Svona voru byrjunarliðin:
De Gea
Rafael Rio Jones Evra
Mata Carrick Cleverley Fellaini Welbeck
Rooney
Bekkur: Lindegaard, Büttner, Fletcher, Kagawa, Young, Valencia, Hernandez
Hart
Zabaleta Kompany Demichelis Clichy
Fernardinho Touré
Navas Silva Nasri
Dzeko
Leikurinn byrjaði eins illa og hægt er að ímynda sér. Leikurinn var ekki mínútu gamall þegar Manchester City var komið yfir. Vörnin hjá United var sofandi, Nasri spólaði sig í gegn, skaut í stöng og frákastið endaði hjá Edin Dzeko sem lagði boltann í autt markið. 0-1 fyrir City. Hræðileg byrjun.
United-menn héldu áfram þessum sofandahætti eftir markið. Sendingar voru lélegar, City-liðið pressaði hátt uppi og stressaðir United-leikmenn misstu boltann oft á hættulegum stöðum. City-menn komust 2-3 í álitleg færi vegna þess en voru ýmist klaufar eða David De Gea með sinn súkkulaðiúlnlið hélt okkur inn í leiknum. Á þessum leikkafla hefði City hæglega geta gert út um þennan leik.
Um miðjan hálfleik breyttist þetta þó. Okkar menn þorðu að halda boltanum aðeins og komust smám saman inn í leikinn. Mata, Rooney og Welbeck sáu um sóknarleikinn ásamt Fellaini. Þeir sköpuðu sér nokkur ágæt færi, fyrst fékk Fellaini boltann í fínni stöðu en hann náði ekki koma nægilega góðu skoti á markið. Juan Mata komst svo í mjög fínt færi í miðjum teignum en hann skóflaði boltanum yfir. United-menn stjórnuðu ferðinni það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, City-menn ógnuðu þó en Michael Carrick braut upp sóknartilraunir City. Við lok fyrri hálfleiks leit þetta ekki jafn illa út og eftir fyrstu 10 mínútur leiksins. Maður vonaði því að United-menn myndu halda uppteknum hætti í seinni hálfleik.
Sú von var fljót að sigla í burtu. City-menn byrjuðu hálfleikinn betur og uppskáru mark eftir rúmar 10 mínútur. City-menn fengu horn, öll hornin þeirra hingað til höfðu farið á nærstöng og það breyttist ekki í þetta skiptið. Rio Ferdinand slökkti á sjálfum sér og hleypti Dzeko fram úr sér sem skoraði sitt annað mark í leiknum. Eftir seinna markið var þetta nánast búið. United reyndu af litlum mætti af sækja en sóknarleikurinn var ómarkviss og nánast tilviljunarkenndur. City-menn voru þéttir í vörn og drógu í sig alla þá pressu sem United reyndi að setja á þá. Moyes reyndi að hrista aðeins upp í þessu. Kagawa kom inn á fyrir Cleverley í hálfleik, Valencia kom inn á fyrir Fellaini og Hernandez kom inn á fyrir Welbeck. Yaya Touré nuddaði svo salti í sárin á 90. mínútu með því að skora þriðja mark leiksins. 0-3.
Þetta var ekki nóg góð frammistaða og endurspeglar bara í raun muninn á þessum liðum í dag. City-liðið er stútfullt af gæðum og refsaði grimmilega fyrir þau mistök sem okkar leikmenn gerðu í leiknum. Eins og svo oft áður var sóknarleikur United ómarkviss og tilviljunarkenndur. Það er eins og það vanti skipulag í sóknarleikinn og það er einhvernveginn alveg ljóst að Moyes leggur höfuðáherslu á varnarleikinn. Það hefur bersýnilega sést í vetur en það hefur ekki skilað neinu. Liðið spilar ekki góða vörn og áherslan á vörnina bitnar bara á sóknarleiknum.
Ef það var ekki augljóst fyrir þennan leik þá ættu allir að sjá það í kvöld að Rio Ferdinand er löngu búinn að vera sem fótboltamaður á þessu leveli. Hann var hrikalega dapur í þessum leik og það skiptir öllu fyrir David Moyes að finna miðvarðaparið sitt sem fyrst. Ég varð fyrir vonbrigðum með Juan Mata í kvöld, hann átti ekki góðan leik, átti lélegar sendingar og virtist vera hræddur við að taka áhættu í þessum leik. Kannski var það uppleggið og það er reyndar ekki eins og hann hafi haft mikið af möguleikum með sér í sóknarlínunni. Rooney lagði sig fram í leiknum líkt og Welbeck en það skilaði ekki miklu. Þetta lið þarf á mikilli endurbyggingu að halda, á fleiri vígstöðum en inni á vellinum, það er augljóst eftir þennan leik.
