Ég vona að þið fyrirgefið mér góðir lesendur það að þessi skýrsla verður í styttri kantinum. Ég man varla eftir leiðinlegri United leik en við fengum í dag. Það virðist henta þessu liði rosalega illa að hafa ekkert að keppa að. Þessi leikur var eiginlega þannig að það gerðist ekkert fyrr en á síðustu mínútunum. Chelsea skora eftir skot frá Juan Mata sem fer í Jones og stöngina inn, veit ekki hvort Chelsea þurfi Mourinho eða Falcao þegar own goal og Howard Webb eru þegar komnir. Ég ætla ekki að kenna dómaranum um úrslitin, læt stuðningsmenn litlu liðanna fyrir neðan okkur um það, en mér fannst Howard Webb leggja sig aðeins of mikið fram um að sanna að hann sé ekki hliðhollur Man Utd. Mikið er ég feginn að þessi leikur skipti ekki sköpum í titilbaráttunni.
Liðsvalið olli mér vonbrigðum í dag, fyrst að ekki átti að stilla upp sterkasta liði hefði ég viljað fá að sjá eitthvað kjúklingunum spila eða í það minnsta í hóp. Robin van Persie var einangraður uppi á toppnum og þegar hann fellur til baka að sækja boltann þá var engin ógn í teignum. Lindegaard og vörnin áttu ágætan leik en vörnin var á köflum kærulaus og Chelsea hefðu átt að vera duglegri að refsa en við skruppum með skrekkinn.
Mikið er David Luiz ómerkilegur.
Mikið er talað um að Anderson og Nani séu á förum (Rooney líka?) en ég skil ekki af hverju Valencia er ekki kandídat í brottför, kappinn eins og hann var frábær í fyrra hefur átt hrikalegt tímabil og skilaði engu í dag á meðan Anderson var sprækur, mögulega að sýna sig fyrir væntanlegum kaupendum.
Mestu vonbrigðin í þessum leik er að Rafael hafi ekki tekið Luiz með sér útaf…á börum. Næst mesti fávitinn í ensku deildinni. #djöflarnir
— Sigurjón Guðjónsson (@sigurjon) May 5, 2013
https://twitter.com/TheUnitedBible/status/331095578085822464
Það er alls ekki auðvelt að velja mann leiksins en ætli ég segi ekki bara enginn.
Ekki maður leiksins er Antonio Valencia.
Pétur says
glaaatað.. en gaman að sjá anderson cleverley og buttner fá tækifæri. Djöfull fer Luiz i taugarnar á mér
Magnús Þór says
Þetta breytir þá líklega ekki áliti þínu – http://i.minus.com/ibevm3P0mefEsn.gif
Atli Þór says
Afhverju í andskotanum er Giggs að spila alla leiki 90 min? það sást á 1 min að hann var að fara drulla í þessum leik. Sást langar leiðir að United nennti engan vegin að vinna þennan leik, ef þeir ætla spila svona áfram meiga þér sleppa að mæta í næsta leik.
Jóhann Ingi says
Ömurleg frammistaða en unnum dolluna það er eitthvað. Má alveg við því að hressa aðeins uppá þessa miðju hjá okkur. Þetta lítur ekki vel út verð ég að segja. Svo þarf Rooney að fara að stilmpla sig inn og kallinn að fara að stimpla hann inn í einhverja stöðu. Á hann að vera einhver hetja þarna eða á að bjóða honum bara lærri samning og bjóða honum að vera squad player eins og hann virðist vera núna. Skil ekki alveg hvert hann er að stefna í þessu liði ??
Best að gleyma þessum leik bara og spila svo á 5 .fl kk síðustu tvo leikina til að réttlæta 2 ömurlegar frammistöður í viðbót. En….
Áfram United.. dálítið pirraður á þessum leik..!
KristjanS says
Pirrandi að gefa þetta mark. Evans alltof fljótur að losa sig við boltann, slæm móttaka hjá Giggs og Chelsea fékk aftur boltann og skoraði. Hefði Rooney ekki átt að fá aukaspyrnu rétt áður en Chelsea skoraði? Ray Wilkins og Jamie Redknapp voru á þeirri skoðun eftir leik.
Sideshow Bob stal svo senunni undir lokin. Ray Wilkins kom inn á það á SKY eftir leik hvað er kauði er oft með leiðinlega takta, skellir alltaf hendinni eða olnboga í andstæðing þegar barátta er um boltann. Gerði þetta x2 við Rafael á stuttu millibili, Rafael pirrast og sparkar svo í hann. Wilkins furðaði sig á viðbrögðum Sideshow Bob, ekkert að honum, liggur eins og særður maður með skítaglott, vitandi að andstæðingurinn er að fá rautt spjald. Wilkins talaði um að virðing fyrir mótherjanum væri engin, hvað þá fyrir sínum eigin samlanda.
