Fyrir þennan leik bjuggust flestir við sigri Chelsea. Meira að segja stuðningsmenn okkar megin. Ég man hreinlega ekki eftir því að fara í leiki og ‘vonast’ eftir sigri. Ekki bara gegn stóru liðunum heldur gegn öllum liðunum.
United byrjaði leikinn mjög vel og léku í raun töluvert vel í fyrri hálfleiknum en eins og oft áður í vetur voru þeir sviknir af 5.flokks varnarleik. Samt sem áður gaf 2-0 forysta Chelsea í hálfleik engan veginn rétta mynd af leiknum.
Eftir að heimamenn komust í 3-0 þá var þetta eiginlega Game Over. Náðum jú að klóra í bakkann en það kom bara alltof seint. Niðurstaðan 3-1 tap en það endurspeglaði ekki alveg leikinn.
Maður leiksins: Adnan Januzaj, eini bjarti punkturinn á þessari leiktíð.
Liðið sem byrjaði leikinn
De Gea
Rafael Vidic Evans Evra
Jones Carrick
Valencia Januzaj Young
Welbeck
Bekkur: Lindegaard, Giggs, Smalling, Hernandez, Cleverley, Fletcher, Kagawa.
Bosi says
Flott
Hefdi viljad sja Januzaj vinstri og Kaga i holunni.
#seinniswansea
TN says
Þú hlýtur að vera aðeins minna svartsýnn í dag en í gær @Magnús Þór ?
Elías Kristjánsson says
Verður athyglisvert að fylgjast með samvinnu þeirra Welbecks og Januzaj af öðru þá er þetta bara „as good as it gets.“ Kannski ekki miklar líkur á að við fáum eitthvað út úr þessum leik en maður veit aldrei fyrr en öll er.;)
Magnús Þór says
TN skrifaði:
Jújú, er sultuslakur yfir þessum leik.
Danni says
Afhverju ekki Janusaj á vinstri og Kagawa í holunni. Það sýndist mér virka ágætlega í seinasta leik eftir að þeir skiptu um hlutverk
Goggi says
Ánægður að sjá Young þarna…hann smellir einum á fjarstöng! :)
tomas says
Young er svo mikill meðalleikmaður. Váv hvað það fer alltaf jafn mikið í taugarna á mér að hann skuli ennþá vera í þessu liði.
Keane says
meðalstjóri velur meðalleikmann.. ætli young eigi sér ekki framtíð hjá manutd
Keane says
neinei… við tökum þetta með sjálfsmarki frá Luiz!@ Keane:
Gunnar Helga says
Ertu ekki að fokkin grínast við erum búnnir að vera svo miklu betra en þetta Chelsea lið í fyrri hálfleik svo fáum við þetta í andlitið, djöfulsins andskotans
DMS says
Tvö ódýr mörk að mínu mati. Eto heppinn í fyrra markinu og skelfileg völdun í síðari markinu – fannst eins og De Gea hefði mögulega getað varið þetta líka.
Ég er ekki bjartsýnn fyrir seinni hálfleikinn. Vil sjá Kagawa koma inn fyrir Young og smella Januzaj á kantinn. Held við þurfum kraftaverk bara til að ná í 1 stig úr þessum leik. Kannski eini sénsinn ef fíflið hann Luiz gerir eitthvað af sér og fær seinna gula.
Gísli G says
Ég er ánægður með leik okkar manna. En svekkjandi að vera tvö núll undir engu að síður. Áttum klárlega að fá víti þegar Welbeck var felldur. En dómgæslan er ekki beint með okkur þessa dagana.
Með sömu baráttu í seinni hálfleik heldur maður í vonina.
Keane says
þrenna hjá eto usssssssssssssssssssssssssssss
Einar says
Lélegt lið tapar sannfærandi. Welbeck og kagawa eru bara of lélegir ásamt fleirum. Allt lélegt.
Keane says
já örugglega kagawa að kenna þar sem hann situr á bekknum….. en liðið er lélegt vissulega og stjórinn ekki jákvæður.@ Einar:
Einar says
já, þetta er allt bekknum að kenna :)
Sævar says
hvað ætla sumir hér að þræta fyrir það að þetta er allt að fara til andskotans hjá þessum klúbbi.
það er ekki nó að vera með boltann, það hafa aldrei verið gefin stig fyrir það og það veit móri.
vorum góðir fyrstu 7 min og svo bara slökknuðu ljósinn.
