Í fyrsta skipti í langan tíma sýndu okkar menn ágæta takta í 2-0 sigri á Crystal Palace í Lundúnum í dag. Það var ljóst fyrir leik að Crystal Palace myndi nálgast leikinn með svipuðum hætti og Fulham gerði í byrjun febrúar, með flest alla sína leikmenn fyrir aftan boltann og beita skyndisóknum. Leikmenn United virtust hafa lært af leiknum gegn Fulham að því leiti að í stað þess sækja í gegnum kantana (sem endaði alltaf fyrir fyrirgjöf, eins og við munum öll) þeir létu boltan ganga betur á miðjunni og leituðu frekar eftir „overlap“ hlaupum. Þrátt fyrir að Palace vörðust vel í fyrri hálfleik og United skapaði sér ekki mörg færi, þá tók þetta úr þeim þrótt sem skilaði sér seinna.
Crystal Palace byrjaði reyndar af krafti í seinni hálfleik og voru ógnandi fyrstu 10-15 mínúturnar, en svo fór United að herða skrúfuna aðeins og það skilaði sér á 62 mínútu þegar Evra tók gott overlap hlaup inn í teig þar sem hann var straujaður niður af Chamakh, augljóst víti sem Robin Van Persie skoraði úr af öryggi. Á þessum tímapunkti fór maður að hafa smá áhyggjur af því að United myndi detta til baka eins og þeir hafa gert svo oft í vetur, en það reyndist óþarfa stress því okkar menn héldu áfram sínu striki og aðeins 6 mínútum seinna gerðu þeir út um leikinn. Evra aftur með gott hlaup, sendi boltann inn í teig beint á Wayne Rooney sem smellti honum laglega í netið. Þar með datt botninn hálfpartinn úr leiknum. Van Persie átti reyndar gott skot í þverslá stuttu eftir annað markið og svo þurfti De Gea einu sinni að taka hörku markvörslu eftir gott skot frá Cameron Jerome.
Crystal Palace, með Tony Pulis í brúnni, hafa verið að verjast ágætlega undanfarið og þegar þeir ná stigum er það oftast með því að halda hreinu. Rooney talaði um það fyrir leikinn að þeir yrðu að vera þolinmóðir og halda boltanum, þá væri hægt að finna glufur. Það er því augljóst að planið sem sett var upp í dag var gekk upp og ef við eigum að gæta sanngirnis, þá verðum við ÖLL að hrósa David Moyes fyrir það. United var með boltann 66% af leiknum, luku tæplega 600 sendingum, OG, það sem merkilegast er, áttu aðeins 19 fyrirgjafir, það var því mun betri dreifing á spilinu. HÚRRA!
Ég veit ekki alveg hver maður leiksins var að þessu sinni, þar sem þetta var meira sigur liðsheildarinnar. Patrice Evra verður að teljast líklegur kandídat, með krafti sínum náði hann í vítaspyrnuna og átti stoðsendinguna á Rooney. Það verður þó líka að minnast á Carrick, afhverju? Jú…
135 – Michael Carrick completed 135 passes against Crystal Palace, more than any other player in a single PL game this season. Strings.
— OptaJoe (@OptaJoe) February 22, 2014
Svo var gaman að sjá Fellaini aftur á vellinum í dag. Hann virkaði svolítið ryðgaður (eðlilega), sérstaklega þegar hann brendi af dauðafæri í fyrri hálfleik, en hann sýndi oft styrk sinn og gæti reynst mjög mikilvægur fyrir okkur á loka metrunum, þ.e.a.s ef hann byggir ofan á frammistöðu sína í dag.
Liðið í dag var svona skiptað:
De Gea
Smalling Vidic Ferdinand Evra
Carrick Fellaini
Mata Rooney Januzaj
Van Persie
Bekkur: Lindegaard, Valencia (80 mín), Fletcher (88 mín), Giggs (80 mín), Kagawa, Young, Hernandez.
Jæja, njótum helgarinnar loksins!
