Minni fólk á upphitun fyrir Sunderland-leikinn á morgun.
Nú rétt fyrir fréttir á þessu ágæta laugardagskvöldi varpaði spænski blaðamaðurinn Guillem Balague fram sprengju á Twitter:
Things finally moving about di María: meetings (agents, clubs) will take place early nxt wk. He has chosen United
— Guillem Balague (@GuillemBalague) August 23, 2014
Real and United are very close in the valuation of the player. He will cost MORE THAN 60m euros, could be 70. He will wear number 7 — Guillem Balague (@GuillemBalague) August 23, 2014
Cristiano told di María United is the club to go. Mendes is returning to Europe from Singapur to finalise deal. All very very close.
— Guillem Balague (@GuillemBalague) August 23, 2014
Nú, Balague þessi vinnur á Sky Sports en er samt sem áður ekki sá áreiðanlegasti í bransanum. Hann er jú auðvitað sá sami og sagði að United hefði lagt inn innborgun fyrir kaupum á Falcao og hann væri að leita sér að íbúðum í Manchester. Eitthvað hefur íbúðarleitin gengið illa því ekki er Falcao á launaskránni hjá United.
Þegar fleiri blaðamenn frá fleiri miðlum fara að birta svipaðar upplýsingar veit maður að eitthvað er til í þessu. Fyrstur var Ian Ladyman frá Daily Mail.
FULL STORY: Manchester United on the verge of signing £50m Angel Di Maria http://t.co/VcUtu7m6vi
— MailOnline Sport (@MailSport) August 23, 2014
To those asking and with all respect to Sky – who do get good info – the Di Maria story on Mail website is independently sourced. #mufc
— Ian Ladyman (@Ian_Ladyman_DM) August 23, 2014
Daily Mail eða The Daily Fail er auðvitað ekki það áreiðanlegasta en Ian Ladyman er hinsvegar blaðamaður sem má treysta. Inntakið í þessari frétt hans er að kaupverðið í kringum 50 milljónir, hann fái um hálfan Rooney (200.000 pund)í laun á viku og hann hafi valið United fram yfir PSG. Blamaður sem má hinsvegar algjörlega treysta er Daniel Taylor, yfirritstjóri knattspyrnuumfjöllunnar The Guardian. Hann hafði þetta að segja um málið:
Positive vibes from #MUFC this evening after latest round of talks with Real Madrid for Angel Di Maria — Daniel Taylor (@DTguardian) August 23, 2014
Það er meira kjöt á beinunum hjá The Telegraph:
Angel Di Maria in advanced talks over a £60m move to Manchester United – @JBurtTelegraph reports http://t.co/tNpLhJygTJ
— Telegraph Football (@TeleFootball) August 23, 2014
Þar segir að forráðamenn United hafi verið á eftir Douglas Costa, leikmanni Shakhtar, eftir að hafa fundist Real Madrid vilja alltof mikinn pening fyrir Di María. Einnig er talað um leikmenn sem gætu verið á förum frá félaginu. Þar segir að Welbeck vilji ekki fara og erfitt sé að losa um þá leikmenn sem félagið vill losna við vegna þess hve góðum samningum þeir séu á. Jafnframt segir að United sé á eftir varnamanni/mönnum og þar séu Medhi Benatia og Daley Blind helst nefndir á nafn.
United hefur eytt öllu sumrinu í að hafna öllum orðrómum, þó ekki í þetta skiptið:
No comment from #mufc on Di Maria, which is a change from previous position…
— Mike Keegan (@MikeKeegan_DM) August 23, 2014
Endum þetta á þessum rosalega teaser frá ESPN:
Angel Di Maria's arrival is, United hope, the first of three players in 7 days.
Details soon.
— Alex Shaw (@AlexShawESPN) August 23, 2014
Magnús says
Bara frábært ef satt reynist. Veitir ekki af nýjum andlitum.
DMS says
Hver er þessi Alex Shaw hjá ESPN? Eitthvað að marka hann?
Hjörvar Ingi Haraldsson says
@ DMS:
It’s twitter, it must be true
Tryggvi Páll says
Alex Shaw vinnur á ESPN sem er miðill sem vill láta taka sig alvarlega. Fréttin sem hann vísar til er hér: http://www.espnfc.com/story/1999855/manchester-united-on-verge-of-angel-di-maria-deal-sources-say
Hún er unnin af Miguel Delaney sem er blaðamaður sem hiklaust má treysta, mæli enn á ný með að menn fylgist með honum á Twitter, ef menn eru þar á annað borð.
