Sögulegur leikur á Old Trafford í kvöld. Fyrirliðinn okkar Nemanja Vidic kvaddi Old Trafford auk þess sem að besti leikmaður í sögu félagsins, Ryan Giggs, leikjahæsti og sigursælasti einstaklingur í sögu Manchester United spilaði líklega sinn síðasta leik á Old Trafford. Giggs kom nokkuð á óvart í liðsvalinu, hvíldi alla helstu leikmenn liðsins og gaf þeim félögum Tom Lawrence og James Wilson tækifæri í byrjunarliðinu. Þetta eru efnilegir leikmenn. Lawrence var á láni hjá Yeowil Town og Wilson hefur verið að rífa í sig unglingadeildirnar með unglingaliðum United. Liðið var svona:
De Gea
Valencia Smalling Jones Buttner
Carrick Fellaini
Lawrence Kagawa Januzaj
Wilson
Bekkur: Amos, Mata, Giggs, Vidic, Young, Van Persie, M. Keane
Skemmtilegt liðsval hjá Giggs, sérstaklega í ljósi þess að liðið hefur eiginlega að engu að keppa í deildinni, Evrópudeildarsæti er komið úr greipum okkar og því tilvalið að gefa þessum ungu strákum tækifæri. Það er óhætt að segja að United hafi spilað þennan leik vel. Marouane Fellaini spilaði mjög framarlega til þess að styðja við Wilson í framlínunni, Adnan Januzaj lék lausum hala á kantinum og Lawrence og Wilson nýttu tækifærið vel. United stjórnaði leiknum allan tímann sem skilaði sér í þremum mörkum. James Wilson átti eins mikinn drauma-debut og hægt er að ímynda sér. Fyrsti leikurinn á heimavelli United og strákurinn setur 2 mörk, þessi drengur hefur verið að skora sér til gamans í unglingadeildunum og gaman að sjá að hann lét stærri vettvang hafa engin áhrif á sig.
Nemanja Vidic fékk svo heiðursskiptingu í sínum síðasta leik á Old Trafford. Hann hefur verið frábær leikmaður fyrir United öll þessi ár og á skilið allt það besta, við förum nánar yfir feril hans í sérstakri grein, ef til vill. Ryan Giggs, sá mikli meistari, skipti sjálfum sér svo inn á og var afar sprækur og augjóst að hann vildi næla sér í mark. Hann átti a.m.k. skilið að fá eina vítaspyrnu eftir ágætan sprett þegar boltinn fór í hönd varnarmanns Hull eftir skot frá Giggs. Giggs lét sér þó nægja að leggja upp mark fyrir Robin van Persie sem sneri aftur eftir talsvert hlé vegna meiðsla.
Góður sigur, góður leikur og skemmtileg leið til þess að kveðja gömlu snillingina og kynna til leiks þá nýju. Nemanja Vidic og Ryan Giggs, við þökkum ykkur fyrir allt. Tom Lawrence og James Wilson. Framtíðin er ykkar.
Björn Friðgeir says
Snilldin ein. Koma svo strákar!
DMS says
Furða mig á því af hverju Vidic er ekki í byrjunarliðinu, en hann hlýtur þá að koma inn á ásamt Giggs seinna í leiknum. Líst vel á kjúklingana, um að gera að leyfa þeim að spreyta sig.
Karl Gardars says
Skoraðu núna fyrir mig Giggsy minn!!
Legend!
Hjörtur says
Spilamenskan góð sérstaklega í fyrri hálfleik, og ungu strákarnir stóðu sig með prýði, 2 mörk frá Wilson í sínum fyrsta aðalliðsleik. Leifa þeim að spreita sig í næsta leik líka, og svo í liðshópnum á næsta tímabili.
Elvar says
Ræðan hans Giggs í endann og þegar stuðningsmenn sungu lagið hans Vidic, voru hápunktur á döpru tímabili. En þetta eru ástæðurnar afhverju maður elskar klúbbinn, stórkostleg saga og hefðir sem einkenna þennan kannski ekki besta en flottasta klúbb í heimi!!
siggi utd maður says
Erum við inni í Evrópudeildarsæti núna eða hvað, getur einhver frætt mig um það?
Væri helst til í að losna við hana og geta þá skorið vel niður í hópnum og reynt við PL titilinn strax á næsta ári. Verið óþreyttur í öllum deildarleikjum eins og „sumir“ hafa verið í allan vetur.
Hallmar says
Leikurinn fór 3-1 fyrir okkur en þið segið að hann hafi varið 2-1 það er ekki rett hja ykkur að hann fór 2-1 heltur fór hann 3-1
her eru þeir sem skoruðu í leiknum
Manchester Utd 3 – 1 Hull City
1-0 James Wilson (’31 )
2-0 James Wilson (’61 )
2-1 Matt Fryatt (’63 )
3-1 Robin van Persie (’87 )
Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/news/06-05-2014/england-wilson-sa-um-hull-i-sinum-fyrsta-leik#ixzz30zDzZfuV
Tryggvi Páll says
Auðvitað fór leikurinn 3-1. Eurovision-spennufallið fór alveg með mann.
