Liðið sem Sir Alex tefldi fram í kvöld var mikið breytt frá Real Madrid leiknum en engu að síðar voru það þrír bestu leikmennirnir úr þeim leik sem héldu sætum sínum og fengu enga hvíld, Welbeck, De Gea og Jones. Það var þó ekkert að sjá að liðið væri eitthvað varalið, United pressaði frá upphafi. Það varði þó aðeins fimm mínútur eða svo og síðan varð leikurinn nokkuð jafn og ef eitthvað var voru Reading menn meira með boltann. Nemanja þurfti meira að segja að sýna gamla takta í vörninni til að stoppa Reading.
Besta færi United það sem af var leik kom þegar Federici varði tvisvar vel, fyrst langskot Cleverley og svo skot Young sem náð hafði frákastinu. Annars var þetta allt frekar tíðindalítið þangað til Phil Jones þurfti að fara útaf meiddur á ökkla eftir samstuð. Flestum á óvart kom Nani inná og Valencia fór í bakvörðinn. Enda hvað sagði ég í upphituninni!
Annars þurfti De Gea að verja ansi vel undir lokin og síðan átti Nani þrumuskot í stöng og litlu síðar annað sem Federici sló yfir. Annars var það helst að bætt var við fjórum mínútum, eftir miklar tafir snemma í leiknum þegar Noel Hunt blæddi vel úr höfði eftir samstuð við Vidic.
Hálfleikurinn var frekar slakur af okkar hálfu, miðjunni hélst ekki á boltanum og Reading spilaði bara nokkuð vel.
Sá seinni byraði hins vegar eins og á fyrri, og gera má ráð fyrir að Fergie hafi prédikað hraustlega í hléinu. En tæpar 20 mínútur liðu án þess að United næði að skora, þrátt fyrir stökufæri og Ferguson ákvað að svo mætti ekki vera, og setti Van Persie inn á fyrir Young.
Pressan var gríðarleg og það hlaut að koma að því að United skoraði. Boltinn barst til Nani í teignum, hann tók eina snertingu og smellti boltanum svo í fjær hornið. Fagnaði síðan gríðarlega enda ekki nema þriðja markið á tímabilinu.
Þrem mínútum síðar skallaði svo Hernandez í netið. Hann var mættur á nærstöngina og tók á móti fyrirgjöf Nani. Í millitíðinni hafði reyndar de Gea varið mjög vel og þar með höfðu United menn tryggt þennan leik.
Eða svo hélt ég. United gaf eftir og endaði á því MacAnuff minnkaði muninn fyrir Reading eftir slaka varnarvinnu. Það er ekki eins og Reading hafi ekki verið að vinna trekk í trekk með mörkum undir lokin þannig að við þessu mátti búast Fergie setti Carrick inn á til að taka miðjuna föstum tökum, Anderson hafði ekki verið nógu hress í þessum leik.
Reading sótti samt mjög, og United var að ná hraðaupphlaupum frekar en að halda boltanum. Welbeck klúðraði boltanum í einu slíku og Nani skaut í hliðarnetið í annarri, eftir að Federici varði frá Chicharito Sóknir Reading héldu áfram, Federici kom upp þegar þeir áttu aukaspyrnu og svo horn, ekkert varð úr því og United fékk sókn sem endaði í aukaspyrnu sem Nani setti yfir með síðasta skoti leiksins.
Þetta var bölvað streð. Byrunarliðið var ekki að gera sig alveg, og varamennirnir breyttu miklu. Nani var maður leiksins, og var alltaf hættulegur. Van Persie kom svo inná og innan sex mínútna var United komið 2-0 yfir. De Gea varði nokkrum sinnum geysi vel, sér í lagi hefði verið erfitt ef Reading hefði jafnað í staðinn fyrir að við kæmust í 2-0.
Annars er ekki að sleppa að minnast á Adam Federici í Reading markinu sem varði hvað eftir annað frábærlega og maður var vel hræddur við að hann myndi gera okkur enn meiri grikk þegar hann fór þarna fram undir lokin.