Eitt skref áfram, tvo aftur á bak. Það er þema þessa tímabils.
Krummi says
Ferdinand er búinn. Hann á ekkert heima í þessu liði
Ísak Agnarsson says
Huge reshaping is needed, ekki bara ferdinando :p
Elías Kristjánsson says
Ekki gott. Og Bayern Munich eftir heima OG AÐ HEIMAN.
guðjón says
City er með ´ágætt lið – við erum með eitthvað allt annað. Við erum hvorki með nógu góða leikmenn til að geta barist um efstu sætin ellegar nógu góðan knattspyrnustjóra. Hann virðist svo hugmyndasnauður hvað knattspyrnu varðar að tæki hann við stjórnartaumunum hjá Bayern þá yrði það magnaða lið orðið að miðlungs liði á örfáaum mánuðum.
Einar T says
Sannfærandi sigur hjá City.
Hannes says
Foooooookkkkkkk hvað ég er orðinn pirraður á þessu !!!??!!?!! Nú ætti Moyes að segja af sér ef hann fær ekki sjálfur stígvélið í kvöld. 0-3 tap gegn City og Liverpool á heimavelli er bara ekki ásættanlegt fyrir klúbb eins og Man Utd og ég ætla rétt að vona að Moyes fari nú ekki í fjölmiðla og segi að við vorum að spila vel og vorum bara óheppnir.
Ingvar says
Martinez farinn að banka á 4 sætis dyrnar.
Gerði ekki Moyes einhver kraftaverk með Everton?
Stemmir ekki alveg
Siggi Jónss says
Ég var mjög ánægður með spilamennskuna og sérstaklega bætinguna í sóknarleiknum í síðustu tveimur leikjum þar sem eitthvað flæði var á leik manna með og án bolta. En í dag þá var það City sem pressaði leikmenn stíft og þar með var leikurinn nánast búinn. Jú það voru góðir kaflar en arfaslök byrjun og hugsunarleysi kostuðu gríðarlega mikið þegar uppi er staðið. Mér fannst flest allir undir pari í kvöld og Rooney, Jones og De Gea einna skástir sem og Rafael var sprækur. Kagawa átti ágætis innkomu í liðið líka. En það er ekki hægt að spila knattspyrnu á hæsta leveli og gefa boltann svona frá sér. En ég var svo sem ekkert hissa á niðurstöðunni enda City og 6 önnur lið að pakka okkur saman í deildinni eins og staðan er og taflan endurspeglar nákvæmlega hvar við eigum heima. Tvö svekkjandi 3-0 töp á móti erkifjendum og það er gríðarlega svekkjandi að sjá menn hengja haus og varla leggja sig almennilega fram. En vonandi klárast þetta tímabil almennilega og menn stíga almennilega upp svo um muni.
Næsti leikur heima og leiðréttið mig endilega ef ég fer með rangt mál en einungis 6 sigurleikir heima af 15?? Og þar af 6 töp. Ég ætla allavega að leggja til að Utd spili í útivallatreyjunni… svona bara til öryggis ;)
Er ekki málið að gefa trafford frí og spila heimaleikina á JJB stadium eða einhverstaðar annarsstaðar í nágrenninu?? Hvers vegna geta menn ekki spilað eins og englandsmeisturum sæmi á heimavelli?
Keane says
Neikvætt hjá Moyes strax og byrjunarliðið var staðfest.
Leiðindaskarfur.
Sævar says
Ef einhver hélt að þetta væri að koma hjá okkur eftir sigurinn á olimpiakos þá verður það því miður að segjast að sá hinn sami er hlandhaus. hvernig getur þetta mann gerpi og ónytjungur horft í spegill.
knattspyrnuleg hugmyndafræði hans er gjaldþrota. hann hefur alldrei plan b. menn vita ekki sitt hlutverk. hann kaupir mann í holuna af því við eigum 2 þannig fyrir(fáviti).
þessi man ónytjungur er skoti svo hann mun aldrei segja upp þannig að stjórn félagsinns verður að hætta allri neyslu á englaryki og þurka glákuna úr augum sér til að sjá það sem 7 ára barn sér, að þessi maður er bjáni.