Kristjans says
Erum okkar menn ekki með einhver vildarkjör við Real Madrid (Beckham, Nistelrooy, Heinze)? Er þetta ekki örugglega 2 fyrir 1 díll? Di Maria og Khedira?
EF og ég ítreka EF af þessum kaupum á Di Maria verða, er ekki líklegt að Van Gaal fari að spila 4-3-3?
Annars rak ég augun í þetta hér í greininni sem Tryggvi vísar til:
There is also confidence that United can sign Daley Blind from Ajax, while manager Louis van Gaal remains in the hunt for another midfielder.
Di Maria, Blind og miðjumaður – já takk!
DMS says
Hef séð nokkra tala um að Blind sé ofaukið, við séum nú þegar með Shaw og Rojo til að leysa vinstri bak.
Held að eftir HM þá gleymi menn því að Blind var að spila sem djúpur á miðju hjá Ajax á síðasta seasoni og var kosinn Dutch Footballer of the Year í kjölfarið. Van Gaal notaði hann sem vinstri vængbakvörð hjá Hollandi á HM enda getur hann líka leyst þá stöðu, sem og miðvörð jafnvel.
Gæti alveg trúað því að Van Gaal taki inn Blind líka og ætli sér að nota Rojo meira sem miðvörð. Þó það sé auðvitað alltaf bara kostur ef menn geta hoppað í fleiri en eina stöðu, sérstaklega í ljósi meiðslapésanna sem við erum með í vörninni hjá okkur núna.
En núna er maður kominn langt fram úr sér á laugardagskvöldi. Ætli sé ekki réttast að bíða eftir staðfest á Di Maria áður en maður fer í fleiri draumóra.
Karl Gardars says
CR7 halló :) @ DMS:
@ Kristjans:
úlli says
50 eða 60 milljónir fyrir Di Maria? Hvaða sturlun er þetta eiginlega. Ég fékk vægt áfall að sjá að okkar félag númer tvö eða eitthvað á lista yfir net spending síðustu tveggja eða þriggja tímabila. Samt finnst manni ekkert nema meðalmenn hjá félaginu. Svo erum við alvarlega að yfirborga fyrir Mata, Fellaini og fleiri, núna greinilega Di Maria. Ég hreinilega átta mig ekki á þessu. Svo er maður að horfa upp á Balotelli fara til Liverpool á smánarlega upphæð. Verður það svo Vidal á 50 milljónir líka? Annars merkilegt hvað allir eru sammála um að það sé einn besti miðjumaður í heimi, bara því hann lítur út fyrir að vera nagli. Hefur einhver séð hann spila hjá Juventus? Sem er btw langbesta félagið á Ítalíu og með mann eins og Pirlo með honum. Ég reyndar missti af leikjunum með honum á HM. Hvað um það. Mér hálfblöskrar að sjá þessar upphæðir sem við erum að punga út.
Guðni Kristjánsson says
@ úlli:
Hjörvar Ingi Haraldsson says
@ úlli:
Kannski er ég skrýtin en það skiptir mig engu máli hvað leikmenn kosta. Ef liðið hefur efni á þessu og það styrkir liðið þá frábært, ef við höfum ekki efni á leikmönnum styrkja liðið þá er það ömurlegt.
úlli says
Þar að auki, eins og einhver nefnir að ofan þá hefði maður nú haldið að við ættum inni nokkra vildarpunkta hjá Madridingum eftir Beckham, Ronaldo og Nistelrooy. Svo virðist ekki vera.
úlli says
Neinei Hjörvar, ég er svo sem alveg sammála þér þannig séð. Ætti ekki að skipta okkur máli svo lengi sem ekki er verið að eyða um efni fram.
Einar B.E. says
Þetta yrði stórkostlegt en ég trúi þessu ekki fyrr en ég sé hann haldandi á treyjunni við hliðiná skælbrosandi Ed Woodward. Hann er klárlega í topp 10 í heiminum og yrði frábær viðbót, myndi hleypa hraða í leikinn.. Mata í 10unni og með Di Maria og Januzaj á köntunum er frekar spennandi tilhugsun. En, slúður er slúður, ég veit ekki hve oft við vorum búnir að kaupa Sneijder, Thiago, Ronaldihno, Vidal os.frv.
@úlli Fellaini voru algjör panic buy ala Moyes/Woodward. Ein verstu panic buy sem ég man eftir, fyrir utan Andy Carroll auðvitað. Balotelli fer á 16m punda því hann er Balotelli. City keypti hann á 21m og seldi hann til milan á 19m punda þar sem hann hefur staðið undir væntingum og eðlilega fallið í verði. Hann er góður leikmaður en skemmt epli sem þeir Milan stuðningsmenn sem ég þekki eru nokkuð sáttir með að hverfi á brott. Þetta er áhætta, gæti margborgað sig en gæti líka komið illa í bakið á scouseruum. Verði þeim að góðu. Ég myndi á hverjum degi velja Sturridge og Sterling framyfir Balotelli.
