Frá-há-há-bær dagur í dag! United sigrar Reading með einu marki gegn engu. Rooney með sigurmarkið á 21. mínútu og Rio Ferdinand (af öllum mönnum) með stoðsendinguna.
Þessi leikskýrsla í dag verður í styttri kantinum af tveimur ástæðum.
1. Ég var búinn að lofa konunni eitt kvöld án þess að glápa á tölvuskjá. 2. Þetta var svo svakalega dapur leikur í dag að það er bara ekki mikið til að skrifa um. Þessari skýrslu verður því skipt í tvennt. Fyrri hlutinn verður á neikvæðu nótunum þar sem ég tek fyrir það slæma en svo kem ég ykkur í góða skapið með því að benda ykkur á það jákvæða eftir leik dagsins.
Það slæma…
Höfum eitt á hreinu, þetta er alveg skelfilegur leikur til að skrifa skýrslu um.
Í upphituninni nefndi ég að United myndi líklega koma ferskt til leiks og að ég sæi fyrir mér stórsigur í líkingu við Norwich leikinn um daginn. Boy was I wrong! Þrátt fyrir sextán skot United þá var eins og ekkert væri í gangi allan leikinn. Eftir því sem leið á leikinn fékk ég aukna tilfinningu eins og allir leikmennirnir væru annaðhvort þunnir eða fá sér nokkrar róandi töflur (Allir fyrir utan Welbeck reyndar). United átti sextán skot í dag en einungis fjögur hittu á rammann. Þetta líklega skrifast sem þreyta en mikið vona ég að þetta landsleikjabreik nái að vekja drengina. Þegar aðstoðardómarinn sýndi að 5 mínútum hafði verið bætt við leikklukkuna var maður satt að segja bara fúll. Ég vildi bara segja þetta gott í dag.
Yfir leiknum var mér hinsvegar bent á góða ástæðu fyrir því að Van Persie virki svona þreyttur þessa dagana. Hann er nottla vanur því að tímabilið sé búið um þetta leyti :)
Þetta er samt allt of góður dagur til að einblýna á einhverja neikvæða hluti þannig að ég einfaldlega hætti núna og hoppa yfir í það skemmtilega!
Það góða…
Þessi dagur gat varla verið betri fyrir okkar menn. United sigrar Reading með einu marki gegn engu (Rooney, 21. mín), Everton spilaði frábærlega og sigraði City 2-0 og Southampton malar Liverpool liðið 3-1 sem gerir þeim stærfræðilega ómögulegt að vinna titilinn þetta árið (hahaha).
Hefur einhver heyrt minnst á Asmir Begovic nýlega? Í dag spilaði David De Gea sinn fimmtugasta deilarleik fyrir liðið og liðið þeim áfanga að spila yfir 538 mínútur (5 leikir og 88 mínútur) í deildinni án þess að fá á sig mark. Það er ekki hægt annað en að vera afskaplega kátur yfir því. sérstaklega eftir að hafa horft á United leka inn mörkum fyrr á leiktíðinni.
Rooney skoraði eina mark leiksins á 21. mínútu eftir hreint útsagt frábært hlaup hjá Rio Ferdinand (Hér er GIF hreyfimynd af hlaupinu og markinu). Það þýðir að Rooney þarf einungis þrjú mörk til að ná 200 mörkum fyrir United. Drengurinn er kominn með 197 mörk í 396 leikjum sem er ansi góð tölfræði miðað við að hann hefur þurft að spila ansi margar stöður fyrir liðið í gegnum tíðina.
Síðast en ekki síst er það staðan í deildinni. 15 stig! Fimmtán stig! FIMMTÁN STIG! Munurinn á United og City er kominn upp í 15 stig. Fimmtán stig!! Þetta er alveg ótrúlegt. City hefur einungis unnið 17 leiki af 29 í deildinni en samt eru þeir í öðru sæti. Nú eru níu leikir eftir og 27 stig í boði. United þarf að tapa fimm af þessum níu leikjum og City þarf að vinna upp 13 marka forskotið á United. Gleymum því svo ekki að City þarf að sigra alla sína leiki sem inniheldur lið eins og United, Spurs og Swansea. Þetta lítur semsagt vel út en ekki búið enn! Ég neita að taka þessu rólega fyrr en þetta er orðið öruggt!