ætla að vona að old trafford verði tómur í næsta leik í deildinni. það yrðu skilaboð
Auðunn says
Fannst eins og City hafi bara verið í öðrum gír í þessum leik, þurfti aldrei að setja í þann þriðja hvað þá þann fjórða, þeir höfðu algjöra yfirburði og þetta allt í hendi sér frá 1.sek.
Veit ekki hvað skal segja, þetta er orðið svo skelfilegt að maður er orðin virkilega reiður.
Það er ekki eðlilegt að þetta lið sé komið í þessa stöðu aðeins 10 mán eftir að Ferguson hættir, árangur Moyes er svo skelfilegur að maður fær bara ekki skilið hvernig þessi maður heldur þessu starfi, hversu djúpt þarf liðið eiginlega að sökkva? Hvernig getur maður eins og Ferguson varið þennan mann ennþá í þetta starf? United hefur ekki unnið lið sem er núna inn á topp 9 síðan í Nóv, hvernig er hægt að réttlæta Moyes sem stjóra liðsins og ætla menn virkilega að treysta þessum manni til að eyða 150 – 200 milj punda í sumar? Hann hefur nú ekki beint farið vel með peninga liðsins hingað til.
Mér finnst eins og liðið sé dáið andlega, það er engin andi í þessu og engin framför hjá Moyes.
Við sjáum svo t.d Everton liðið taka miklum framförum með nýjan stjóra, svo miklum að það lið er komið framúr Man.Utd á augabragði, eru að spila miklu skemmtilegri og árangursríkari fótbolta, þar er stemmning í gangi en hjá United er engin stemmning, aðeins doði og vonleisi.
Runólfur says
Jææææææja.
On to the next one eins og sagt er.
Hversu mörgum kindum þarf ég að fórna til að við sleppum við niðurlægingu gegn Bayern?
0-0 heima og 2-0 tap úti. Get lifað með því.
Gummi Kr says
Þetta er ekki flókið reka mann helvítið fyrir hádegi á morgunn.
Suarez says
Þið eruð að ganga í gegnum Roy Hodgson tímabilið eins og við fengum.
Ömurlegt tímabil en það tekur enda.
Karl Gardars says
1. Þvílíkt rudda lið sem city er með og bekkurinn alveg jafn skuggalegur! Ekki skemmir svo fyrir hjà þeim að vera með hæfan knattspyrnustjóra. Það sýndi sig bersýnilega að annað liðið er meistaraefni en hitt er aðhlátursefni!
2. Við vorum stálheppnir að sjá ekki einhver rauð spjöld. Gula spjaldið hjà welbeck var ekki harður dómur. Tækling frá Rooney undir lokin átti alltaf að verðskulda gult. Olnboginn hjá Fellaini var beint rautt og auka bann og ekkert annað, það ætti að raða teiknibólum inn á strigateip og líma utan um olnbogana á þessum asna fyrir hvern leik. Rétt þegar maður var að verða sáttur við hann.
3. Geta þessir púlarar ekki komið fram undir nafni hérna?? Þeir kalla sig allir suarez. Èg er t.a.m mjög sammála suarez hér að ofan og hann er greinilega ekki sami nefapinn og sá sem gaspraði hérna um daginn undir sama nicki. Nema þá að hann hafi látið skipta um sk*t í hausnum á sér í millitíðinni.. ;-)
Málefnaleg comment frá stuðningsmönnum annarra liða eru gott innlegg í umræðuna og oft kemur annar vinkill á hlutunum sem við sjáum kannski ekki. En fyrr frysi þó í helvíti áður en ég færi inn á kopp.inn til að ræða liverpool. :-)
Bjarni says
Jæja Toure, þvílíkur leikmaður, okkur vantar svona mann á miðjuna ekki seinna en í dag. Sir AF hafði nægan tíma til að finna slíkan mann en einhvern veginn gafst upp á því. UTD verður aldrei aftur lið nema að fá til sín karakter á miðjunni eins og við höfum ávallt haft, Charlton, Stiles, Robson, Moses og Keane. Ég neita að trúa því að Sirarnir tveir séu blindir á getu Moyes, finnst hann alls ekki skapa rétta stemmingu í liðinu, vantar allan karakter. Það hljóta að koma einhverjar stunur frá stjórninni þegar BM tekur okkur í óæðri endann, annað er óumflýjanlegt.
