Stjóramálin virðast í smá biðstöðu akkúrat núna, líklega af tveim ástæðum: Það er enn ekki ljóst hvernig Van Gaal tekur í að fá stóran hluta af Class of ’92 upp í hendurnar, þó fréttir hafi verið að segja að honum þætti fínt að fá Giggs. Hin er sú að í kvöld spilar Real Madrid í München og ef þeir tapa þeirri viðureign þá er United að gera ráð fyrir að Carlo Ancelotti verði allt í einu frjáls ferða sinna. Það er ekkert verra að hafa tvö möguleika, þannig við segjum bara áfram Bayern! Það er jafnvel enn verið að segja að United sé ekki búið að afskrifa Klopp.
En Sky Bet er með Van Gaal á stuðlinum 1/10 eða 1,1 á íslenska mátann. Sem sé, ekki alveg öruggt, en næsta víst.
Það má alveg eyða vikunni í þetta en svo þarf nýr stjóri að fara að ákveða hvaða leikmenn verða í sigtinu, það virðist sem menn geri sér grein fyrir því að enginn leikmaður verði keyptur nema nýr stjóri komi þar að.
Magnús Þ Friðriksson says
Stærsti gallinn það að ráða van Gaal er náttúrulega sá að maðurinn mun ekki „mæta til vinnu“ fyrr en seinna í sumar. Hollendingar hljóta að gera þá kröfu til hans að hann eyði öllum sínum kröftum til að breyta vatni í vín og koma hollendingum sem allra, allra lengst á HM í sumar. Á sama tíma þá hlýtur Manchester United að gera þá kröfu að hann fari að leggja línurnar fyrir næsta tímabil og klúbburinn, stuðningsmennirnir og leikmenn eiga einfaldlega heimtingu á því að næsti stjóri United sé 100% mættur í verkefnið og sigli okkur miklu ofar í deildina með kaupum og sölu á réttum leikmönnum.
Enginn maður getur verið í tveimur 110% störfum samtímis, og ég yrði hissa á því ef þetta er ekki þungt lóð á vogarskálarnar þegar kemur að því að næsti stjóri verði ráðinn.
siggi utd maður says
@Magnús Friðriksson: virkilega góð pæling.
Gunnar S says
Sælir.
Sorry, smá off-topic
Vita menn hérna um góð United podcöst? Hlusta á United Rant og finnst það helvíti skemmtilegt, en ef menn vita um fleiri á svipuðum caliber, væri algjör snilld að fá ábendingar um það. :)
Hanni says
Ég myndi halda að aðrir hlutir vegi þyngra heldur en hvort nýr þjálfari kemst ekki til Manchester fyrr en seinna í sumar.
Þetta er critical tímapunktur fyrir Utd. Ef þeir ráða aftur vitlausann mann er annað tímabil farið í súginn og einhverjar 100-200 mill punda búið að eyða út í loftið. Og við gætum veriða að tala um 6-7 ár áður en Man Utd er komið aftur í fremstu röð. Ég við meina að það séu ekki nema svona 4-5 menn sem eru alveg öruggur valkostur. Þá meina ég menn sem hafa stjórnað ofurklúbbum í Evrópu og hafa verið winnerar allstaðar þar sem þeir hafa verið. Þó að ég sé ekki persónulega hrifinn af van Gaal þá er hann klárlega í hópi þessara 4-5 manna.
Ég hef trú á því að ef valið stendur á milli eins af þessum 4-5 mönnum og annars sem er búinn að gera góða hluti með einum klúbb en er samt ekki kannski alveg öruggt um hvernig hann muni spjara sig hjá Man Utd þá koma Glazerarnir til með að velja ,,örugga valkostinn“ þó svo að sjálfsögðu væri það best að nýr maður gæti komið bara strax til Utd og hafið starf.
Ég er hinsvegar með lausnina. Lokka Jupp Heynckes út úr retirement og selja honum hugmyndina að hann komi og sanni fyrir öllum hvað það var rangt af Bayern að láta hann fara fyrir Pep. :)