Og varðandi Vidal – United hefur ekki boðið krónu í hann – þetta er 99% uppblásið slúður í ensku pressunni. „Annars merkilegt hvað allir eru sammála um að það sé einn besti miðjumaður í heimi, bara því hann lítur út fyrir að vera nagli.“ Og svo talar þú sjálfur um að þú hafir aldrei séð hann spila!? Burtséð frá öllu slúðri og kjaftæði um hugsanlega sölu Juve á Vidal þá mæli ég með að þú fylgist með þessum leikmanni í gegnum einn leik, hann er virkilega góður og myndi labba inn í United miðjuna.
Karl Gardars says
Maðurinn er búinn að kveðja að sögn angelotti!!
Erum við að tala um Di maria í sjöunni fljótlega?? :)
Ég er sammála Úlla með verðmiðana á leikmönnum en ég lít á þetta meira sem refsingu fyrir forheimsku liðinna ára. Svona svipað eins og þegar þú sleppir því að bóna bílinn þinn eða bera á pallinn. Þú græðir kannski smá bón og fúavörn á því en það kemur að því að allt draslið er ónýtt.
Meistari Ferguson, Woodward og auðvitað fyrst og fremst þessir glazer mannask*tsheilar eiga sökina af þessum verðmiðum. Það er mitt mat.
Annars er maður alltaf eins og smákrakki á jólunum þegar svona gaurar eru orðaðir við liðið :)
Karl Gardars says
Svo væri alveg eftir því að hann yrði mættur á æfingu hjá PSG í næstu viku :)
úlli says
@Einar: Ég átti nú ekki við að ég væri einhver undantekning. Það hafa fæstir séð eitt né neitt til Vidal en menn láta eins og þeir þekki hann út og inn. Finnst það bara hálfskondið. En efa svo sem ekkert að hann sé flottur.
En það er allavega greinilegt að við eigum nokkuð hressandi daga framundan.
DMS says
Við höfum eiginlega ekki efni á því að styrkja ekki liðið. Það verður dýrara fyrir okkur til lengri tíma litið. Þannig að 50-60m punda fyrir Di Maria er eitthvað sem við verðum bara að sætta okkur við. Liðið er vel stætt fjárhagslega, skuldirnar orðnar viðráðanlegar og liðið hefur verið að gera gríðarlega stóra og góða styrktarsamninga. En forsendan fyrir þeim er auðvitað að við komumst beint aftur í deild þeirra bestu, meistaradeildina.
Van Gaal talar um að það vanti jafnvægi í leikmannahóp United og þar hefur hann rétt fyrir sér. Þetta tekur allt tíma, það þarf að taka til í hópnum. Ekki bara bæta við heldur einnig losa okkur við farþega af launaskránni. Nani mun sennilega yfirgefa liðið eftir lánssamninginn og Anderson er sennilega á útleið líka.
Okkur vantar samt ennþá miðjumann og helst einn vanarmann í viðbót. Ég held að við munum sennilega ekki kaupa Vidal fyrst við erum að eyða svona miklu í Di Maria, en Nigel De Jong væri ódýrari kostur sem væri ekkert óskynsamlegur. Þekkir Van Gaal, nagli og einmitt svona dúddi sem okkur vantar á miðjuna til að vinna boltann. Maður skilur svo sem vel að United séu aðeins hikandi að eyða svona miklum fjármunum í Vidal ef það eru einhverjar efasemdir um hnéð á honum. Við höfum nú áður keypt mann sem var „gölluð vara“, sá hét Owen Hargreaves. Daley Blind er líka áhugaverður kostur. Er með góðar sendingar, spilar sem djúpur á miðju en getur líka leyst vinstri bak.
Ég skil ekki af hverju Moyes tók ekki bara Strootman í fyrra. Hann var orðaður við okkur, sagðist sjálfur vera opinn fyrir skiptum til United í fjölmiðlum en getuleysið það sumar varð til þess að Roma tóku hann og við enduðum með Fellaini. Núna verður Strootman ekki fáanlegur nema á uppsprengdu verði, þ.e.a.s. ef hann jafnar sig á þessum hnémeiðslum eðlilega.
Valdemar Karl says
Di Maria er á Carrington, fáum (staðfest) í dag eða þá í síðasta lagi á morgun :)