Það væri ekki United ef ekki væri einhver óvænt í uppstillingunni. Ferdinand kominn aftur og þeir Vidic léku saman í fyrsta skipti síðan í desember.
Welbeck inn á kantinn kom ekki sérstaklega á óvart, en það sem kom á óvart var að de Gea var refsað fyrir mistökin sem leiddu til seinna marks Fulham um daginn, mistök sem voru reyndar klárt sóknarbrot fannst mér.
Lindegaard
Rafael Ferdinand Vidic Evra
Cleverley Carrick
Valencia Kagawa Welbeck
Van Persie
United byrjuðu mjög vel og sóttu frá fyrstu mínútu, Van Persie fékk frábæra sendingu frá Carrick sem hann þurfti að taka á lofti og skaut framhjá, en annars sköpuðu United menn ekki færi fyrstu 10 mínúturnar, þrátt fyrir gott spil. Southampton kom síðan betur inn í leikinn, náðu upp góðu spili og skoruðu á 16. mínútu, náðu boltanum af Kagawa, spiluðu vel upp og náðu góðri fyrirgjöf yfir á fjærstöng þar sem Lambert stökk hátt yfir Rafael og skallaði inn, óverjandi fyrir Lindegaard. United komst strax aftur inn í leikinn og jafnaði nákvæmlega 7 mínútum eftir mark Southampton, og ekki alveg ólíkt mark. Góð sókn United endaði úti á kanti hjá Valencia, falleg sending þvert yfir á fjærstöng, Clyne bakvörður Southampton féll við og Van Persie var alveg frír og hafði nægan tíma til að taka boltann niður og smella honum í netið af stuttu færi.
Eftir markið sveiflaðist leikurinn fram og til baka, hvortu lið var að skapa sér mikið og Southampton var síst minna með boltann. Þó var alltaf meiri ógnun í leik United. Kagawa var út um allt, Welbeck var meira inn á miðjunni en búast mætti við m.v. liðsuppstillinguna og Carrick og Cleverly stjórnuðu á miðjunni. Það var þó eins og vantaði að stöðva Southampton betur á miðjunni. Besta færið það sem eftir var hálfleiksins kom þegar fimm mínútur voru eftir Evra fékk frían skalla á fjærstöng en Davis varði nokkuð vel. Rétt fyrir hálfleik kom enn ein sendingin frá Carrick inn á Van Persie, en hann vantaði Berbatouchið og fékk hann í legghlífina í staðinn og missti hann frá sér.
1-1 í hálfleik og ekki ósanngjarnt. United voru jú að spila betur en Southampton gaf litið eftir og átti of góða kafla. Einföld spilamennska hjá þeim var að gefa árangur. Hjá United vantaði helst að taka aðeins betur á þeim á miðjunni og hleypa þeim ekki eins innað teig. Vinstri kanturinn hjá okkur var ósýnilegur, Welbeck of langt inni á miðjunni og þó Evra kæmi upp var það ekki nóg til að gefa möguleika þeim megin. Valencia, Kagawa og Van Persie voru að spila mjög vel saman en vantaði að komast í gegnum vörnina.
Í seinni hálfleik byrjuðu United ekki mjög vel en Kagawa átti þó gott skot rétt framhjá og síðan fékk Van Persie góða fyrirgjöf í miðjum teignum ens kaut framhjá.
Southampton komst síðan aftur yfir á 55. mínútu. Sóttu upp, fyrirgjöfin kom há inn á teiginn og Evra rann beint á hausinn þannig að Schneiderlin hafði allan tímann í heiminum til að skalla framhjá Lindegaard. Skelfileg mistök Evra.
Þrem mínútum síðar komst Puncheon í gott færi þegar hann fór auðveldlega framhjá Evra en Lindegaard varði vel í horn. Southampton voru bara miklu meira með boltann eftir þetta og komust hvað eftir annað í sókn.
Skiptingar komu á 61. mínútu, Scholes og Nani inn fyrir Cleverly og Kagawa. Hefði nú frekar tekið Welbeck útaf. Rétt á eftir komst Van Persie í færi eftir góða sendingu Scholes, en Davis varði vel og enginn var í annarri bylgjunni.
