Þetta var hrikalega lélegt. Það er ekki boðlegt að lið eins og West Bromwich Albion komi á Old Trafford og spili mikið betur en heimaliðið og fari verðskuldað heim með stigin þrjú í pokahorninu. David Moyes stillti upp eftirfarandi liði:
De Gea
Jones Ferdinand Evans Büttner
Carrick Anderson
Nani Rooney Kagawa
Chicharito
Bekkur: Evra, Welbeck, van Persie, Valencia, Fellaini, Amos & Januzaj.
Rek ekki atburði leiksins lið fyrir lið heldur ætla ég að minnast á nokkra hluti sem mér þótti standa uppúr.
Leikhraði:
Liðið er að spila alltof hægt. Oft í leiknum töpuðu WBA menn boltanum á okkar vallarhelmingi og við áttum fína möguleika á skyndisóknum. Það fjaraði hinsvegar nánast alltaf út þar sem menn voru ekki nógu snöggir upp eða fóru til baka í staðinn fyrir að sækja að markinu. Liðið hefur nú ekki skorað mark í deildinni úr öðru en föstu leikatriði síðan Danny Welbeck vippaði yfir Michel Vorm þann þann 17. ágúst sl. Það er mikið áhyggjuefni og eitthvað sem menn þurfa að leita svara við á æfingarsvæðinu
Miðjan:
David Moyes er ennþá að finna besta miðjuparið en eftir það sem er liðið af þessu tímabil er ljóst að Anderson er ekki hluti af því. Hann hefur verið arfaslakur það sem af er tímabili og var einfaldlega hrikalega slappur í dag. Átti fjölmargar lélegar sendingar og lítur bara, því miður, alls ekki út fyrir að vera leikmaður í United-klassa. Hans tími er líklega endanlega upp runninn og nema hann bæti sig virkilega er hann á leiðinni burt. Carrick var heldur ekkert sérstakur í leiknum og það er ljóst að Moyes mun bæta við sig miðjumönnum í janúar-glugganum.
Það er hinsvegar jákvæð hlið á þessum leik að Nani var að spila vel ásamt Kagawa og Januzaj sem kom inn í seinni hálfleik. Nani og Januzaj voru þeir einu sem voru að reyna eitthvað þegar liðið var að sækja jöfnunarmarkið og áttu mjög fína spretti. Nani sýndi gamla takta oft á tíðum og liðið þarf að negla niður samning við Januzaj sem fyrst. Hann er núna í hörkuséns til þess að vinna sér hreinlega inn byrjunarliðssæti hjá United og það kæmi mér ekki á óvart ef við sæum hann spila mun meira á næstu vikum en áætlað var.
Vörnin:
Hvað er að gerast með Rio Ferdinand. Ég er ekki viss um að hann kæmist í Þórsliðið í Pepsi-deildinni með þessum frammistöðum í síðustu tveimur leikjum sínum. Hann var virkilega dapur gegn City og hann leit alls ekki vel út í mörkunum sem WBA skoraði í dag. Í fyrra markinu leyfði hann Amalfitano að rölta í gegnum miðja vörnina og í seinna markinu hafði hann ekki neina hugmynd um neitt.
Það er verulegt áhyggjuefni ef að hálfmeiddur Victor Anichibe getur gjörsamlega pakkað saman miðvarðaparinu okkar einn síns liðs. Evans og Rio voru dauðhræddir við hann og leyfði honum trekk í trekk að taka á móti boltanum að skila honum frá sér. Rio og Evans og miðjuparið okkar hafði svo ekkert svar við þeim félögum Sessegnon, Amalfitano og Berahino sem spiluðu feiknalega vel í svæðinu á milli miðju og varnar. Það sést svo langar leiðir að Büttner er ekki meira en deildarbikarleikmaður og hann á ekkert erindi í þessa deild. Hrikalegur varnarlega og aðeins betri sóknarlega. Því fyrr sem við náum okkur í alvöru arftaka Patrice Evra því betra.
