Gamanið heldur áfram. Liðið var svona:
De Gea
Rafael Evans Vidic Evra
Cleverley Carrick
Valencia Giggs Januzaj
Welbeck
Bekkur: Lindegaard, Smalling, Hernandez, Fletcher, Kagawa, Büttner, Zaha.
Sunderland: Mannone, Bardsley, Alonso, Brown, O’Shea (C), Larsson, Cattermole, Ki, Giaccherini, Borini, Fletcher.
Fyrri hálfleikur var alveg sérstaklega lélegur af hálfu beggja liða en þó sérstaklega af okkar hálfu. Það gerðist akkúrat ekkert fyrr en á 25. mínútu að Moyes færði Januzaj fyrir aftan framherjann og setti Giggs út á kant. Januzaj var eini leikmaðurinn í okkar liði sem var að reyna eitthvað og eftir þessa tilfærslu var hann meira í boltanum og var sprækur. Hann skoraði mark sem var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Eins og venjulega þó misstu okkar menn einbeitinguna undir lok hálfleiksins og fengu á sig mark. Larsson þrykkti aukaspyrnu inní teiginn þar sem Wes Brown kom boltanum inn í markteig þar sem Phil Bardsley og Ryan Giggs voru að kljást. Boltinn barst í markið og líklega mun þetta mark skrifast á Giggs. Við þekkjum þetta handrit og í sannleika sagt er maður að verða dauðþreyttur á því.
Seinni hálfleikur byrjaði vel því í upphafi hans hamraði Nemjana Vidic boltann inn í markið eftir horn og staðan því 1-1. Seinni hálfleikur var örlítið líflegri en sá fyrri. Við vorum meira með boltann en eins og vanalega gerðist voðalega lítið. Það virkar víst ekkert sérstaklega vel að vera bara með eina leið til að sækja að markinu: Koma boltanum út á kant. Gefa hann fyrir. Fatta menn ekkert að þetta virkar ekki þegar enginn af kantmönnum okkar er fær um að gefa skítsæmilegan bolta fyrir?
Sunderland-menn fengu svo víti sem í besta falli var ódýrt. Tom Cleverley flæktist í Adam Johnson sem var ekkert að berjast við að standa í lappirnar. Andre Marriner dæmdi víti, Fabio Borini steig á punktinn og skoraði af fádæma öryggi. 2-1 fyrir Sunderland.
Eftir þetta lágu okkar menn á Sunderland-mönnum en það var auðvelt fyrir þá að verjast sóknartilburðum okkar manna, enda er sóknarleikurinn svo fyrirsjáanlegur að það hlýtur að vera verulega auðvelt fyrir lið að undirbúa sig fyrir leiki við United. Það eina sem þau þurfa að gera er að vera þéttir á miðjunni, leyfa vængmönnumum okkar að fá boltann og pressa þá. Einfalt, eins og sóknarleikurinn okkar.
Sunderland vann því fyrstu lotu 2-1. Seinni leikurinn er á Old Trafford eftir réttar tvær vikur. Miðað við heimavallagengi okkar á tímabilinu ætla ég ekki að reikna með sigri þar.
Ljósi punkturinn í þessum leik er Adnan Januzaj sem hætti aldrei að reyna að gera eitthvað og var hann sá eini í liðinu sem sýndi eitthvað frumkvæði, allir hinir voru bara með.
Við spilum svo við Swansea á laugardaginn. Ég reikna með að Laudrup sé með sína menn á fullu á æfingasvæðinu að æfa hvernig eigi að verjast lélegum og einhæfum sóknarleik.
Karl Garðars says
Koma svo andsk. hafi það!!!
Arnar M says
Alveg er það týpiskt að liðið fái mark á sig undir lok hálfleiks. Vantar leikmann í liðið sem þorir að taka skot fyrir utan vítateig.
jonny says
þessi þreytta risaeðla moyes þoli ekki að hann getiu ekki drullast til að nota skiftingar !!!!! meina hann er með kagawa og zaha og hernandez og svona leikmenn sem geta breytt leikjum en nei honum fynnst betra að horfa á liðið sitt þjást og geta ekki blautann þoli þetta ekki meira fucking gerpið …
kemur svo með fletcher inna hvað á hann að bjóða uppá tilað vinna þennan leik
Bosi says
Thad eina sem eg hef sed a skjanum sem maetti kalla gott, er hversu vel thetta pottlok fer Sirinum.