það eina góða við þetta er það að nú aukast líkurnar að mann helvítið verði rekið.
forstjóri icelandair myndi líklega reka flugmann sem myndi hlekkjast á í lendingu reglulega
Hjörtur says
Hættur að horfa á þessa niðurlægingu. Þarna sér maður að Chelsea er með markaskorara af guðsnáð, og annar situr á bekknum. Svona menn vantar í lið Utd.
Björn Friðgeir says
@ Hjörtur:
Það er af því þeir eru BÁÐIR meiddir.
Keane says
jæja hernandez að setja eitt, gott fyrir hann. hefði átt að byrja
Einar says
Aldrei rautt spjald… hvað er þetta
DMS says
Rautt á Vidic. Það er eitthvað mikið að hjá liðinu – það er alveg klárt mál. Hausinn á eldri og reyndari leikmönnum félagsins er klárlega ekki í lagi. Fannst þetta strangt rautt spjald – hinsvegar hefði Rafael átt að fá beint rautt fyrir sína tveggja fóta tæklingu skömmu seinna. Mikið agaleysi í gangi og leikmenn pirraðir, nenna þessu hreinlega ekki.
Lengi getur vont versnað. Spurning hversu lágt við ætlum að sökkva áður en gripið verður í taumana.
Keane says
jæja, moyes fær þá nóg að væla yfir
DMS says
Svo vil ég hætta að sjá miðvörð notaðan á miðjunni. Phil Jones á heima í vörninni. Þessir menn sem stjórna hjá félaginu þurfa að girða sig í brók og drullast til að bæta miðjumönnum í hópinn. Who cares ef þeir þurfa að borga hærra verð í janúar, just do it!
Egill says
Það eru nokkrir hlutir sem alltaf er hægt að treysta á.
1. Móri tapar ekki á Stamford Bridge
2. Við fáum ekki víti á Stamford Bridge
3. Hernandez skorar gegn Chelsea
4. Phil Dowd dæmir ALLTAF gegn United.
Dowd sá ekki ástæðu til þess að reka Carragher útaf fyrir að reyna að rífa fótinn af Nani, en hann rekur Vidic útaf til fyrir tæklingu sem átti aldrei að vera rautt spjald. Hann klippir manninn niður og þetta er í 99% tilvika gult spjald.
En annars erum við alveg rosalega slappir þegar Rooney og Persie eru ekki með, verðskuldað tap.
Einar B says
Langt síðan maður hefur séð annað eins stjörnuhrap hjá enskum meisturum og þetta United lið. Við völtuðum yfir deildina í fyrra.. Moyes þarf að taka upp veskið og það strax, út með farþegana í þessu liði.
Robbi says
Frábær leikur og alltaf gaman þegar Man Utd tapar :)
guðjón says
Leikmenn United hafa verið að æfa eitthvað allt annað en knattspyrnu síðan Moyes tók við liðinu. Januzaj er þó undantekning – hann hefur líklega laumast í bolta þegar stjórinn sá ekki til.
Keane says
Halda menn virkilega að moyes fari að breyta útaf vana síðasta áratugar og fari að vinna stóru liðin og gera eitthvað merkilegt þótt hann hafi því miður fengið þetta starf?? 4 sætið og þar með meistaradeildin er í stórhættu með þessu áframhaldi og þar með vonarglætan um hágæða leikmenn.
Jóhann says
Ætti að láta Mois hafa dlindrastaf ef hann sér ekki að þaðþarf að géra breytingar,ef stuðningsmenn sjá ekki að Everton er ofar á stigatöbluni en þegar Mois var þar við stjórnina.
Jóhann says
Bilndrastaf ekki dlindrastaf sorri
J says
,, Egill
19. January, 2014 – kl. 18:01
25
Það eru nokkrir hlutir sem alltaf er hægt að treysta á.
1. Móri tapar ekki á Stamford Bridge
2. Við fáum ekki víti á Stamford Bridge
3. Hernandez skorar gegn Chelsea
4. Phil Dowd dæmir ALLTAF gegn United.
Þessi upptalning er frá manni sem veit ekkert um fótbolta og ætti að snúa sér að öðru !
Fótbolti snýst um að skora mörk !
Siggi P says
Þetta var tilraun, en hún virkaði ekki. 150 milljón pund til að eyða í þessum glugga er sagt, en hverjir koma? Líklega enginn. Það sem stjórnin og Ferguson sáu ekki fyrir er að leikmenn vilja fara í lið sem hafa stjóra sem þeir hafa trú á.