Sóknin:
Wayne Rooney var góður sem fyrr og ávallt að reyna að skapa eitthvað. Javier Hernandez var lítt sjáanlegur í leiknum og það sama má segja um Robin van Persie eftir að hann kom inná. Það er áhyggjuefni hvað fremsti maðurinn í leikkerfinu hefur verið að taka lítinn þátt í leikjum tímabilsins er frá er talinn leikurinn gegn Swansea. Menn verða að finna leiðir til þess að nýta krafta Robin van Persie betur.
David Moyes:
Moyes sagði eftir leikinn gegn City að það væri ljóst að liðið þyrfti 1-2 leikmenn beint inní byrjunarliðið og það er auðvelt að sjá að það er rétt mat hjá honum. Við erum með sterkan hóp en það vantar fleiri afgerandi leikmenn og það er verkefnið hjá Moyes að bæta þeim leikmönnum við í næstu gluggum. Þetta var léleg frammistaða hjá liðinu en það eru bara 6 leikir búnir af tímabilinu og auðvitað fráleitt að afskrifa manninn strax. Moyes er ennþá að vinna með hópinn og þreyfa sig áfram. Það er eitthvað sem hann verður að fá tíma til að gera. 13. sæti er náttúrulega ekki það sæti sem við erum vanir að vera í en það er alveg ljóst að deildin mun verða jafnari en nokkru sinni fyrr og öll toppliðin munu misstíga sig. Aston Villa sigraði Manchester City í dag. Það geta allir unnið alla eins og sást í dag.
Hrikalega svekkjandi tap staðreynd og annað tapið í röð í deildinni. Það er ekki nógu gott og Moyes veit það alveg sjálfur. Leikmennirnir hafa ekki verið að standa sig vel og hann hefur ekki verið að standa sig nógu vel. Þeir vita það og þetta lið er með alveg nógu mikinn karakter til þess að skoppa til baka eftir þessa viku. Við vitum það hinsvegar manna best að tímabilið er langhlaup en ekki spretthlaut og það er ekki alltaf sá sem nær forskoti fyrstu metrana sem vinnur þessa deild, hvað þá sæti í Meistaradeildinni, sem er raunhæfa markmiðið fyrir Moyes í vetur. Framundan í deildinni eru, á pappírnum fræga, auðveldir leikur og því hægur leikur fyrir Moyes og félaga að vinna sig upp töfluna. Við munum örugglega sjá fleiri svona leiki undir stjórn Moyes og á vissan hátt eru þeir góðir því að nú eru sprungurnar að bresta sem Sir Alex Ferguson tókst svo meistaralega að fela. Það er hlutverk David Moyes að laga þær endanlega og leikir eins og þessi hjálpa til við það.
Runólfur says
Rosalega ánægður með þetta lið. Moyes er auðvitað ennþá að læra inn á svona þétt leikjaskipulag en miðað við þetta þá virðist hann vera að hugsa 2-3 leiki fram í tímann eins og SAF gerði og nota liðið á réttan hátt. Ánægður með hann :)
Björn Friðgeir says
Þetta er bara skrugguflott. Mönnum gefnir sénsar eftir góða frammistöðu í síðustu viku og svo erfiður útileikur í Donetsk á miðvikudaginn þannig að hægt verður að rotera aðeins.
Snobb says
#Moyesout
Elías says
Guð minn góður…. frammistaðann hjá mönnum í dag var skelfileg!!! eiginlega ekki meira hægt að segja um þetta.
Friðrik says
Í fyrsta sinn held ég að við þurfum að byrja fara hafa áhyggjur af meistaradeildarsæti.
Einar B says
Það verður alltaf skýrara hversu mikill töframaður Sir Alex Ferguson var, besti manager fyrr og síðar. Hvernig hann _valtaði_ yfir deildina í fyrra með þessu mannskap verður að teljast kraftaverk.
Ég var búinn að kvíða fyrir svona dögum.. Old Trafford er orðinn staður sem sem minni spámenn mæta fullir sjálfstraust um að ná í 3 stig, enda alls ekkert ólíklegt.
