Ekki nóg með það að hafi verið verulega furðulegt að sjá United eiga fríhelgi í deildinni núna um helgina þá er það auðvitað fullkomlega óþolandi að þurfa að fylgjast með einhverjum öðrum liðum vera að spila leikina sem ráða úrslitum í deildinni. Megi þetta aldrei gerast aftur.
En hvað um það, í dag eru akkúrat 15 ár síðan Ryan Giggs skoraði sitt besta mark á ferlinum og hélt þar með lífi í besta tímabili sem nokkurt lið á Englandi hefur átt þegar United varð fyrsta og eina liðið frá Englandi til þess að vinna deildina, FA-bikarinn og Meistaradeildina á sama tímabili. Ég er auðvitað að tala um draumatímabilið 1998/1999.
Markið frá Beckham var auðvitað ekkert slor heldur og svo sýndi Peter Schmeichel heldur betur afhverju hann er besti markmaður sem hefur spilað á Englandi síðustu 20-30 árin.
Annars er þetta opin þráður, orðið er laust. Tillaga að umræðuefnum:
The club want to be pro active signing players & not waiting until July 1st. It's possible Moyes won't even last the remaining games…
— Pilib de Brún (@Malachians) April 13, 2014
Some interesting stuff on @Malachians TL about @ManUtd. He's a reliable source.
— Andy Green (@andersred) April 13, 2014
Man Utd should play the tea lady in goal if it helps them avoid next season's Europa League. @MatthewJNorman column http://t.co/UyledWZiVW
— Telegraph Football (@TeleFootball) April 11, 2014
Re Kroos
- won't extend his contract
- nothing happens before World Cup
- most likely at Bayern till 2015 – then FREE
— Jan Aage Fjortoft (@JanAageFjortoft) April 13, 2014
Go nuts!
Ingi Ernir says
Manni hlýnar að lesa skrif hérna, ótrúlegt hvað fótbolti getur haft svona sterk áhrif á mann eins og þetta tímabil hefur verið. Ég er ennþá að vona að ég vakni frá þessari martröð, (við með allt niðrum okkur og Liverpool að berjast um titilinn.) En þetta er bara staðreynd lífsins því miður og vonandi komum við sterkir tilbaka strax á næsta tímabili.
Kristjans says
Hver er þessi Pilib de Brun?
Annars vona ég að þetta sé satt:
http://www.mirror.co.uk/sport/football/news/manchester-united-eye-jurgen-klopp-3414806
Mæli svo með þessum greinum:
http://therepublikofmancunia.com/please-sack-him-now/
http://bleacherreport.com/articles/2024030-5-reasons-why-manchester-united-should-sack-their-manager-now
http://strettynews.com/moyes-should-not-be-shielded-by-so-called-tradition-of-remaining-patient/
DMS says
http://fotbolti.net/news/14-04-2014/mirror-manchester-united-vill-klopp
Já takk. Þetta er klárlega slúðrið sem gerir mig hvað mest spenntan. Nóg til af góðum leikmönnum í heiminum, minna af stjórum.
Munu menn í stjórninni hafa pung í að acta þvert á vilja hans í sumar? Ég held að Klopp myndi koma inn eins og stormveipur með greddu, nýjar áherslur og skoðanir.
DMS says
„Munu menn í stjórninni hafa pung í að acta þvert á vilja hans í sumar“…
„hans“ í þessu tilviki er auðvitað Sir Alex Ferguson :)
Tryggvi Páll says
Hann stjórnar útvarpsþætti í Bandaríkjunum sem nefnist Beyond the Pitch. Ég veit svo sem ekki hvaðan hann fær þessar upplýsingar en hann er ekki einhver ITK-týpa sem bullar bara eitthvað til þess að vekja athygli á sjálfum sér. Ef Andy Green (AndersRed) mælir með honum er ástæða til þess að taka hann alvarlega.
