Það er allt vitlaust að gera í ensku úrvalsdeildinni þessa dagana, maður er rétt að ljúka yfirferð sinni á leikjum fjórtándu umferðar þegar sú fimmtánda er komin í gang. Á morgun sækja okkar menn Reading heim á Madejski vellinum í Berkshire héraði í Suður Englandi. Fyrir fram ætti þetta að teljast frekar léttur leikur fyrir United þar sem Reading hefur alls ekki vegnað vel í deildinni það sem af er tímabils. Þeir sitja í næst neðsta sæti deildarinnar með 9 stig, sem þeir hafa önglað saman með einum sigri og sex jafnteflum.
Eins og rætt hefur verið hér margoft hefur United hefur verið að ströggla svolítið gegn minni liðunum í vetur og gæti leikurinn á morgun því orðið erfiður. Reading getur varist vel og þeir hafa eflaust legið yfir spilamennsku Norwich gegn United til að sjá hvernig væri best að nálgast leikinn varnarlega. Svo er það spurning hvernig Ferguson ætlar að setja þennan leik upp, svona miðað við spilamennsku liðsins gegn West Ham í vikunni. Þó svo miðjan og vörnin hafi staðið sig vel í þeim leik þá var sóknin afskaplega bitlaus. Ætlar Ferguson að nota sama plan og vonast til þess að sóknin batni eða ætlar hann að breyta til í þeim tilgangi að fá meiri breidd í sóknarleikinn?
Meiðslalistinn okkar gefur þó til kynna að það gæti reynst Ferguson erfitt að koma með breidd í sóknarleikinn. Nýjustu fréttir af Valencia eru þær að hann verður ekki klár á morgun, Kagawa er auðvitað ennþá meiddur sem og Nani en það eru umræður í gangi þess efnis að hann verði frá mun lengur en menn héldu, jafnvel framyfir jól. Meðalaldur byrjunarliðsins gæti þó hækkað verulega með endurkomu Scholes, hefur snúið aftur úr leikbanni, og Giggs sem er kominn aftur á fullan snúning eftir smávægileg meiðsli aftan í læri. Einnig er Ferdinand líklegur til að mæta aftur í byrjunarliðið eftir að hafa verið hvíldur gegn West Ham. Ég veit ekki alveg hverju skal spá með byrjunarliðið nema því að við sjáum Anderson þar, held að annað væru stór mistök. Ég ætla að skjóta á þetta svona:
De Gea
Rafael Ferdinand Evans Evra
Anderson Carrick
Young Rooney Welbeck
Van Persie
Ég er hræddur um að Ferguson setji Chicharito aftur á bekkinn (þó svo ég persónulega vilji sjá hann alltaf byrja!) og hann gefi Young og Welbeck sénsinn til að fríska upp á sóknarleikinn, þó svo þeir hafi ekki verið upp á sitt besta undanfarið. Mikilvægast þó fyrir sóknina er að Rooney eigi góðan leik, en það gerist þá hef ég ekki miklar áhyggjur af því hvaða leikmenn eru þar til að hjálpa honum.
Mikið væri það nú þægilegt að sjá ferska og einbeitta United pilta fara með þægilegan sigur að hólmi á morgun, helst komnir með +2 marka mun strax í fyrri hálfleik og e.t.v auka þann mun í þeim seinni. Munið þið eftir svoleiðis spilamennsku? Ahhhh, minningar!
Marino says
Mér finnst vandamálið okkar í sóknarleiknum þetta árið vera bitleysið í kantspilinu. Okkar sóknarleikur hefur í gegnum tíðina verið borinn uppí af frábærum kantmönnum í samspili við fljóta bakverði. í ár hafa Tony V, Nani, Young og Giggs ekki verið svipur hjá sjón og þess vegna meira verið að tuðast ég gegnum miðjuna.
ellioman says
@Marino
Held það sé bara nákvæmlega málið. Ef værum t.d. að sjá Valencia í toppformi þá held ég að sóknarleikurinn væri að blómstra þessa stundina.
Það sama gildir með Rooney, bíð hér óþreyjufullur eftir að sjá hann komast á skrið. Ef/þegar það gerist þá fara mörkin að hlaðast inn. Ég held enn í vonina og breyti ekki Rooney/Persie framlínunni minni í Fantasy :)
Magnað samt að sjá að þrátt fyrir smá markavesen undanfarið þá erum liðið búið að skora 6 mörkum meira en næsta lið sem er City (33 mörk gegn 27) en erum tveimur mörkum á eftir City í goal difference.