Þessi leikur. Vandræðalegt. 1-2 undir á móti WBA á Old Trafford það var nánast ekkert urgency í liðinu.
Spurningum þarf að vera svarað varðandi stjórnina, þjálfarateymið og hvernig í ósköpunum síðasti félagsskiptagluggi gerðist.
Það var alltaf fulljóst að transitionið sem ætti sér stað þegar Sir Alex Ferguson hætti yrði mjög erfitt, og með nýjum þjálfara þyrfti að styrkja hópinn vel. Stjórnin þurfti að veita honum eins mikinn stuðning og mögulegt er, en raunin varð eitt mesta sumar-fíaskó sem ég man eftir. Sátum eftir með / uppi með Fellaini sem var augljóslega ekki fyrsta val.
Ekki nóg með að Sir Alex hafi hætt, heldur var heilu þjálfarateymi skipt út á einu bretti sem hafði með Sir Alex byggt um sigurlið. Í staðinn mættu óreyndir (en ágætir) framamenn úr Everton.
Ég ætla ekki að sakast við Moyes í dag, hann styllti upp þokkalegu liði, svona miðað við þann mannskap sem við höfum. En liðið er með of marga farþega. Ég skil og mun ekki skylja hvað Büttner er að gera í United, hvað þá þessari deild. Hann er í besta falli Championship material. Rio Ferdinand hefur átt _skelfilega_ viku og átt alls, alls ekki heima í liðinu í dag. Jones er góður leikmaður, en hann er ekki bakvörður og nýtist ekki sem slíkur.
„Anderson – Carrick“ og/eða „Fellaini – Carrick“ miðja er því miður steingeld. Ágætis leikmenn allir þrír en mynda því miður litla sem enga ógn.
3. til 4. sætið hlýtur að vera takmarkið í ár, þetta lið á ekkert í neina titilbaráttu með þessu áframhaldi.
Það þarf 2-3 topp, toppklassa leikmenn í þetta lið ef það á að eiga eitthvern möguleika á titlinum.
Egill says
ekki veit ég hvaða leik skýrsluhöfundur var að horfa á en Anderson var sá eini sem reyndi að finna pláss til að senda boltann og var sá eini sem hljóp með boltann á miðjunni. Januzaj gat ekki losað sig við boltann án þess að koma honum á andstæðinginn, hann átti einn sprett undir lokin og that’s it. Hann er enn ungur og mikið efni en hann er ekki tilbúinn í svona leik ennþá.
Jónas Þór says
Maður Leiksins : Nani
eini sem þorði að stíga upp og gera einhvað, þegar hann fór fram hjá 4 – 5 mönnum þarna einu sinni og feikaði skotið 2x átti hann einfaldlega að skjóta sjálfur. Það þarf að spila honum í næstu leikjum því djöfull sem hann getur labbað fram hjá leikmönnum þegar hann nennir því.
Januzaj var flottur, mjög sáttur við það að hann hafi fengið heilan hálfleik í dag, hlýtur bara að skrifa undir nýjan samning.
Davíð Orri Guðmundsson says
Við megum ekki gleyma því að við vorum að spila flottan bolta meirihluta fyrri hálfleiks, boltinn rúllaði fallega á milli manna og miðjumennirnir, sem og bakverðirnir báðu megin stóðu sig mjög vel.
Í seinni hálfleik missti liðið hinsvegar allt sjálfstraust. Hversvegna skal ég ekki segja, en ég held að það hafi eitthvað með sóknina að gera, það brýtur niður sjálfstraustið að vera með flott miðjuspil, og hafa engan til að klára þessi færi.
Rooney er „bara“ miðjumaður, Hernandez er ekki alveg að vinna eins vel og maður kysi, og þ.a.l. vantar finishing touch í þessi flottu miðjuspil hjá liðinu.
Þessvegna er Welbeck oft að fá spilatíma, þessvegna þurfum við RVP.
