Það er ekki ofsagt að flestir United aðdáendur hafi verið stressaðir fyrir leikinn í dag þegar Chelsea kom í heimsókn. En þó að það hafi tekið tímann sinn fór svo á endanum að jafntefli urðu sanngjörn úrslit leiksins.
Falcao og Jones höfðu meiðst á æfingum og Fellaini fékk tækifærið eftir góða frammistöðu gegn WBA.
á bekknum voru: Lindegaard, Blackett, Fletcher, Carrick, Herrera, A. Pereira og Wilson
Lið Chelsea leit hins vegar svona út, Diego Costa meiddur og Didier Drogba kom inn
Óhætt er að segja að leikurinn hafi byrjað á fullu. Chelsea átti fyrsta færið, Oscar skaut í horn eftir hræðilega sendingu Rojo, Fellaini hreinsaði úr horninu og var svo kominn einna fremstur í hraðaupphlaupið en sú sókn endaði með skoti Di María yfir. Fellaini var svo aftur kominn inn í vörnina til að hirða boltann af Hazard inn í teig og stoppa þannig snyrtilega sókn Chelsea.
Leikurinn róaðist eftir þetta Chelsea voru mun meira með boltann en sóknir þeirra voru frekar varkárar og miðja United var fastari fyrir en búast hefði mátt við og Fellaini var strax að sýna takta sem hann hefur ekki sýnt áður í United treyju
United fékk svo tvö hörkufæri um miðjan hálfleikinn, fyrst varði Courtois frá Van Persie sem var kominn inn fyrir eftir frábæra stungu Januzaj og rétt á eftir skallaði Van Persie aftur fyrir sig beint á Courtois.
Leikurinn var nokkuð jafn eftir þetta, fór að mestu fram á miðjunni en Chelsea voru þó aðeins meira ógnandi, meira af því að vörn og miðja United átti það til að vera frekar holótt. Þar var helst við Rojo að sakast og jafnvel Blind, en Chris Smallinng átti fínan leik. De Gea bjargaði vel á 41. mínútu þegar lélegur skalli Rojo hleypti Hazard í gegn. Hazard gaf í í teiginn á aleinan Drogba en De Gea varði skot hans.
United var hins vegar síst lakari aðilinn og skapaði þó nokkur færi. Januzaj skaut yfir í þokkalegu færi eftir að hafa spilað sig í gegn og rétt á eftir reyndi hann það aftur en þá sparkaði Ivanovic hann niður millimeter utan teigs. Di María átti snilldarsendingu úr aukaspyrnunni þvert út á Mata óvaldaðan, en skot hans fór víðsfjarri markinu, skelfileg sóun þar.
Fyrri hálfleikur því markalaus og alveg ágætur af okkar hálfu, fyrir utan smá veikleika í vörninni. Chelsea hefði getað fengið víti þegar Rojo og Smalling brutu báðir af sér í aukaspyrnufyrirgjöf, en dómarinn sleppti þeim. Nokkuð vel sloppið enda báðir með hálstak á sínum mönnum.
Chelsea byrjaði betur fyrstu mínútur seinni hálfleiks, en United náði að standa það af sér og náði ágætum sóknum. Hinu megin komst Hazard í gegn eftir frábært samspil við WIllian en David De Gea varði frábærlega í horn. Sú hetjudáð hafði þo ekkert að segja því hornið kom á nærstöng þar sem Drogba kom á fleygiferð frá vörninni, Rafael átti að vera að dekka hann en var alltof seinn á eftir honum. Drogba skallaði glæsilega eins og hans var von og vísa og Van Persie var ekki alveg á réttum stað til að hreinsa. 0-1. Eftir leik staðfesti Van Gaal að þarna hefðu verið mistök í samskiptum Fellaini og Rafael, enda stórir og sterkir Chelsea menn öllu fleiri en en stórir og sterkir United menn.
Eftir markið áttu United frekar erfitt uppdráttar. Di María fékk tvídekkun á sig og Chelsea spilaði mun betur. Besta færið var þó langskot WIllian sem De Gea varði ágætlega. Oscar hefði alveg getað fengið ódýrt rautt fyrir að sparka aftan í Smalling. Dómarinn lét þó gult nægja.
