Hver þarf Wayne Rooney og Robin van Persie, ekki David Moyes, það er á hreinu. Frábær 0-4 sigur á Newcastle staðreynd.
Aðalspurningin fyrir leikinn gegn Newcastle í dag var hversu margir leikmenn yrðu hvíldir fyrir átökin í næstu viku. Fyrir leikinn bárust fregnir af því Guardiola hefði hvílt lykilmenn sína.
Bayern Munich have made a load of changes for today’s game. No Lahm, Muller, Goetze, Boateng, Robben, Ribery, Alaba or Dante
— United Rant (@unitedrant) April 5, 2014
David Moyes sá þetta, svaraði því og hækkaði þar sem Bayern tapaði fyrir Augsburg en við unnum Newcastle.
Lindegaard
Valencia Jones Smalling Evra
Fletcher Fellaini
Young Mata Kagawa
Chicarito
Bekkur: De Gea, Büttner, Vidic, Cleverley, Januzaj, Nani, Wilson.
Valencia, Fellaini og Jones þeir einu sem spiluðu gegn Bayern í vikunni. Restin fékk hvíld eða var á bekknum. Fyrir leik bárust fregnir af því að Wayne Rooney hefði meitt sig á tá og væri tæpur gegn Bayern. Hann fékk hvíld og vonum að hann nái sér fyrir miðvikudaginn. Það sem kom kannski helst á óvart var að Büttner fékk hvíld og James Wilson fékk tækifæri á bekknum. Büttner stóð sig mjög vel gegn Robben og co þannig að það er spurning hvort að hann fái annan séns á miðvikudaginn.
James Wilson er eitt mesta efni félagsins um þessar mundir, á eftir Januzaj auðvitað. Áhugasamir geta kynnt sér Wilson með því að kíkja á þetta, lesa þetta, skoða þetta og þetta:
James Wilson: 9 mörk í 10 leikjum fyrir u-18; 5 mörk í 6 leikjum fyrir u-19 og 5 mörk í 7 leikjum fyrir u-21 á tímabilinu #Djöflarnir
— Rauðu djöflarnir (@raududjoflarnir) April 5, 2014
Því miður fékk hann ekki tækifæri í leiknum en við fáum vonandi að sjá meira af honum í framtíðinni.Hvað um það, að leiknum.
Það gerðist fátt markvert framan af fyrri hálfleik. Ashley Young fékk búbú sleit liðbönd í hendi (Pistlahöfundur gerði sér ekki grein fyrir alvarleika meiðslanna enda þegar þetta gerðist leit þetta aðeins út fyrir að vera skurður á hendi eða smá skráma, beðist er velvirðingar og Ashley Young óskað fulls bata eins fljótt og unnt er.) á 17. mínútu og þurfti að fara af velli. Inn á kom ungstirnið Adnan Januzaj, bæði lið ógnuðu markinu á afar takmarkað hátt en Lindegaard þurfti þó aðeins að teygja úr sér eftir góðan skalla Papiss Cissé að marki. Vel varið hjá Dananum. Það dró til tíðinda undir lok fyrri hálfleiks. Þá skipti United-liðið um gír og jók sóknarþungann. Liðið uppskar aukaspyrnu fyrir utan teiginn, Juan Mata tók hana og skilgreindi hvernig á að klína boltanum í samskeytin. Frábært mark og Mata hljóp til síns besta vinar, David de Gea til þess að fagna markinu. Afar krúttlegt allt saman. 0-1.
Örfáum mínútum síðar valsaði Shinji Kagawa upp miðjan völlinn án þess að nokkrum Newcastle-manni dytti í hug að stoppa hann, hann renndi boltanum í gegn á Chicarito sem gerði allt rétt nema skotið var aðeins of utarlega og skall í stönginni. Óheppinn.
Fínn endir á fyrri hálfleik og liðið byrjaði seinni hálfleik af sama kraft. Það voru liðnar 5 mínútur þegar Juan Mata sýndi snilli sína enn á ný þegar hann fíflaði Fabio Coloccini og Rob Elliot með einni hreyfingu eftir fína sókn þar sem Chicarito renndi boltanum á dauðafrían Mata í teignum. 0-2.
