Robin van Persie er leikmaður mánaðarins á Rauðu djöflunum. Van Persie hlaut yfirburðarkosningu hér síðunni eða um 70% atkvæða.
Margir höfðu efasemdir þegar upp kom að Alex Ferguson væri á eftir fyrirliða Arsenal enda var það trú manna að framherji væri ekki það sem liðið vantaði heldur herforingi á miðjuna.
Arsenal menn reyndu að sannfæra sjálfa sig um að þeir hefðu grætt á viðskiptunum enda þykir nokkuð gott að fá 22 milljón pund fyrir 29 ára leikmann á síðasta ári á samningi.
Undirritaður var mjög skeptískur á þessi viðskipti allt fram að því að þau voru frágengin, þá urðu ég og fleiri mjög spenntir.
Það tók van Persie ekki langan tíma að finna markaskóna, hann skoraði strax í fyrsta leik í byrjunarliði og það á Old Trafford. Eftirminnileg er líka þrennan gegn Southampton í leik sem leit út fyrir að vera tapaður að ótöldu sigurmarkinu gegn City á Etihad. Samkvæmt einhverjum útreikningum værum við um miðja deild ef ekki væri fyrir mörkin hans van Persie, til gamans má geta að samkvæmt svipaðri stærðfræði hefðu Arsenal fallið ef hans hefði ekki notið.
Robin van Persie smallpassar í liðið og miðað við spilamennskuna gæti maður haldið að hann hefði verið hérna í mörg ár. Ég man ekki eftir framherja sem var svona fljótur að byrja skora reglulega nema að sjálfsögðu Ruud van Nistelrooy. Hollendingurinn er um þessar mundir markahæsti leikmaður deildarinnar en það sem meira máli skiptir þá hafa mörkin hans skilað okkur dýrmætum stigum.
Með von um áframhaldandi árangur þá óskum við á Rauðu djöflunum Robin van Persie til hamingju með árangurinn.
PS: Robin van Persie var líka valinn leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar en það var kunngjört í dag.
Stefán Arason says
Þetta eru einhver bestu kaup sem að kallinn hefur gert. þvílíkur leikmaður!
Og að hann hafi komið frá Arsenal gerir þetta enn sætara :)