Keane says
Verum rólegir.. moyesi gamli á 5 og hálft ár eftir af samningi. Þetta hlýtur að koma..
Roy says
Maður er orðlaus yfir þessum aumingjaskap hjá þessum mönnum. Tom fokking cleverly má vera eftir i sunderland. Menn bara á hælunum frá a-ö. Liðið skortir gæði í allar stöður. Valencia gæti átt 150 krossa en það kæmi ekkert útúr því. Welbeck er bara ekki nægjanlega góður, því miður. Þetta er bara ekki að gera sig…
Karl Garðars says
Þvílíkt sorp!
Á dauða mínum átti ég von fyrr en að ég myndi skammast mín fyrir spilamennsku liðsins sem ég dái svo ítrekað á nokkrum mánuðum. Þetta er svo algjörlega grútmáttlaust og hreint út sagt lélegt.
Að 18 ára gamall snáði með nokkra EPL leiki á bakinu skuli vera eina vonarglæta ríkjandi meistara er sorglegt.
Ætla að hætta núna og hefði örugglega átt að sitja á mér eins og eftir flesta leiki á þessari leiktíð en gat bara ekki orða bundist FFS!!
Valdi Á says
Ég er hættur að vera pirraður eftir tapleiki. Var alltaf svolítið eyðilagður, talaði lítið og svoleiðis eftir tapleiki. Þeir eru bara orðnir svo margir. En svona er boltinn. Spáði liðinu 4. sæti og stend við það. Næsta tímabil verður það mikilvægasta fyrir Moyes.
Eitt sem ég vil nefna er hversu mikið ég vorkenni De Gea. Stendur alltaf fyrir sínu og er stöðugt að bæta sig. En verðlaunin lítil. Varnarleikurinn er stundum hlægilegur. Vona samt að hann haldi þessu áfram og verði hjá okkur næstu 5-7 árin.
DMS says
Enn ein skitan. Ekkert fellur með okkur í þokkabót. Ódýrt víti. Mikið er ég samt feginn að þetta var ekki öfugt og Januzaj hefði verið fórnarlambið í vítateignum, þá fyrst hefði allt farið á hliðina á Facebook hjá 433.is og fotbolti.net.
Af hverju kemur Hernandez ekki inná fyrr en á 87 mín? Er Zaha virkilega svona slakur á æfingum að hann er lélegri en það sem við erum að sjá inn á vellinum leik eftir leik?
Ég hef nú verið að bíta á jaxlinn og styðja Moyes þegar taugarnar róast eftir leiki, en fjandinn hafi það. Ég skil að gaurinn þarf að byggja upp sitt lið, ég skil að það tekur tíma en andskotinn – þurfum við virkilega að ná botninum algjörlega áður en við förum upp á við? Var liðið hjá Fergie virkilega svona lélegt og var hann virkilega svona mikill áhrifavaldur?
Vandamálið er hugarfar og andleysi leikmanna. Það hlýtur að skrifast að stórum hluta á stjórann enda er hans hlutverk að stjórna og byggja upp sína leikmenn – andlega og líkamlega. Andlegi hlutinn er greinilega að klikka. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að United er langt í frá með besta hópinn í deildinni. En við eigum að gera betur en þetta miðað við þá leikmenn sem eru til umráða. Það eru of margir að spila á 50% getu og enn minna. Ég held að það hafi verið stór mistök að skipta líka um allt þjálfaraliðið.
Reka Moyes og hvað svo? Er einhver á lausu? Ég held að sá eini sem gæti tekið við fram á sumar væri gamli gaurinn með sixpensarann í stúkunni. Er ekki spenntur fyrir P.Neville eða Steve Round. Annars er enginn long term manager á lausu. Gamli sixpensarinn mun líka tala máli Moyes fram í rauðan dauðann. Við þyrftum þá líka að skipta um þjálfaralið í leiðinni…nema við viljum vera með Everton þjálfarana áfram.
Kristjans says
Þetta er svo dapurt og lélegt! Biðla til manna að hætta að tala um óheppni.
The chosen one has failed so far… En það er víst best að spyrna frá botninum en er botninum náð?
Hvað var málið með þessar skiptingar? Hernandez inn á 87. mín?
Verður fróðlegt að heyra hvað hinn útvaldi segir eftir þennan leik…
Hvað er Tom Cleverley að gera í þessu liði? Hvert er hans framlag?
