MINNUM Á 1.ÞÁTT AF PODCASTI RAUÐU DJÖFLANNA SEM FÓR Í LOFTIÐ Á SUNNUDAGINN.
Það var góður slatti af leikmönnum United sem tóku þátt í landsleikjum í þessu landsleikjahléi. Í Evrópu hófst undankeppnin fyrir EM2016 í Frakklandi og að þessu sinni er spilað samkvæmt nýju fyrirkomulagi. Leikjunum hefur verið raðað upp á nýtt í eitthvað sem UEFA kallar fótboltaviku. Jafnfamt voru spilaðir nokkrir æfingaleikir.
David de Gea spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Spán þegar hann varði mark þeirra í vináttuleik gegn Frökkum á fimmtudaginn. Spánverjar töpuðu 0-1. Hann sat á bekknum í 5-1 sigri Spánverja gegn Makedónum í C-riðli undankeppni EM
Wayne Rooney, Phil Jones og Danny Welbe… spiluðu báða leiki Englands. Rooney skoraði sigurmark Englendinga í vináttuleik gegn Noregi á miðvikudaginn fyrir viku. Þar með komst hann upp fyrir Michael Owen og er orðinn fjórði markahæsti leikmaður enska landsliðsins með 41 mark. Þeir félagar spiluðu svo báðir í 0-2 sigri á Sviss í E-riðli undankeppni EM. Phil Jones fór haltrandi af velli rétt fyrir lok leiksins og það er óvíst með alvarleika meiðslanna, vonum að það sé ekkert alvarlegt.
Hollendingarnir okkar áttu ekki góða viku. Robin van Persie og Daley Blind spiluðu með Hollendingum þegar þeir töpuðu gegn Ítölum í vináttuleik 0-2 á fimmtudaginn og í gærkvöldi töpuðu Hollendingar fyrsta leiknum í undankeppni EM gegn Tékkum, 1-2. Blind lagði upp mark Hollendinga. Þessi lið er eru einmitt með okkar mönnum í riðli í A-riðli undankeppni EM.
Adnan Januzaj fékk hálftíma með Belgum í vináttuleik gegn Áströlum á fimmtudaginn. Belgar unnu 2-0.
Darren Fletcher var fyrirliði Skota þegar þeir stríddu nýkrýndum heimsmeisturum Þjóðverja í D-riðli. Skotar þurftu þó að sætta sig við 1-2 tap.
Skotar voru þó ekki eina landsliðið sem stóð í hárinu á Þjóðverjum. Eins og frægt er orðið sá Ángel di María alfarið um Þýskaland þegar Argentína hefndi fyrir tapið í úrslitaleik HM með afar sannfærandi 1-4 sigri. Di Maria lagði upp þrjú mörk og skoraði eitt. Marcos Rojo spilaði einnig í leiknum.
Falcao sneri til baka með Kólumbíu-mönnum þegar hann kom inná í 1-0 tapi gegn Brasilíu.
Antonio Valencia átti að spila með Ekvadorum gegn Bólivíu en hann og landsliðsþjálfarinn sættust á það að Valencia fengi frí að þessu sinni.
United mætir svo Rio Ferdinand og QPR á sunnudaginn næstkomandi. Er fastlega búist við því að leikmenn eins og Falcao, Rojo, Blind og Shaw spili sína fyrstu keppnisleiki fyrir United. Spennandi.
Skildu eftir svar