12 stig!! Það verður nú ekki sagt annað en að það var alveg yndislegt að horfa liðið ná tólf stiga forskoti á City með tvö núll sigri á Everton í dag. Og það skemmir ekki fyrir að næsti deildarleikur United er gegn QPR á meðan City neyðist til að taka á móti Chelsea.
Ferguson stillti liðinu upp svona:
De Gea
Rafael Vidic Evans Evra
Valencia Jones Cleverley Giggs
Rooney van Persie
og á bekknum voru Amos, Anderson, Smalling, Hernandez, Carrick, Nani og Welbeck.
Í stað þess að rifja upp einstaka atriði, sem gerðust í leiknum, þá ætla ég einfaldlega að ræða það helsta sem ég tók eftir og fannst vert að nefna.
Mörkin
Fyrsta markið kom á þrettándu mínútu þegar Valencia skallaði boltann inn í teig, Persie nær honum og kemur honum til Giggs sem skýtur í stöng og inn. Tuttugu og þrjú ár í röð er gamli maðurinn búinn að skora í ensku deildinni! Njótið þess því við munum líklega aldrei sjá slíkt aftur. Skemmtileg staðreynd, Giggs var byrjaður að skora í deildinni áður en Jones og Rafael voru fæddir.
Á 45. mín nær RVP að skora annað mark United. Rafael var allt í einu mættur á miðjuna og á alveg frábæra stungusendingu á RVP og fór hann, í annað skiptið í leiknum, hægra megin framhjá howard en í þetta skiptið klúðraði hann ekki þó að Heitinga hefði verið hársbreidd frá því að verja boltann. Ben Hibbs orðaði þetta ágætilega:
Love how RvP had the balls to take that onto his right foot again. Pure class.
— Ben Hibbs (@BenHibbs) February 10, 2013
Vinnusemi
Frá fyrstu mínútu var United með svakalega pressu á leikmenn Everton. Þeim var einfaldlega ekki gefið neitt pláss á vellinum og í fyrri hálfleik var Jones aðalmaðurinn í að refsa þeim. Eins og ég nefndi í upphituninni þá er Fellaini langhættulegasti leikmaður Everton og var Jones greinilega settur inn með það hlutverk að passa upp á hann. Ekki hægt að segja annað en að hann stóð sig frábærlega í því hlutverki. Jones var með 96% sendingarhlutfall í fyrri hálfleik sem er vægast sagt frábært! Það sást að Fellaini varð fljótt pirraður og náði sér aldrei á strik í leiknum. Mission accomplished!
Hinsvegar sáum við hættuna sem skapast þegar Carrick er tekinn út og Jones settur inn í staðinn. Jones missti boltann á stórhættulegum stað og Everton hársbreidd frá því að skora þegar Rafael nær að pota boltanum í burtu á síðustu stundu.
Menn að komast í sitt gamla form
Í dag fengum við að sjá svipaða frammistöðu frá Vidic og við vorum orðin vön fyrir meiðslin. Hann var gjörsamlega stórkostlegur í vörninni og ég er ekki viss um að allir skilji hversu erfitt það er að skalla þessa þúsund háu bolta inn í teig í burtu. Hann og Evans eru alveg frábært varnarteymi.
Þrátt fyrir að hvorki skora né gefa stoðsendingu í þessum leik, þá finnst mér Rooney vera byrja spila aftur frábærlega fyrir liðið. Þegar hann er í stuði þá spilar liðið svo miklu betur þar sem hann er gæjinn sem reglulega dreifir boltanum út á kantmennina, gefur stungusendingarnar, er mættur inn í teig tilbúinn að skora o.s.frv. Einnig magnað að það héldu flestir að hann myndi vera hvíldur eftir 90 mínútur með landsliðinu í vikunni, orkan sem drengurinn hefur er alveg mögnuð. Megi hann vera í miklu stuði á miðvikudag!
Að sama skapi þá fannst mér RVP ekki eiga sérstaklega góðan leik í dag. En hvað getur maður sagt þegar leikmaður er ekki að spila frábærlega, nær að skora einu sinni og gefa stoðsendingu í tvö núll sigri? Ég á satt að segja ennþá erfitt með að trúa því að við náðum að næla í drenginn. Ótrúlegur leikmaður.
