Fyrsti leikur á nýju ári er stutt skrepp til Wigan.
Eins og venjulega er Wigan í bullandi fallbaráttu, en aldrei þessu vant eru þeir ekki í fallsæti heldur heilu stigi frá. Það er orðið fastur liður að Wigan bjargi sér frá falli, oftar en ekki með góðum kaupum í janúarglugganum. Spurning hvort að það verði í þetta skiptið lánsmaðurinn frá okkur, Ángelo Henriquez. Fyrri leikurinn var öruggur sigur United en Wigan kemur í leikinn núna með meira sjálfstraust eftir góðan sigur á Villa á laugardaginn. Það er þó fyrsti sigur þeirra í mánuðinum og óþarfi fyrir United að hafa of miklar áhyggjur fyrir þennan leik. Gætum séð Scholes og Giggs í byrjunarliði en ég ætla bara að skjóta á að við setjum vídd á miðjuna, enda Wigan með þriggja manna vörn sem staðalbúnað. Valencia búinn að spila alla jólaleikina og fær að hvíla sig á bekknum, Young getur spilað hægra megin, nú eða Welbeck.
De Gea
Rafael Vidic Ferdinand Evra
Young Fletcher Carrick Giggs
Van Persie Hernandez
Spurning hvort Carrick fær líka smá hvíld og Cleverley komi inn (nei, ég er ekki að fara að spá Giggs og Scholes í byrjunarliði, bara ekki). Spái 3-1 sigri okkar manna.
Annars er það að frétta að Sir Alex aftekur alveg að Nani sé á leiðinni í burtu og að hann ætli ekkert að gera í glugganum enda sé hópurinn einn sá besti sem hann hefur haft hjá United. Ætli sé þá ekki best að gera ráð fyrir sölu á Nani og minnst tveim kaupum? Nani er annars í Dubai í endurhæfingu að sögn Fergie, ekki bara í innkaupaferðum og búist við honum heilum um miðjan janúar.
Að lokum er bara tvennt:
Gunnar Steinn says
Takk fyrir gott framtak!
Friðrik says
Wigan spilar pottþétt 5-4-1 eins og þeir gerðu með góðum árangri gegn Utd á heimavelli í fyrra . Megum ekki tapa stigum þarna.
Gunnar Þorláksson says
Stutt og góð upphitun og til hamingju með daginn Man Utd menn