Hjálmar says
Leikir gegn liðum eins og Chelsea, Liverpool eða Man. City (á heimavelli eða ekki) munu ekki setja pressu á Moyes. United spilaði vel í tveim af þessum þrem leikjum.
En tap gegn „littlu“ liðunum á heimavelli mun setja pressu á kallinn, ennþá meiri þegar liðið spilar eins herfilega í dag. Ég sá bara seinni hálfleikinn þannig að ég dæmi bara út frá því.
Uppstilingin í dag er kannski ekki sú versta fyrir utan tvo eða þrjá leikmenn, en skiptingin í hálfleik er alveg út úr korti í 0-0- stöðu!
Lykillinn fyrir Moyes til að halda pressunni frá sér er að vinna þessa leiki gegn minni liðunum heima og heiman (með einstökum jafnteflum inn á milli úti) og því á hann ekki og má ekki taka áhættu í uppstillingu og skiptingum í dag.
Nenni ekki að fara í einstaka leikmenn, þó nokkrir sem hægt er að setja út á. Ekki bara í dag heldur heilt yfir.
Héðinn says
Þó að uppspilið hafi verið (að einhverju leiti) til staðar í fyrri hálfleik þá var það bara alltof hægt. Síðan var ekkert að gerast í seinni hálfleik. Þetta höfum við líka verið að sjá í síðustu leikjum, spilið er of hægt og menn eru alltaf að taka 2-3 snertingar á boltann í staðinn fyrir að láta hann rúlla. Varnarleikurinn var svo enn verri, bæði á miðjunni og vörninni. T.d. í markinu hjá Amalfitano þá fékk hann boltann á eigin vallarhelmingi og hljóp með hann einhverja 60 metra, en samt þurfti hann bara að leika framhjá einum manni! Rio leit vissulega mjög illa út þar því þetta var of einfalt en málið er að Amalfitano átti aldrei að komast þetta langt án þess að vera svo mikið sem truflaður af United manni.
Mér fannst Nani okkar besti maður í dag, síðan Rooney og Anderson. Þetta eru einu mennirnir sem manni fannst vera að reyna eitthvað. Og þó ég hafi oft kvartað yfir því hvað ungu strákarnir fá fáa sjénsa þá fannst mér skrýtið að henda Janusaj inn í þessari stöðu. Allt í lagi að henda honum inná eftir 60+ mínútur þegar við erum að vinna, en hann átti ekkert erindi í þennan leik. Gegn liði sem er baráttuglatt og með líkamlega sterka leikmenn átti hann lítinn sjéns. Sérstaklega þegar aðrir leikmenn liðsins voru hreinlega ekki með fulla meðvitund.
Guðjón says
United-liðið í dag var algjör hörmung. Varnarleikurinn var hreinasta arfaslakur og það vantar allt flæði í sóknarleikinn – leikmenn eru í sárafáum tilfellum að bjóða sig eða búa til eyður fyrir aðra. Kraftleysið er algjört og leikur þess skelfilega hugmyndasnauður. Alltof margir leikmenn, og þá er leikmannahópurinn allur undir, hafa ekkert að gera í spilamennsku á efsta stigi, s.s. Evans, Büttner, Ferdinand, Giggs, Anderson, Smalling, Young, Valencia og jafnvel Hernández. Þá set ég spurningamerki við leikmenn á borð við Carrick, Kagawa og Cleverley.
Að mínu mati er það deginum ljósara að það þarf að bylta leikmannahópnum hjá United ansi mikið og það fyrr en síðar. Alltof margir hafa þar ekkert að gera og þá þarf að losna við. Jafnframt þarf að versla skynsamlega inn, það þýðir ekkert að kaupa að stærstum hluta efnilega leikmenn í þeirri von að þeir verði einhvern tímann góðir. Það þarf að kaupa góða leikmenn og ég er ennþá hundfúll yfir því að félagið skyldi ekki svo mikið sem reyna að krækja í Özil. Hann hefði komið að góðum notum.