Mourinho hefur alltaf verið mikið fyrir að að reyna að loka leikjum á útivelli þegar hans lið er yfir frekar en að reyna að auka muninn. Hann tók Oscar útaf fyrir Mikel og um leið kom James Wilson inná fyrir Mata sem var búinn að vera næsta ósýnilegur.
Chelsea færin þar á eftir voru frá Ivanovic sem sólaði sig gegnum alla vörnina en skaut svo þvert að boltinn fór í innkast, og síðan skaut Willian vel framhjá.
United fór í meiri sóknarham eftir því sem á leið en það vantaði herslumuninn upp við markið. Van Persie komst innfyrir en Courtois varði, Januzaj skaut framhjá utan teigs og James Wilson skallaði fyrirgjöf Rafael hátt yfir. Eins og svo oft síðustu árin fóru þau horn sem fengust undantekningarlaust í hausinn á fyrsta varnarmanni þó að núna heiti spyrnumaðurinn Ángel di María en ekki Nani.
Það sem virtist helst að var að uppbygging spilsins var of hæg og menn tóku sér of mikinn tíma
Á 91. mínútu valdi Gary Neville Thibaut Courtois mann leiksins sem hann átti alveg skilið fyrir ágætar vörslur frá Van Persie, en á 93. mínútu braut Ivanovic á Di María vinstra megin. Hann fékk verðskuldað sitt annað gula spjald fyrir þetta. Aldrei þessu vant kom síðan frábær fyrirgjöf frá Di María, Fellaini besti maður United í þessum leik skallaði að marki, Courtois varði með kattliprum viðbrögðum og Robin van Persie af öllum mönnum skoraði með óverjandi skoti.
Þvílík gleði!
Þó að þetta hafi verið mjög erfitt stig að innbyrða þá er ekki hjá því litið að jafntefli voru sanngjörn úrslit. United var betra í fyrri hálfleik og eftir að Mourinho parkeraði rútunni þá fékk United þau tækifæri sem að lokum skiluðu árangri. Reyndar hefði Ivanovic átt að dekka Fellaini í aukaspyrnunni sem gaf markið en var búinn að láta reka sig útaf og Kurt Zouma, miðvörðurinn sem Mourinho setti inná á 90. mínútu var of seinn í Van Persie í markinu, en það sýnir bara hvernig lið geta gert mistök ef þau eru pressuð nóg.
Besti maður leiksins var án efa Fellaini. Lék stórvel á miðjunni og batt liðið vel saman. Eins átti Chris Smalling ágætan leik, og það fer að verða óþarfi að taka fram að David De Gea átti nokkrar stórkostlegar vörslur.
Van Persie var alveg á leiðinni að fá slæma gagnrýni fyrir leikinn, en í raun var það Courtois sem stöðvaði hann oftar en einu sinni og síðan var það einu skoti of mikið jafnvel fyrir Courtois.
Og gleði Robin var ósvikin!
Við förum með sjálfstraust inní borgarslaginn um næstu helgi, Rooney og Falcao verða vonandi með, og ég er alveg til í að setja smá pening á að Blackett taki sæti Rojo í liðinu. Og þá verð ég bara smá spenntur fyrir góðum úrslitum!
Hjörvar Ingi says
Vil þakka fyrir twitter færslurnar. Gaman að fylgjast með þeim þar sem maður er ekki að horfa á leikinn
DMS says
Ég var búinn að bóka 3 stig á Chelsea og var byrjaður að skrifa hér ágætis romsu. En fjandinn þetta var sætt. Var byrjaður að henda smá drullu að RvP, serves me right!
Ég held samt að við getum prísað okkur sæla með stigið. Mér fannst við aldrei sérlega líklegir eftir að Chelsea komst yfir. Mourinho ætlaði bara að loka sjoppunni, Mikel inn fyrir Oscar og það stefndi allt í týpískan taktískan Mourinho 1 marks sigur. De Gea bjargaði okkur einnig stórkostlega þegar Hazard slapp inn fyrir.