Nú krosslegg ég bara fingurna og vona að sá gamli setji ekki Scholes/Giggs í byrjunarliðið. Það má alveg nota þá síðustu 30 mín í þessum leikjum en alls ekki frá byrjun. Það er bara ekki að ganga upp. Þetta byrjunarlið hljómar ágætlega þó mér þykir afskaplega leiðinlegt að sjá Welbeck alltaf spila á köntunum. Væri gaman ef Ferguson gæfi honum sjens sem fremsta mann, kannski gerist það gegn Cluj í næstu viku.
Hef annars trú á því að liðið hafi Norwich leikinn í huga á morgun og geri allt til að forðast slíka vitleysu aftur. Mun amk setja 100DKK á United sigur og býst við smá gróða á morgun :)
Sigurjón says
Sammála ykkur drengir. Það er eitthvað vesen í gangi varðandi kantspilið og það hlýtur að vera vegna áherslubreytinga hjá Ferguson á taktíkinni. Valencia var besti leikmaður United á síðasta tímabili og kraft hans og hraða (sem við þurfum) virðist ekki vera að nýtast sem skyldi. Nani og Young voru líka að spila mun betur í fyrra, þeir hafa verið nánast fjarverandi á þessu tímabili. Ég velti því samt fyrir mér hvort meiri breidd og hraði muni aftur skapast þegar Nani kemur til baka. Erum við kannski að sjá mikilvægi hans í liðinu?
Rooney er ennþá að aðlaga sig nýrri stöðu og er ég búinn að búa mig undir það að það gæti tekið jafnvel allt tímabilið fyrir hann að gera það. Ryan Giggs er því miður bara búinn á því, það er staðreynd málsins enda orðinn 39 ára gamall maðurinn. Það er mjög hár aldur fyrir markmann, hvað þá útileikmann!
ellioman says
@Sigurjón
Samsæriskenningar núna í gangi að það sé of hentugt að Nani skuli vera meiddur þar til í jan þegar leikmannaglugginn opnar. Þ.e.a.s. að kallinn sé einfaldlega að undirbúa sölu Nani og með þessu er hann hreinlega að koma í veg fyrir blaðamannaslúður.
Stranger things have happened…
Kjartan says
Ég vil byrja á að segja að mér finnst þessi síða mjög góð og margar skoðanir athyglisverðar, þó svo að ég sé ekkert endilega sammála öllu. Ég sé að í hugmynd að uppstillingu liðsins á morgun er Young inni, ég var á leiknum á móti QPR og hann olli mér miklum vonbrigðum í þeim leik, en hann getur ekkert nema batnað frá þeim leik því ég held að lélegri geti hann ekki orðið. Annað er margt gott við liðið og t.d. þá hafa 17 leikmenn skorað mörk liðsins, og 3. markhæsti maðurinn er Evans. Ég sá að Kagawa verði frá til 15. des, Nani til 1. jan, Valencia til 9. des og Vidic til 5. des (united.no). En mér hefur þótt gaman af að sjá Anderson koma svona sterkan inn og svo eru varnarmennirnir sem hafa verið meiddir allir að koma til. Þetta hlítur að fara að verða ennþá betra. En erum við ekki á toppnum núna?
Friðrik says
Mér finnst vanta hraða í spilið. Gerðist oft í leiknum gegn West Ham að við fengum séns til að fara 3 á 3 en þó stoppuðu þeir og gáfu boltann í miðjuna og West Ham komnir með marga menn fyrir aftan boltann.
McNissi says
Ég get persónulega ekki beðið eftir að fá Kagawa til baka!
Held að tígullinn sé framtíðin hjá okkur þar sem Kagawa nýtist best í því. Þegar hann kemur aftur þá fer Rooney örugglega aftur í strikerinn, þó ég sé ekki sammála því að hann sé búinn að vera lélegur… búinn að skora 3 og leggja upp 6. Hann er búinn að vera óheppinn með langskotin en þegar hann er búinn að stilla miðið er rándýrt að hafa sterkan markaskorara á miðjunni!
ps. ég sagði commentaði hér fyrir rúmri viku að þegar Smalling og Jones myndu spila saman þá myndum við loksins halda hreinu. Þeir spiluðu báðir á móti West Ham (Jones kom seint inná) og auðvitað var það clean sheet :)