Þann 29. september síðastliðinn tapaði Manchester United 3-2 fyrir Tottenham og var það í fyrsta skipti síðan 1989 sem Tottenham sótti sigur á Old Trafford. Leikurinn var mjög pirrandi á að horfa því hann tapaðist á fyrstu 30 mínútunum, sem voru líklega þær verstu sem United hefur spilað á tímabilinu. Eftir það átti United frekar góðan leik en náði ekki að kreista fram stig úr þeirri frammistöðu. Ég er núna búinn að bíða eftir því að mitt lið hefni fyrir þetta ömurlega tap á heimavelli í haust og er ég sannfærður um að það verði gert á morgun (sunnudag) klukkan 16:00, á White Hart Lane í Lundúnum.
Af leikmönnum er það helst að frétta að í vikunni var það tilkynnt að Darren Fletcher mun ekki leika meira á tímabilinu vegna aðgerðar sem hann þurfti að gangast undir, í þeim tilgangi að lækna sáraristilbólgu sem hann hefur glímt við núna í sirka eitt og hálft ár. Maður vonar bara að þessi aðgerð verði til þess að ljúka þessari sorgasögu Fletchers og við munum svo sjá hann aftur í sínu gamla formi á næsta tímabili. Fyrir utan Fletcher þá eru flestir okkar menn heilir, Jonny Evans mun reyndar ekki spila en hann varð fyrir smá tognun gegn West Ham á miðvikudaginn. Aðrir ættu að vera klárir í slaginn og ekkert því til fyrirstöðu að United stilli upp nánast sínu sterkasta liði. Ég ætla að spá þessu svona:
De Gea
Rafael Smalling Ferdinand Evra
Carrick Cleverley
Valencia Rooney Kagawa
Van Persie
Ferguson gaf til kynna að Vidic væri heill, mér finnst þó ólíklegt að hann spili þar sem var fyrir smá hnjaski gegn Liverpool. Hann var ekki í hópnum gegn West Ham þannig að ég ætla að skjóta á það að við sjáum hann byrja á bekknum gegn Tottenham. Á þessum tímapunkti tel ég ólíklegt að Ferguson spili Vidic nema hann sé 100% svo hann eigi ekki þá hættu að missa hann enn og aftur í lengri meiðsli. Ég set því Smalling í vörninni með Ferdinand.
Tottenham hefur verið að spila ágætilega undanfarið og verða ekki auðveldir viðureignar á heimavelli sínum, það er alveg klárt mál. Þeir til dæmis eiga þá merkilegu tölfræði að ekkert lið í deildinni hefur átt eins mörg skot á rammann í vetur, hinsvegar hafa Tottenham-menn tapað síðustu fjórum leikjunum sem þeir hafa spilað gegn sex efstu liðunum í deildinni. Annars hjálpar það okkur aðeins að það vantar nokkra mikilvæga leikmenn í hóp Tottenham en þeir Gallas, Kaboul, Sandro og Adebayor verða allir fjarverandi.
Þetta verður pottþétt hörkuleikur sem ég spái að endi með 2-1 sigri Man Utd, sú spá er unnin út frá þeirri tölfræði að MU skorar að meðaltali 2 mörk gegn Tottenham, á meðan Spurs skorar 0.8 gegn United.
Sveinbjorn says
Sammála þér með að þetta verður hörkuleikur,
fer samt 2-3 fyrir okkur núna, þar sem við skorum 2 síðustu mörkin okkar á síðustu
10 mínútunum.
Wayne með 1, Robin með 1 og Evra heldur áfram að brillera og skorar eitt eftir horn.
Hlakka til að refsa þeim að aftan eftir síðasta leik liðanna.
Aron says
Ég spái 1-3 sigri United, Persie með 2 mörk og Valencia skorar loksins mark. Rooney mun eiga þátt í a.m.k. einu markinu og standa sig vel. Defoe mun skora e.t.v. fyrsta mark leiksins eftir fyrirgjöf frá Bale en svo mun Rafael halda honum frá leiknum eftir það og United vinna sig inn í leikinn Barcelona-style. Þetta verður spennandi og United mun senda skýr skilaboð með sigri. Ef við klárum Arsenal og Chelsea seinna á tímabilinu er ég viss um að við lyftum titlinum í maí. Best væri að tryggja titilinn í leiknum gegn City á Old Trafford en það er kannski óskhyggja. Klárum Tottenham og einbeitum okkur áfram að næsta leik. GGMU
Egill Guðjohnsen says
Ég spái 1-2 sigri þar sem Rooney og Nani verða með mörkin!! þetta verður æsi spennandi leikur og mikil harka og ég er mjög stressaður fyrir þessum leik en sigur í þessum leik þá værum við að senda en og aftur skýr skilaboð að við ætlum okkur 20.titilinn!!!!
De Gea,Rafael,Vidic,Rio,Evra,Valencia,Carrick,Anderson,Nani,Rooney,RVP – Þetta er liðið sem ég vill sjá stíga út á WHL!! #COYR
Númi says
Spái þessu 1-4, Rooney og RVP skipta þessu einhvernmegin á milli sín og Gylfi skorar fyrir Tottenham á lokamínutunum. Einnig gaman af því að Angelo Henriquez skoraði í dag í sínum fyrsta leik fyrir Wigan, þrátt fyrir að hafa bara spilað kringum 20mín.
Baldur Seljan says
Vill sjá leikmenn sem eru á besta aldri byrja þennan leik og hlaupa yfir þá fyrstu 65-70 mín. Fínt að hafa Giggs og Scholes á bekknum til að byrja með, meiga koma inn á til að halda boltanum seinustu 25-30 mín af leiknum ef við erum yfir. Held að Rooney byrji ekki en hann kemur klárlega inn á ef ílla gengur. Einn af mikilvægari leikjum tímabilsins klárlega og þess vegna vill maður sjá þetta sóknarsinnaða lið byrja í dag,
De Gea
Rafael Vidic Rio Evra
Carrick Cleverley
Valencia A.Young
RVP Hernandes
Arnar Magnússon says
http://fotbolti.net/news/20-01-2013/vidureign-tottenham-og-man-utd-liklega-frestad Vonandi að leikurinn frestist ekki.
Elvar Örn Unnþórsson says
Væri helvíti fúlt ef hann myndi frestast.
Elvar Örn Unnþórsson says
@SkySportsNews
Tottenham-Man United match subject to a 2.50pm pitch inspection due to snow. Updates on #SSN
Elvar Örn Unnþórsson says
Game on!