Marouane Fellaini er orðinn leikmaður Manchester United eftir ansi furðulegan lokadag félagsskiptagluggans.
Þessi kaup hafa legið í loftinu meira og minna í allt sumar. Þetta er klárlega týpa af leikmanni sem hefur vantað í mörg ár. Hann getur leikið djúpt á miðjunni og í holunni fyrir aftan framherja og myndi gefa okkur markaógn af miðjunni.
Þetta er kannski ekki mest sexí kaup okkar og þetta er kannski ekki maðurinn sem flesta langaði í en klárlega maðurinn sem okkar vantaði.
Kaupvirðið er 27,5 milljónir punda.
Karl Garðars says
Verð að viðurkenna að það var hálffokið í mann út af þessum glugga sérstaklega þegar maður sá ungu miðjumennina lánaða hvern á fætur öðrum áður en eitthvað gerðist.
Ég tek krulla fagnandi og yrði hoppandi glaður ef fabio contreao kæmi líka á lán. :)
Hjálmar says
United gerir sjaldan sexý kaup, allavega síðustu 10-12 árin. Hef alltaf verið hrifinn af þessum leikmanni, er samt að spá í verðinu… finnst það heldur í hærra kanntinum en þetta var líka á síðustu stundu.
Berba says
Hvernig var ekki allt lagt í að kaupa creative miðjumann? hvaða fkn bull er þetta… hvernig látum við arsneal fá ozil?… kagawa virðist greinilega vera getulaus þannig það vantaði greinilega þannig leikmann.. svo vantaði lika kantmann. Þegar lið þarf að stilla upp Giggs,Cleverly,Young og Welbeck þá er eitthvað mikið að.
Berba says
Enginn af þeim myndi komast á bekkinn hjá City eða Chelsea.
DMS says
Stór, sterkur, flottur defensive midfielder sem getur líka brugðið sér í teiginn, ógnað marki og leyst stöðuna fyrir aftan framherjann. Ég myndi ekkert sérstaklega vera hrifinn af því að verjast gegn honum og Vidic í föstum leikatriðum. Sáttur með Fellaini en átta mig ekki á Ed Woodward og þeirri taktík að klára ekki kaupin fyrr þegar kauði fékkst á 23m í sumar. En úr því sem komið var þá getur maður ekki annað en verið feginn. Ég tek krulla líka fagnandi.
En okkur vantar enn skapandi miðjumann, en það verður þá að bíða fram í janúar eða til næsta sumars. Ed Woodward vill sennilega klára styrktarsamning við China Telecom og gera Bing að offical leitarvél Manchester United áður en farið er út í næstu kaup.
Karl Garðars says
Coentrao getur leyst vænginn líka ef hann kemur. Bíð eftir staðfestingu frá klúbbnum.
Kagawa kemur sterkur inn þegar hann verður orðinn fit.
úlli says
Ég hélt að allir yrðu himinlifandi með Fellaini. Hann er í fyrsta lagi frábær leikmaður, hann er í öðru lagi með „attitude“ sem mér finnst kannski aðeins vanta í hópinn og svo er hann eflaust óþolandi að spila á móti. Svo auðvitað þekkir Moyes hann út og inn. Held hann eigi eftir að slá í gegn. Man ekki betur en hann hafi jarðað okkar menn á Old Trafford í 4-4 jafntefli eða eitthvað sem átti stóran þátt í að City tók titilinn á sínum tíma.
Erlingur says
Kagawa þarf bara að fá að blómstra í sinni stöðu. sýndi það nú á síðasta seasoni að það eru mörk í honum.
Á tímabili þar sem menn töldu þetta ekki hafa gengið nægjanlega vel hjá honum á þessu fyrsta seasoni, þá setti hann samt eina þrennu?? Moyes þarf bara að fara að skafa skítinn af linsunum og treysta þessum gæja fyrir hlutverki í liðinu.
Ef krulli á svo að hjálpa okkur að þétta miðsvæðið þá verður Kagawa að sjá um sköpunina. OG Rooney og Persie,Hernandez,Welbeck og jafnvel Nani og Zaha að vera í góðum gír og setja einhver mörk.. :)
Björn Friðgeir says
Og ég er búinn að vera með hjartað í buxunum í hálftíma yfir hvort þetta gæti hugsanlega klikkað.. en nei, Everton búið að staðfesta. þetta!
Kristjans says
Ég fagna komu Fellaini en set stórt spurningamerki við störf Woodward og co. Er hann ekki að ráða við þetta starf? Veit einhver hvað David Gill fór að gera, settist hann í helgan stein, líkt og Ferguson?