5. og. 6. sæti gefa Evrópudeildarsæti þannig að eina leiðin fyrir okkur að ná 6. sætinu er að vinna Southampton á meðan Tottenham tapar sínum leik. Þá er 6. sætið okkar.
Hallmar says
Ekkert mal það kemur fyrir bestu menn að komi fyrir ,,
En kvort er betra fyrir okkur að fara í þessa Evropudeld eða fara svona syningaleiki um heiminn
Pillinn says
Er það ekki rétt skilið hjá mér að sigur í Evrópudeildinni næsta tímabil gefur þátttökurétt í Meistaradeildinni? Eða er ég alveg út á túni með þetta? Ef sigur í Evrópudeildinni þýðir Meistaradeildar sæti mun ég klárlega vilja vera í Evrópudeildinni en ef ekki þá væri ég til í að sleppa henni.
Gunnþór Sig says
mér fannst Januzaj vera frábær i leiknum,vonandi á hann eftir að springa út á næsta tímabili,svo er bara að losa sig við nokkra leikmenn og fá aðra i staðinn fyrir næsta tímabil og ná Dollunni heim aftur,áfram Man Utd :)
DMS says
Mér fannst ég sjá mun á RvP í þessum leik. Í viðtalinu eftir leik virtist hann einnig jákvæður og bjartsýnn, mögulega veit hann eitthvað sem við vitum ekki. Það er gott mál.
Ef að Louis van Gaal kemur inn þá vona ég innilega að Giggsarinn verði með honum. Þessi maður er United út í gegn. Giggs gæti þá sinnt störfum Gaal meðan að Hollendingurinn er á HM, í samráði við hann að sjálfsögðu. Unnið í leikmannamálum með okkar ástkæra Ed Woodward svo eitthvað sé nefnt.
Gaman að sjá þessa gutta koma inn og standa sig vel. Ég held hreinlega að það sé kominn tími til að losa út Nani og A. Young. Fá pening inn í kassann og sparar okkur stóra launatékka líka. Vil mun frekar nota þá þessa uppöldu menn, Jesse Lingard er einnig væntanlegur aftur ásamt Nick Powell. Kæmi mér heldur ekkert á óvart ef Javier Hernandez myndi róa á ný mið.
siggi utd maður says
Er eitthvað staðfest með að United fari í sýningaleiki ef þeir komast ekki í Europa League? Allavega væri það eitt það heimskulegasta sem ég hef heyrt. Að menn séu „jetlagged“ í deildinni, vegna þess að þeir eru að reyna að græða peninga.
Maður er svo mikið muppet, ég er farinn að fíla Van Gaal meira og meira. Ég er meira að segja orðinn spenntur fyrir honum, og hvernig hann mun segja mönnum að steingrjót ef þeir hlýða ekki því sem hann segir. Það vantar aga í hópinn, það vantar gæði í hann og það vantar hraða. Ég er viss um að Hollendingurinn hafi svör við því öllu.
Í svona 2-3 ár þangað til að hann er búinn að gera allt vitlaust, því hann er megalomaniac.
Runólfur says
Var ekki bara talað um stóra leiki á pre -season?
Sama kjaftæði og venjulega – fara til Asíu/Usa en spila við Barca/Real/Juve etc frekar en Ding Dong (engin rasismi samt) og LA Galaxy ?
Er allavega sammála því að það sé sturlun að ætla að fara fljúga með liðið út um allan heim bara til að græða nokkrar kúlur.
Og svo er ég hluti af þeim hérna sem elskar Uppalda leikmenn / Unga leikmenn svo ég skal alveg sætta mig að missa Nani og Hernandez (Ásamt Lindegaard, Rio, Vidic, Evra og A. Young auðvitað) og kaupa bara 2-3 leikmenn og henda Nick Powell, Jesse Lindgaard, James Wilson, Sam Johnstone / Ben Amos og mögulega Tom Lawrence almennilega inn í þetta lið :)
Pæliði samt í því að ef United (Ferguson!?) hefði haldið rétt á spilunum þá væru Pogba, Ravel, Januzaj og Wilson allir að fara blómstra hjá United á næsta ári :)
McNissi says
@Runólfur
Skil ekki alveg af hverju Lindegaard mætti fara, finnst hann solid varamarkmaður sem stendur sig ávallt vel þegar hans er þörf. Var t.d. stórkostlegur á móti Newcastle. Hann virðist líka ekki vera rosalega ósáttur við að vera markmaður númer 2.