Þá er komið að fyrsta meistaradeildarleik David Moyes sem stjóri Manchester United. Hann stjórnaði Everton í umspili um sæti í riðlakeppninni 2005-06 en tapaði báðum leikjunum gegn Villarreal 2-1, samtals 4-2. United hafa oft átt auðveldari riðla í þessari keppni og á Ferguson að hafa sagt að þetta sé erfiðasti riðill United til þessa. Þó þetta séu ekki stærstu og bestu lið sinna deilda fyrir utan Shakhtar Donetsk sem reyndar hafa misst töluvert af leikmönnum í sumar, Fernandinho til City og Henrikh Mkhitaryan til Dortmund bera þar hæst. Real Sociedad voru ef ég man rétt ríflega 30 stigum á eftir meisturum Barcelona í spænsku deildinni síðasta tímabil en spænsk lið eru mjög teknísk og geta reynst okkur erfið.
Bayer Leverkusen hafa ekki verið rosalega áberandi undanfarin ár en margir muna eflaust eftir 2001-02 tímabilinu þar sem þeir náðu frekar svekkjandi þrennu, voru í 2. sæti í bundesligunni, meistaradeild og bikar. Það sama tímabil vorum við slegnir út af þeim í undanúrslitum meistaradeildarinnar, 2-2 jafntefli á Old Trafford og 1-1 jafntefli á þeirra heimavelli.
Þá að okkur liði, Phil Jones verður ekki með vegna meiðsla og Rafael líklega einnig. Ég ætla að spá United annað kvöld svona:
Bambo says
Ég ætla að spá því að Moyes taki smá Ferguson meistarardeildar uppstillingu á liðið í þessum leik.
Ætla að spá:
De Gea
Smalling, Evans, Vidic, Evra
Valencia/Zaha , Carrick, Fellaini, Nani
Welbeck, Rooney
held að þetta verði rólegur leikur, Van Persie kemur inná og skorar sigurmarkið í 1-0 sigri
Valdi Á. says
Welbeck er meiddur sem opnar vonandi dyrnar fyrir Zaha. Efast samt um að hann verði í liðinu. Hef farið á tvo leiki með Leverkusen vegna þess að hluta af fjölskyldunni býr þar. Alltaf stemmning á vellinum þótt hann sé nú lítill. Þetta verður erfiður leikur eins og sjá má á töflunni í Bundesligunni eftir 5 leiki. Dortmund 15 stig, B. Munchen 13 stig og Leverkusen fylgir fast á eftir með 12 stig.
United tekur þetta 2-0, smá bjartsýni skaðar ekki.
Pétur says
á welbeck að vera eitthvað meiddur? vona að chicarito spili þennan leik
ég væri til í að sjá þetta lið:
De Gea
Fabio Vidic Smalling Evra
Valencia Carrick Fellaini Kagawa
Rooney
Chicarito
gott að eiga RVP sem tromp á bekknum, vil svo að sjálfsögðu sjá Zaha koma inná
Atli says
Kagawa og Fellaini fá byrjunarliðssæti.
De Gea
Fabio Evans Vidic Evra
Carrick
Fellaini
Valencia Nani
Kagawa
Rooney