Ferguson og Giggs
Ferguson sagði eftirfarandi í viðtali eftir leikinn:
„We have got to win our games anyway, so it didn’t matter what happened to City on Saturday,” Sir Alex told Sky Sports. “That’s the way we should look at it and I’ve been saying that for week. If we concentrate on our own game then we’ll be okay.“
„I was going to make about seven changes but when I got the result, I felt this was a more important game for us because it could give us a comfortable lead. We can make changes later on in the season. It is realistic; we knew that if we got a good result today then we’d be in a positive position.“
„The first half, I thought they dominated for 20 minutes in terms of possession and had a couple of chances from corner kicks. They had some great deliveries from Leighton Baines but we saw it through. In the second half, we played much better without scoring the goals. We were in control.“
Hann var svo spurður hvort það væru einhver lýsingarorð eftir til að lýsa Ryan Giggs og hann svaraði:
„I think they have all been used up and I don’t think he needs any himself,” the boss said. “He lives on and is a fantastic human being. Today, at 38 years of age, or 39, or he might even be 40, he was up and down the pitch and showed fantastic energy for the game. It was wonderful to see.“
Þess má geta að Giggs skoraði sitt hundrað og áttunda deildarmark fyrir United. Í núverandi leikmannahópi er Rooney sá eini sem hefur fleiri (139). Giggs varð svo þriðji elsti markaskorari úrvalsdeildarinnar (39 ára og 73 daga gamall), efsta sætið vermir Teddy Sheringham (40 ára og 268 daga gamall) og í öðru sæti er Dean Windass (39 ára og 235 daga gamall)
Aðrir punktar
Mér þótti gaman að sjá De Gea óhræddan að fara af marklínunni og kýla boltann í burtu. Þó svo að það hafi skapað hættu í eitt skiptið. Ég get ekki beðið eftir því að ræða við fólk sem hefur sagt hann vera flopp og segja „I told you so!“. Allt tal um Begovic er algjör þvæla og ég segi bara njótið þess að sjá drenginn verða einn af bestu markvörðum heimsins á næstu árum!
Valencia átti fínan leik í dag sem er mjög ánægjulegt þar sem hann hefur átt erfitt á þessu tímabili. Ef við fáum að sjá hann byrja spila nálægt sínu besta þá mega önnur lið fara passa sig. Kæmi mér ekki á óvart ef hann yrði mikilvægur fyrir okkur í leikjunum gegn Real Madrid.
Besti leikmaður leiksins
Ef Jones hefði spilað allan leikinn á sama tempói og hann gerði í fyrri hálfleik, þá væri hann sjálfkjörinn hérna. En þar sem hann var tekinn af velli í byrjun seinni hálfleiks þá verður maður að líta annað. Vidic var algjör nagli allann leikinn í vörninni og byrjaður að sýna sína gömlu takta eins og ég nefndi hér fyrir ofan. Rafael var alveg frábær og það er alveg afskaplega gaman að horfa á hann spila svona vel fyrir liðið. Hefur einhver náð jafn miklum framförum síðustu 2 ár? Leyfi mér að efast stórlega um það. Verð að játa það að ég held enn í vonina um að við fáum að sjá sömu framfarir hjá bróður hans, Fabio. Maður verður hreinlega spenntur yfir tilhugsuninni um þá tvo í svona formi, sitthvorum megin í vörn United.
Ég á rosalega erfitt með að velja á milli Rafael og Vidic. Þar sem ég stjórna þessari leikskýrslu (og neita að fylgja einhverjum reglum) þá ætla ég hreinlega að velja þá báða. Og hananú!