Nick Powell hlýtur að eiga meira erindi í þetta lið en hann. Á því miður ekki von á því að neinn verði keyptur í þessum glugga. Kalla Powell úr láni takk.
Myndi vilja að reynt yrði við Cabaye og/eða Lallana í þessum glugga. Það vantar allt bit á miðjuna.
Sævar says
jæja krakkar. getum við ekki sæst á það að þetta helvítis stjóra gerpi er með all svæsna salmónellusykingu upp eftir öllum hryggnum. langar svo að hitta hann á förnum vegi því þá væri freistandi að tvíbrjóta á honum sköflunginn til að leggja sitt á vogaskálarnar að hann hætti. enn mongólska helvítis helvíti. maðurinn veit ekkert hvað hann er að gera, við fáum enginn færi, hann er ráðalaus,enginn vill koma, leikmenn hata hann, aðstoðarþjálfarinn er mjög líklega með krónískt bakflæði , phill hefur ekki þjálfað 6 flokk áður, súper blanda
Siggi manutd says
Sævar: er ekki örugglega í lagi heima hjá þér? Þetta er bara fótbolti.
sammi says
já jæja hef reyndar sjaldan skrifað hér en var svona aðeins að hugsa málið, og fór að spá hvort liðið hafi ekki verið að verið að spila litlu betur á seinasta tímabil. Málið er held ég að sirinn hafði náttúrulega bara eitthvað auka á liðið og höfðust leikir oftar en ekki á hörkunni og trúnni. Já trúnni á Sirinum sem endurpeglaðist aftir á liðið. Samt seinnilekurinn eftir og ekki hægt að útiloka sigur þar, þrátt fyrir 0-0-3 á árinu 2014
Hjörtur says
Mín skoðun er sú, að Moyes eigi að skammast til að segja af sér, og taka allt teimið sem hann kom með, með sér. Hann ræður engan veginn við þetta, og mun aldrei koma liðinu á þann stall sem við stuðningsmenn viljum hafa það á, og er bara hægt að vitna í Everton sem hann stjórnaði til fjölda ára, en kom því aldrei ofar en um miðja deild. Nú þýðir ekkert að afsaka það að hann þurfi meiri tíma, hann tekur við liði sem varð englandsmeistari á síðasta ári, og nú er búinn helmingur af þessu tímabili, og liðið hrapar alltaf neðar og neðar, og hlýtur að ver þjálfarateiminu að kenna , og náttúrlega stjóranum líka hvernig komið er. Hér áður þá fyrr þá bara taldi maður það skyldu að Utd ynni leiki, og varð hundfúll og pirraður ef þeir töpuðu, en í dag þá býst maður eiginlega við engu af þeim, og er þá ekkert að pirra sig á tapleikjunum þar sem þeir eru orðnir það algengir.
Sævar says
ekki heldurðu að ég vilji meiða manninn. er að leggja áherslu á það hvað ég vona heitt að hann verði rekinn TAKK
Keane says
Moyes hlýtur að væla eitthvað eftir þennan leik..
5 og hálft ár eftir af samningi sínum, þetta gæti ekki verið betra, bjartir tímar framundan!
Hannes says
Mér finnst Sævar súmera þetta allt vel upp fyrir utan kannski ofbeldið. En þetta byrjar náttúrulega þegar Moyes hendir í burtu aðstoðarmönnum Fergusons, hann ákveður að styrkja ekki hópinn fyrrasumar og eyðir alltof miklu í Fellaini bara til að kaupa einhvad þegar hann hefði getað fengið hann á 22 millur í Júlí. Leikmenn hafa enga trú á honum en samt sem áður geta leikmennirnir ekki séð sóma sinn í að leggja sig fram fyrir stuðningsmenn og klúbbinn, dapurt. Þessi hópur er ekki nógu góður, Ferguson , sá besti , gat náð árángri með meirihluta leikmanna sem eru miðlungs, en Moyes getur það ekki. Nú vil ég að félagið skeri akkerið í burtu og hóta Moyes að segja upp þar sem það mun eflaust kosta mikið að reka hann og Ferguson stýri þessu út tímabilið þar sem hann er hvort eð er á öllum leikjum. Fá svo J.Klopp næsta sumar.
