hann í byrjunarliðinu
Egill Guðjohnsen says
Í guðanna bænum ekki Jones á miðjuna og svo er Nani meiddur þess vegna hefur hann ekki verið að spila og svo hefur Valencia verið að spila meiddur sem er ástæðan að hann hafi ekki verið að sýna sitt besta,bara svo að það komi fram!
Dió says
myndi alveg vilja sjá þetta lið! jones að taka ruslakallinn, andó og cleverly að sjá um spilið með rooney. En ég vill sjá De Gea frekar en lindegard,
Atli says
Ég væri reyndar fáránlega til í að sjá þessa miðju spila saman í þessum leik.
Björn Friðgeir says
Auðvitað er það rétt að Nani er meiddur, og Valencia núna líka, en þegar þeir hafa verið að spila í haust þá hefur það verið dapurt. Á meðan það er finnst mér tígulmiðjan okkar eini möguleiki.
Carrick er auðvitað aðalkandídat þarna aftast, settj Jones aðallega af því mig langar að sjá hann þarna! Smalling fyrir Ríó væri líka ásættanlegt.
DÞ says
Ef hann stillir liðinu svona upp nema bara Jones út og Carrick inn verð ég afar hamingjusamur.
Vatnsdal says
Afhverju ekki að prufa king, bébé og setja degea í liðið!
Tryggvi Páll says
Fínasta byrjunarlið en er ekki Carrick heill? Ef svo er er hann auðvitað alltaf að fara að byrja þennan leik. Anderson og Cleverley fá núna gullið tækifæri til þess að spila sig inní byrjunarliðið, þeir verða að taka það og fríska aðeins uppá miðjuna sem hefur verið no-show í síðustu leikjum. Ég væri svo til í að sjá Welbeck byrja uppi á topp í sinni stöðu en ekki einhverstaðar úti á kant. Líklega er þó erfitt að halda Chicharito úr byrjunarliðinu um þessar mundir.
Einnig væri gaman ef liðið tæki sig til og spilaði fótbolta í meira en korter í hverjum leik. Ég spái stórsigri eða drepleiðinlegum 1-0 leik.
Friðrik says
Er ég sá eini sem er ennþá að pirra mig yfir að við eyddum 7 milljonum punda í fokkin Bebe ?? Þetta hljóta að vera einhver verstu kaup í sögu fótboltans frá upphafi. Þessar 7 milljonir hefðu við getað notað + nokkrar milljonir í viðbót til að kaupa Özil frá W.Bremen sem átti nokkra mánuði eftir að samningnum sínum. En Ferguson veðjaði á Bebe.
Fyrst við hentum þessum milljonum út um gluggan þá hefðum við alveg eins getað notað þessa peninga til að styrkja UNICEF.
McNissi says
Hvaða svakalega neikvæðni er alltaf í ykkur!
Við erum á toppnum eins og er…. ekki City með sitt ofurlið eða Chelsea með sitt ógnarsterka milljarða lið. Heldur UNITED!
Hvernig væri að gefa strákunum smá credit og fagna því að okkur er að ganga vel, því það er ekki sjálfgefið að vera á toppnum í þessari deild. Eitthvað hljóta þeir að vera að gera rétt.
ps. bæði Chelsea og City eru dottin úr leik í Meistaradeildinni…. EKKI VIÐ!
Magnús Þór says
Til að vera sanngjarn þá eru Chelsea og City í margfalt erfiðari riðlum.
Tryggvi Páll says
Ég held að Özil hafi alltaf verið á leiðinni til Real Madrid og þessar 6-7 milljónir sem fóru í Bebe hefðu ekki skipt sköpum. Í dag eru þessir peningar náttúrulega á ruslahaugnum en þetta voru „bara“ 7 milljónir þannig að þetta er enginn heimsendir en auðvitað, eftir á að hyggja, hefði verið fínt að sleppa þessu bara.
F.E.V says
United í miklu léttari riðli en shity og chelsea.. en auðvita erum við sáttur með að vera á topnum en það myndi ekki drepa neinn af þessum leikmönnum að spila skemmtilegan fótbolta það er ekki eins og þetta lið sem við teflum oftast sé mikið ódýrara en hin liðinn