Breytingarnar virtust samt lítið gera fyrir United fyrr en við fengum víti á 68.mínútu. Nani komst inn í sendingu, lék upp í teig, lagði fyrir á Van Persie sem var strauaður niður. Van Persie tók víti, vippaði til annarar hliðar og Davis varði. Arfaslakt víti og leit enn ver út í endursýningu, Davis fór snemma af stað en Van Persie setti hann samt í hornið.
Síðasta skiptingin komi rétt eftir vítið, Hernandez inn fyrir Welbeck og United skipti alveg yfir í 4-4-2. Southampton bakkaði alveg aftur í teig og leyfði United að hafa boltann og reyndu síðan skyndisóknir á móti. Það virtist ekkert vera að gerast fyrr en á 87. mínútu þegar Rafael kom upp, gaf fyrir, Ferdinand var enn að hanga frammi eftir horn rétt áður, skallaði að marki og Van Persie setti hann inn af 3 metrum. Southampton setti í yfirgír í 2 mínútur, pressaði mikið en þegar 91 mínúta og 10 sekúndur voru liðnar tók Nani horn frá vinstri og Van Persie var gjörsamlega óvaldaður á markteig við nærstöng og hamarskallaði inn.
Það þarf ekkert að fara fögrum orðum um þetta. Þetta var hreinn og klár þjófnaður framkvæmdur af stórfenglegum striker. Ekki minna ótrúlegt fyrir það að við skoruðum úr horni. Samspilið var skelfilegt og baráttan á miðjunni tapaðist algerlega. Það er ekki nokkur leið að Evra eigi skilið að vera í liðinu í næsta leik og það eru verulegar áhyggjur að við getum ekki stöðvað sóknir framar á vellinum.
Southampton spilaði þennan leik mjög vel, setti upp strategíu sem gaf ríkulega af sér þangað til Van Persie ákvað að taka þetta að sér.
Maður leiksins? Robin van Persie. Takk. Þó hann hafi sagt að Paul Scholes hafi verið það. Sýndi nákvæmlega hvers vegna við keyptum hann.
Friðrik says
jafnmikið og ég bölvaði Van Persie fyrir að taka eitt næstlélegasta víti sem ég hef séð þá get ég ekki lýst því hvað ég er ánægður með hann núna.
Björgvin says
Mjög ósáttur með miðjuna hjá Utd í dag. RVP frábær þrátt fyrir vítaklúður.
Ívar says
Mjög sáttur með sigurinn en langt frá því að vera sáttur við spilamennskuna. Margir leikmenn sem verða að girða sig í brók ef United á að vera í titilbaráttu
Atli Þór says
United liðið engan veginn tilbúið í titilbaráttu með svona spilamennsku RVP bjargaði smettinu hjá liðinu þrátt fyrir vítaklúður. miðjan og vörnin var glötuð og eigum eftir að fá á okkur fleyri mörk ef þetta heldur svona áfram.
Ási says
Sammála Björgvini, miðjan var slöpp í dag eða alveg þangað til að meistari Paul Scholes kom inn á. Hvað er svo í gangi með hann Welbeck? Mikið hefði ég nú viljað hafa Berbatov þarna í staðinn fyrir hann.
Steini says
Get ekki verið sammála gagnrýninni á Evra, meðan Welbeck var inná fékk hann nánast ekkert cover því Welbz er alltaf útúr stöðu. Ekki hægt að hafa þennan mann stanslaust í byrjunarliði eða fyrsta mann af bekk meðan það kemur ekkert útúr honum.
Jón A says
Varðandi mistök De Gea á móti Fulham þá var það aldrei sóknarbrot, þetta er bara eini veikleiki De Gea, að þora ekki út í krossa
Snorri says
Var ekki sáttur við Valencia í seinni hálfleik
Trausti says
Skiptingarnar voru góðar hjá Fergie. Scholes kom með yfirvegun og sendingargetu, Carrick virðist mun öruggari við hlið Scholes. Nani kom með víddina sem sárvantaði vinstramegin, með því móti var hægt að teygja betur á Southampton vörninni sem áður gat lokað á miðjumoðið hjá okkur. Síðan kom Chicharito inn á sem olli því að varnarmenn Soton þurftu að verjast dýpra en áður í staðinn að vera alveg þéttir við miðjumenn sína og loka því á allt.