Bjarni says
Fótbolti er ekki flóknasta íþróttin en til að spila leikinn vel þurfa menn að hafa ákveðna eiginleika, sama hvaða stöðu menn spila, s.s fótatækni, spyrnutækni, geta hlaupið, úthald og snerpu. Liðið sem við þurfum að horfa uppá í dag er samansett af einstaklingum sem flestir hafa þetta en ná ekki að framkalla það, leik eftir leik. Þeir virðast ekki bera neina virðingu fyrir stjóranum og eru ekki tilbúnir að vaða eld og brennistein fyrir hann einsog þegar Sirinn var við stjórn. Hræðslan við hann rak þá áfram en nú er öldin önnur, skiljanlega. Ég hef nú séð það svartara þegar mögru árin voru, þá voru þau mögur og hver leikurinn var eins og þessi í kvöld. En til að rísa upp aftur þarf uppbyggingin að vera hröð og í rétta átt og set ég spurningarmerki við nýjan stjóra, hann virðist þó hafa stuðning stjórnar, Hrafnistumenn, en hann verður að nota hvern tíma leikmannaglugga sem er og versla inn og selja. Menn eru komnir á síðasta séns í hópnum, nefni Cleverley, Giggs, Flets, Rio jafnvel Carrick og Vidic. Þú byggir ekki lengur upp lið með þessa menn um borð. Adnan J átti að fá að spreyta sig á þessu tímabili en er búinn að spila megnið af leikjunum og er enn að læra leikinn, samt skemmtilegastur á að horfa. Stóru nöfnin fara í lok leiktíðar ef ekkert vinnst sem bendir allt til og verður því Moyes að hugsa hratt á hverju hann ætlar að byggja á og halda sig við það. Hann sýnir alla vegana ekki merki um að koma með breytingar á leikmannahópnum heldur vill hreinsa til í kringum liðið, sem er skrítið. DM nota tækifærði í janúar. Það mun síðan koma í ljós hvort UTD er ennþá það nafn sem það var og menn vilji ólmir koma til okkar og spila fyrir klúbbinn
Kristjans says
Mæli með þessari grein, áhugaverð lesning;
http://therepublikofmancunia.com/moyes-need-to-prove-he-can-weather-the-storm/
J says
Lið Man Un í dag er bara eins og miðlungslið í öllum löndum, sem engin hræðist !
Að horfa á liðið er eins og að horfa á gamla kunningja, sem hafa einhvern áhuga á að sparka í bolta !
Flestir leikmenn eru komnir yfir síðasta söludag, og þess vegna ekki boðlegir sem leikmenn hjá liði sem á að vera í fremstu röð !
Staða liðsins á töflu segir meira en mörg orð , og tapa fyrir liðinu í síðasta sæti !
Guðmundur says
Ég vildi bara óska að Man Utd hefði jafn frábæran leikmann í liðinu eins og Suarez er. Hann er einfaldlega langbesti maðurinn í þessari deild.
Gummi kr says
Get ekki verið Meira sammála Sævari, þetta er orðið gott mannskapurinn er það áhugalaus að ekki einn einasti maður nennir þessu og ég held að við getum þakkað sir Moyes það, það hefur ekki einn einasti maður áhuga á að spila undir hanns stjórn. Nú er lag að selja Rooney til að fá eh fyrir hann og kaupa costa frá A- Madrid þvi að Allir sem vilja trúa þvi vita að Rooney er að fara frá okkur enda er hann skíta karakter sem biður um sölu á milli þess sem hann er uppá gleðikonum. Við verðum að kaupa núna til að reyna ná þessu 4 sæti sem við gerum ekki með þetta lið eins og það er skipað í dag. Svo er bara spurningin hver á að taka við??? Spurning hvort Noi Björs sé á lausu?
Keane says
Costa…. af hverju í andskotanum ætti hann að vilja joina manutd???? Hahahahahahahahahahahaha
Keane says
http://www.433.is/frettir/england/moyes-erum-ad-spila-gegn-baedi-andstaedingum-okkar-og-domurunum/
Þar kom vælið. Hlakka til næsta 5 1/2 árs… koma svo moyesi, meira af þessu!!
Siggi P says
Ekki batnar það. Ferlegt að heyra Moyes enn og aftur segja að sínir menn hafi spilað vel. Nú bætti hann við krítík á dómarann. Ef allt væri með felldu hefði verið búið að ganga frá þessum leik löngu áður en til þessa dóma kom.