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Strákar, við eigum séns að komast yfir Everton, allt að gerast :D
DMS says
Það verður gaman að sjá alla krossana frá Smalling í þessum leik. Hann kann sko að sveifla fætinum og koma boltanum fyrir #enginnsegir
Hef pínu áhyggjur af Vidic og Ferdinand saman – en vonandi smella þeir saman eins og í „gamla daga“.
Einar says
Álög
Tony says
Frábært að fá sigur úr leiknum, loksins kláruðu þeir leik og héldu hausnum í lokin. Ég er ánægður með innkomu Fellaini á miðjuna, veitir ekki af því að hann komist í gang fyrir lokasprettinn. Einnig var Evra flottur og það veitir manni smá von að Moyes nái meira út úr leikmönnunum ef hann heldur þessari spilamennsku áfram og Rooney vinni fyrir ofursamningnum sínum. Nú á að enda tímabilið eins og Englandsmeisturum sæmir.
Keane says
Jákvæður leikur hjá þeim, skref í rétta átt.
Runólfur says
Nú sá ég ekki allan leikinn, og það sem ég sá var með öðru auganu. En var Evra ekki um það bil 100x betri en mest megnis af tímabilinu? Endar með tvær stoðsendingar eftir frábær hlaup upp völlinn. Ótrúlegt hvað almennileg hvíld og afslöppun getur gert. Væri þess virði að halda honum ef við fengjum gott back up, sérstaklega ef hann myndi hætta að spila með landsliðinu.
Annars þá er ég sáttur með þennan sigur, hefði átt að vera stærri. Mjög sáttur með liðið og shape-ið á liðinu – vantar bara Rafael og Evans í þessa varnarlínu og við erum í ágætis málum. Vonum að liðið hendi sér nú á almennilegt run af leikjum.
Kv. Bjartsýni maðurinn
DMS says
Fín batamerki á liðinu, Evra var mjög góður. Fellaini var einnig sterkur á miðjunni, hefði verið flott ef hann hefði klárað færið sem hann fékk í fyrri hálfleik.
Það var allavega gott að sjá þá læra af leiknum gegn Fulham. Menn reyndu meira að spila sín á milli í stað þess að bomba bara boltanum alltaf beint inn í teiginn.
Það má einnig ekki gleyma að hrósa De Gea. Hann varði allavega tvisvar virkilega vel í leiknum.
Karl Gardars says
Rólegir á’ðí. Þetta er Crystal Palace og árið er 2014.
Þetta hafðist í vægast sagt drepleiðinlegum leik. Vinnum næstu fjóra leiki og þá má skoða að taka upp þessa bjartsýni.. :)
Annars voru jújú batamerki á spilinu en þetta lið er svo langt frá því að spila vel m.v. Gæði einstakra leikmanna. Það er lítil sem engin samhæfing og það er engu líkara en að menn séu látnir æfa hver í sínu horni á carrington.
Fellaini var alveg ágætur og ég vona að við sjáum Meira af þessu frá honum.
úlli says
Maður tekur bara hverjum sigri fagnandi og gleðst yfir litlu hlutunum. Ég veit ekki hvort ég sé að þróa með mér eitthvað Moyes-blæti en djöfull elska ég að sjá hann fagna á hliðarlínunni. Ég hef einfaldlega trú á honum og sætti mig við það að í stóra samhenginu sé það allt í lagi þó eitt tímabil verði ekki eins og í draumi. Ég bind ennþá vonir við fjórða sætið en því miður virðist Liverpool bara ætla að halda áfram að vinna leiki.
Karl Gardars says
Já maður er nánast farinn að samgleðjast með púllurum…eða bara ekki. :)
Púlarar eru að spila skemmtilegan flæðandi sóknarbolta með haug af mörkum en við höfum verið að spila… Tja… Allt omvendt við ofantalið?? :) Ég reikna samt með að Liverpúl dali á lokasprettinum þegar þreyta og e.t.v meiðsli gera vart við sig.
Nú vonar maður bara að þetta fari að smella hjá okkar mönnum.