Friðrik says
Januzaj lofar góðu og er sjálfsögðu framtíðarleikmaður en það er kannski ekki rétt að henda honum inn þegar við erum að tapa ( kom samt inn í 0-0 held ég). Kannski er hann að fá spiltíma útaf því menn óttast að Pogba dæmið endurtaki sig.
Georg says
Vá ég þurfti að gá hvort ég væri á réttri síðu þegar ég las þennan væll!
Þetta „skítalið“ eru enskir meistarar fyrir utan Fellaini og Moyes þarf tíma til að stilla liðið af!!
Ég er þó sammála að Anderson er ekki meistaramaterial hvað þá Buttner.
Stefán says
Anderson þarf bara fleiri leiki, sem og Kagawa,Cleverley og Buttner etc.
Hann er alveg í United klassa en er því miður sammála með Ferdinand, ég veit ekki hvað hann er að gera í þessu liði, ég fékk nóg af honum í hitt í fyrra, átti síðan betra season á seinasta ári en svo er hann byrjaður aftur í ruglinu, þetta er bara orðið ágætt. Út með Ferdinand og Young og halda áfram að trúa á Moyes og liðið, we will bounce back.
Stefán says
Var hinsvegar mjög ánægður með Nani og Anderson var sprækur.
Rooney og Carrick áttu samt að gera mikið betur, þeir voru bara ráðalausir og það hefur mikil áhrif á liðið.
Kristján Birnir Ívansson says
RIO Ferdinand hefur hægt og bítandi farinn að minna Laurent Blanc þegar sá gaur var hérna um árið. Rio átti klárlega fyrsta markið en De Gea ákvað að vera spænskur og mæta ekki út í boltan. Veit ekki með seinna markið en grunar samt að það skrifist RIO. Hanns tími er liðinn.
Erlingur says
Ég bara segi nákvæmlega eins og einhver sagði hér að ofan. Ég veit ekki á hvaða leik greinarhöfundur var að horfa á útaf gangrýninni á Anderson, sýst af öllu á hann mestu gagnrýni skilið þegar heilt lið er með allt upp á bak og framkvæmdarstjórinn situr eða stendur á hliðarlínunni óskeindur.
Moyes hlýtur að vita betur en svo að lið eins og W.B.A sé að koma á Old Trafford til að gefa þeim eitthvað.
Liðið sem hann stillti upp var allan daginn nógu sterkt til að vinna. En vissulega það vantaði allt tempó í spilið og var þó hægt að segja að Anderson reyndi að sækja hratt með boltann fram á við af miðjunni, þó hann hafi ekki átt einhvern stjörnuleik.
Ekki lagaðist nú spilið eða tempóið við að setja Fellaini inná þegar W.B.A var komið 1-2 yfir.
Hvað sér Moyes sem við sjáum ekki, þegar liðið er varla að halda boltanum í leik gegn W.B.A á Old Trafford og tenging bæði milli miðju og sóknar er slitrótt, en ekki síður milli varnar og miðju.
Hvað á Fellaini að færa miðju United sem þeir hafa ekki nú þegar í öðrum leikmönnum?
Ég get nefnt eitt, það er hæðin/Möguleikar í föstum leikatriðum og jafnvel ómótstæðilegur styrkur.
En það eru ár og dagar síðan við vorum með mann eins og R.Keane á miðjunni sem tæklaði alla og allt og var svona naut.
United aðlagaðist því að breyta leikstílnum í samræmi við aðrar gerðir miðjumanna.
Þessi gluggi sem Moyes hafði til að versla inn menn er saga sem sýnir manni núna hve ílla var haldið á spilunum.
Hvað þýðir þá fyrir gæjan sem tekur við svona liði að tala um eftir að City skeinir okkur að liðinu vanti 1-2 leikmenn inn í byrjunarliði? AF HVERJU KEYPTI ÞÁ MANN FÍLANN EKKI ÞÁ LEIKMENN?
