Byrjunarlið United:
de Gea
Smalling Jones Blackett
Young Fletcher Herrera James
Mata
Chicharito Rooney
Á bekknum eru: Amos, M. Keane, Cleverley, Fellaini, Kagawa, Lingard, Januzaj
United spilar við Valencia núna klukkan 18.30. Við höfum þessa færslu hérna ef menn vilja ræða leikinn á meðan á honum stendur.
Ísak Agnarsson says
Gaman að sjá hversu vel liðið heldur boltanum, sem einkennir Man Utd m.a :)
Januzaj hlítur að koma inná en ég vona að við höldum Hernandez og hann sé í plönum Van Gaal.
Vilja allir þennan striker
Atli says
Vá hvađ Herrera er grjótharđur nagli þrátt fyrir ad vera pinkulítill og mjór. Hann negglir alla niđur og haggast ekki sjálfur, hann mun eiga miđjuna í enskaboltanum!
Rúnar Þór says
vona innilega að slúðrið um að Januzaj fá treyja nr. 11 sé bara bull, það á bara að taka frá þessa treyju sem tákn um virðingu því Giggs á það svo skilið. Ef ekki núna, ef ekki þessi treyja þá hvenær? Stærsta legend klúbbsins á þetta skilið!!!!
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Rúnar Þór skrifaði:
Ekki hrifin afþví að taka treyjunúmer úr umferð, vil frekar sjá menn horfa stolta á númerið og hugsa um hvernig þeir ætli að verða það góðir að þeir fái eitthvað ákveðið númer eins og hetjurnar sínar
Þórhallur Helgason says
Rosalega var ég hrifinn af þessum Fellaini sem kom inná í seinni hálfleik, miklu betri en Fellaini-inn sem við keyptum frá Everton í fyrra… ;)
DMS says
Ef að treyjunúmer hjá United verða tekin úr umferð vegna legend-a sem klæðast þeim, þá verða eitthvað fá númer eftir í framtíðinni. Það er bara þannig.
En varðandi leikinn þá verð ég að hrósa Fellaini. Hann vann ansi marga bolta á miðjunni eftir að hann kom inná, virkaði ákveðinn og átti svo gott mark í uppbótartíma. Var ekki alveg að fatta þessi fagnaðarlæti í hvert skipti sem hann snerti boltann, sennilega kaldhæðni í gangi? Fannst það ekki alveg sanngjarnt. Held það væri bara vitleysa að selja hann núna, hann verður að fá tækifæri undir nýjum stjóra til að sýna hvað í sér býr. Ef að Ashley Young getur blásið lífi í sína spilamennsku þá getur Fellaini það líka.
Sá eini sem hefur tekið litlum sem engum framförum er Cleverley. Mér finnst hann eitthvað svo flatur á öllum sviðum. Er hann góður sendingarmaður? Góður skotmaður? Góður tæklari? Snöggur? Teknískur? Mér finnst hann ekki skara fram úr í neinu, bara meðalmaður í öllu því miður og virðist bara spóla í sömu förunum alltaf.
En djöfulsins naut verður Phil Jones ef hann helst heill í lengri tíma. Var flottur í kvöld. Blackett einnig mjög stöðugur eins og í öllum þeim leikjum sem hann hefur spilað, verður klárlega partur af hópnum í vetur. Januzaj heldur vonandi áfram að bæta sig enn meira, átti hrikalega flotta sendingu á Rooney sem fór illa með gott færi.
Heiðar says
@ DMS:
Sammála þér með Fellaini. Öll hans snilld með Everton verður ekki rakin til þess að Everton sé slakara lið en United… maðurinn er einfandlega góður! Hann var greinilega ekki tilbúinn í þetta skref á síðustu leiktíð og hausinn ekki rétt skrúfaður á. Það á vel að vera hægt að nota hann sem a.m.k. squad player sem eykur breiddina og kemur inn á með hæð sína og styrk.
Ingvar says
Þessi fagnaðarlæti sem voru í hvert skipti sem Felli fékk boltann voru til að yfirgnæfa baul frá litlum hópi áhorfenda, forkastanlegt að baulað sé á hann. Átti vont season í fyrra eins og svo margir en á þetta ekki skilið frá eigin aðdáendum.