Vörnin þarf að bæta sig til muna og miðjan þarf að taka sig á. Carrick er vanalega lengi í gang á haustin og virðist vanta smá upp á sjálfstraustið eftir veru sína í miðverðinu. Cleverly er helvíti efnilegur en vantar aga til að halda sig í stöðunni sinni. Hann þarf ekki alltaf að fara beint upp með boltann og hlaupa upp miðjuna, sérstaklega þegar Kagawa er í holunni, því það myndast pláss fyrir andstæðinginn ef boltinn tapast.
Ferguson þarf að fara grípa til aðgerða gagnvart frammistöðu Evra, jafnvel byrja að rótera þannig að Evra finnist hann ekki eiga stöðuna.
Að lokum vill ég að De Gea haldi stöðunni sinni.
ellioman says
Kallinn náði að bæta ansi vel fyrir þetta arfaslaka víti.
Var alls ekki leiðinlegt að horfa á leikinn með Arsenal stuðningsmanni sem stríddi manni ansi mikið eftir vítið. Núna situr hann hér í fýlu á meðan ég skemmti mér konunglega með öl við hendi!
Scholes sjálfur says
Vill sjá Scholes byrja næsta leik!
Jón Oddur says
Alveg ótrúlegt hvað Welbeck fær endalaust af sénsum skorar samt ekki neitt.. Verðum að prufa Hernandez þarna með Persie.. Evra er alveg út á túni núna í byrjun tímabils spurning hvort Buttner sé ekki að fara að veita honum samkeppni.. Veitir ekki af!
En djöfull elska ég Robin Van Pesie.. Og Scholes á bara að vera þarna á miðjunni þá gerast hlutirnir
Björn Friðgeir says
Mjög sammála þessu sem Trausti segir þarna um skiptingarnar, maður sá það ekki alveg fyrr en eftir á að þær breyttu þó nokkru, og vantaði kannske að setja það inn í skýrsluna. Vona samt mér fyrirgefist það svona í fyrstu skýrslu :)
Welbeck fannst mér fara alltof mikið inn á miðjuna, það er hægt að tala um að einhver annar eigi að vera frammi með Van Persie, en mér fannst meira vanta hjá honum að fara út á kantinn. Sáum það alveg í fyrra að hann getur það. Held það sé alveg á hreinu að við höldum áfram að reyna að spila þetta 4-2-3-1 kerfi þangað til það slípast.
Scholes þekkjum við alveg, en það er líka alveg víst að við erum ekkert að fara að sjá hann klára 90 mínútur. Þess vegna er mun skynsamara að nota hann síðasta hálftímann þegar andstæðingarnir eru aðeins farnir að þreytast.
De Gea hlýtur að fara aftur inn í næsta leik.
En núna er bara að vona að enginn meiðist í þessum blessuðu landsleikjum!
Hrannar says
Ekki er það nú hægt að segja að Welbeck hafi getað eitthvað, mér finnst hann ekki gera neitt fyrir liðið eins og er á kantinum. Miðjan var langt frá sínu besta, alltaf margar fail-sendingar á miðjunni sem leyfðu þeim að breika á okkur hratt. RVP reddaði þessu – Takk Arsenal fyrir að gefa okkur hann !
Tryggvi Páll Tryggvason says
Þetta er bara carbon copy af svo mörgum leikjum í fyrra. Afar döpur frammistaða en við náum samt í öll stigin þrjú. Ég vona að þessi frábæra þrenna RvP skyggi ekki á hvað liðið spilaði skelfilega á köflum.
Patrice Evra þarf að girða sig rækilega í brók og Buttner hlýtur að iða í skinninu að fá tækifæri í næsta leik því samkvæmt því kerfi sem SAF notar þegar rótera á markmönnum ætti Evra (og fleiri) ekki að fá að byrja næsta leik. Næstu leiki ef út í það er farið.
Daði says
Ég missti af leiknum nema síðustu 10. mínútunum, en mér finnst það áhyggjuefni hvað bakverðirnir okkar virðast vera slakir varnarlega. Rafael var jarðaður í fyrsta markinu og Evra rennur á hausinn í því seinna, kannski bara óheppinn en þetta fer að verða svolítið þreytt. Ég sá ekki mikið af frammistöðu Welbeck en ég er aldrei ánægður að sjá honum stillt upp á vængnum. Vonandi mun Ferguson ekki taka jafn langan tíma að átta sig á því að Welbeck er ekki vængmaður eins og hann gerði með Darren Fletcher á sínum tíma.
