Liðið er svona:
De Gea
Rafael Vidic Evans Evra
Valencia Jones Cleverley Giggs
Rooney van Persie
Varamenn: Amos, Anderson, Smalling, Hernandez, Carrick, Nani, Welbeck
Jones settur í destroyer stöðu á miðjunni til að taka á Fellaini án efa. Ekkert gefið eftir í framlínunni eða vörninni, Rio kemur inn á móti Real. Carrick á bekknum ef þarf, en vonandi verður þetta þannig að hægt verður að taka menn útaf til að hvíla. 12 stigin verða að verða að veruleika! Koma svo
Hallgrímur says
persónulega finnst mér þetta full sterkt lið gegn Everton þar sem gífurlega mikilvægur leikur er á Miðvikudag gegn Real. eins og Fergie sagði í viðtali í gær ,,það verða tvö ólík lið inná vellinum, þetta eru allt landsliðsmenn svo ég treysti þeim fullkomlega“ afhverju notar hann þá ekki fleiri yngri leikmenn og á frekar bestu mennina 100% ferska á miðvikudaginn.. mér finnst þetta svoldið skrítið
Stefán says
Snilldar lið, hugsum bara um leikinn í dag, hinn leikurinn er ekki fyrr en á miðvikudag!
verðum að vinna til að komast í 12 stiga forustu
Magnús Þór Magnússon says
Hann er augljóslega að sýna hversu mikilvægt það er fyrir hann að vinna deildina. Svo er ekki eins og Real leikurinn sé á morgun.
F.E.V says
megum ekki gleyma því að þetta eru 2 leikir gegn real madrid svo að hann stillir pott þétt upp varnasinnuðu liði gegn real úti
en heima á old trafford verður tekið á þeim o!!
afram raudir!
Ívar Sævarsson says
Verður maður ekki að treysta Fergie í þessu. Ekki eins og hann sé á sínu fyrsta ári í boltanum. Stillir upp sterku liði sem ætlar að vinna. Halda fókusnum á þessum leik ekki næsta
Elvar Örn Unnþórsson says
Og jafnvel þó Ferguson myndi hvíla fleiri leikmenn þá er alltaf möguleiki að tapa á Bernabau. Deildin er í forgangi svo meistaradeildin. Þetta er fínt lið, vonandi nær Jones að vera öflugur á miðjunni.
Jóhann Ingi says
Er kallinn ekki búinn að vera að rúlla liðinu í allan vetur einmitt til að lykilmenn geti spilað 2 leiki á viku þegar Mest á reynir ? Við getum farið langt með að klára deildina á eftir og um að gera að refsa City fyrir ömurlega frammistöðu í gær :)
Koma svo!
DMS says
Fyrir mér er deildin algjört priority. Vonandi að Jones nái að hanga í Fellaini á miðjunni.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Massa lið, mjög ánægður með þetta :)
ásgeir says
giggs búinn að skora mark á hverri leitíð í deildini frá því að hún var stofnuð…. what a man.
og phil jhones að standa sig mööög vel :D
ásgeir says
þetta er án ef skemmtilegasti hálfleikur sem ég hef seð þessa leiktíðina. gaman að sjá hversu mikið jones er að drepa niður fellani og liðið er heilt yfir að brillera. greinilegt að bæði lið eru að leggja sig 110% framm.