Ég er svo ósammála mönnum sem eru með ummæli á borð við það að það þurfi að sópa út fullt af mönnum í liðinu sem séu ekki í UNITED klassa. Eru menn alveg búnir að gleyma því að United er lið sem hefur lengi vel spilað á liðsheild margra misgóðra leikmanna. Heimsklassa leikmenn eru þar alltaf áberandi, en þeir eru ekki 11-15 talsins. Langt því frá.
En þeir leikmenn sem ég segi að séu helst komnir á tíma eru þessir:
Young, hann er búinn með sitt. Giggs, orðin of gamall, þrátt fyrir frábæran leik í bikarnum. Hann á bara að spila leiki þar sem við erum að spila við algjör minor lið.
Ferdinand, hann var bara ekki nógu traustur gegn City, er farinn að lýjast.
Aðrir í liðinu eru með nóg eftir og urðu ekki allt í einu ómögulegir við að D.Moyes tók við.
Ég er sammála þeim sem sagði það að ekki nóg með að Ferguson hætti heldur hættir svo heilt þjálfarateymi einnig sem aðstoðaði kallinn við að halda þessu saman.
Það var gríðarleg eftirsjá af Mulensteen(veit ekki hvernig það er skrifað)
Flottur leikgreinandi og taktískur þjálfari. En fá svo bara einhverja minni spámenn frá Everton yfir. Æii maður gæti fengið flog.
Auðvitað þurfa þeir tíma og setja sinn svip á þetta. En það er alveg ljóst að Moyes þarf að fara í damage control núna, 2 tapleikir í röð í deildinni og heima gegn W.B.A algjör skandall.
Liðsvalið hjá honum og taktíkin þetta er ekki komið í balance og stundum finnst mér eins og hann sé ekki með hugmynd um það hvernig þurfi að spila gegn liðum til að brjóta þau á bak aftur.
Það er ekki verið að skora mikið af mörkum úr opnu spili, hvað á það að þýða?
Góðar stundir.
Hannes says
Rio, takk fyrir vel unnin störf en þinn starfskraftur er ekki óskað lengur hér, farwell.
Tryggvi Páll says
Ég er mikill aðdáandi Anderson og þegar hann er upp á sitt besta er hann einfaldlega frábær. Mér fannst hann samt ekki góður í gær, var að dúndra sendingum út af hér og þar og hann virkar ekki sem annar tveggja miðjumanna. Hann þarf að hafa tvo miðjumenn með sér. Það sást í gær að hann og Carrick gátu engan vegin veitt vörninni stuðning og miðjumennirnir fyrir aftan framherjann hjá WBA léku lausum hala og fóru illa með okkur. En sitt sýnist hverjum. Kannski var ég fullfljótur á mér að afskrifa hann enda verulega pirraður þegar ég skrifaði þetta. Sem leiðir að næsta punkti:
Það er bersýnilega að koma í ljós að við United-stuðningsmenn sem heild kunnum auðvitað ekkert að taka á mótlæti enda afskaplega góðu vanir. Held að við séum flestir sekir um þetta. Hysterían er ráðandi. Við gagnrýnum Moyes fyrir allt sem hann gerir og gerir ekki og ætli það sé ekki um þessar mundir svona milljón stuðningsmenn sem telja sig vita betur en hann hvernig á að gera þetta. Það er ekkert að því að gagnrýna en við þurfum að gefa honum tíma.
Það tók Ferguson mörg ár að byggja upp meistaralið og ég leyfi mér að fullyrða að hann var ekki að keppa við jafn mörk sterk lið og eru í deildinni akkúrat núna. Við verðum bara að minna okkur á það í sífellu að hann á skilið að fá sitt tækifæri og umfram allt tíma. Auðvitað viljum við titilinn og ekkert annað en ef maður á að vera raunsær verður maður að segja að ef Moyes skilar liðinu í Meistaradeildina á næsta ári yrði ég sáttur. Ekki glaður, en sáttur.
Guðjón says
Moyes segir að Zaha sé ekki tilbúinn fyrir Úrvalsdeildina. Þeir sem léku fyrir United í gær voru það heilt yfir ekki heldur, nema þá de Gea, Jones, Carrick (sem var þó alls ekki góður) og Rooney. Væri ekki ráð að tefla Zaha fram í næsta leik og athuga hvar hann stendur miðað við hina?