United eru yfirleitt seinir í gang. Vonandi mun liðið ná betur saman þegar líður á. RVP sýndi af hverju við borguðum þessa summu fyrir hann, stórkostlegur. Það eru ófáir statusarnir á Facebook hjá mér sem settir voru inn af Arsenal mönnum í stöðunni 2-1 þegar RVP var nýbúinn að klúðra vítinu. Ansi sætt að lesa yfir þá núna, það borgar sig að leyfa United leikjum að klárast áður en menn byrja skítkastið :)
Bjarni Þór Pétursson says
Skulum vona að liðið sé bara ryðgað. Rafael að detta inn í liðið, Ferdinand og Vidic að spila saman aftur í fyrsta skiptið í langan tíma. Carrick kominn aftur á miðjuna, Kagawa og Van Persie að finna hvern annan og Nani vonandi að detta aftur inn í liðið (það þarf að fara að semja við þann mann til langrar framtíðar).
Cleverley og Welbeck daprir í dag og sá síðarnefndi mun auðvitað aldrei verða neinn kantsenter. Evra skelfilegur og Ferguson hefði helst þurft að feika meiðsli fyrir þessa landsleikjatörn og senda hann á ströndina (a la Schmeichel) í svona mánuð – Buttner getur hreinlega ekki verið verri en Evra í augnablikinu. Buttner fengi þá Wigan heima (góð byrjun) og svo Liverpool á Anfield, sem væri fínt að losa Evra undan.
Annars er það undarlegt að hver einasti United stuðningsmaður sér að það vantar alvöru vinnuþjark á miðjuna til að þétta. Sérstaklega til að við getum aftur farið að pressa lið hátt eins og við gerðum svo vel ca. 2007/8-2010/2011 þegar við höfðum Fletcher og/eða Hargreaves. Í dag þegar við missum boltann þá leysa liðin yfirleitt auðveldlega úr þeirri litlu pressu sem við setjum og ekki nóg með það heldur spila þau sig yfirleitt í gegnum okkur og ná fyrirgjöf á fjær sem endar oft í klafsi inn í teig vegna þess hversu sóknarmennirnir dóminera báða bakverðina okkar í skallaeinvígi. Allir sjá þetta en samt opnar og lokar hver glugginn á fætur öðrum án þess að Ferguson klári að kaupa slíkan mann (nú síðast Dembele). Hluti af vandanum að mínu mati er líka sá að með hverju árinu er alltaf að flosna meira og meira upp úr því taktíska sem Carlos Queiroz lagði til.
Ást og friður, Bjarni Þór Péturssson
Barði Páll says
Ég hef hingað til verið mun ánægðari að sjá Welbeck í liðinu fremur en Javier Hernandez en í fyrsta skiptið í heilt ár fannst mér Hernandez, ótrúlegt en satt, bara standa sig ágætlega eftir að hann kom inn á.
En við skulum hafa það á hreinu. Welbeck er enginn helvítis kantmaður. Finnst það ekki skrýtið að hann standi sig ekki vel enda er verið að spila honum í stöðu sem passar engan veginn fyrir hann enda hefur hann ekkert hæfileikana í að vera kantmaður.
Þetta var það sem ég óttaðist mest við kaupin á Persie að Ferguson myndi fara byrja spila Rooney eða Welbeck á kantinum eða Kagawa á kantinum bara til að reyna láta þess menn spila alla saman. Ef hann heldur þessu áfram þá erum við klárlega að fara vera í vandræðum allt þetta tímabil enda er Rooney, Welbeck eða Kagawa ekki góðir vængmenn.
Er engan veginn sammála að við þurfum einhverja Hargreaves týpu í liðið okkar. Sé ekki alveg mikið af liðum sem eru að spila með þessa týpu í dag. Jú það væri kannski ekkert leiðinlegt að vera með eitt stykki Yaya Toure á miðjunni en við höfum hann ekki og fyrst að Ferguson hefur ákveðið að spila Anderson eitthvað þá hefur hann greinilega ennþá trú á honum og hann er svona næst þessari týpu af okkar leikmönnum.
