Byrjunarliðin voru að detta í hús. Svona líta þau út í dag:
Manchester United
De Gea
Smalling Evans Vidic Evra
Valencia Anderson Carrick Kagawa
Rooney Van Persie
Varamenn:
Lindegaard, Rafael, Cleverley, Nani, Young, Welbeck, Chicharito
Norwich*
Bunn
R.Martin Turner Bassong Garrido
Snodgrass Howson Johnson Pilkington Hoolahan
Holt
* Neita að bera einhverja ábyrgð á því hvort leikmenn Norwich séu í réttum stöðum :)
Athugasemdir
Virkilega sterkt lið sem Ferguson teflir fram í dag. Ef til vill eru margir ósáttir að hann hvíli ekki fleiri aðalleikmenn en við verðum bara að treysta stjóranum eins og alltaf. Á sama tíma er Mourinho hinsvegar að hvíla marga leikmenn í dag fyrir leikinn gegn Barcelona.
Byrjunarlið Real gegn Barcelona er svona í dag:
Diego López, Varane, Pepe, Sergio Ramos, Coentrão, Kaká, Benzema, Essien, Modric, Callejón, Morata.
Khedira, Ronaldo, Özil, Carvalho, Arbeloa og Higuaín á bekknum og Alonso ekki í hóp. Magnað.Það er erfitt að túlka þetta öðruvísi en að Mourinho sé búinn að gefa deildina upp á bátinn og stefni á sigur gegn okkar mönnum á þriðjudag.
Gunnar I says
Það er alveg ljóst að SAF ætlar ekkert að slaka á í deildinni…hann er eflaust ennþá að missa svefn yfir því hvernig það fór á síðasta tímabili (eins og margir aðrir). Sjálfur hefði ég þó óskað eftir því að RVP myndi vera hvíldur í þessum leik til að hann gæti verið ferskur á móti Real, sérstaklega í ljósi þess að hann var örlítið meiddur í vikunni og er með meiðslasögu sem gæti fyllt heila bók
ásgeir says
pilkington er á vinstri kantinum
ellioman says
@Ásgeir
Takk, búinn að breyta. Planið hjá mér var að bíða eftir að sjá byrjunarliðin á dönsku stöðvunum og svo lagfæra Norwich liðið :)
Sigurður says
Mér finnst virkilega jákvætt að SAF stilli upp svona sterku liði og sé ekkert að hvíla lykilmenn fyrir leikinn á þriðjudaginn þar sem það er miklu betra fyrir menn að fá bara að spila sérstaklega fyrir mann eins og rooney sem mér finnst þurfi bara að spila hverja einustu mínutu til að vera í toppstandi, vonandi náum við bara að klára þennan leik snemma svo við getum tekið RVP og Carrick útaf, þar sem þeir verða stór factor í leiknum á þriðjudaginn ef við ætlum að komast áfram, sem við munum gera
asdf says
ánægður með að Anderson er í liðinu
Sveinbjorn says
Haha djofull atti varnarmadurinn engan veginn von a ad Valencia myndi nota vinstri fotinn.
Kagawa meistari.
Pétur says
Nú þurfa varnarmenn loksins að pæla i þvi hvort Valencia ætli á hægri eða vinstri.
Carrick leitar alltaf að sendingu fram á við, elska þennan mann.
Hugi says
Djöfull var sendingin frá Carrick í seinna markinu mikið nammi, og finishið hjá Shinji ískalt. Held að Kagawa eigi svo ótrúlega mikið inni ennþá…
Valurinn says
Anderson var latur í þessum leik, hann, hann of þungur á sér.