Sé að nokkrir eru að bera í bætifláka fyrir Anderson og auðvitað sýnist þar sitt hverjum. Ég hef aldrei verið aðdáandi hans og fundist hann afar veikur hlekkur í liðinu, einkum sóknarlega, en hann er algjörlega „einfættur“ og slíka leikmenn er oft auðveldara að eiga við heldur en þá sem eru jafnvígir á báða fætur. Þá bæði skapar hann sér fá færi og hvað þá að hann skori eitthvað af mörkum, fyrir utan það að eiga ansi oft mislukkaðar sendingar. Það er sumsé – að mínu mati – afar lítil ógn af honum og við þurfum miklu betri leikmann inn á miðsvæðið en hann; leikmann sem getur haldið uppi dampi í sóknarleiknum og ógnað bæði með sendingum og skotum, sem og gegnumbrotum (muniði eftir mörkum Keane gegn Arsenal haustið 1999?).
Hef þó, þrátt fyrir allt, fulla trú á því að Moyes nái að byggja upp gott lið, en hann þarf að losa sig við ansi marga og versla aðra og betri í staðinn til að svo megi verða. Verst að hann skyldi ekki nota suimarið betur í þessa þágu.
Snorkur says
Þessu rugli með að Anderson þurfi bara að spila meira .. verður að fara að linna
hann er ekki góður fótboltamaður .. kæmist sennilega ekki í KR þó hann kæmist í form
Er kominn á þá niðurstöðu að sennilega sé þetta Anderson blæti til komið af von feitra drengja um að þrátt fyrir hold-mikinn vöxt sé hægt að ná langt í boltanum
i.am.vill.i.am says
Ég hef engar áhyggjur, get ekki beðið eftir næsta leik.
Friðrik says
Afhverju var Kagawa tekinn út af í hálfleik?
Runólfur says
Er ég að lesa Kop.is eða?
Jesús kristur hvað menn geta vælt.
Skítur skeður, Moyes stillti upp liði sem átti alveg að geta unnið W.B.A. Greyið Moyes lagði kannski of mikla trú á „squad players“.
Moyes hefði virkilega þurft á því að halda að stjórnin hefði gert sitt og keypt Baines + djúpan skapandi miðjumann.
Allir þeir gallar sem sjást á liðinu núna sáust á sama tíma í fyrra, vörnin er berskjöldið, hafsentarnir bakka alltaf frá sóknarmönnum á ferðinni, hafsentarnir (fyrir utan Vidic) höndla ekki alvöru target senter etc etc.
Ingvar says
Sammála þér Runólfur. Ég held að menn séu að missa sig aðeins í dramatíkinni. Moyes er búinn að stýra United núna í 9 leikjum, sem hægt er að kalla keppnisleiki. Til að gera langa sögu stutta þá hefur hann unnið 5 jafntefli í einum og tapað 3. Auðvitað er alveg ömurlegt aða tapa fyrir Liverpool og City en eru þetta viðureignir sem við höfum verið að hala inn fjölmörgum stigum inn í gegnum tíðina? Einu úrslitin sem hafa verið virkilega slök voru núna um helgina og framistaðan sú slakasta í langan tíma. Á næstum hverju einasta tímabili sem ég man eftir hafa komið einhver svona fáránleg úrslit og jafnvel á heimavelli. Man t.d þegar við töpuðum fyrir Blackburn á OT í desember í hittifyrra, og voru þeir með allra slakasta liðið í deildinni.
Held að menn ættu aðeins að anda með nefinu. Moyes er með sama lið í höndunum og urðu meistara í vor þannig að eitthvað hljóta þeir að geta. Svo skulum við bara ekki gera poolurum það til geðs að vera væla eins og þeir hafa gert seinust 20 ár, þeir halda nefnilega að þeir séu að verða meistara.
Áfram United og áfram Moyes