Sjáið að t.d. Barcelona og Real Madrid, Arsenal og Liverpool eru nú ekki með þessar týpur(Diaby kannski en hann er ekki líkur Hargreaves).
Ég sterklega með þá skoðun að það þurfi að breyta um leikkerfi enda erum við aldrei að fara fitta Kagawa, Rooney og Persie í 4-4-2 né 4-5-1 þó svo að ég sé nú meira hrifinn af síðarnefndu þá inniheldur hún einungis einn striker sem þýðir að við erum með Rooney, Persie, Hernandez og Welbeck alla að berjast um eina stöðu.
Oskar says
alveg fáránlegt að gagnrýna evra eftir þennan leik,,,einn af betri mönnum united i þessum leik,,,var óheppinn með að renna i öðru markinu, enn það getur komið fyrir bestu menn..
hann hefur oft átt gagnrýni skilið,,enn alveg klárlega ekki eftir þennan leik
Jón Björnsson says
So i said
Thank you for Van persie
The goals he’s scoring
Unbelivably adoring
Who can score without him ?
I ask in all honesty
what would life be
without a man to score just like he
so i say thank you for Van persie
for bringing him to meeeeeeeeee !
Þetta lag varð til í hausnum á mér eftir leik
Hörður says
þið mættuð fá ykkur betri hýsingu á þessa síðu, hún er svo hæg. annars mjög flott og ég mun koma hingað oft og ég vona að margir kommenta hérna:D
Óskar Ragnarsson says
Missti af leiknum, var helvíti ánægður að sjá úrslitin þegar ég kom heim. En þetta hefur greinilega ekki verið sannfærandi. En ég held að þetta eigi eftir að slípast saman, undirbúningstímabilið var náttúrlega með versta móti, út af EM og ÓL, og það tekur tíma að láta þessa miðju virka, spiluðu Carrick og Cleverley leik saman á miðjunni í fyrra, ég held ekki. Og Kagawa nýr maður þar fyrir framan. Við skulum bara vona að Fletcher sé ástæða Ferguson fyrir að kaupa ekki varnarmiðjumann. Hann á talsvert í land upp á form og líkamsburði, en vonandi verður hann kominn inn á fullu á næstu mánuðum, og það yrði gríðarlegur styrkur fyrir okkur ef hann nær fyrra formi.
Stefan says
Áttum ekki skilið að vinna en gott að Persie náði að klára þetta, leit ekki út fyrir að við myndum ná stigi úr þessu.
Þrátt fyrir að liðið spilaði hrikalega illa þá var ég ánægður RVP,Scholes,Valencia og Rafael sóknarlega.
Vörnin var hinsvegar skítléleg og miðjan líka þangað til Scholes kom inná, en auðvitað bætir hann ekki mikið í vörnina en hann heldur boltanum gangandi sem er fáranlega mikilvægt.
Í fyrra markinu var Ferdinand eins og hauslaus hæna, var ekki að dekka neinn. Hef ekkert út á setja með Vidic og Rafael samt.
Runólfur says
Gífurlega ánægður með að ég er ekki sá eini sem fannst „mistökin“ hjá De Gea gegn Fulham vera sóknarbrot.
En þessi leikur var vægast sagt slakur, minnti gífurlega mikið á Everton leikinn nema United rankaði við sér í lokin. Þessi spilamennska er að gera mig brjálaðan, og það sem gerir mig ennþá pirraðri er þessi vinstri vængur sem samanstendur af Evra og Welbeck – Þeir eru gjörsamlega gagnslausir báðir tveir.
Og eitt að lokum, lærði Ferguson ekkert í fyrra ? De Gea var óöruggur þegar það var ítrekað verið að henda honum í og úr liði en svo meiddist Lindegaard – De Gea spilaði fleiri en 2 leiki í einu og voila : Hann var lang besti markmaður ensku deildarinnar á seinni hluta tímabilsins.
Runólfur says
Einn punktur í viðbót, er ég sá eini sem held að það sé uppleggið hjá Fergie að Welbeck dragi sig nær Van Persie í sóknarleiknum og Evra komi alveg upp ?
Svo þegar við eigum að verjast á Welbeck líklega að skila sér niður á vinstri kantinn, mig grunar þetta allavega .. efast um að Welbeck sé svona mikið út úr stöðu án þess að „mega“ það!