Di Maria var ekki búinn að gera mikið fyrir jöfnunarmarkið, var ekki að finna menn með sendingunum sínum. Mér fannst Fellaini fínn í leiknum, vonandi mun hann byggja upp sjálfstraustið og halda svona áfram. Hann átti stóran þátt í jöfnunarmarkinu, sterkur skalli sem Cortois réð ekki við að halda.
Hverjum datt það samt í hug að það væri góð hugmynd að láta Rafael dekka Drogba í hornspyrnunni? Það væri nær að láta RvP dekka hann og setja Rafael á marklínuna.
Ágætt stig upp úr því sem komið var fyrir okkur en ekkert meira en það. Synd að Ivanovic hafi ekki fokið út af aðeins fyrr, þá hefðum við kannski átt meiri séns. Það er samt pínu áhyggjuefni hvað við verðum oft geldir í seinni hálfleik og þá sérstaklega ef við lendum undir. Hinsvegar vorum við auðvitað að mæta liði sem er á hrikalega góðu skriði og er lang líklegast til að hirða dolluna þetta tímabilið.Ég held því miður að við munum þurfa að sætta okkur við að einblína á meistaradeildarsæti og passa okkur að hellast ekki úr lestinni hvað það varðar. Sem stendur erum við 3 stigum frá 4. sætinu, ég hef enga trú á að So’ton og West Ham munu halda sínu skriði áfram eftir áramót.
Rúnar Þór says
Getur einhver sagt mér af hverju í andskotanum RAFAEL var að dekka Drogba í markinu!!
er hrikalega pirraður yfir því að mörkin sem við erum að fá á okkur er flest öll útaf ömurlegri ákvörðunartöku af okkar hálfu, vitlausar staðsetningar o.s.frv
Siggi says
Flott stig hjá Utd.
Margt jákvæt en líka margt sem mátti betur fara. De Gea bjargaði því að þetta var ekki búið og liðið var aldrei líklegt að jafna en það náði því á síðustu sek.
Liðið er með 13 stig eftir 9 leiki og búið að fjárfesta mikið. Vill bara benda á að þegar allt var að fara til helvítis með Moyes þá var liðið með 14 stig eftir 9 leiki og búnir með erfiðara prógram.
Tony D says
Flott stig og frábært að liðið komi til baka og steli þessu í lokin. Pínu slappur seinnihálfleikur en þetta slapp fyrir horn. Þvílík heppni að Chelsea skoraði ekki fleiri því vandamálið er að okkar menn eiga allt of erfitt með að leysa sig undan pressunni og tapa boltanum of oft á hættulegum stöðum. Mér fannst menn of mikið á hælunum og Chelsea vann of marga 50/50 bolta.
Þrátt fyrir allt þetta var varnarleikurinn með betra móti á þessu tímabili og De Gea flottur í rammanum að vanda. Janujaz var frískari í leiknum en undanfarið og fær vonandi aukið sjálfstraust. Vonandi byggja menn en frekar á þessari frammistöðu og koma dýrvitlausir í leikinn á móti City.
Magnús Þór says
Siggi: Enginn talaði um að allt væri að fara til helvítis eftir 9 leiki. Og finnst þér heldur engin munur á sjálfstrausti á liði sem verður meistarar og liði sem endar í sjöunda sæti?
Sölvi says
Það er rétt þetta með Moyes og það er alveg magnað en samt verð ég að viðurkenna að ég er mun bjartsýnni í ár samt sem áður. Undir Moyes vorum við með 14 stig eftir níu leiki en héldum eiginlega áfram á því plani út leiktíðina. Einhvernveginn er ég öruggur á því að við munum bæta okkur jafnt og þétt undir LVG og ég held að flestir séu að finna það vibe frá honum. Það treysti eiginlega enginn Moyes, ekki leikmennirnir heldur, það er líklega það sem mun gera gæfu muninn í ár.