Kristjans says
Þetta er líka góð grein:
http://thepeoplesperson.com/2014/04/14/manchester-uniteds-next-manager-should-be-louis-van-gaal/
Hvort Van Gaal sé maðurinn til að taka við Moyes, verði Moyes látinn fara, veit ég ekki en mér finnst þetta ansi góðar punktar:
David Moyes is a good manager, but he is not a great manager. This is not 1986 either where the club has danced with mediocrity and needs rebuilding from the bottom-up. This is a club that is at the top of its game; top facilities, top infustructure and top potential. The club needed a proven winner to take over stewardship and steer the titanic of Manchester United into another period of success.
Instead, a novice captain was appointed who had been rowing with a broken ore, but still kept up with the bigger ships. Moyes has his qualities but that does not mean he is good enough for such a club like Manchester United. That is why a change is needed and that is why the club should actively pursue Louis Van Gaal.
A club like Manchester United simply cannot be champions one season and finish 7th the next. The job for Moyes was to continue the clubs success, something he has failed to do. Van Gaal would give an immediate response to the situation and be the perfect choice to rebuild Manchester United and take the club where it should be.
Ef Moyes verður látinn fara þá listar United Rant upp hugsanlega arftaka:
http://www.unitedrant.co.uk/latest/moyes-replacement-candidates/
Gummi Halldórs says
Þetta er furðuleg staða sem ykkar lið er komið í. Sjálfur er ég Liverpool maður og nýt þess að sjá mitt lið standa sig vel. Það er æðislegt og hvernig sem þetta fer nú allt saman þá er liðið allavega komið í baráttuna og vonandi til lengri tíma. Ég hélt að ég yrði haldinn meiri Þórðargleði yfir getuleysi Man Utd þessa leiktíð en merkilegt nokk þá er það ekki svo og ég hef fyrst og fremst bara samúð með ykkur.
Liðið er auðvitað ekki svona langt frá toppliðunum eins og staðan í deildinni sýnir núna. Ég á von á ykkur í hörku toppbaráttu strax á næstu leiktíð ef allt gengur upp hjá ykkur. Það þarf vissulega að endurnýja hópinn að töluverðu leyti en aðalvandamálið er stjórinn ykkar. Það þarf að skipta honum út. Hann er ekki hæfur til að stýra toppliði. Ef það er einhver metnaður í stjórn klúbbsins og menn hlusta ekki of mikið á gamla stjórann þá hafið þið samband við Jurgen Klopp. Það er maður sem hefur pung, ungur og hefur náð frábærum árangri með Dortmund.
En auðvitað út frá þröngum hagsmunum sem Liverpool stuðningsmaður þá vona ég að Moyes verði hjá ykkur um ókomin ár þar sem ég hef enga trú á honum sem toppstjóra.
Már Ingólfur Másson says
Moyes greyið er örugglega fínn kall, hugmyndafræði hans varð því miður úrelt um aldamótin síðustu. Hann kann ekki á fjölmiðla. Man Utd er aldrei „litla liðið“ sem á að gera andstæðingum erfitt fyrir. Hann kann ekki að nota svona stóran hóp sem sést best á því hve lítið hann róterar. Hann lét Rooney gjörsamlega svínbeygja sig og núna er Rooney allt í einu orðinn stærri en klúbburinn.
Moyes út sem fyrst helst í fyrramálið og láta Giggs klára tímabilið, fá svo alvöru stjóra inn fyrir næsta tímabil.
Það hlýtur eitthvað að vera á bak við allan þennan fjölda sem er farinn að tala um Moyes sem „dead man walking“ stuðlar eru komnir niður í 1 á moti 5 hjá sumum veðbönkum að hann fari fyrir sumarið.
Hanni says
Hérna er smá mótvægi við allar greinarnar sem tala um hvað Moyes er ömulegur.
http://www.espn.co.uk/football/sport/story/300705.html
Kristjans says
Þessi grein, sem Hanni bendir á hér að ofan, gerir lítið í því að sannfæra mig um ágæti Moyes sem knattspyrnustjóra Man Utd… En það er bara mín skoðun ;)