Tíst
Ég bað ykkur fyrir leikinn um að tísta með „hastag-ið“ #Djöflarnir og þið stóðuð ykkur ansi vel. Höldum því áfram! Hér fyrir neðan eru helstu tíst (e. tweets) sem ég gat fundið.
https://twitter.com/FootballFunnys/status/300682593324638208
München fáninn glæsilegur #Djöflarnir
— Bjorn Bjornsson (@bjornfr) February 10, 2013
Real eiga eftir að valta yfir þetta lið á miðvikudaginn, drullu slappir #djöflarnir
— Hrannar Már (@HrannarEmm) February 10, 2013
Þegar Giggs skoraði sitt fyrsta deildarmark var Phil Jones ekki einu sinni fæddur! #Djöflarnir
— Ívar Örn Ívarsson (@ivarorn83) February 10, 2013
Loksins hægt að nota þetta hashtag i eitthvað gáfulegt #12stig #Djöflarnir
— Ástvaldur Sigurðsson (@astvaldursig) February 10, 2013
Manni leið hálfpartinn eins maður væri að horfa á bikarleik. Var ekki í rónni fyrr en flautan gall. Ótrúlega mikilvægur sigur. #djöflarnir
— Sigurjón Guðjónsson (@sigurjon) February 10, 2013
#12stig #ekkieurovision #Djöflarnir
— Ég heiti Trausti (@Traustisig) February 10, 2013
Jose :D pic.twitter.com/oQIpYiXe
— Anton (@AntonAlfy) February 10, 2013
Van Persie has scored against every team in the BPL this season, except Aston Villa, Norwich, Swansea & QPR, all still to play us again.
— Joshwa (@JoshMufcWilson) February 10, 2013
I'm struggling to imagine the thought processes that lead to a grown man ending up in a stand at Old Trafford in a sombrero? Mind boggling.
— Jay (@Jay_in_Essex) February 10, 2013
Rafael, Vidic, and Evans. All deserve to share the man of the match award.
— eulogy (@insidesafstand) February 10, 2013
Rafael has become a brilliant player this season! It's amazing what a little bit of consistency can do to you.
— Adam (@NeymarsHaircut) February 10, 2013
Rafael hasn't just suddenly grown into a world class player, he's always had this quality, but he was either injured or lacked consistency.
— Adam (@NeymarsHaircut) February 10, 2013
https://twitter.com/BigRed_M/status/300660776836952065
Phil Jones is still secreted in Fellaini's hair.
— Tricia (@Tr16ia) February 10, 2013
Gary Neville awards man of the match award to Rafael. Very deserved. Outstanding performance.
— eulogy (@insidesafstand) February 10, 2013
Van Persie skorar af knattspyrnulegum ástæðum, þegar hann vill #Djöflarnir
— Þossi (@thossmeister) February 10, 2013
Vörnin loksins að sýna sitt rétta andlit #Djöflarnir
— Ég heiti Trausti (@Traustisig) February 10, 2013
Sir Alex confirms Phil Jones "got a kick on the calf" and Jonny Evans "got a bit of cramp."
— Mark Froggatt (@Mark_Froggatt) February 10, 2013
Mourinho: "The loser, in the middle of being sad, will have a little bit of space to feel a little bit happy because their friend has won."
— Nick Coppack (@nickcoppack) February 10, 2013
That's Mourinho, speaking exclusively to MUTV, on his relationship with Sir Alex. #bromance
— Nick Coppack (@nickcoppack) February 10, 2013
teejay says
done and dusted!
Sveinbjorn says
Með skemmtilegri leikjum sem maður sér.
Rafael maður leiksins.
De Gea var solid.
Og Jones.. What a man, Fellaini sást ekki nema með Jones 2 metra frá sér tilbúinn að
tæta hann í sig eins og hressir hrútar gera við óþekkar kindur.
bjarki says
Sá ekki mikið af leiknum en af því sem ég sá þá var ég að meta hversu duglegir Valencia og Rooney voru.
DMS says
Frábær barátta í mönnum. Jones hundelti Fellaini, De Gea var flottur og Vidic sópaði öllu burt sem kom nærri honum. Rafael var virkilega öflugur, bæði varnar- og sóknarlega.
12 stiga forskot er nice to have, en þetta er engan veginn búið. Það eru 12 leikir eftir. Við eigum enn eftir leiki gegn liðum eins og Chelsea, Man City og Arsenal. Svo verða litlu liðin oft ansi strembin þegar líða tekur á tímabilið þegar þau eru að berjast fyrir tilverurétti sínum í deildinni.
