Af því að það er HM og allir leikmenn sem standa sig betur en enginn eru orðaðir við United þá er alveg ástæða til að taka það saman á einum stað til að geta hlegið að því þegar ekkert rætist frekar en að bara uppfæra slúðursíðuna (sem við reynum að gera reglulega).
Alexis Sanches
Stóð sig frábærlega í leiknum gegn Brasilíu í gær og Barcelona vill losna við hann. VIð viljum hann, Liverpool er til í að fá hann og peninga fyrir Luis Suárez og Arsenal vill hann. Auðvitað vilja allir hann.
Arturo Vidal
Lengi vitað að hann er frábær. Var frábær líka í leiknum í gær. Og síðustu daga hefur þetta verið heví rúmor. Ekki myndi ég kvarta.
Corriere della Sera segir í dag að Real hafi líka áhuga.
Stefan de Vrij
Lazio er að fara að borga 8m punda fyrir hann. United er sagt hafa áhuga að að ganga inn í það og Corriere dello Sport segir málið frágengið.
Yrði allavega ódýrari en Hummels.
Memphis Depay
Sagði að hann hefði jú lesið í blöðunum að United, City og Tottenham hefðu áhuga en meira vissi hann ekki.
Flott blek, Memphis.
Nigel de Jong
Já, við höfum áhuga á honum líka.
Smalahundurinn Kátur
Nú segi ég STOPP! Louis van Gaal, NEI!.
Voff!.
Sigurbjörn says
Smalahundurinn Kátur gæti nú komið með ákveðinn gleðifactor sem hefur vantað síðan Anderson fór út á lán..
siggi utd maður says
Ég mun ekki þurfa að stunda kynlíf í einhver ár ef við náum Vidal. Ég mun hvort eð er raðjizza upp í mig á hverjum einasta laugardegi næstu árin. Hann er búinn að vera á óskalistanum mínum í langan, langan tíma.
Krummi says
Rólegur Siggi utd maður
Bjarni says
Er sáttur að hafa landað LVG því hann er bossinn og leikmenn munu ekki komast upp með neitt múður, þannig á það vera hjá ManUtd. Það er ávísun á árangur. Hann mun gera leikmenn betri eins og SAF gerði því hann er með ákveðnar hugmyndir hvernig á að spila fótbolta og lætur leikmenn fitta inn í það prógram. Hef samt smá áhyggjur að nokkrir leikmenn verða ekki sáttir en þá mega þeir líka fara, klúbburinn verður áfram til en leikmenn koma og fara. Vona samt að allur hópurinn stilli þessu seasoni upp þannig að þeir sýni öllum að síðasti vetur var einstakt tilfelli. Bíð spenntur að sjá hverjir koma til viðbótar til að hjálpa okkur að ná aftur fyrri styrk. Það getur verið gott að fá smá tusku í andlitið öðru hverju til að vakna.
DMS says
Það væri draumur að landa Vidal, setjum Nani bara upp í. Í kjölfarið myndum við svo kaupa Sanchez frá Barcelona og einhvern miðvörð. Líst ágætlega á De Vrij, 22 ára og virkar mjög þroskaður og góður á boltann, auk þess mun hann ekki kosta of mikið. A. Young mætti svo líka kveðja og spara þennan alltof stóra launatékka sem hann tekur í hverri viku. Væri frekar til í að sjá mann eins og Jesse Lingaard fá sénsinn.
Ég veit ekki með framtíð Tom Cleverley og Darren Fletcher. Aldrei að vita nema LvG geti keyrt þá í gang. Ef Hernandez fer þá held ég að við þyrftum ekkert endilega að kaupa framherja inn í staðinn. RvP, Rooney og Welbeck geta allir spilað frammi og yfirleitt höfum við verið að stilla upp einum framherja og svo þremur fyrir aftan. Við vitum svo sem ekki hvernig LvG muni stilla þessu upp, en við erum með hrikalegt efni í James Wilson sem fær vonandi einhver tækifæri.
En ætli maður verði ekki að hugsa eitt skref í einu. Það væri ansi magnað að landa Vidal og ég held að við myndum senda sterk skilaboð til hinna liðanna með þeim kaupum, we mean business this season! Ekkert hálfkák og afsakanir.
Krummi says
Haldiði kj**ti hvað það væri geðveikt að fá Vidal. Hins vegar held ég að það sé því miður ekki að fara að gerast. Hef meiri trú á að við kaupum Strootman (sem væri líka frábært) og bíðum frameftir hausti með að geta notað hann.
En það má láta sig dreyma og minn draumur fyrir næsta tímabil er þessi (bara menn sem hafa verið orðaðir við okkur):
ÚT: Giggs, Rio, Vidic, Buttner, A. Young (please losa okkur við hann!!), Anderson, Hernandez, Nani. Þetta eru samtals 8 leikmenn (4 þegar farnir og 4 sem fara mögulega).
