Leikjadagskráin fyrir komandi tímabil kom út í morgun. Það er ljóst að Louis van Gaal fær umtalsvert þægilegri byrjunarleiki en David Moyes fékk á síðasta tímabili. Í fyrstu fimm leikjum tímabilsins spilum við gegn öllum liðunum sem komu upp úr Championship fyrir þetta tímabil.
Fyrstu fimm líta svona út:
- 16. ágúst – Swansea (H)
- 23. ágúst – Sunderland (Ú)
- 30. ágúst – Burnley (Ú)
- 13. september – QPR (H)
- 20.september – Leicester (Ú)
Eins og frægt er orðið spilar liðið ekki í Evrópukeppni í vetur og því tilvalið að finna sér eitthvað annað hobbý með enska boltanum því að fram að nóvember eru aðeins 9 leikir á dagskrá hjá United (10 með deildarbikarnum).
Í lok október byrjar þó ballið því og ljóst að nóvember verður stór mánuður enda mætum við Chelsea, Arsenal og City á tímabilinu 25.október – 22. nóvember:
- 25. október – Chelsea (H)
- 1.nóvember – Manchester City (Ú)
- 8.nóvember – Crystal Palace (H)
- 22. nóvember – Arsenal (Ú)
Í desember kemur Liverpool í heimsókn á Old Trafford og jólaleikirnir verða gegn Newcastle, Tottenham og Stoke:
- 13.desember – Liverpool (H)
- 20.desember – Aston Villa (Ú)
- 26. desember – Newcastle (H)
- 28. desember – Tottenham (Ú)
- 1.janúar – Stoke (Ú)
Síðari fjórir stórleikirnir fara svo fram á síðari hluta tímabilsins, í apríl spilum við gegn bæði Chelsea og City og við fáum Arsenal í næstsíðasta leik tímabilsins:
- 21. mars – Liverpool (Ú)
- 11. apríl – Manchester City (H)
- 18. apríl – Chelsea (Ú)
- 16. maí – Arsenal (H)
Síðustu fimm leikir tímabilsins koma svo eftir vikunni þar sem við spilum bæði gegn City og Chelsea og ljóst að þeir tveir leikir munu skipta sköpum í titilbaráttunni. Síðasti leikur tímabilsins er svo gegn Hull City á útivelli:
- 25. apríl – Everton (Ú)
- 2. maí – WBA (H)
- 9. maí – Crystal Palace (Ú)
- 16. maí – Arsenal (H)
- 24. maí – Hull (Ú)
Þetta lítur ágætlega út á blaði og ljóst að Louis van Gaal fær mun þægilegri byrjun en forveri hans David Moyes sem fékk Chelsea og Liverpool strax í andlitið í fyrstu leikjum síðasta tímabils.
Nú erum við auðvitað ekki í neinni Evrópukeppni og ættum því vonandi að græða vel á því líkt og Liverpool gerði á síðasta tímabili. Leikmenn munu yfirleitt fá góða viku á milli til þess að hvíla sig og það sem mikilvægast er, Louis van Gaal og þjálfarateymi hans munu fá nógan tíma á æfingarsvæðinu á milli leikja til þess að kenna leikmönnunum þau leikkerfi sem á að nota í vetur.
Til gamans kíkti ég á leikjadagskránna í Meistaradeildinni og bar hana saman við leikjadagskránna okkar til að sjá hvort að við myndum mæta einhverjum af erkifjendum okkar í kjölfar leikviku í Meistaradeildinni. Það er svo í tveimur tilvikum:
- 25. október gegn Chelsea (H) – 21./22. október spilar Chelsea í Meistaradeildinni
- 13. desember gegn Liverpool (H) – 9./10. desember spilar Liverpool í Meistaradeildinni
Svo má auðvitað bæta því við að 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar eru sett á akkúrat á milli leikja okkar gegn Chelsea og City í apríl. Það má fastlega gera ráð fyrir því að að minnsta kosti annað af þessum liðum muni spila þar.
Þetta lítur því bara ágætlega út fyrir okkar menn og ég er viss um að Louis van Gaal getur ekki beðið eftir að sýna þessari deild hvar Davíð keypti ölið.
Það er auðvitað rétt að taka fram að sjónvarpsstöðvarnar eiga eftir að velja sér leiki og bikarkeppnir hafa sín áhrif á þetta og þá munu leikirnir færast eitthvað til en í meginatriðum helst þessi dagskrá.
Páll says
Góð grein eins og við er að búast af ykkur