Jæja, byrjunarliðið var að detta í hús, það lítur út svona:
De Gea
Jones Ferdinand Smalling Evra
Valencia Carrick Cleverley Young
Rooney
Van Persie
Bekkur: Lindegaard, Giggs, Hernandez, Vidic, Welbeck, Scholes, Fletcher
Þar hafið þið það, svo virðist sem Ferguson ætli að spila 4-4-2/4-4-1-1 í dag. Vidic er á bekknum, Rafael fær hvíld í dag og því verður Jones í hægri bakverðinum, Smalling tekur svo vaktina fyrir meiddan Evans. Fyrir utan þessar tvær breytingar á vörninni þá er um að ræða sama lið og byrjaði gegn City.
Minnum þá sem eru á Twitter að nota taggið #djöflarnir þegar tístað er um leikinn. Áfram United!
ellioman says
Maður vægt stresskast þegar Ferguson tekur Rafael alveg út úr liðinu svona. Vonandi var drengurinn ekki að meiða sig.
Annars er þetta fínt lið, trúi ekki öðru en að við skorum nokkur í dag. Réttur markmaður einnig valinn :)
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Ekki að horfa á leikinn en sá að staðann er núna 2 – 0, hvernig er spilamennskan?
Steini says
Ellio, held að Rafael sé tekinn út til að fá hæðina á Jones þarna inn á móti þessu stóra liði Sunderland.