Hefði viljað sjá Rooney og Hernandez byrja inn á. Ég er hreinlega farinn að trúa þvi að Rooney fari í sumar… Nema að Ferguson sé að ná honum niður á jörðina og sýna honum hver ræður.
Og hvað kom fyrir Valencia? Það er hryllilegt að horfa upp á kauða.
KristjanS says
En þetta rauða spjald á Rafael, er þetta þriggja leikja bann?
Hjörtur says
Alltaf sárt að tapa leik, en getum við ætlast til að liðið vinni alla leiki? Ég held það sé útilokað að ætlast til þess, hvort sem liðið heitir Man Utd eða R.M. eða e.h. annað. En einhvernveginn finnst mér sárt að þurfa að tapa fyrir Chelsea, þeir virðast hafa e.h. tak á okkur núna. Horfði á fyrstu 70 mín. og hef ég nú séð liði leika ver en í þessum leik, og það oftar en tvisvar. Mér fannst t.d. Anderson bara frískur og Valencia líka svona svo að ég nefni einhverja. Þarna fengu líka menn að spreita sig sem hafa verið utan liðsins einhvern tíma, deildin unnin, stigametið fjarrænt, og þá bara sjálfsagt að leifa öðrum en þeim sem hafa nánast alltaf verið í byrjunarliðinu að spreita sig.
Kristjan B. says
Æðislegur leikur, og niðurstaðan eftir því……………..not. Heilt yfir ok framistaða, há liði sem er ekki að keppa að neinu, nema að Valencia, Anderson, Giggs voru mjög slakir, Giggs sérstaklega eftir að hann fór inn á miðjuna með Jones.
Annað skiptið sem Giggs gefur mark á sambærilegan hátt og á móti City. þannig að leikur sem hefði getað endað alavegana með jafntefli endaði í tapi á OT. Hugsa að Giggs sé dæmi um mann sem þekki ekki sinn vitjunar tíma.
Mr.T says
Halló. Mér langar að vita hvað boltinn rataði oft á mann. Aldrei séð annað eins bolta illa spilað innan liðsins. Valencia??Cleverley??. Hefði viljað sjá mark og kagawa. Ekki góð miðja og Persie fékk lítið að moða úr. En meistarar engu síður. Hefði viljað að Cleverley og Anderson gera meiru úr sínu.
Thorleifur Gestsson says
Hrikalega lélegur leikur hjá okkar mönnum og greinilega ekki að neinu að keppa, Anderson góður heldur boltanum gríðarlega vel og fínar sendingar,fanst Valencia aðeins vera að koma til þó hann sé ekkert miðað við í fyrra.
Hefði viljað sjá fleiri unga stráka fá að spreyta sig í þessum leik !
Rétt rautt á Rafa en hefði alveg mátt setja að minstakosti gult á Luiz fyri olnbogaskotin sem hann er frægur fyrir í baráttu um boltann
DMS says
Úff hvað mig langar að sjá United versla alvöru miðjumann í sumar. Að hafa Giggs inn á í 90. mínútur gegn stóru liðunum er hreinlega bara ekki að ganga, so sorry. Þetta er lifandi goðsögn en við verðum bara að horfast í augu við það að hann er fertugur og á lítið roð í heimsklassa miðjumenn sem eru mun yngri og í topp formi.
Hvað er svo málið með kantmennina okkar. Þetta er hætt að vera fyndið. Það verður eiginlega að teljast afrek út af fyrir sig að hafa náð svona góðum árangri í deildinni í vetur miðað við frammistöðurnar hjá okkar vængmönnum. Vonandi að Zaha komi með smá líf inn í þetta á næsta seasoni. Svo er auðvitað lítill partur af manni sem dreymir um heimkomu ákveðins aðila frá Madrid, en það er kannski svo fjarstæðukennt að maður vill ekki leyfa sjálfum sér að verða spenntur fyrir tilhugsuninni.
Björn Friðgeir says
Þetta með kantinn.
Látum okkur sjá.
United ber siðferðisleg og söguleg skylda til að vera með snjalla kantmenn, það er viðurkennd staðreynd.
Þennan veturinn hafa kantmenn hjá okkur verið slakari heldur en nokkuð annað tímabil síðan Ralphie Milne var og hét, því upp úr því kom Lee ‘Grindavík’ Sharpe, og svo auðvitað Giggs.
Er ekki hægt að færa að því rök að ef við horfum á þessa leiki sem Giggsy lék á kantinum í vetur þá hafi hann verið besti kantmaðurinn okkar í vetur?