Sigurjón says
Hjörvar Ingi: Takk! Gott að fá feedback á þessa hluti!
Rúnar Þór: Hvern átti hann að dekka í staðinn? Terry, Cahill, Matic eða Ivanovic. Take a pick!
Siggi: Það er ekki rétt hjá þér að allt var að fara til andskotans hjá Moyes á sama tímapunkti í fyrra, hann var talinn byrja ágætlega með liðið svona miðað við allt saman (lítið keypt um sumarið). Vissulega tapaði liðið illa gegn City en það vann t.d. Arsenal 1-0 á OT og síðan áttu þeir ágætis törn um jólin. Það hinsvegar eftir jólatörnina sem allt fór í hund og kött!
Ég er annars mjög sáttur við þetta stig. United spilaði mjög vel í sirka 65 mín af leiknum, vissulega voru Chelsea að yfirspila okkar menn á fyrstu 20 mín í seinni hálfleik, en þeir hefðu aldrei getað haldið þeirri ákefð út leikinn þann og það vissi Mourinho, þess vegna lagði hann rútunni sinni þegar þeir komumst yfir. Kannski var hann full varkár, hefði frekar átt að leita lengur eftir öðru markinu og síðan bakka með liðið.
Allavega, Fellaini var frábær og var með Fabregas í vasanum allan leikinn, og mikið var rosalega gaman að sjá Van Persie skora eftir alla gagnrýnina sem hann hefur fengið undanfarið. Þetta var síður en svo gallalaust en það voru margir ljósir punktar í þessum leik og ofan á þá er hægt að byggja!
Rúnar Þór says
Sigurjón: veit vel að hæðin í Chelsea er mikil en mér finnst að Rafael ætti að dekka einhvern nær sinni hæð t.d. Fabregas, Willian eða Hazard (man ekki hver tók hornið) og láta okkar stærri gaura sjá um þá allra hættulegustu. Væri líka hægt að Rafael dytti á línuna en RVP dekka skallann
Halldór Marteinsson says
Bara benda á það að þótt Di Maria hafi ekki átt sinn besta dag fyrir United þá skapaði hann samt fjögur færi, fleiri en nokkur annar á vellinum.
DMS says
Var að horfa á markið hjá Chelsea aftur. Sé ekki betur en ef að RvP hefði ekki reynt að skalla knöttinn þá hefði hann sennilega farið beint á De Gea í markinu. En auðvitað reyna menn að skalla þegar knötturinn berst svona snöggt að manni, ósjálfráð viðbrögð.
Er sammála um að vibe-ið í liðinu er annað en þegar við vorum undir Moyes. Vissulega þarf að fínpússa margt varnarlega og menn þurfa að koma í veg fyrir það að missa boltann ítrekað á hættulegum stöðum. En það er bara eitthvað við liðið, einhver andi sem virðist vera öðruvísi og sóknarlega lítum við mun betur út. Ég hef fulla trú á þessu verkefni og við munum hægt og bítandi bæta leik okkar.
Gleymum því ekki heldur að Rojo talar enn litla sem enga ensku, trúi ekki öðru en að með tímanum þá muni hann eflast og vonandi koma meiri ró yfir vörnina. Hann er pínu óslípaður í sínum aðgerðum, en ég man alltaf vel eftir first impression af Evra og Vidic á sínu fyrsta seasoni hjá United. Þeir voru alls ekkert spes og ströggluðu talsvert áður en þeir stimpluðu sig inn sem lykilmenn.
Keane says
Þetta verður allt í góðu, Moyes var rekinn.
