Smá uppfærsla:
Skv. slúðrinu gerði United eftirfarandi í gær:
Bauð 36m punda í Fellaini og Baines
Bauð 26m punda í Ander Herrera hjá Bilbao
Bauð 12m punda í Daniele de Rossi
Samtals 74m. Trúir einhver að við eigum 72m að eyða? Ef svo er, þá á ég brú í London að selja ykkur.
Ekki í fyrsta skipti sem ég segi þetta í sumar, en kortér-í-þrjú fílingurinn er nær alger!
Stefan says
já og einnig Fabregas, þetta er bara rugl hjá Moyes
DMS says
Fatta ekki alveg þetta Daniele De Rossi tilboð. Erum við ekki komnir langleiðina með Fellaini? Finnst nú ekki mjög líklegt að De Rossi slúðrið sé satt. Eða er taktíkin bara að bjóða í nógu marga og sjá hverju verður tekið?
Ander Herrera tilboðið var nú samt alveg semi líklegt til árangurs, 26m en riftunarverðið er 30m punda. Spurning hvort þeir hætti ekki þessu þófi bara og virki klásúluna með auka 4m punda ef þeim er alvara. Ef við hentum 7m punda blindandi í Bebe þá hljótum við að geta lifað með auka 4m punda í Herrera ef þeir virkilega vilja fá hann.
Mín spá er að við endum með Fellaini og mögulega Baines. Everton virðast vera farnir að finna sér replacement, Gareth Barry eða James McCarthy eru líklegir til að enda á miðjunni hjá Everton skv. slúðrinu – væntanlega í stað Fellaini.
Halldor says
moyes er alarvegana að reyna kaupa leikmenn og styrkja hópinn, sem ferguson hefði mátt gera meira. við vælum um að það sé aldrei verið að kaupa leikmenn og svo þeger loksins einhver reynir það fær hann bara leiðinndi, gengur nátturulega ekki !!!
rúnar says
Er ekki ronaldo falur fyrir þessar 74m sem eiga að vera til?
Heiðar says
Ef lið sem er að skoða leikmann heitir Manchester United hækkar verðið á leikmanninum sjálfkrafa. Ég er handviss um að við hefðum t.d. ekki fengið Eriksen á það slikk sem Tottenham keyptu hann á. Annars er ég á þeirri skoðun að vinstri kantstaðan sé sú sem þarf helst að fylla nuna. Giggsy á auðvitað bara að byrja inn á vinstrikant gegn síðri liðum eða þegar meiðsli hrjá mannskapinn. Welbeck er ekki nægjilega góður í þessarri stöðu og aðrir kantmenn eru betri hægra megin.
Björn Friðgeir says
Tor-Kristian Karlsen hefur mælt: https://twitter.com/karlsentk
Ander Herrera is as close you get to a modern, dynamic central midfielder. Intelligent, good on the ball, well-built, creates and defends
Slightly surprised Manchester United didn’t move earlier, but the way the market has turned out £31M (release clause) isn’t too outrageous
Would Herrera improve Manchester United’s midfield? Yes. Would he offer qualities that they currently lack? Yes.
Manchester City (reportedly) paid £30M for Fernandinho, wonderful player but Herrera four years younger + experience from a top league