Eftir nokkuð frækna frammistöðu gegn ríkjandi Heims- Evrópu og Þýskalandsmeisturum Bayern München í vikunni er næsta verkefni framundan. Á morgun mætir Manchester United liði Newcastle á St. James’s Park eða Sports Direct Arena eða hvaðeina þessi ágæti völlur heitir í dag. Þetta er fyrsti leikurinn í röð þriggja útileikja en við eigum Bayern á miðvikudaginn og Everton um næstu helgi, allt á útivelli.
Það er ágætt því að liðin hefur gengið margfalt betur á útivelli en á heimavelli á tímabilinu. Í raun er það svo að engu liði hefur gengið betur á útivelli en United á tímabilinu. Það er tölfræði sem kemur verulega á óvart.
Við getum öll verið sammála um að þetta tímabil í deildinni er algjört fíaskó og löngu búið. Aðaltakmarkið hlýtur eiginlega bara að vera að tryggja það að liðið klári ekki ofar en í 7. sæti því að ég vil ekki sjá þessa Evrópudeildarhörmung sem gerir ekkert nema að halda aftan af liðum. Í ljósi þess að varnarlína okkar er annsi þunnskipuð og við megum ekki við fleiri meiðslum fyrir leikinn mikilvæga gegn Bayern á miðvikudaginn legg ég til að allir sem eru í séns á að byrja þann leik verði vafðir inn í bóluplast, dúðaðir í bómul og læstir inn í öruggri hvelfingu þar sem engin hætta er á neinu. Því vil ég sjá byrjunarliðið á morgun eitthvað þessu líkt:
Amos
Varela Sutherland Ioannou Gollini
Pearson Wear
Rothwell Pereira Willock
Wilson
Það er algjör óþarfi að taka einhverja sénsa og því tilvalið að gefa þessum ungu strákum úr u-21 árs liðinu og Akademíunni tækifæri í þessum leik. Er það ekki? Þetta er nú bara Newcastle.
Runólfur says
Ég veit að þetta er létt grín en að setja markmanninn í vinstri bakvörð, er það ekki yfir strikið?
Runólfur says
Já og í hafsent …
lampamaður says
eins frábær hugmynd og þetta er held ég að þetta megi ekki útaf einhverjum reglum hvað varðar að stilla alltaf upp þínu besta liði.
Ísak Agnarsson says
hehe 3 markmenn inná :P
En já Amos,Varela og Wilson mega klárlega spila.
Doremí says
Ég ,sem Liverpool-maður, sem reynir að hugsa eins og United-maður núna, mundi auðvitað vilja að liðið berjist um EC-sæti. Það eru engar líkur á því að eitthvað nafn vilji koma til félagsins ef að liðið nær ekki einu sinni sæti í EC. Sjáið bara leikmennina sem Liverpool keypti í sumar, gjörsamlega gagnslausir. Fyrir utan að reputation lækkar þá eruði líka að missa af miklum peningum ef að þið náið ekki EC-sæti.
Mun dýrmætara fyrir liðið að ná EC-sæti heldur en að hvíla leikmenn til að berjast við München og halda í vonina um að vinna CL, sem eru mjööög litlar líkur á. Liðið á bara að spila á sínum bestu leikmönnum í deildinni og sjá til þess að það spili í Evrópukeppni á næsta ári.
Friðrik says
Ben Amos ?? jæja nú verða ansi margir hissa (hélt nú að menn vissu betur) en Amos er 24 ára gamall , hann er ekki 19 ára efnilegur markvörður. Þessi strákur hefur verið að fá leiki á undirbúningstímabilinu og þar er hann að gefa ókeipis mörk í hvert einasta skipti sem ég sé hann spila. Fékk ábyggilega 5 ára samning 18 ára og neitar að fara.
Afhverju vilja menn ekki fara í evrópudeildina ? Aftur , stórt spurningamerki við gáfur margra hérna , margir hérna vælandi um að það sé vonlaust að spila á fimmtudegi og sunnudegi. Samt heyrði ég ekkert væl þegar við spiluðum á miðvikudegi og næst laugardegi. Það er það nákvæmlega sama. Þetta er líka svo veik keppni að við getum spilað á varaliðinu þangað til í 8 – liða úrslit. Og eins og staðan er í dag þá er okkar eini séns að spila í meistaradeildinni 2015-16 tímabilið er að við vinnum evrópukeppnina á næsta ári.
Ingi says
Af því að evrópudeildin myndi skemma fyrir okkur deildina, gætum þá stundum þurft að spila á fimmtudögum og laugardögum, og við þyrftum að vera með ansi breiðan hóp í það.
Svo er líka öllum drullusama um þessa keppni.
Tryggvi Páll says
Þessi upphitun er auðvitað bara smá djók. Ég hafði takmarkaðan tíma til þess að skrifa hana og sló þessu bara upp í grín þar sem deildin skiptir auðvitað engu máli. Ég myndi svosem ekkert gráta það ef liðið kæmist í Evrópudeildina, við höfum breiðan hóp sem ætti að ráða við þetta. Það breytir þó því ekki að ég væri helst til í að sleppa við þessa keppni. Fyrir því eru nokkrar ástæður:
1. Að þurfa að byrja tímabilið 2 vikum eftir að HM er lokið. Leikmenn fá litla sem enga hvíld og undirbúningstímabilið raskast. Að þurfa að ferðast um alla anga Evrópu og spila leiki helgarinnar með massíva Evrópuþynnku. Það er ekki skemmtilegt.
2. Ef liðið nær ekki Evrópusæti þýðir það mun færri leiki. Það þýðir að ekki þarf jafn stóran leikmannahóp. Því er hægt að gera mun drastískari breytingar á leikmannahópnum án þess að það komi jafn mikið niður á breiddinni.
Hvað varðar það ef Manchester United komist ekki í neina Evrópukeppni í eitt tímabil og geti þar af leiðandi ekki keypt nein nöfn í sumar er það auðvitað ekkert annað en vitleysa. Umboðsmenn og leikmenn vita alveg að Manchester United geta þrefaldað laun leikmanna. Það er ansi stór sölupunktur. United missir líka ekki instant reputation með því að detta úr Meistaradeildinni í eitt tímabil og á meira en nóg af pening til þess að kovera 1-2 tímabil án Meistaradeildar. United er ekki Liverpool og þó að Liverpool hafi verið í basli undanfarin ár á leikmannamarkaðnum vegna þess að liðið var fyrir utan Meistaradeildina þýðir það ekki sjálfkrafa að United lendi í sama basli. Þessi lið keppa í ólíkri deild hvað varðar fjármál. Það er staðreynd.
DMS says
Varðandi það að missa af peningum við að komast ekki í Evrópudeildina, þá voru nú einhver plön um að United myndi spila einhverja stóra vináttuleiki til að bæta það upp, m.a. í Bandaríkjunum og Asíu held ég.
Held það hafi hjálpað Liverpool gríðarlega mikið í vetur að vera ekki í neinni Evrópukeppni og detta fljótt út úr FA og deildarbikar.
Fyrir mína parta þá syrgi ég Evrópudeildina ekki neitt, vonast eiginlega til þess að við sleppum við hana. Eins og Tryggvi segir, það myndi sennilega gera okkur það auðveldara fyrir að endurnýja liðið í sumar. Plús að Moyes gæti þá fengið aðeins minni hóp til að reyna að pússa saman og bætt svo við hann seinna.