Menn sem hefðu getað verið þarna en ég er tilbúinn að gefa meiri séns: Rafael, Smalling og Cleverley.Og þeir sem eru aðeins öruggari en samt á „skilorði“: Welbeck, Valencia (nýr samningur), Fellaini og Carrick (síðastnefndi slapp vel með gagnrýni sl. vetur, var ömurlegur. En vitum hvað hann getur.).
INN: 1. Ander Herrera. 2. Luke Shaw. 3Arturo Vidal. 4. Mats Hummels. 5. Alexis Sanchez. 6. Konoplyanka. 7. De Vrij.
lampamaðurinn says
ég held að þetta vidal dæmi sé því miður bara eitthver brellasem bresku pressan er að malla úr engu
Krummi says
Nokkuð sterkur rúmorinn um að við séum búnir að bjóða 40 milljón evrur í Juan Cuadrado. Verð að segja að þetta gerir mig mjög spenntan því þetta er hörku player. Kólumbíska liðið náttúrulega búið að vera mjög gott á HM og fólk (eðlilega) mikið talað um James Rodriguez. Cuadrado hefur hins vegar líka verið magnaður.
Þetta er kraftmikill, fljótur og teknískur leikmaður. Mætti kannski lýsa leikstílnum sem verulega improved útgáfa af Antonio Valencia. Hann er leikmaður sem ætti að falla vel inn í hugmyndafræði LVG, sem er mjög hrifinn af snöggum og leiknum kanntmönnum.
Já takk segi ég!!
Björn Friðgeir says
Valencia ca. 2011 væri verulega improved útgáfa af Valencia 2014 :)
Já það er varla rúmor sem kemur upp sem maður er ekki ánægður með. Sýnist að haffsent, miðjumaður og kantmaður verði komnir í hús áður en langt um líður.
Nú eru enda ekki nema rúmar 2 vikur í brottför til Bandaríkjanna í upphitunarferðalagið, væri fínt að fá eins og einn fyrir þann tíma. Nema nátt’lega þeir séu allir í úrslitaleiknum á HM.
DMS says
Strootman er flottur leikmaður, var mjög spenntur fyrir þeim rumour síðasta sumar en þá voru þeir félagar Moyes og Woodward uppteknir við að gera í brækurnar. Roma keyptu hann svo á spottprís miðað við t.d. Fellaini kaupin okkar. Fengu hann á 17 milljónir evra sem gat svo hækkað í 19 milljónir, það eru um 15 milljónir punda. Hann átti mjög gott season með Roma en ég set spurningamerki við að kaupa leikmann sem er í langtímameiðslum. Við höfum áður lent í vandræðum með að kaupa meiðslahrjáðan leikmann, man einhver eftir Owen Hargreaves? Held að allar hugmyndir um kaup á Strootman mættu bíða þar til hann nær sér að fullu og fer að sparka í bolta aftur af krafti.
siggi utd maður says
hvað, má maður ekki verða smá spenntur? Er enginn annar hérna sem gerir þetta þegar hann verður ánægður? Ég þarf kannski að hugsa minn gang.
Ottó says
Er ég eini maðurinn sem græt í hvert skipi sem ég sé Toni Kroos spila vitandi það að enginn hjá United (fyrir utan Scholes) hefur áhuga á honum?
Björn Friðgeir says
Kroos er góður en erum við ekki með mökk af mönnum í þessa framliggjandi miðju stöðu? Mata, Januzaj, Rooney ef vill.
Þurfum held ég meira stál á miðjuna, Carvalho væri fínn, erum aldrei að fara að borga 37m fyrir hann en eitthvað í kringum 30 væri bara ásættanlegt.
Ottó says
Ekki gleyma Kagawa í þessari upptalningu. Ég hafði hugsað mér að planta Kroos á miðjuna fyrir aftan framliggjandi miðjumanninn og láta hann halda góðu flæði í spilinu milli varnar og sóknar, svipað hlutverk og Carrick hefur verið með.
Carvalho væru fín kaup en allotf hár verðmiði gæit fælt okkur frá í bili.
Ingvar says
@ Björn Friðgeir:
Kroos er ekki framliggjandi miðjumaður, Kroos er 8 en ekki 10ja. Herrera er 8, held að hann hafi verið fenginn því að hætt var við Kroos.
Björn Friðgeir says
Ah, my bad.
Einhvers staðar las ég að LvG hefði ekki viljað Kroos af því hann hefði ekki hraðann sem Van Gaal vill í liðið. Ég treysti honum.
Slúðrið vill meina að Real hafi boðið okkur Di María og að við séum enn ekkert búnir að gefast upp á Sanchez. Þannig að topp kantmaður er alveg líklegur. Og já, Jorge Mendez er umbi Di María….