Tíst
SAF says in his prog notes that "Paul Scholes is back in training and he will play a part in keeping us fresh" #mufc #mutv
— Stewart Gardner (@stewartgardner) March 16, 2013
7 – Wayne Rooney has scored seven goals in eight games at Old Trafford in 2013 (all comps). Resolution.
— OptaJoe (@OptaJoe) March 16, 2013
#mufc fans chanting 'You can stick f***ing England up your ****' when @rioferdy5@ has the ball. Fairly clear message.
— Mark Ogden (@MarkOgden_) March 16, 2013
Welbeck's work rate is out of this world. He crosses the ball, 30 seconds later, he's chasing the Reading full-back near the halfway line.
— Red (@ThatBoyGiggsy) March 16, 2013
United have now gone 500 minutes without conceding in the league. Who'd have thought that when we were leaking goals for fun?!
— Rich Laverty (@RichJLaverty) March 16, 2013
Feels like every time we've tried to rest Carrick this season we've had to introduce him at some point anyway. Worryingly irreplaceable.
— Nick (@ManUnitedYouth) March 16, 2013
Þó frammistaðan hafi verið afskaplega flöt í dag, þá get ég ekki annað en dáðst að liðinu fyrir að sækja sigur. #manutd #vél #djöflarnir
— Sigurjón Guðjónsson (@sigurjon) March 16, 2013
Besti leikmaður United í dag
Finnst afskaplega erfitt að velja besta leikmann United í dag en þar sem ég vil venja mig á að gera það eftir hvern leik þá ætla ég að velja Rio Ferdinand. Hann var algjör klettur í vörninni og þetta frábæra hlaup hans í fyrri hálfleik skapaði færið sem Rooney skoraði úr. Vonandi hættir hann þessu helv landsliðs rugli og ákveður að segja þetta gott með enska landsliðinu. United er að standa sig vel að halda honum heilum og ferskum fyrir þessa leiki og vil ég ekki sjá landsliðið eyðileggja þá vinnu.
Björn Friðgeir says
Ef einhver ætlar að koma einhver titilfagnskomment hérna fyrir neðan þá kem ég í heimsókn með hornaboltakylfuna…
Kveðja
Einn brenndur.
Bubbi Gullyson says
verð samt að segja.. leiðinlegur leikur… en nóg til að ná þessum 15… GGMU …. 20 coming soon :)
Stefan says
titilfagn!! haha
Fínt að Buttner fékk tækifæri, vona bara að Anderson og Young fari að gera eitthvað almennilegt.
1-0 á móti Reading er alltof slappt en sigur er sigur.
Þorbergur Albertsson says
Það sem gerir lið að meisturum er að vinna leiki þó lið spili illa.
Vona bara að United fá dolluna afhenta í byrjun Maí eftir leikinn á móti Chelskí.
Þar verð ég !!!!!!
Kristjan says
Leiðinlegri verða sigurleikirnir ekki, það er nokkuð ljóst, eins og einhver sagði á einsku „rather play boring and win, than play fancy and lose“:
En þetta var copy paste of Bikar leiknum á móti Reading, enginn furða að þetta Reading lið sé að fara lóðbeint niður úr þessari úrvaldsdeild.
ellioman says
Jæja skýrslan komin. Stutt skýrsla í þetta skiptið. Held þetta sé hvort eð er leikur sem við viljum gleyma sem fyrst þrátt fyrir góð úrslit :)
Cantona no 7 says
Góður sigur.
Góð stig.
Titillinn er á leiðinni heim.
Áfram Man. Utd,
DMS says
Var á þessum leik. Ekki fjörugasti leikur sem maður hefur séð en góður sigur engu að síður. Mikið rosalega er gaman að fylgjast með Nemanja Vidic með berum augum, hann étur alla þessa skallabolta sem koma til hans. Magnaður.
Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá finnst mér þetta röng ákvörðun hjá Rio Ferdinand að fara aftur í landsliðið. FA hafa nú ekkert komið alltof vel fram við hann eftir þetta Terry mál, svo munum við allir eftir 8. mánaða banninu. Auk þess fylgir Rio víst einhverju sérstöku leikjaplani og æfingaáætlun hjá United upp á að passa upp á bakið á sér. Það væri alveg týpískt að hann myndi nú meiðast með landsliðinu og detta úr þessu fína leikformi sem hann er í núna.