Þegar allir blaðamenn á helstu blöðunum í Englandi koma með nákvæmlega sömu frétt á sama tíma er ljóst að eitthvað er að fara að gerast. Við sáum þetta gerast þegar David Moyes var rekinn og við sáum þetta gerast þegar Louis van Gaal var ráðinn. Við sáum þetta líka í gær þegar Twitter fylltist skyndilega af tístum frá þessum blaðamönnum um að United væri við það að kaupa Ander Herrera, 24 ára gamlan miðvallarleikmann Athletic Bilbao.
Í dag kom svo staðfestingin. Fyrst kom yfirlýsing Athletic Bilbao um að Herrrera hafi greitt klásúluupphæðina til spænska knattspyrnusambandsins. Honum var þakkað samstarfið en í spænsku útgáfunni lýsti Athletic yfir vonbrigðum með ákvörðun hans .
Og svo kom manutd.com með þetta
We're delighted to welcome midfielder @AnderHerrera8 to the #mufc family. Full story: http://t.co/nx0bfxt8R4 pic.twitter.com/DicXTtbEvF
— Manchester United (@ManUtd) June 26, 2014
Herrera hefur þetta að segja:
Það er draumur að skrifa undir hjá Manchester United. Það var einn af hápunktum ferilsins að spila á Old Trafford í Evrópudeildinni. Ég er kominn til United til að hjálpa félaginu að ná markmiðum sínum. Ég kom á þriðjudag og er spenntur yfir að búa nú í Manchester og get ekki beðið eftir að leika minn fyrsta leik í hinni frægu rauðu treyju United. Ég mun aldrei gleyma tíma mínum hjá Athletic Club og þakka stuðningsmönnum og starfsmönnum fyrir allan stuðning þeirra og fyrst og fremst óska mínum frábæru fyrrum samherjum alls hins besta í framtíðinni.
Herrera var reyndar of óþreyjufullur í dag og beið ekkert eftir opinberri yfirlýsingu United til að breyta Twittersíðunni sinni:
Ander Herrera eru því fyrstu kaup Louis van Gaal sem knattspyrnustjóri Manchester United og fyrstu kaup félagins á tímabilinu. Við skulum vona að fleiri leikmenn fari að detta inn nú þegar farið er að líða á HM.
Við munum fjalla betur um Herrera á næstu dögum en þangað til geta menn kíkt á þetta:
Velkominn á Old Trafford, Ander Herrera!
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Kaupin þetta sumar líta núna strax betur út en kaupin seinasta sumar :)
Ég er allavega mjög jákvæður fyrir honum, en ég var reyndar líka jákvæður fyrir Fellaini ;)
Karl Gardars says
Þetta er keppnis!
DMS says
One down….next up, Luke Shaw.
Krummi says
Two down… Next up, Arturo Vidal. (verst hvað ég hef litla trú á því)
jonny says
http://thepeoplesperson.com/wp-content/uploads/2014/06/herreravsunited.png