Er undrandi á þessu kaupverði á Fellaini. Bauð félagið ekki 28 milljónir í BÆÐI í Fellaini og Baines? Og Fellaini hefði fengist í júlí á 23 milljónir!
Vonandi kemur Coentrao á láni. Spurning hvort hann eða Evra fari ekki að spila á vinstri kanti ásamt því að spila bakvörð? Coentrao í bakverði og Evra á vinstri kanti?
Snollinn says
Fellaini er flott viðbót en að vera ánægður með hann bara er rugl, meðvirkni í einhverju svakalegu klúðri
ef þetta er í alvöru leikmaðurinn sem Moyes heldur að við þurfum hefði hann keypt hann strax. Hann vissi af klausunni í samningnum og þekkir hann vel eins og fólk keppist um að benda á
sorry neikvæðni … en þegar við horfum á kaup annara liða sést að eitthvað mikið er að á okkar bæ
hvort sem það er Moyes, þessi Woodward eða ekki til seðlar veit ég ekki en ef reynt verður að halda þvi fram að við höfum fengið okkar mann, mun ég ekki fyrirgefa nema með Dollunni aftur
Egill Óskarsson says
Varðandi þessa klausu og að það hafi verið klúður að kaupa hann ekki strax þá má ekki gleyma því að þá voru einfaldlega aðrir leikmenn inni í myndinni sem meiri áhersla var lögð á að ná í. Þegar endanlega var ljóst að það gekk ekki eftir var orðið of seint að nýta sér þessa klausu.
Mögulega var það klúður að eltast við Fabregas jafn lengi og menn gerðu en það er sterkur orðrómur í gangi um að það hafi verið m.a. vegna þess að ákveðin aðili, sem ekki hefur verið nefndur ennþá, hafi teymt félagið áfram á asnaeyrum og talið Woodward og fleirum trú um að það væri einhver séns á Fellaini. Gab Marcotti talaði um þetta í vefspjalli hjá Times í síðustu viku til dæmis.
Svo finnst mér tómt mál að tala um Özil í samhengi við þá leikmenn sem reynt hefur verið að fá í sumar, hann spilar einfaldlega allt annað hlutverk en þeir á vellinum og það er augljóst að Moyes treystir þeim leikmönnum sem hann hefur, þ.m.t. Kagawa, fyrir því. Mér finnst menn full fljótir að gefa sér að Moyes treysti ekki Kagawa. Það eru heilir þrír leikir búnir af tímabilinu og við vitum ekkert um ástandið á Kagawa.
Egill Óskarsson says
Einhver séns á Fabregast á þetta að vera þarna, ekki Fellaini.
Bæti líka við að mér líst vel á þessi kaup. Það hefur verið kallað eftir styrkingu á miðjuna í fleiri ár en ég kæri mig um að rifja upp og nú er það loksins komið í gegn.
Björn Friðgeir says
Við fáum góða umræðu um hroðalega frammistöðu í glugganum síðar í dag, en allt um það, ég er hæstánægður að fá þennan pilt í rauðu treyjuna.
Hann kemur með stál á miðjuna sem hefur vantað í mörg mörg ár. Það getur verið menn horfi til þess að sjá Carrick spila leikstjórnanda með honum, en ég sé það líka að þetta gefur okkur möguleika á ótal mismunandi miðjuuppstillingum sem við höfum ekki séð. Fellaini og Cleverley eða Fellaini og Anderson eru allt öðru vísi miðjur en ef Carrick væri með þeim.
Gott mál, og svo sláum við köttinn úr Woodward síðar í dag.
Pillinn says
Eina sem ég er ánægður með við þennan glugga er að hafa ekki fengið Coentrao. Algjörlega geldur framá við. Við erum svo með 3 vinstri bakverði í hópnum sem við getum notast við. Evra búinn að vera mjög solid síðasta ár og verið með betri mönnum Utd það sem af er þessu tímabili.
Hins vegar er ég vægast sagt ósáttur við að Ashley Young fái tíma í byrjunarliðinu. Við erum með Kagawa sem komst ekki í hóp á móti Liverpool Einfættur Kagawa er betri en Ashley Young, alltaf. Ég vill allavega að Young fái bara hvíld og það þarf ekkert að spila honum meira, Nani getur komið inná og spilað öðru hverju og svo á bara Kagawa að byrja flesta leiki.
Ingi Rúnar says
Ánægður með þetta. Hef trú á að hann reynist okkur vel.