Ég heyrði einhvern speking um daginn segja að liðið væri líklega í sömu sporum með annan stjóra eins og Mourinho. Já líklega, ef hann væri með sama mannskap og sömu meiðsli. En munurinn er sá að Mourinhno eða annar stjörnustjóri hefði aldrei farið inn í tímabilið með þennan mannskap. Hann hefði séð til þess að keypt hefði verið í lykilstöður. Sú aðgerð algjörlega mistókst. Vil kenna tvennu um. Í fyrsta lagi, leikmenn vilja bara tvennt: pening og medalíur. United er ekki að bjóða rosalega mikinn pening, svo þá er að treysta á medalíur. En með fullri virðingu, Moyes hefur ekki það kredit til að leikmenn haldi hann muni skila þeim sigrum. Í öðru lagi, eftir mörg ár hjá Everton hefur Moyes bara litið eftir ákveðnum leikmönnum, sem hentuðu Everton. Hann þekkti hreinlega ekki leikmenn í þeim kaliber sem United þurfti. Þess vegna var ekki nein ákveðin stefna í leikmannakaupum. Hlaupið eftir stjörnum sem notuðu tækifærið til að skrúfa upp eigin samning við liðið sem þeir vildu vera hjá. Svo sögur um leikmenn sem maður hreinlega hafði enga hugmynd um, en hefðu kannski verið fínir hjá Everton. Enduðum reyndar á að kaupa einn skásta manninn frá, jú, Everton.
Burtséð frá þeim sem komu ekki inn, þá hjálpaði allt þetta ekki til fyrir þá sem voru fyrir. Algjör skipti á þjálfarateimi voru svo enn önnur mistök. Ég hef það á tilfinningunni að liðinu sé bara alveg sama hvernig þetta fer. Og ef Moyes er búinn að tapa liðinu, þá nær hann því aldrei til baka.
Parket says
Staðan er þannig aðvið erum með miðlungslið og erfitt að horfa á það. Liverpool er með miklu sterkara lið en við i dag og er erfitt að mæta i vinnuna. Besta lausnin væri að fá bruce til að taka við frábær stjóri sem hefur aldrei fengið alvöru lið eða pening. Bruce heim strax i dag
Kiddi H says
Ég er sammála þér Parket með hann Bruce hann hefur verið að ná frábærum árangri með lið Hull og þar áður Sunderland og Wigan, hefur aldrei fengið peninga eða stuðning til að ná árangri. Held að hann gæti gert flotta hluti og komið okkur strax aftur á toppinn.
Þessi hópur okkar er ekki lélegur þetta er sama lið plús fellaini sem að urðu meistarar í fyrra, með leiðsögn alvöru manns eins og Ferguson þá náði þetta lið að vera yfirburðarlið. Það sem að okkur vantar er mann eins og Bruce með leiðtogahæfileika og man utd maður í gegn þekkir klúbbin , söguna og hvað liðið stendur fyrir.
Bruce come home
NevilleNeville says
Liverpool er miklu betra lið í dag en okkar. Þetta er ömurlegt. Væri ekki hægt að bjóða Brendan Rodgers sem hlýtur að vera einn besti þjálfarinn í Evrópu í dag, að verða launahæsti manager deildarinnar. Eigendur Liverpool gætu aldrei boðið jafnhá laun og við. Væri mun ódýrara en að kaupa annan Fellaini!
olinn says
Til gamans má geta að þetta var fyrsta vítið sem United fær á sig í 77 deildarleikjum. Áttuð þetta inni.
Kiddi H says
NevilleNeville það er rétt hjá þér að Liverpool er með miklu betra lið en við í dag og betri stjóra, en ég held að Brendan myndi aldrei fara yfir í Man Utd eins og staðan er í dag. Við eigum talsvert í land með að ná bestu liðum landsins og munum við þurfa að vera þolinmóðir Róm var ekki byggð á einum degi. Fáum Bruce til að stabilesera klúbbinn og koma okkur á stall bestu liða Evrópu aftur. Afhverju þurfum við alltaf að vera að bera okkur saman við Liverpool spyr ég frekar að miða okkur við klúbba eins og Newcastle , Aston Villa og fleiri lið það er raunveruleikin.
Runólfur says
Halda menn virkilega að við getum fengið Klopp svo glatt? Maðurinn er í bullandi ástarsambandi við Dortmund. Álíka miklar líkur að hann komi og að SAF hefði farið í annað lið.
