Á morgun tekur United á móti Swansea í annað skipti á innan við viku. Við þurfum ekkert að ræða það neitt frekar hvernig leikurinn spilaðist síðasta sunnudag, enda einn af lágpunktum tímabilsins (hingað til allavega). Ef ég væri leikmaður United þá væri ég mjög æstur í að spila þennan leik á morgun og hefna fyrir „ruglið“ um síðustu helgi. Það verður því forvitnilegt að sjá hvaða leikmenn mæta dýrvitlausir til leiks og hverjir ekki (ef einhverjir). Ef þetta er ekki tækifærið fyrir leikmenn liðsins til að sýna öllum hvað þeim virkilega finnst um gengið undanfarna daga, já þá veit ég ekki hvað þarf til að vekja þessa menn.
Skoðum aðeins hvernig byrjunarliðið gæti orðið. Rooney* ætti að vera kominn aftur, og kannski Phil Jones líka, en Evans og Ferdinand eru báðir meiddir. Spáum þessu svona:
De Gea
Rafael Smalling Vidic Evra
Carrick Cleverley
Valencia Rooney Januzaj
Welbeck
Já þetta verður athyglisverður leikur, tja eins og allir leikir liðsins þessa dagana. Ef ég sé einn United leikmann inn á vellinum með hangandi haus þá hrynur sá maður í áliti hjá mér. Ég ætla ekki að gera kröfu um einhvern 5-0 sigur, ég vil bara sjá menn leggja allt í sölurnar, þetta er tíminn til þess. Ég vil sjá liðið spila eins og þeir gerðu gegn Arsenal á Old Trafford, því ef við sjáum svoleiðis baráttu, þá getur þetta hæglega orðið 5-0 sigur!
Annars er það eitt að hefna fyrir tapið í bikarnum um síðustu helgi og svo er það annað að halda áfram að elta efstu sex liðin í deildinni. Flest þeirra eiga leiki í „auðveldari kantinum“ þannig að við megum ekki við því að missa þau lengra framúr okkur.
Leikurinn byrjar klukkan 17:30. ÁFRAM MANCHESTER UNITED!
* Uppfært: Það hefur verið gefið út að Rooney hefur verið sendur í frí til að ná sér góðum af nárameiðslum, hann spilar því ekki á morgun. Ætli Kagawa sé ekki líklegastur til að koma inn fyrir hann.
Andri Már says
Ég myndi henda Cleverley á bekkinn og fá Fletcher inn með Carrick.. Það sem vantar í spilið okkar er hreyfing og markviss áætlun frammi á vellinum.. Það vantar líka að koma þessum blessuðu bakvörðum ofar og í fyrirgjafarstöður og óskandi að það væru gæði í þeim líka..
Það sem hefur ekki sést í deildinni í ár, sem var einkenni okkar í gegnum árin sérstaklega gegn „minni“ liðunum er að við náum ekki að halda pressu og andstæðingnum á sínum vallarhelming í nauðvörn. Það er jú hægara sagt en gert, en menn gleyma ekki hvernig á að spila fótbolta eftir 1 sumarfrí.
Einkenni okkar í gegnum árin hefur verið liðsheild,samheldni og ákveðni.. og svo þegar það hefur vantað herslumuninn hafa töframenn náð að taka til sinna ráða… Í dag virðist sem það sé það eina sem getur unnið leikina fyrir okkur.. Og þeir bestu í því eru báðir meiddir.
Það er kominn tími á að brjóta upp skipulagið hjá Moyes og gera það sem við gerum best, láta boltann ganga hratt og hreyfingar án bolta.. Ég hef bara ekki séð mikið af því eftir að Moyes tók við. Alltof hægir og fyrirsjáanlegir í aðgerðum.
