Á morgun verður flautað til leiks á Liberty Stadium í Swansea og Robin van Persie og Danny Welbeck renna boltanum á milli sín og hefja nýjan kafla í sögu Manchester United. David Moyes er tekinn við.
Í morgun birtum við spekúlasjónir bloggskríbenta Rauðu djöflanna um tímabilið sem koma skal (fimmti pistillinn hefur bæst við frá í morgun), en nú er komið að því að einbeita sér að einum leik í einu. Það er ekki eins og undirbúningstímabilið hafi gefið miklar vísbendingar um hvað David Moyes telur sitt besta lið en svona er mín spá fyrir morgundaginn
Stærstu spurningamerkin þarna set ég við að Cleverley gæti komið í stað Anderson og Kagawa í stað Welbeck. Ætla að giska á að frammistaða Welbeck gegn Skotum í vikunni skjóti honum í liðið. Rooney ferðaðist auðvitað með til Swansea og verður eflaust á bekknum
Mótherjar okkar í fyrsta leik er lið Swansea sem hefur sannarlega stimplað sig inn í úrvalsdeildina á þeim tveim árum sem þeir hafa verið í henni. Skemmtilegt og léttleikandi lið sem Michael Laudrup hefur náð að styrkja vel með spútnikleikmanni síðustu leiktíðar, Michu og góðum kaupum í sumar. Margir búast við að Wilfried Bony, framherji keyptur frá Vitesse Arnhem muni skora vel í vetur, hann mun í það minnsta taka þunga af Michu í þeirri deildinni. Annars fór Laudrup á kunnuglegar slóðir og bætti nokkrum Spánverjum í hópinn, og Jonjo Shelvey mundi ekkert þykja leiðinlegt að gera okkur lífið leitt á morgun.
Swansea hefur staðið sig vel á undirbúningstímabilinu, er þegar komnir af stað í Evrópudeildinni, eru komnir þar í lokaútsláttarumferð og ættu að koma sterkir til leiks. Hugsanleg uppstilling þeirra er skv Forza Swansea
Svo eru í hópnum nýliðar á borð við Cañas sem er djúpur miðjumaður og Amat sem ku vera efnilegur varnarmaður, báðir spænskir.
Ég á von á erfiðum leik á morgun og ætla samt að spá 2-1 sigri.. Eitt sem næsta víst er er að Swansea mun ekki fá víti, frekar en allt síðasta tímabil, og ekki frekar en að United fékk ekki á sig víti allt síðasta tímabil.
Gulli says
Smalling i vinstri bak en ekki Evra? Hvad er thad?
Björn Friðgeir says
Mistök?
(leiðrétt)
Finnur Bjarki says
Fæ „not valid“ league code á fantasy!
Björn Friðgeir says
Uppfært.
Til að ganga í deildina má líka smella hér http://fantasy.premierleague.com/my-leagues/50848/join/?autojoin-code=182651-50848
Ari says
Mér lyst vel á þetta byrjunarlið… Rooney kemur inná og setur sigurmarkið i uppbótartíma. Vinnum 2-3