Tryggvi Páll says
Ég átta mig ekki alveg á því afhverju svo margir hafa eitthvað á móti Welbeck. Maður sér þetta aftur og aftur á Twitter þegar hann er valinn í liðið og menn tala um að hann sé „gagnslaus“ eða „drasl“. Þetta er leikmaður sem er 21 árs gamall að hefja sitt ANNAÐ tímabil sem aðalliðsmaður hjá United. Hvernig væri að gefa honum smá breik? Þetta er leikmaður sem er fæddur steinsnar frá Old Trafford og hefur verið á mála hjá liðinu frá því að hann var 8 ára gamall. Öll félögin á Englandi öfunda okkur fyrir þetta frábæra unglingastarf einmitt vegna þess að við framleiðum leikmenn eins og Welbeck. Leikmenn sem hafa verið alla sína tíð hjá United og vilja ekkert frekar en að spila fyrir félagið.
Auðvitað á hann ekki að spila á kantinum og við skulum þá ekki dæma hann af frammistöðu hans þar. Ég er auðvitað ekki að segja að Welbeck sé frábær leikmaður. Það er ýmislegt sem vantar uppá hjá honum eins og t.d. að klára færin sín en það hann hefur sýnt á síðustu tveimur leiktímabilum að hann hefur bullandi potential og með aukinni reynslu, sem hann fær n.b. aðeins með því að spila of fá að gera mistök, getur hann orðið frábær leikmaður fyrir United næstu 10 árin. Gefum honum breik, gefum honum tíma til þess að blómstra.
Annars er ég eins og margir hérna alveg gáttaður á þessari markmannaróteringu. Það er fáranlegt að refsa De Gea einum fyrir þetta mark og horfa algjörlega framhjá því að hann reddaði því að ekki fór mun verr gegn Everton og átti einnig fantagóðar vörslur á móti Fulham. Ferguson kann ekki alveg á markmenn og við sáum að þegar Tim Howard var í markinu var sjálfstraust hans gjöreyðilegt þegar honum var alltaf skipt út fyrir Roy fokking Carroll í hvert skipti sem Bandaríkjamaðurinn gerði mistök.
Jói says
Ég vil samt frekar að United haldi mönnum eins og Hernandez og Nani ánægðum og spilandi í staðinn fyrir að binda vonir við það að Welbeck verði einhvern tímann góður ef hann fær að spila nánast alla leikina á tímabilinu… Mér finnst hann bara það átakanlega lélegur, ég er engan veginn að sjá þetta mikla potential sem hann hefur. Hvað finnst þér hann t.d. koma með inn í leik liðsins sem aðrir leikmenn gera ekki?
Tryggvi Páll says
Ég vil að Welbeck fái sín tækifæri vegna þess að ég vil að United haldi áfram því sem sker það helst út frá öðrum liðum í deildinni: Að ala upp og koma í gegnum unglingaliðin góðum enskum leikmönnum. Vissulega er ýmislegt í leik hans sem vantar uppá en það helsta sem ég sé í honum er hversu góður hann er í stuttu snöggu spili og hversu lipur hann er miðað við stærð. Það lítur út fyrir að liðið sé að færa sig yfir í því að spila stuttan og hraðan bolta og þar smellpassar Welbeck inn.
Ég er ekkert að segja að hann sé næsti Cristiano Ronaldo en sem valkostur í byrjunarliðið er hann klárlega nothæfur og rúmlega það. Hann hefði varla fengið nýjan langtímasamning ef einn mesti meistari allra tíma í að framleiða unga leikmenn sæi ekkert í honum?
Snorkur says
Daginn
Hefur fundist liðið einfaldlega ekki hafa verið í nægilega góðu formi í upphafi leiktíðar .. enda voru undirbúningsleikir með mikið af róteringum og liðið þarf að spila sig saman aftur
Eitthvað sem maður hélt að yrði örugglega passað upp á eftir að seinasta tímabil þar sem mjótt var á munum og hver leikur skipti máli
Er ekki viss um Fergi hafi verið að refsa De Gea fyrir mistök.. Lambert er trukkur og dýrlingarnir eru duglegir við að henda inn háum boltum sem daninn er betri í að eiga við en De Gea
En jamm takk fyrir góða síðu :)