Ég vorkenni Moyes. En hann var settur í stöðu sem hann réð ekki við. Það er ekki honum að kenna að liðið er komið yfir besta hjallinn. Óreyndur COE, klúður í kaupum og erfið opnun í deild. Engin heppni. Meiðsli lykilmanna kemur þar á ofan. En staðan er orðin þannig að þetta getur ekki farið vel. Ég hef enga trú á því, því miður.
Karl Garðars says
Sammála Sigga P því miður.
Þetta getur varla endað vel. Fyrir leiktíðina þá sætti ég mig algjörlega við að komast í meistaradeild að ári. Ég er ekki svo sjúr á að það hafist. Ég var líka búinn að sætta mig við að tapa leikjum sem þessum en fjandakornið ekki leikjum á móti minni spámönnum eins og við höfum verið reglulega duglegir við á þessari leiktíð.
Allt mal um að maðurinn þurfi tíma og þess háttar er gott og gilt EN andsk. Hafi það að þurfa að leggja liðið í rúst til þess að byggja það upp aftur. Við erum ekki að brenna sinu hérna, þetta er fotbolti og liðið er Manchester United!!!!! Gengi næsta árs veltur alltaf á gengi síðustu ára nema eigendur liðsins séu með rassgatið fullt af seðlum, city, chelsea etc.
Ég gef þessu út Janúar, ef þeir félagar versla ekki miðjumann sem getur eitthvað þá mega Moyes, woodward, Round, neville og allt þetta dót fara til fjandans fyrir mér.
Sigurjón Arthur says
Þetta er hræðilegt allt saman og eina ljósið í kolniðamyrkri er 18 ára strákur að nafni Januzaj. Hér á þessari síðu og inni á Facebook eru menn ennþá að tala um að gefa DM tíma, hvaða bull og vitleysa er þetta eiginlega. Og svona til þess að toppa vitleysuna þá eru menn að vitna í að Ferguson hafi fengið tíma þegar háværar raddir voru uppi um að reka Sir Alex Ferguson en klúbburinn og stuðningsmennirnir hafi ákveðið að standa þétt við bakið á honum og sjá…hvað gerðist, jú jú við þekkjum þetta öll sömul en ég vil benda ykkur á þrjár staðreyndir
1. SAF tók við brunarústum og fyllibittum, liði sem ekki hafði getað nokkurn skapaðan hlut í áratugi !!
2. SAF var búin að sanna sig sem maður sem gæti framkvæmt kraftaverk (Aberdeen)
3. Það engir moldríkir olíufurstar að búa til topp lið á „no time“
Menn einfaldlega vissu eftir hverju þær væru að bíða en í dag ?? ég sé enga breytingu nema að fótboltinn sem við spilum er ömurlegur og heimsbyggðin hlær að þesum vesalingum á Old Trafford !!
kv,
SAF
Kristjans says
Ég vildi ekki tjá fyrr en leikskýrslan væri komin inn, neita því ekki að það verið skemmtilegra að fá ítarlegri skýrslu, eins og venjan er hérna á þessari góðu síðu.
Þetta voru virkilega svekkjandi úrslit í ljósi þess hve vel okkar menn byrjuðu leikinn ásamt því að Chelsea var ekki að spila neitt sérstaklega vel. Skelfileg varnarvinna hjá Jones í fyrsta markinu hjá Eto. Ég horfði á leikinn á SKY og sérfræðingarnir í settinu, Hoddle og Souness vildu meina að Jones væri
e.t.v. ekki orðinn nógu góður eftir meiðslin, vildu meina að hann væri orðinn nógu „sharp“ eftir þessa fjarveru. Þeir tættu Rafael í sig í hálfleik vegna varnarvinnunnar hjá honum í öðru marki Chelsea. Sýndu hvernig hann hljóp frá stönginni, skildu ekki hvað hann var að gera með því og svo hvernig virtist vera óáttaður og hauslaus í seinni bylgjunni og dekkaði ekki sinn mann. Áhugavert að sjá þegar þriðja mark Chelsea var skoðað, Evra var farinn að kveinka sér og haltraði, gerði ekki tilraun til þess að skalla boltann sem fór yfir hann og barst til Cahill sem hafði losað sig við Evans afar auðveldlega.