Jón Þór Baldvinsson says
Rosalegur leikur. Sat límdur við skjáinn hér í USA að horfa á lætin. Fyrir mitt leiti fannst mér helst tvennt standa uppúr. Smalling og Rojo allt of mistækir og við vorum heppnir að þeir kostuðu okkur ekki mörk eins og svo oft áður þessa leiktíð. Og það jákvæða frá leiknum er Fellaini tvímælalaust. Strákurinn vinnur hart af sér og er frá mínum bæjardyrum séð búinn að losa sig við þennann neikvæða moyes stimpill sem fólk hefur notað á hann miskunarlaust. Hann var allt í öllu í leiknum og ég gaf frá mér hátt VÁ!! þegar hann fleytti boltanum áfram á vinstri kantinn með hárri hælspyrnu. Algjör unun að sjá vinnusemina hjá honum. En guð minn álmáttugur hvað okkur vantar góða centera í vörnina. Vonandi að Rojo og Smalling komi til en þeir hafa virkað stressaðir og óöruggir í hverjum einasta leik þessa vertíð. Sendingarnar frá köntunum voru frekar slakar allan leikinn, Shaw og Rafael virtust hræddir við að fleyta boltanum inn í teiginn á köflum. Og Januzai verður að fara að þroskast betur, allt of oft sem maður sér hann reyna einhver einstaklings framtök þegar hann ætti bara að senda boltann inná við. Maður sér vel hvað hann er efnilegur en hann er alltaf að falla í þá gildru að reyna einhverjar kúnstir í of þröngum færum þegar hann hefur miklu betri kosti á að senda boltann.
Nóg frá mér í bili, hægt að taka þennan leik og saxa í smátt, var margt gott sem sást en að sama skapi voru sömu vandamál en til staðar sem hafa kostað okkur of mörg stig þetta árið.
Kv, nonni litli
Runólfur Trausti says
Frá því að United spilaði við Reading í frægum leik sem endaði 4-3 þá hefur Robin Van Persie tekið nærstöng þegar hann spilar (United fékk á sig 3 mörk í þessum leik, öll eftir horn minnir mig). Undir venjulegum kringumstæðum hefði Rafael verið að dekka Diego Costa, eða Louic Remy – sem eru talsvert auðveldari viðureignar en Drogba í föstum leikatriðum, allavega Remy. Það var hreinlega enginn annar til að dekka Drogba. Það hefði þó vissulega verið sniðugt að láta Rafael og Van Persie skipta – enda allir aðrir hávaxnir leikmenn uppteknir að dekka risana í Chelsea. Sem var einmitt ástæðan fyrir að ég reiknaði með að sjá menn eins og Blackett og Carrick í dag – einfaldlega út af hæð. En fínt stig engu að síður, sérstaklega úr því sem komið var. Liðið er að mjakast, hægt og rólega í rétta átt – búið að spila mun betur í síðustu 2 leikjum en úrslitin gefa til kynna. Nú þarf bara að rífa úrslitin í gang líka og druuuuulla sér úr þessum meiðslapakka – djöfull er þetta orðið þreytt :)
Ps. Hvar værum við án De Gea? <3
Rauðhaus says
Frábært að enda leikinn svona. Ímyndið ykkur bara ef þetta hefði verið öfugt og við misst unninn leik niður í jafntefli í uppbótartíma.
Nokkur atriði:
1. Margir hafa verið duglegir að hrauna yfir Rooney og vilja hann jafnvel út úr byrjunarliðinu (viðurkenni að ég hef sjálfur daðrað við þetta á köflum). Ég verð að segja að ég er gríðarlega ánægður með að bannið hans er á enda, hann er ótrúlgea mikilvægur fyrir leik okkar.
2. Fellaini. Hvað er að gerast? Er hann loks að verða leikmaðurinn sem hann var hjá Everton? Afar ánægjulegt ef svo er, því við vitum alveg að það getur verið martröð að spila á móti honum. Meira svona takk.
3. Hvet menn til að bera saman rauða spjaldið hans Rooney (3ja leikja bann) og gula spjaldið hans Oscars í dag. Ímyndið ykkur bara hvernig enska pressan væri ef Rooney hefði gert það sem Oscafr gerði í dag.
4. Það er svo átakanlegt hvað okkur vantar leiðtoga í öftustu línu. Smalling var reyndar betri í þessum leik en ég þorði að vona. Það breytir því hins vegar ekki að þetta er sú staða sem við þurfum mest að styrkja. ÉG VIL NÝJAN HAFSENT STRAX Í JANÚAR. ALVÖRU HAFSENT SEM VERÐUR FYRSTUR Á SKÝRSLU Í VÖRNINA OKKAR.