Það mætti líka halda að allir hérna viti hvernig United er rekið að innan – eins og Moyes stjórni bara öllu. Til að byrja með þá rak hann alls ekki „alla“ þjálfarana. Það voru fullt af eldri þjálfurum sem hættu ásamt Ferguson – sem og David Gill auðvitað.
Það má svo sem kenna Gill og Ferguson að vissu leyti um skituna á leikmannamarkaðnum síðasta sumar enda er Woodward nýr í starfi og virðist eingöngu kunna að semja um hax auglýsinga samninga og svo má kenna Ferguson sjálfum um að styrkja ekki liðið áður en Moyes kom. Liðið vann deildina í fyrra en á kostnað hvers, við spiluðum á sama liðinu nánast alla leiki og viti menn, þeir leikmenn eru meiddir í dag ásamt venjulega meiðsla plebbunum.
Og síðan hvenar eru meiðsli bara þjálfaranum að kenna? Mæli með að menn horfi á AC Milan leikinn frá 2007 held ég þegar við áttum 2 heila varnarmenn, eða opnunarleik deildarinnar gegn Newcastle um árið þar sem við enduðum með Rafael og Fabio eða Obertan á köntunum útaf meiðslum. Eða jú 3-0 tapið gegn Fulham þar sem Carrick og Fletcher voru í vörn með De Laet og Evra. Helvítis SAF og hans álag á æfingum.
Þetta helst allt í hendur, meiðsli, lítið sjálfstraust, skortur á gæða leikmönnum og jú þjálfari sem ræður ekki alveg við stöðuna. Haldiði að Steve Bruce reddi því? Hann er með sama record og Moyes nema hann hefur líklega fengið meiri pening, allavega hjá Sunderland og hann er alltaf rekinn á endanum.
Oooooog þetta kjaftæði um Suarez … við eigum alveg jafn góðan leikmann, ef ekki betri, hann er bara meiddur. Mögulega vegna massífs leikjaálags í fyrra, eða að hann hafi pínt sig í gegnum þá leiki fyrir SAF og fyrir titilinn. Svo er hann kominn með medalíu um hálsinn, og SAF farinn – þá nennir hann ekki að leggja á sig þessi auka 10-15% og er bara á meiðsla listanum.
Anyways, ég held að ég sé off á þessu spjalli þangað til eftir season-ið. Nenni ekki þessu svartnætti.
Ps. Allir sem eru að drulla yfir Clev ættu að hugsa um Fletcher og Evans. Þeir voru líka gagnslausir á sínum tíma :)
Borini says
KING BORINI!!!!
TN says
Menn þurfa aðeins að slaka á , það var alveg vitað að þetta yrði erfitt að skipta út öllu þjálfarateyminu. Moyes er búinn að vera þokkalega óheppinn Rooney besti leikmaður liðsins er búinn að vera í meiðslavandræðum ásamt Van persie besta leikmanns síðasta tímabils, einnig Jones sem var maður leiksins sirka 5 leiki í röð áður en hann meiddist. Sirinn sagði United að ráða Moyes og sirinn veit best !
KEANO says
Mestu áhyggjurnar sem ég hef er að ef að við náum ekki meistaradeildarsæti þá verðum við að slást við Tottenham og Everton um leikmenn í sumarglugganum á markaðnum, því að allir gæða leikmenn hugsa bara um meistaradeildina. Það er eins gott að Moyes girði sig í brók og að við endum meðal fjögurra efstu liða í vor.
sv.1 says
Að trúa því að Moyes væri „the chosen one“ er ótrúleg blinda. SAF gerði manu að meisturum með mannskap sem var ekki endilega sá besti í deildinni , enda snýst það kannski meira um það að fá mannskapinn til þess að spila saman. Þar liggur munurinn. Sami mannskapur og breyttur leikstíll með nýjum þjálfara sem rembist við að koma sínum mönnum að er ekki vænlegt til árangurs. s.b.r. Benitez hjá Inter.
Ef síðan Moyes fær engan mann af viti í þessum glugga þá staðfestir það bara sem allir vissu að sá sem nýtur ekki virðingar fær enga menn, annað en hægt er segja um SAF.
manfan says
Hvernig er hægt að kála meistaraliði á svona stuttum tíma?
Við unnum með 11 stiga mun í fyrra á sama hóp.
Er ekki hægt að fara á námskeið hjá svona snillingi ….
Og svo ofaná allt er það einhver púllaragaur sem skorar svo sigurmarkið.