Á morgun gerir United sér ferð til Liverpool til að spila við Everton á Goodison Park. Þetta verður í 188 skipti sem þessi lið mætast en þau spiluðu sinn fyrsta leik gegn hvort öðru árið 1892. Everton er sem stendur í 5 sæti deildarinnar, 9 stigum á undan United, en okkar menn eiga leik til góða þannig að ef United vinnur á morgun þá gæti verið smááááááááááá vonarglæta á því að stela fimmta sætinu á síðustu stundu.
Verkefnið verður klárlega erfitt, Everton hafa auðvitað verið að spila vel í allan vetur, en United verið að sækja í sig veðrið í unanförnum leikjum, sérstaklega eftir að Mata var settur í holuna sína með Kagawa sér við hlið. Moyes hlýtur að halda sig við það plan enda skilaði það liðinu 4 mörkum bæði gegn Newcastle og Aston Villa. Fyrir utan meiðsli Robin Van Persie, Evans og Rafael eru allir aðrir heilir þannig að það verður forvitnilegt að sjá hver fær að spreyta sig á hægri kantinum, ég væri alveg til í að sjá Nani en mér þykir líklegra að Valencia verði mættur þar.
Hér er allavega mín spá:
De Gea
Smalling Jones Vidic Evra
Carrick Fellaini
Valencia Mata Kagawa
Rooney
Það er ljóst að Moyes þarf á góðum úrslitum að halda. Þetta hefur auðvitað verið neyðarlegt tímabil fyrir hann, sérstaklega gagnvart Everton. Ekki aðeins hefur Everton spilað betur undir stjórn Roberto Martínez heldur sóttu bítlarnir 3 stig á Old Trafford fyrr í vetur, þá í fyrsta skipti í tugi ára (minnir mig). Þetta er því gott tækifæri fyrir Davíð að glíma við stóru Everton grýluna að fylgt hefur honum í allan vetur.
Leikurinn byrjar klukkan 15:10 og mun herra Mark Clattenburg dæma leikinn.
Elías Kristjánsson says
Everton 1-3 ManUtd. Eins og segir að ofan við erum að komast í gírinn.
Ingvar says
3-0 fyrir þá bláu, megum ekki láta blekkjast en við höfum verið að spila við arfaslök lið uppá síðkastið og þegar við spilum við alvöru lið þá gerum við í brók.
Já og eitt en #moyesout eftir leik
Hanni says
Koma svo: De Gea, Evra, Jones, Vidic, Smalling, Carrick, Fletcher, Kagawa, Mata, Valencia, Hernandez