En United kláraði sig af þessu verkefni og núna bíður Chelsea eða Middlesborough í næstu umferð.
Breytt 02:30 af MÞM: Flottir taktar hjá Robin Van Persie í leiknum! (gif)
KristjanS says
Er að horfa á útsendingu ESPN, Phil Jones sýndur á hækjum eftir leik og kominn með einhvers stígvél/gifs. Lítur alls ekki vel út… Vonum það besta.
Matthías maríel says
Vá Nani!
Ingi Rúnar says
Vel gert, er einhvern veginn ekkert stressaður fyrir leiki núna, það virðist allt falla með okkur þessa dagana og vonandi heldur það áfram. Nani maður leiksins.
Sæmundur says
Nani klárlega maður leiksins. Ef hann gæti nú dreift gæðunum í þeim leikjum sem hann er að brillera jafnt á svona 5 leiki, þá værum við í góðum málum en nei, einn frábæran leik, 4 hörmulega.
diddiutd says
Var lika ad horfa a ESPN leit ekki vel út med jones… En vor þetta andy cole og steve mcmanaman sem voru þarna med honum a espn..? Nani flottur, vidic alveg i heimsklassa og heilt yfir sáttur með þennan leik sem sýndi að breiddin er ekkert slæm, anderson mjög góður, welbeck fínn, helst valencia sem eitthvað var út á ad setja fannst mer…
KristjanS says
@diddiutd
þetta var Jason Roberts, leikmaður Reading.
Einar Tönsberg says
Já, gaman að sjá Nani í stuði. Það er örugglega ekki gaman að vera vinstri bakvörður og þurfa að verjast Nani og Valencia á sama tíma.
Var að vona að Welbeck væri komið með eitthvað aukið sjálfstraust fyrir framan markið eftir markið á móti Real. Ekki alveg.
Vidic er svakalegur og að komast í sitt fyrra form.
Vonandi er þetta ekki of slæmt hjá Jones.
Þá er það Chelsea í áttaliða úrslitum… það verður eitthvað.
e
Númi says
Á margan hátt flottur leikur. En mér finnst alltaf stressandi hvað við gefum svona liðum mikið pláss, sem önnur topp lið gera oftast ekki. Fékk stundum á tilfinninguna að okkar menn væru að keyra hálfa keyrslu til að halda þessu spennandi.
Hinsvegar ef að Vidic helst heill og Nani ætlar að detta inn í liðið með svona framistöðum þá megi guð hjálpa andstæðingum Manchester United. Þvílíkur leikur sem þeir spiluðu.
sigurjón says
Ætli ein af persónuleikaspurningunum hjá leikmönnum hafi verið:
Þú ert tekin út úr hópnum í afar mikilvægum leik og:
a) heldur þínu striki
b) rífur kjaft við stjórann
c) hringir í mömmu
d) tvíeflist og mætir enn grimmari í næsta leik.
Friðrik says
Vona að þessi frammistaða hjá Nani í kvöld ýti Valencia útúr liðinu því hann þarf að fara hífa upp um sig brækurnar, held hann hafi gott að því að vera utan hóps næstu 2 leiki.
Dolli says
Þetta mark Reading manna gerði mann stressaðan, en það hefðum við ekki þurft að fá á okkur ef vörnin hefði staðið sína plikt. Það vill koma alltof oft fyrir hjá Utd liðinu að gleyma sér í varnarleiknum, menn einhverstaðar úti á túni, og sinna ekki vinnuni sinni en það kom berlega í ljós þegar Reading menn skoruðu. En það verður að hæla baráttuni hjá þessu Reading liði, þeir voru alltaf á fullu létu Utd menn ekki í friði, og svo var varnarveggur þeirra eins og múr, og með þennan frábæra markmann aftan við sig.
ellioman says
@gem7thompson
CONFIRMED: FA Cup sixth round – United v Middlesbrough or Chelsea,
Sunday 10 March KO 4.30pm.