Fyrsti leikur United undir stjórn David Moyes fór fram í gær. Liðið keppti við úrvalslið tælensku deildarinnar sem kenndi sig við ódáinsmjöðinn Singha.
Liðið stillti upp í 4-5-1, eða 4-2-3-1 svo:
Amos
Fabio Ferdinand Evans Büttner
Carrick Cleverley
Januzaj Anderson Giggs
Welbeck
Büttner meiddist í fyrri hálfleik þannig að Rafael kom inn á og tvíburarnir spiluðu síðan í síðum stöðum. Í seinni hálfleik komu Jones, Lingard og Zaha inn á fyrir Giggs, Cleverley og Anderson og loks Evra fyrir Fabio.
Það er ekki hægt að segja að United hafi verið stórkostlegir í leiknum, enda þarf ekki að búast því í fyrsta leik eftir sumarfrí. 1-0 sigur tælenska liðsins var sanngjarn, enda sköpuðu þeir sér oft ágæt færi, oftast vegna þess að Evans og Rio voru ekki alveg nógu vel vakandi fyrir stungusendingum.
Það er óþarfi að velta sér upp úr spilamennskunni í fyrsta æfingaleik en hægt að benda á það sem gott var.
Adnan Januzaj var hiklaust besti maður liðsins. Fékk að leika frjálsa stöðu fyrir milli miðju og Welbeck, þó að kanturinn væri aðalábyrgðin og sýndi flotta takta og gott spil. Á hiklaust eftir að fá tækifærið í vetur og þau sem ekki vissu fyrir hver hann er ættu að kannast við hann upp frá þessu.
Wilfried Zaha kom inn á og var mjög ferskur og ætlar greinilega að eigna sér strax stöðu í liðinu. Ef hann heldur svona áfram, þá reikna ég með því að það gerist í vetur.
Ben Amos var traustur í markinu og mun gera tilkall til varamarkmannsstöðunnar í vetur. Tók þá bolta sem átti að taka, átti eina eða tvær mjög góðar vörslur. Spurning hvort hann hefði getað varið skotið sem gaf mark ef hann hefði ekki verið lagður af stað í skutlið, en boltinn fór af Rio þannig að það var hvort eð er mjög erfitt.
Fabio var góður, reyndi lítið á hann í vörninni, en var sókndjarfur og átti m.a. eina bestu sendingu leiksins sem Januzaj var nálægt að skora úr.
Það var því gott að sjá þessa jaðarmenn í hópnum nýta leikinn til að sýna hvað þeir geta. Við þekkjum hina vel og vitum hvað þeir geta og þó leikur hafi tapast er það nú enginn heimsendir. Danny Welbeck spilaði frammi og átti ekki sérstaklega góðan leik. Fyrir vikið hefur verið hraunað yfir hann, en ég er ennþá #TeamWelbeck. Er þess fullviss að hann á eftir að standa sig vel þegar þarf. Ekki síst vegna þess að hann er Unitedmaður í gegn og veit hvað það þýðir. Það skiptir ekki litlu máli að hafa uppalda leikmenn í liðinu og áhrif þeirra eru oft mun meiri en bara þau sem við sjáum inni á vellinum.
Nú er liðið komið til Sydney (ekki Sidney) og horfa á óperuhúsið úr hótelherbergjunum sínum. Leikurinn þar er næsta laugardag þannig þeir hafa góðan tíma til að æfa og stilla strengina. Van Persie, De Gea og Valencia koma til Sydney í vikunni og verða með um næstu helgi.
Stuttlega um annað:
Thiago virðist á leiðinni til Bayern, enda ekki við öðru að búast ef gamli stjórinn hans vill fá hann til sín. Yfir því er ekki ástæða til að fara í djúpa sorg yfir að United geti ekki fengið til sín mennina sem við viljum, en á hinn bóginn liggur við að viðbrögðin við þannig sorgarviðbrögðum séu jafn leiðinleg. Það er nokkuð ljóst að við reyndum við hann, hvað sem Moyes segir eða segir ekki og hann myndi hiklaust styrkja liðið. Það er því alveg leyfilegt að verða fyrir smá vonbrigðum með þetta
Annars virðist Moyes hafa á fréttamannafundi ýjað að því að hann hafi nær ótakmörkuð fjárráð. Ekki kannske sniðugasta prútttaktíkin en það sem er samt ótrúlegast við þessa frétt er að hann á að hafa sagt „We are short in midfield“. Það hefur ekki heyrst frá framkvæmdastjóra Manchester United í mörg ár. Þetta eru sannarlega breyttir tímar. (Það má alveg afskrifa þetta bull sem Sun býr til útfrá þessum tilvitnunum og segir okkur á eftir bæði Bale og Ronaldo, ekki að fara að gerast)
Stefan says
Virkilega góð lesning og er innilega sammála, sérstaklega með Welbeck.
Finnst ömurlegt að hann hafi fái svona skítköst frá fáranlega mörgum stuðningsmönnum Man Utd þar sem hann er alvöru Man Utd maður.
Fyrsti æfingaleikur sumars og allir að missa sig að losna við hann, fáranlegt..
Friðrik says
Gagnrýnin sem Welbeck fékk eftir þennan leik finnst mér mér alveg eiga rétt á sér enda spilaði hann ömurlega og missti oft boltann í sókninni og fór ílla með færin. Þetta sáum við líka á síðasta tímabili og ég er alveg að gefast upp á honum.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Er einhver (sem veit þessar upplýsingar) til í að pósta hvaða leikmenn við höfum í hvaða stöðum
Ingi Rúnar says
Sælir
Var að velta fyrir mér reglum sæm mætti eða ætti að breyta í boltanum. ‘Eg vill t.d. sleppa innköstum og hafa innspörk í staðinn, en þau mættu bara vera meðfram grasinu. Einnig ætti að taka þessi innspörk strax, s.s. bara næsti maður. Þarna væri maður að koma í veg fyrir drepleiðinleg „leynitrix“ eins og einhver sagði.
‘Eg vill einnig banna það alfarið að markvörður megi taka boltann upp með höndum, s.s. sending frá samherja, þá tekurðu boltann ekki með höndum.
‘Eg vill líka að menn sem eru með ALGJÖRLEGA AUGLJ’OSAN leikaraskap, en dómarinn missir af því, að það verði hægt að dæma þá í bann eftir myndbandsupptökum. Enda er leikaraskapur krabbamein fótboltanns.
Varð bara að koma þessu frá mér.
Takk
McNissi says
Held að þetta með innköstin sé of stór breyting. Erfitt að dæma um það hvort ,,innspörkin“ séu alveg meðfram grasinu eða ekki.
Skil nú ekki af hverju sendingar til baka á markmann fyrir ofan hné pirra þig. Finnst fínt að varnarmenn í erfiðum stöðum hafi þetta val.
Svo með leikaraskapinn, þá var FA að taka í gildi reglur um að það má dæma um svona eftir á með myndbandsupptökum. Þær reglur taka gildi strax á næsta tímabili.
Björn Friðgeir says
Hjörvar: Já það kemur þegar nær alvörunni dregur.