Tryggvi Páll says
Stuðningsmenn annara liða eru velkomnir hingað og mega endilega taka þátt í umræðunni ef þeir geta sleppt því að vera með einhver leiðindi, bara eins og aðrir í rauninni. Glöggt er gests augað eins og einhver sagði einhvern tímann. Suarez þessi fékk aðvörun fyrir leiðindakomment fyrir stuttu en hefur síðan komið með fín innlegg hingað inn og það er vel.
Hvað varðar leikinn í gær nennir maður hálfpartinn ekki að velta sér upp úr þessu tapi. Það er þó athyglisvert að stuðningsmenn liðsins sem sækja leiki virðast vera farnir að snúast gegn Moyes. Hingað til hefur mótstaðan við Moyes aðeins verið á netinu og stuðningsmenn liðsins sungið nafns hans á leikjum liðsins. Í gær var fyrsti leikurinn sem enginn slíkur söngur heyrðist, það þurfi að setja vallarverði á ‘The Chosen One’ borðann og einhverjir stuðningsmenn veittust að Sir Alex Ferguson fyrir að hafa valið David Moyes sem eftirmann sinn. Þegar þeir stuðningsmenn sem sækja leikina eru farnir að snúast gegn þér er fokið í flest skjól fyrir Moyes.
0-3 tap gegn City og Liverpool á heimavelli, 5 stig gegn liðunum í fjórum efstu sætunum í 8 leikjum. Markatalan á heimavelli stendur í núlli, drepleiðinlegur og löturhægur fótbolti. Þetta er ekki boðlegt. Hvernig stendur a því að eitt allra stærsta knattspyrnufélag heimsins hafi ekki staðið faglega að mikilvægustu ráðningu í sögu félagsins? Ég sé ekki alveg hvernig þetta lið á að sleppa við stórtap gegn Bayern München.
Svo má nefna að þessi ummæli Moyes um að United ætti að reyna að komast á sama level og City voru alveg hrikaleg og hann hlýtur að hafa dýpkað sína eigin gröf um nokkra metra með þeim. Það er nefnilega þannig að það er fyrst á þessu tímabili sem City er að komast á hærra level en United. Hvernig endaði deildin í fyrra aftur?
Keane says
Leitið að meðalmennsku, þér finnið Moyes.
Það var alltaf ljóst að þessi maður myndi bara lækka standardinn hjá okkur og svæfa okkur niður í myrkur meðalmennskunnar, þetta hef ég sagt frá upphafi við hvern sem er. Ég styð liðið mitt og félagið en aldrei þennan skarf.
Snobb says
Ég er hættur að vera reiður yfir þessu … reikna alltaf með slæmum úrslitum og brosi þegar ég sé eitthvað jákvætt .. eins og í gær þegar ég áttaði mig á því að ég ætti bjór í kæli
Seinnihálfleikinn sá ég á stöð (man ekki hvaða) frá USA .. þar var ágætur þulur sem kom með orðræðu sem tók hluta af vanda okkar vel saman .. Hún snérist um að reyna að greina hvaða stöður leikmenn væru að spila .. og það var í raun bara markmaður og hluti af vörn sem virtust hafa ákveðið hlutverk , ákveðna stöðu til að leika
Varðandi Moyes hefur staðan ekkert breyst frá mínum bæjardyrum .. hann þarf að víkja.. það sem hræðir mig mest varðandi hans stöðu er hve margir voru tilbúnir til að verja hann aftur eftir að liðið náði úrslitum gegn 2 smáliðum í samanburði við MU
Kristjans says
Vel að orði komist hér að ofan í lok pistilsins:
„Eitt skref áfram, tvo aftur á bak. Það er þema þessa tímabils.“
Verð að hrósa Yaya Toure, þvílíkur leikmaður. Frábær tilþrif hjá honum þegar í fyrri hálfleik þegar De Gea sparkar út, beint á Toure sem sendi boltann strax, í fyrstu snertingu á Silva, sem sendi svo strax á Dzeko og sá fékk dauðafæri. Má svo einnig til með að minnast á markið hjá Toure. Gríðarlega yfirvegun og vel klárað hjá honum. Ég fullyrði að enginn miðjumaður hjá Utd gæti skorað svona mark; ekki Carrick, Fellaini, Fletcher eða Cleverly.
Það vantar alvöru miðjumenn í Utd á borð við Toure og Fernandinho hjá City. Silva er einnig frábær leikmaður, virðist getað dottið út á kant ásamt því að spila fyrir aftan framherjann. Óskandi að Mata og Kagawa væru með þann hæfileika.