Hryllilegt að gefa Chelsea svona ódýr mörk. Mér fannst síðan enn verra hvernig menn létu mótlætið fara með sig. Glórulaus tækling hjá Vidic, fyrirliða liðsins á miðjum velli í uppbótartíma. Og ef þetta var rautt spjald á Vidic þá hefði dómarinn átt að gefa Rafael 2 eða 3 rauð spjöld fyrir sína tæklingu. Að mínu mati þorði dómarinn ekki að reka annan leikmann Man Utd með stuttu millbili, alveg eins og þorði ekki að dæma víti á Chelsea í fyrri hálfleik.
Ég gerði mér grein fyrir því að þetta tímabil yrði erfitt. Átti ekki von á því að liðið myndi verða meistari. Hélt að liðið myndi eitthvað vera með í baráttunni um titilinn en enda í 3. eða 4. sæti. Maður er að verða vitni að hreinni hörmung. Maður sér EKKERT sem bendir til þess að neitt sé að fara breytast. Með þessu áframhaldi nær liðið í besta falli 5. sæti en eins og staðan er nú þá myndi ég halda að 6. eða 7. sæti yrði niðurstaðan.
Það var vitað í sumar að það þyrfti að styrkja liðið. Moyes og Woodward töluðu um að nægir fjármunir væru til að styrkja liðið. Sumarið myndi einna helst á lélega sápuóperu sem endaði með algjörum panic kaupum á Fellainim, 27.5 milljónir punda! Fyrr um sumarið hafði Moyes boðið 28 milljónir í hann OG Baines. Gleymum svo ekki boðunum í Fabregas, fyrst 30 mílljónir og svo 35 milljónir. Í dag er 20. janúar og ekkert virðist vera að gerast í leikmannamálum.
Magnús Þór says
@ Kristjans:
Viðurkenni fúslega að skýrslan hefði ef til vill getað verið ítarlegri. Málið er það að það var í raun fátt nýtt að segja. United spilar ágætlega en fær samt á sig mörk. Fjarvera Rooney og van Persie skaðar liðið. Liðinu vantar leikmenn. Það er bara svo svekkjandi að sömu atriðin í leik eftir leik verði liðinu að falli.
Magnús Þór says
Kristjans skrifaði:
Ég ætla að fullyrða að ef liðið verður ekki styrkt núna í janúar þá muni það verða mjög erfitt að enda í topp 4.
Kristjan Birnir says
David Moyes, þarf að fá stuðnings yfirlysingu það nokkuð er ljóst, og brotrekstur fljótlega eftir það. Persónulega er ég að vona eftir því að upphafið endinum verði leikurinn á móti Sunderland ef ekki sá leikur þá leikurinn á móti Cardiff. Moyes er einfaldlega eins og segjir á ensku „out of his deapth“. Þetta er verri árngur en þegar Roy Hodgson var með Liverpool.
þá þarf ennig að reka Ed Woodward, en hann er algjörlega óhæfur til þess að sinna starfi David Gill og það að hann sé Liverpool FC stuðningsmaður eitt og sér gerir hann óhæfan í ECO starfið.
Kristjans says
Er Woodward stuðningsmaður Liverpool?
Stuðningsmaður LFC says
Sem almennur áhugamaður um fótbolta sem skilgreinir sig þó sem stuðningsmann Liverpool FC, þá langar mig aðeins að fá að tjá mig.
Man Utd hafa nýlega sagt skilið við einn sigursælasta og jafnramt einn allra besta framkvæmdastjóra sem sést hefur í boltanum. Á síðustu árum virtist manni sem að Alex Ferguson gæti náð árangri og unnið titla með nánast hvaða mannskap sem var. Sem stuðningsmaður LFC ,þá fannst manni oft erfitt að skilja hvernig liðin hans gátu spilað af eins mikilli trú á sjálfa sig þegar manni fannst getan á pappír alls ekki gefa tilefni til þess. Það var einhvern veginn alltaf sama hollning á liðinu hjá Ferguson, liðið neitaði að gefast upp og það var ekki hægt að bóka nein úrslit fyrr en búið var að flauta. Ég man eftir ótrúlega svekki þegar LFC og MUTD áttust við í bikarnum og mínir menn voru 1-0 yfir og lítið eftir þegar MUTD settu 2 kvikindi og unnu helvítis leikinn. Sama má segja um einn svakalegasta úrslitaleik í CL þegar Bayern Munchen lágu í uppbótartíma.