Keli litli says
ég hef nú ekki gefið mér tíma í að lesa þessa frábæru uppitun. það er ekki erfit að vinna svansí á heimavelli 11 janúar. samkvæmt minni tölfræði hefur liðið aldrei tapað 11 janúar 2014. einnig vil ég benda á það að ég er einn af fáum sem vildu ekki breyta um stjóra í sumar. ég skil ekki afhverju menn vildu ekki hafa hann áfram. sir alex átti að fá meiri tíma með liðið. einnig vil ég benda á það að darren fletcher er ekki næganlega góður frekar að hafa gundogan eða eh í staðin. (veit að hann er ekki hjá man utd heldur dortmund í þýskalandi). hehe. hvernig væri nú strákar (og stelpur hehe) ef við myndum skella okkur á eins og eitt stykki leik. ég og frændi minn ætlum að fara á einn leik kanski eftr 3 ár. ekki langar mig nú að hafa „the king moyes“ við stjórnvöldin þá. („the king moyes“ heheheh) enganveginn king þessi snáði. ehhe. ég skil nú ekki í þeim mönnum sem vilja ekki fá gundogan í liðið því hann er 5x betri en carric+anderson+fletcher+giggs(samt fyrir 10 árum) punktur.
jæja hef þetta ekki lengra að þessu sinni.
sjipp og hojj
keli (shift er bilaður og capslock líka) ehhehehe.
Hrafnkell Sindri Eiríksson says
Sælir Rauðu vinir, þessi leikur gegn Svönum verður mjög erfiður meðan við gengi okkar á nýju ári. Ég segi að Moyes sé ekki maðurinn í starfið, mér finnst að við ættum að ráða annan stjóra fyrir meistaradeildar törnina. Ég vill sjá Giggs og Scholes taka við þessu eða hann Luiz Felipe Scolari sem er að gera það gott með Brazil. Aftur að leiknum, vona að Cloverley fari á miðjuna ásamt nýja stjóranum tilkomandi honum Giggs. Það vantar reynslu í liðið, Rooney er svo sem farinn til Chelsea og fær líklega 10 hans Mata þar. Ég vona að við kaupa alvöru Striker í liðið t.d Jesé hjá Real Madrid eða Martinez Jackson hjá Porto. Ég held að Martinez Jackson er yfirburða leikmaður í enskudeildinni. Ég vill sjá reynsluna hann Rio í vörnina ásamt Smaling. Vidic er hvort sem er eiginlega farinn til Napoli til Rafa Benitezúsn. Leikurinn á morgun fer vonandi með jafntefli eða ekki sigri. Jafntefli væri helvíti gott meðan við erum ekki búnir að fá stig á árinu.
Allir á Ölver á morgun á horfa á Jafnteflið vonandi.
Kv, Hrafninn.
sv.1 says
Það virðast allir vera að yfirgefa manu eins og rottur sökkvandi skip, enda kemur það á daginn að Svansea hefur leikinn í hendi sér og vinnur 0-3 með mörkum Shelvey(1) og Bony (2)
Góðar stundir.
Andri Theodorsson says
Það verður tekið till í sumar, það er klárt! Ef við missum af meistaradeildarsæti fer Rooney, það er klárt. Moyes verður þá með +100m ₤ að eyða, vonum bara að undirbúningsvinnan sé hafin fyrir sumargluggann.
Varðandi leikinn í dag, þá vinnum við 2-0, welbeck og januzaj með mörkin.
Queen Red says
Jæja jæja! Hvaða neikvæðni er þetta, jú ég veit það að hlutirnir hafa ekki gengið vel á þessu tímabili en slökum á í gleðinni!
ég hef fulla trú á okkar mönnum og við vinnum þetta 2-0 og ekkert kjaftæði, mér finnst nú bara vanta kraft í okkur stuðningmennina, algjörlega bannað að missa alla trú og fara í eittthvað væl, jákvæmi takk!!;)
Ég persónulega vill að Moyes klári tímabilið og byrji næsta og sjá þá hvernig gengur, ég vil ekki fara í eitthvað chelsea rugl og skipta og skipta það hefur ekkert upp á sig!
Eg vil samt að leikmennirnir fari að girða sig í brók og fari að spila eins og geðsjúklingar, það er svona sem mér finnst vanta mest upp á hjá liðinu, og já reyndar miðjumann líka EN Kagawa á að fá fleiri sjénsa og fá nokkra leiki í röð:)
Að lokum áfram Man utd.!!!!! koma svo senda jákvæða strauma og ekkert helvítis væl ok!;)