Við vitum að Nani getur betur, en samt vitum við líka að allar líkur eru að hann fari í sumar.
Við vitum að TonyV getur betur, og sumir vilja selja hann í sumar.
Við vitum að Young getur ekki rassgat og við myndum aldrei fá krónu fyrir hann, þannig að hann verður því miður ekki seldur.
Spái 25-30 deildarleikjum fyrir Zaha næsta vetur. Lágmark.
Nú eða við kaupum Falcao (shyeah, right), setjum Robin á kantinn og Roo á miðjuna. Það væri Fergiestyle!
Leikurinn? Ég sofnaði næstum…
Valtýr says
Voðalega er ég ekki sáttur með þennan leik.
Finnst að Rooney hefði breytt mikið leiknum í staðinn fyrir Tom Cleverley,er samt ánægður með Anderson hann var sprækur.
Og David Luiz er flottur varnamaður á allan hátt og er gríðarlega góður á miðjunni líka,en þetta var ófagmannslega gert hjá honum í dag.
En annars GGMU.
úlli says
Kannski ótímabært að hafa áhyggjur en tilfinningar mínar fyrir næsta tímabili eru blendnar. Í dag eru City og Chelsea einfaldlega með betri lið en við. Ástæða þess að við erum á toppnum er Alex Ferguson, auk ákveðinnar meðalmennsku keppinautanna. Svo er Ferguson að fara í einhverja aðgerð og verður fjarverandi í byrjun tímabils. Slíkt getur að mínu mati haft afar neikvæð áhrif.
Dresi says
Hvar er kagawa í guðanabænum!! ??
siggi utd maður says
Jó allir hérna inni: hversu mikill munur er á því hvernig líðan ykkar væri ef að liðið okkar tapaði þessum leik og frammistaðan hefði verið svona og við værum enn að keppa um titilinn? Versus þá hvernig hún er að við höfum tapað núna þegar við erum meistarar í 20. skipti?
Fyrir mitt leiti hefði ég endilega viljað vinna Chelsea. En gæti mér verið meira sama? Við erum meistarar, þarf að spila einhvern góðan fótbolta og vinna fleiri leiki, við erum búnir að vinna.
Var ég jafnspenntur fyrir United Chelsea í dag eins og ég er venjulega þegar baráttan er enn í algleymi? Nei, mér gæti ekki verið meira fokking sama.
Og ef mér líður þannig, hvernig get ég ætlast til að leikmönnunum líði einhvern öðruvísi? Þeir eru örugglega búnir að leyfa sér að fá sér öl á kvöldin, hitta vinina, fara í bíó, vaka frameftir, fara í heimsókn til fjölskyldunnar, plana sumarfrí, alla hluti basically sem venjulegt fólk gerir, þeir eru búnir að vinna medalíuna eftir langt og strangt tímabil og þurfa ekki að gera meira.
Í dag voru þeir bara venjulegt fólk sem var að keppa við mjög sterkt lið sem er að berjast um að komast í meistaradeildina. Að tapa bara 1-0 í jöfnum leik finnst mér bera merki um gæði liðsins, ekki um að við þurfum að selja helminginn og kaupa fleiri menn. Þeir hafa bara að engu að keppa lengur.
P.s. ég er búinn að vera með bóner síðan Fergie sagðist ætla að kaupa fáa í sumar, en fá stórt nafn. Ronaldo er ekki að fara að koma, það er ekki sjéns. En guð minn góður, ég vona að Ronaldo sé samt að fara að koma.
Jónas Þór says
Var að fýla það mikið að sjá Anderson þarna inn á miðjuni, spilaði oftast fram á við og vildi skapa mikla hættu.
En guð min allmáttugur hvað Fergie er að taka röng lyf þegar hann velur kantmenn fyrir þessa leiki, ég meina hann er með 2 toppmenn sem gætu verið á köntunum í þessum leikjum.
Luis Nani og Shinji Kagawa.
En í stað þess velur hann 3 hræ, sem geta ekki drullu.
Antonio Valencia sem verður vonandi leystur undan samningi hann er svo lélegur, Ryan Giggs guð minn góður gerðu okkur þann greiða og hættu í fótbolta áður en allir United menn fara að hata þig, Og Ashley Young er 5kg og engum líkar vel við hann…
Skil ekki allveg afhverju Fergie er að þessu þegar hann hefur duglegan kanntmann eins og Shinji til að dreyfa spili, og svo stór hættulegan mann (Nani) hinum megin sem getur skotið hlaupið og er með frábæra tækni.
Ég pirra mig alltaf jafn mikið á því þegar ég sé einhvern af þessum 3 í byrjunarliði. !
Takk Fyrir. !
Cantona no 7 says
C H A M P I O N S 2013