Spilamennska liðsins í seinni hálfleik var allt önnur en í seinni hálfleik, það var hraði í leiknum og menn voru að taka smá sénsa. Fortune favours the bold eins og einhver útlendingur sagði og United komst í 0-3 á 65. mínútu. Büttner var nýkominn inn á, tók algjörlega frábært hlaup upp vinstri kantinn framhjá Januzaj sem var með boltann, vinstri bakvörður Newcastle vissi það einfaldlega að ef hann myndi ekki elta Büttner myndi eitthvað svakalegt gerast og því galopnaðist allt fyrir Shinji Kagawa, Januzaj renndi boltanum á Kagawa og Kagawa renndi boltanum fyrir þar sem Marka-Mexíkóinn okkar var mættur og kom boltanum framhjá Elliot í markinu. Fyrir áhugamenn um skaplyndi Chicarito er rétt að geta þess að hann brosti þegar hann fagnaði markinu. 0-3. Game over.
Það er frekar skrýtið en Newcastle byrjaði að sækja meira eftir að hafa lent 0-3 undir. Vörnin okkar stóð þó vaktina vel og Daninn í markinu var alltaf vakandi í markinu og átti nokkar mjög fínar vörslur í leiknum. Ekki slæmt að vera með jafn traustan markmann og hann á bekknum. Frekar svekkjandi fyrir hann að vera að keppa við David de Gea um sæti í liðinu. Leikurinn spilaðist svona til enda, liðin skiptust á að sækja og í uppbótartíma tætti sóknarlínan upp vörn Newcastle, Januzaj og Mata spóluðu sig í gegnum hina svarthvítu vörn Newcastle, Mata átti frábæra hælsendingu á Januzaj sem kláraði færið sitt af mikilli yfirvegun. 0-4.
Juan Mata, Januzaj og Kagawa spiluðu frábærlega á milli sín og það var ekki laust við að sú spurning hvort að Wayne Roney og Robin van Persie séu hreinlega ekki bara fyrir þeim þegar þeir spila með þeim?
The Juan Mata show kláraði þennan leik fyrir United og einn einn útivallasigurinn staðreynd. Það er ekkert lið með betri árangur á útivelli á tímabilinu. Merkileg staðreynd og ljóst að Moyes og Woodward þurfa að ráða heilt teymi af íþróttasálfræðingum til þess að vinna á þessum heimavallarvandræðum.
Manchester United have kept a clean sheet in their last five PL away matches – their best run since October to December 2011. #MUFC #EPL
— Infostrada Sports (@InfostradaLive) April 5, 2014
Sem betur fer eru næstu tveir leikir á útivelli, annar þeirra stærsti leikur tímabilsins. Bayern München á Allianz-Arena á miðvikudaginn. Vesen að Juan Mata megi ekki spila í Meistaradeildinni. Sem betur höfum við Danny Welbeck:
Björn Friðgeir says
Það sem maður vonar að Wilson fái að koma inná!
Robbi Mich says
Ég legg til að Man Utd spili heimaleiki sína það sem eftir líður tímabilsins, á St. James Park.
Hjörtur says
Ekkert nema gott um þennan leik að segja, allir stóðu sig vel, og frábært mark hjá Mata. Það skemmir heldur ekki að horfa á leik þar sem liðið skorar slatta af mörkum, og gaman að sjá Nani kominn aftur.
Runólfur says
Þetta búbú á hendinni á Ashley Young voru víst slitin liðbönd. Maðurinn er bókstaflega gerður úr gleri.
Svo held ég að Elliot hafi varið skotið hans Hernandez í stöngina – lýsendurnir mínir voru að tala um það allavega (gæðin í stream-inu ekki nægilega góð).
Annars var þetta ágætis leikur. Flestir með mjög fínan leik og Lindegaard var líklega að tryggja það að eitthvað lið kaupi hann í sumar með þessari frammistöðu.
Björn says
Búbú erud thid ad grínast eda? Sá ekki leikinn var ad vinna en slitinn lidbönd eru ekki „búbú“… Ordid frekar sorglegt thetta Young hatur hérna.