Dolli says
Alltof mikið af feilsendingum í þessum leik, en góður sigur, og hefði átt að vera stærri.
Sveinbjorn says
Frábær skýrsla btw, fyrir utan það að giggs mun auðvitað skora á næsta sísjoni.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Sæll, ef við vinnum QPR í næsta leik og Chelsea tekur stig af Man City, þá getum við farið að hvíla menn í deild.
Max says
Virkilega skemmtileg leikskýrsla. Gaman að sjá liðið spila vel í 90 mín, hefur gerst alltof sjaldan á þessu tímabili
McNissi says
Núna vitiði að þið getið ekki farið að skrifa leikskýrslur eins og þið gerðuð áður…. Þú settir markið hátt með þessari og núna sættum við okkur ekki við neitt minna eftir hvern einasta leik :P
Keep up the good work :)
siggi United maður says
Fyrir leik hafði ég voða áhyggjur af þvi að Mancini myndi ná til okkar manna í þessu svokallaða sálfræðistríði. Eftir leik sé ég bara að þessi gæji er hálfruglaður og við erum ósnertanlegir. Að sjálfssögðu vil ég helst að við vinnum Champions League. En að fórna Premier League fyrir eitthvað kannski/kannski ekki Real Madrid ævintýri, vá hvað ég er glaður að hafa sett kork í Everton í dag. Ef við töpum þessu niður, þá yrði það stærsti bræðingur í sögu úrvalsdeildarinnar. Við þurfum 25 stig af 36 mögulegum, að því gefnu að City taki alla leiki sem eru eftir. Við eigum 4 skyldusigra í næstu fjórum, þá eru 8 eftir og við þurfum 13 stig af 24. Við erum að fara að taka þetta, og ég vill láta berja mig ef ég hef náð að jinxa þetta með þessum póst.
ásgeir says
siggi united maður ég skal sjá um það ef við vinnum ekki deildina.
en jones var að mínu mati maður leiksins. ef hann er meiddur eru afskaplega fáir sem geta stoppað ronaldo á miðvikudaginn. hef tröllatrú á drengnum og ég spái því að hann verði einn besti varnar/djúpur miðjumaður í heimi eftir 2 ár.
Runólfur says
Held að menn séu á villigötum ef þeir haldi að P. Jones verði settur til höfuðs Ronaldo. Ég tel A. Valencia miklu líklegri til þess.
Mig grunar að liðið muni spila einhverskonar útfærslu af 451 leikkerfi þar sem Valencia eltir Ronaldo (með hjálp frá öðrum leikmanni, eftir því hvar Ronaldo er á vellinum). Sóknarleikurinn mun byggjast mikið á RVP, Rooney og Kagawa sem verður í frjálsu hlutverki í kringum RVP þar sem að Valencia verður skugginn hans Ronaldo.
Ef ég ætti að stilla upp liðinu eins og ég held að það verði þá væri það : De Gea, Rafael – Rio – Vidic/Evans – Evra, Carrick – Anderson, Valencia – Rooney – Kagawa, RVP.
Pétur says
@Runólfur,ég er sammála þessum mannskap hjá þér en ég held að við eigum eftir að detta í 4-4-1-1 þar sem Valencia hjálpar meira til í vörninni og vinstri kanturinn fær aðeins meira frjálsræði
Ég vil sjá Anderson byrja með Carrick og Kagawa á vinstri kanti, second choice fyrir mig væri Young.
Ef Ronaldo gengur illa á móti Valencia&Rafael og fer yfir á hægri kantinn væri kannski sniðugt að leyfa Rooney fara yfir á vinstri til að hjálpa Evra, þar sem ég held að hann sé mun betri varnarlega en Kagawa
Annars held ég að við megum ekki hugsa of mikið um vörnina því við viljum auðvitað skora mörk og til þess þarf stundum að taka smá áhættu.
Vidic var mjög góður í þessum leik og vil sjá hann byrja með annaðhvort Rio eða Evans, held að Ferguson velji Rio vegna reynslu.
Hallmar says
Þetta var frábær leikur hjá okkar mönnum og ekki skemmti fyrir að að vera a Old Trafford og horfa á leikinn þar