Ég fer ekki ofan af þeirri skoðun að því fyrr sem David Moyes fer frá Man Utd, því betra fyrir liðið. Það er EKKERT í gangi hjá manninum, EKKERT. Myndi sýna þolinmæði ef einhver uppbygging, einhver breyting, eitthvað væri í gangi: ný nálgun, áherslubreytingar, nýtt spil. Moyes hefur ekkert sýnt á þessu tímabili. Leikmannakaup hafa verið algerlega misheppnuð. Gat keypt Fellaini á 22,5 mills en endar í algjöru örvæntingu fyrir lok gluggans að borga um 28 mills! Gleymum ekki að sami maður bauð 28 mills í BÆÐI Fellaini og Baines fyrr í sumar. Kaupir svo dýrasta leikmann í sögu félagsins, Juan Mata á 37 mills. En því miður þá passar hann ekki í púslið. Er til leikkerfi þar sem fleiri en ein tía passar inn í?
Er þetta maðurinn sem á að stýra í sumar mestu eyðslu Man Utd til leikmannakaupa?
Svo bara get ég ekki lengur þessi pathetic ummæli Moyes leik eftir leik. Fyrst var það óheppni. Svo var það að Liverpool væru favorites að vinna leikinn á OT! Hvað er að!?!?
„I just thought Liverpool were above us in the league and playing well, and I thought any average person would have said the same thing.“
Halló! Er stjóri Man Utd any average person?
Ummæli eftir leikinn í gær:
„I think we’ve played a very good side [Man City] and it’s the sort of standard and level we need to try and aspire to get ourselves to at this moment in time.“
Á hvaða standard er Man Utd? Með fullri virðingu þá er hann ekki að stýra Everton. Maðurinn er að stýra ríkjandi Englandsmeisturum.
Og talandi um Everton. Segir það ekki eitthvað að Everton er 6 stigum á undan Man Utd í deildinni og á leik til góða?
The chosen one has failed.
Maðurinn sekkur alltaf dýpra og dýpra og ný „met“ er alltaf að líta dagsins ljós. Það er sorglegt að horfa upp á þetta.
péess,
þetta er áhugaverð lesning:
http://www.telegraph.co.uk/sport/football/managers/david-moyes/10709107/31-reasons-David-Moyes-must-leave-Manchester-United.html
Kristjans says
Ég veit svo ekki hvort maður eigi að hlægja eða gráta en hér búið að taka saman það „besta“ af MoeysOut umræðunni:
http://www.mirror.co.uk/sport/football/news/manchester-united-v-city-moyesout-3286834
Hló/grét yfir þessu:
Juan Mata has won more matches in Old Trafford in a Chelsea shirt than in a Manchester United shirt.
Hazard says
Sælir félagar,
Chelseamaður hér, kem í friði. Oft er gests augað glöggt. Hef horft á marga leiki Man Utd á þessu tímabili. Það sem mér finnst merkilegt er að ég hef aldrei séð (eða heyrt af því) það að Moyes sjálfur sýni virkilega góða tilburði og „sigri“ aðra þjálfara á góðri taktík eins og t.d. þegar B.Rodgers mætti á Old Trafford með diamond miðju eða þegar Mourinho fór á Etihad og stóð uppi sem sigurvegari með mjög góðu liðsskipulagi. Einhvernveginn fannst mér Ross Barkley kommentið um daginn negla þetta niður er hann sagði að Martínez talaði mun meira um taktíkt heldur en Moyes.
Ég held að Man Utd eigi að gera meiri kröfur, Bobby Charlton og Sir Alex vilja rosalega að Moyes standi sig vel af því hann er þeirra maður. Ég held að það verði að taka fram fyrir hendur þeirra og fórna lífi og limum til að fá mann eins og Klopp til að mæta á Old Trafford. Hann myndi koma snilling eins og Mata í gang hjá ykkur og byggja upp alvöru lið til framtíðar – rétt eins og Sir Alex gerði.
Við að lokum hrósa ykkur fyrir flotta síðu.
Hanni says
@ Runólfur:
Gætir þurft að fórna eins og öllum kindunum á norð-vestur horni landsins. Veit ekki hvað bændasamtökin hafa að segja um það.
Hanni says
@ Hazard:
Ef svo ólíklega vildi til að Klopp kæmi þá væru þar með út um feril Mata sem Utd leikmaður. Maðurinn elskar Kagawa og Mata á ekki/vill ekki spila neinstaðar nema í holunni.