5. Rafael. Það er kannski ósanngjarnt að kenna honum um of um markið, en hann var samt of langt frá Drogba. Chelsea voru líka með Terry, Cahill, Ivanovic og Matic þannig kannski ekkert skrítið að Rafael hafi verið að dekka hann. Ég tel hægri bakvarðarstöðuna þá stöðu sem við þurfum næstmest að styrkja. Rafael er ekki nægilega stöðugur og er alltof oft að kosta okkur mikilvæg stig með einhverjum heimskupörum. NÝJAN RIGHT BACK TAKK, HELST Í jANÚAR!
6. RvP. Djöfull sem hann þurfti á þessu marki að halda, vá. RvP er þannig leikmaður að eftir þetta mark (og ekki síður eftir þetta tilfinningaþrungna fagn) vil ég fyrir enga muni taka hann útúr liðinu. Ég viðurkenni að ég vildi helst geyma hann á bekknum í þessum leik en núna gæti fjandinn verið laus.
7. LvG. Þetta er á réttri leið. Það er eitthvað við holninguna á liðinu og stemmninguna sem er einhvern veginn miklu réttara heldur en var í gangi hjá Moyes. Sýnum þessu þolinmæði og styðjum við bakið á stjórnanum. Ég hef trú á þessu verkefni.
Snorkur says
Kveldið
Get ekki annað en verið sáttur með stig úr þessum leik .. einfaldlega vegna þess að ég sá það bara ekki fyrir leik. LVG talar um að við hefðum getað unnið þó sannleikurinn sé að verið var að vinna eitt stig og því ber að fagna.
Í heldina getur maður ekki annað en verið nokkuð bjartur því liðið er að spila þræl flottan bolta og það er búinn að vera mikill stígandi – svo trú hef ég á verkinu :)
Hafandi séð leiki með flestum (ef ekki öllum) liðum í deildinni í vetur er ég á því að okkar menn séu það besta með boltan – vondu fréttirnar eru hins vegar að sennilega er bara QPR verra án hans :P Góður DC í jan. og þetta reddast í það minnsta í topp 4 – það eru það mörg lið búin að vera í ruglinu svo að er stutt upp.
Allt tal um að Moyes hafi verið með betri árangur er eitthvað sem sést í það mesta á töflunni – það er bara ekki hægt að bera saman – þeir sem hafa viljað ræða slíkt við mig eru í 100% tilfella stuðningsmenn annarra liða sem EKKI hafa horft á leiki okkar manna í vetur.
Í vetur hef ég lært hvað maður verður mikið minna reiður yfir jafntefli eða tapi þegar liðið er að skemmta manni mest allan leikinn:)
Ægir Þór says
Vorum líka stálheppnir að fá ekki á okkur vítaspyrnu þegar ivanovic og terry held ég voru rifnir niður í teignum.
Jón Þór Baldvinsson says
Einhver besta grein vikunnar að mínu mati er hér. Meistari Schmeichel hittir naglann fast á höfuðið hvað varðar vörnina okkar. Hann brýtur þetta niður í frumeindir. http://www.bbc.com/sport/0/football/29781664
Einar T says
Þetta var eins og sigur…. mikið búst í sjálfstrausti vonandi
Grímur Már Þórólfsson says
Ég er svo hjartanlega sammála greiningu Schmeichel í fréttinni sem Jón Þór póstaði. Þá sérstaklega með Rojo. Þó að Rojo sé að leysa miðvörð ágætlega, þá er hann nákvæmlega enginn miðvörður. Hann er sóknarsinnaður vinstri bakvörður. Hann hefur aldrei spilað miðvörð í fjögurra manna vörn áður. Hann spilaði sem vinstri hafcent í þriggja eða fimm manna vörn hjá Sporting í eitt og hálft tímabil. Annars hefur hann bara leikið sem bakvörður. Þannig að okkar besta vörn er: Rafael – Jones – Evans – Shaw að mínu mati.