Það er leikur annað kvöld og það kemur auðvitað upphitun fyrir hann í kvöld.
Annars er það helst að frétta að Glazerar ætla að nota tækifærið nú þegar gengi á bréfum í United er í sögulegu hámarki og selja svolítið af hlutabréfunum sínum. Selja á 8 milljón hluti, eða fimm prósent hluta í félaginu, og að auki 1,2 milljón hluti ef verð er sérlega hagstætt, samtals þá 5,75%. Gera má ráð fyrir að fyrir bréfin fásti 80-100 milljónir punda sem renna auðvitað beint í vasa þeirra systkinana.
Þessir hlutir eru auðvitað A-hlutabréf sem hafa þann skemmtilega eiginleika að þeim fylgir einungis tíundi hluti atkvæðis í hluthafakosningum. Glazerar eru því ekki að gefa neitt eftir af völdum sínum í félaginu, þó þeir muni eftir þetta eiga aðeins 85% hluta, hafa þau 98,5% hluthafaatkvæða. Meira um þetta í ágætri grein Stretty News sem hefur m.a. þessa skemmtilegu lýsingu á áhuga Glazer systkinana á klúbbnum:
There were also rumours of a split in the Glazer family, with Avram, Bryan and Joel Glazer believed to be in favour of hanging on for the long haul whereas Dopey, Bashful and Sleepy Glazer were understood to be strongly arguing for a sale of an “asset” that they had never visited or shown any interest in.
Í útgáfulýsingu sem kom út í tengslum við þessa sölu kom m.a. fram ýmislegt um nýja adidas samninginn. Ef félagið nær ekki að komast í Meistaradeildina tvo tímabil í röð eftir að samningurinn tekur gildi lækkar ársgreiðsla Adidas um 30% en á móti kemur að sigur í deild, Meistaradeild og bikar getur fært félaginu allt að fjórum milljónum punda og að lokum má adidas má segja upp samningnum með árs uppsagnarfresti skyldi United falla.
Slúðrið segir svo að ef adidas geri hærri samning við annað félag (les: Real Madrid) á samningstímabilinu hækki samningsupphæðir í United samningnum upp í þá hærri upphæð.
Þetta kemur ekki á óvart í svo löngum samningi, og jafnvel þó Unted komist ekki í Meistaradeildina tvö ár í röð, þá munu 52 milljónirnir sem liðið fengi þá samt vera um 20 milljónum hærri en önnur lið eru að fá í dag þannig að slíkt ákvæði er ekki nema sjálfsagt.
En að þessum fjármálapælingum frátöldum eru helstu fréttir sem berast þessa dagana um það hvernig hinir ýmsu leikmenn eru að taka Louis van Gaal og eru auðvitað allir hæstánægðir. Ashley Young ætlar að sanna sig í vetur, enda þarf hann þess. Hann er fullviss um að geta tekist á við hvora sem heldur kantvarðarstöðuna og er tilbúinn að spila hvar sem honum er sagt og Jonny Evans fagnar nýjum og kröfuhörðum þjálfunaraðferðum,
Van Gaal var hins vegar ómyrkur í máli um hópinn og sagði hreint út að hann væri ‘brotinn’. Það sem hann á við er fyrst og fremst að það er mikið ójafnvægi í liðinu, eins og hann hefur áður sagt eru sóknarmiðjumannsstaðan verulega ofmönnuð en vantar upp á gæðin annars staðar. Við hljótum að gera ráð fyrir að kaup á a.m.k. tveim varnarmönnum og varnarsinnuðum miðjumanni séu á dagskrá.
Af slúðrinu er það helst að frétta að áhugi Inter á Javier Hernández er staðfestur, og síðan er sagt að Southampton sé líka áhugasamt. Forseti Napoli hefur lýsti yfir áhuga á hárinu á Marouane Fellaini og kannske við getum selt hárið þangað og leikmanninn annars staðar og fengið hærra verð fyrir vikið.
Kaupmegin er fátt um traustar fréttir, Cavani segist ætla að verða áfram hjá PSG, allar fréttir um Di Maria snúast um PSG og Vidal… tja Vidal.
Hér höfum við ágætis tæki til að segja okkur hvort Vidal sé að koma. Einfaldlega setjið „Er Vidal á leiðinni til United“ í innsláttarreitinn, smellið á „Ask“ hnappinn og svarið mun birtast!
Skemmtið ykkur svo vel um helgina, farið varlega þegar við á og horfið á United – Real Madrid á morgun, laugardag, kl 20:06 ef þið mögulega getið.
Arnar says
Vidal á leiðinni (Staðfest).
Fékk „Yes definitely“ frá áttkúlunni.
Jón Sæmundsson says
As I see it, Yes!
En Cavani verður áfram hjá PSG ekki Napoli ;)
Björn Friðgeir says
*fer og pantar treyju Vidal 7*
Björn Friðgeir says
Jóh: Takk! Leiðrétt. Eitthvað tímaflakk í hausnum :)
Ísak Agnarsson says
Magic 8 ball segir allavega „yes definetly“ tannig vidal er ad koma !!
Þórhallur Helgason says
Reyndar fyndið með Ashley Young að ég man ekki eftir að hafa séð hann spila jafn vel og hann hefur gert í þessum leikjum á US túrnum síðan hann var enn í Aston Villa! Greinilegt að 3-5-2 leikkerfið hentar honum ágætlega. Spurning samt hversu mikið er að marka þessa leiki…
Magnús Þór says
„Will Manchester United win the Champions League?“ „Don’t count on it.“ Kúlan virðist virka.
úlli says
Eitt sem ég skil aldrei. Segjum til dæmis að Vidal og Hummels komi til okkar, sem væri nánast of gott til að vera satt, en hvað um það. Af hverju ekki að borga nokkrar milljónir í viðbót og fá þessa leikmenn til okkar sem fyrst í staðinn fyrir að þeir séu að detta inn jafnvel þegar deildin er byrjuð? Allir sem spilað hafa fótbolta vita að það skiptir máli að menn geti æft saman og kynnst áður en þeir spila saman sem lið og því fyrr sem það gerist því betra.
Hannes says
töfrakúlan hjá mér sagði „most likely“ :)
hvenær er þessi ameríkuæfingaferð búin ? held að LVG verði þá búin að átta sig á hvað hann vantar og þá fara fleiri kaup að detta inn. Ég vil sjá Hummels og Vidal og kannski er ég að biðja um mikið ef ég segi Reus líka en getur hann ekki spilað kant ? young , nani og valencia hafa verið skelfilegir og okkur vantar kantmann.
Björn Friðgeir says
Síðasti leikur í Bandaríkjunum er í kvöld eða á mánudagskvöld (miðnætti).
DMS says
Magic 8 ball says: „It is certain“
Ég er ekki alveg sannfærður, en vonum það besta.