Tryggvi Páll says
Kannski heldur ósmekklegt að skrifa að hann hafi fengið búbú nú þegar alvarleiki meiðslanna er kominn í ljós en þegar þetta gerðist leit þetta út fyrir að vera ekki meira en skráma eða skurður á hendinni. Ég hef strikað þetta út og biðst velvirðingar. Þó ég hafi nú ekkert sérstakt dálæti á Ashley Young sem knattspyrnumanni er það langt frá því að ég beri eitthvað hatur til hans og ég vona að hann nái sér fljótt af þessum leiðinlegu og óheppilegu meiðslum.
DMS says
Flottur sóknarleikur hjá okkur í dag. Gerðum vel í að nýta færin okkar. Mata var alveg frábær og Kagawa flottur líka.
Ætli við séum að komast að því að það virkar hreinlega ekki að stilla upp RvP + Rooney + Mata öllum saman? Ég vona ekki enda eru þetta allt menn í heimsklassa, vil helst að þeir nái saman og sýni allir sitt besta á sama tíma.
En jákvæð teikn á lofti. Við getum allir verið sammála um það. Ég hef enga trú á öðru en að Rooney verði klár í Bayern leikinn. Mér finnst hann alltaf koma fyrr en áætlað varð úr meiðslum (jinx much?).
Friðrik says
Seljum bara RVP til Monaco. Framtíðin er Mata , Rooney , Kagawa , Januzaj , Welbeck og Nani í sóknarleiknum. Fá svo 2 miðjumenn, þetta Fellaini dæmi gekk ekki upp , þessar 27 millur hefðu nú verið vel þegnar í einhvað góðgerðardæmi frekar. Shaw í vinstri bakvörð , Jones , Evans og Smalling deila með sér hafsentastöðunum en þurfum samt einn fyrir Rio og Vidic. Helst einhvern nógu góðan í byrjunarliðið með Jones. Svekkjandi að Rafael hefur ekki náð að fylgja eftir góðu seasoni í fyrra. Ég veit að Moyes myndi fá mikinn skít ef hann myndi fara að kaupa Everton leikmann en S.Coleman er mjög góður hægri bak, betri en rafael.
Bosi says
Rvp ut. Wazza fremstan og mata i 10 inu. Byggja i kringum thad.
Augljost
Ingvar says
Skil ekki alveg þessar hugmyndir að henda RVP út til að geta notað Rooney sem striker? Rooney er ekki þessi striker típa sem skorar 20 mörk + á seasoni, RVP er það þó að hann hafi átt daprara season heldur en í fyrra þá er hann samt með ágætis record, 11 mörk í 18 leikjum.
Mesta heimskan í þessu öllu var í raun að kaupa Mata og í kjölfarið að gera einn stærsta samning sögunnar við Rooney. Hvað í ósköpunum er verið að spá þar. Var þetta bara einhver show off kaup hjá Moyes til að sýnast vera stór kall? Það væri svipar vitlaust að kaupa Neuer og gera um leið risa samning við De Gea.
lampamaður says
hvaða stöðu spilaði rooney þegar að hann var að keppa við drogba um markakóngstitilin
Ingvar says
@ lampamaður:
Hann var yfirleitt fyrir aftan Berbatov eða Owen
Runólfur says
Ef átt er við 2009-2010 tímabilið þá er rangt að Rooney hafi verið fyrir aftan framherjann. Hann var fremsti maður á meðan Berbatov var í „holunni“. Valencia lagði upp 12 mörk þetta season – nánast öll á Rooney. Man eftir mjög mörgum sóknum þar sem Berbatov fékk boltann, fann Valencia í hlaupinu og hann hamraði honum á pönnuna á Rooney og í netið (Rooney skoraði óeðlilega mikið af skallamörkum þennan vetur).
En svo drulluðu menn ítrekað yfir Berbatov því hann skoraði ekki nóg eða lagði ekki nógu mikið upp – samt fóru nánast allar sóknir liðsins í gegnum hann (Já ég elska Berbatov).