Ég veit ekki með stuðningsmenn MUTD, en ég hélt að það væri alveg klárt að það væri enginn að fara að taka við af Ferguson öðruvísi en að liðið tæki dýfu í einhvern tíma. Það er hreinlega ekki hægt að ætlast til þess að nokkur maður geti tekið við kyndlinum og haldið áfram á sömu braut ? Nú þegar þetta er einmitt að gerast, þ.e.a.s liðið er í smá dýfu þá finnst mér margir af stuðningsmönnum MUTD vera með frekar óraunhæfar væntingar til liðsins. Hversu slæm er staðan annars ? Liðið er 6 stigum frá CL sæti, er enn með í meistaradeildinni og Carling bikarnum. Þeir fengu auðveldan drátt í CL og eiga auðvitað að klára Sunderland í bikarnum. Ljóst er að sterk lið munu detta út í næstu umferð CL sem bara eykur möguleika MUTD.
Liðið á ágætis möguleika á að spila til úrslita í bikar, ágætis möguleika að komast lengra í CL og ágætis möguleika á að komast í topp 4 í deild.
Er það mjög fjarri því sem menn töldu sig geta vænst á þessu fyrsta non Fergie tímabili ?
Kv
Stuðningsmaður LFC
Gummi Kr says
Mér líður eins og ég sé farinn að halda með Stoke! þessi manndjöfull er að rústa klúbbnum á met tíma.
Keane says
Menn eru margir hverjir að vakna upp við vondan draum.. stefnir svo sannarlega í martröð með þessu áframhaldi moðhaussins moyes. 4 sætið er virkilega stórt spurningamerki og staðan er frekar alvarleg almennt. Nú segir moyes að titilbaráttan sé ekki úr vegi á meðan vidic segir að titilvonir séu úr sögunni.. persónulega hefur mér ekkert litist á það sem kemur úr þverrifunni á meðalmennsku-moyes alveg frá því í haust þegar hann byrjaði á að væla yfir leikjaprógrammi deildarinnar. Maður sem notar antonio valencia leik eftir leik…. hvað er það??? helstu meiðsli vinstri bakvarða í ensku deildinni eru marblettir á læri. En að öllu gríni slepptu.. staðan er alvarleg, meistaradeildin og allt sem henni fylgir!
DÞ says
Hversu skrítið er það að þurfa taka undir orð Liverpool stuðningsmanns hér á þessu svæði? Það er þó raunin.
Það hefur verið afar leiðinlegt að vera United stuðningsmaður frá því að D.Moyes tók við.
Full margir hér hafa greinilega verið með óraunhæfar kröfur til liðsins en eins og liverpool náunginn benti réttilega á, erum við ekki í það slæmum málum miðað við allt.
Leikmenn hafa spilað illa og virðast algjörlega huglausir oftast en hey, þeir voru byrjaðir að spila svona ila á seinustu tveim leiktíðum. Vissulega enduðum við leiktíðirnar vel en það voru dagar Fergusons, nú eru þeir liðnir og Moyes hefur ekki sömu áhrif á leikmennina og forveri hans. Það mun taka hann langan tíma að ná því að hafa samskonar áhrif á leikmenn og Fergie gerði, ef hann nær því þaes.
Engu að síðar var Moyes val nr.1 hjá Ferguson og hann bað okkur um þolinmæði og stuðning. Haldið þið virkilega að hann hafi ekki átt við lengri tíma en sá sem er nú liðinn?
Þetta verður erfitt áfram en skánar þó með endurkomu Persie og Rooney úr meiðslum, og síðan auðvitað mun maður mannana, hann Darren Fletcher færa okkur og liðsfélögum sínum stoltið og gleðina sem fylgdi því að spila á Old Trafford áður fyrr. Þvílíkur Champion.
Ef Moyes er ekki skotinn sem þið ætlið að leggja allt ykkar traust á, leggið það þá á hinn skotann, hann Fletcher. Annarhvor eða báðir redda þessu.
Keane says
What?????????
Keane says
Darren fletcher átti mjög góðan leik fyrir viku ásamt kagawa reyndar, hvað gerðist? Báðir bekkjaðir
Kristjans says
Krossa fingur á að þetta sé rétt!
http://www.telegraph.co.uk/sport/football/teams/manchester-united/10585577/Manchester-United-prepare-to-make-record-37m-bid-to-sign-Chelseas-unsettled-Spain-midfielder-Juan-Mata.html
Þessu er svo neitað hér:
http://www.mirror.co.uk/sport/football/transfer-news/manchester-united-deny-juan-mata-3042608#.Ut24x3loE5s