Lespakki vikunnar kominn í hús og er hann svo sannarlega góður í þetta skiptið. Njótið vel!
Lesefni vikunnar:
- Nauðsynleg upprifjun eftir tapleik síðustu helgar.
- Og úr því við nefndum um síðasta leik United, Michael Cox/Zonal Marking fór yfir það hvernig Koeman stillti upp Southampton liði sínu til þess að sigra United um síðustu helgi.
- United ætlar sér ekki að missa De Gea til Real Madrid.
- Mark Ogden telur að de Gea myndi gera mikil mistök með því að fara þangað.
- Jorge Mendes, umboðsmaður Falcao er viss um að Falcao sé frábær leikmaður. Hann er hinsvegar ekki viss um að framtíð Falcao liggi hjá Manchester United.
- Hann er svo ekki hættur, Mendes er einnig umboðsmaður David de Gea og blaðamaður Telegraph telur að Mendes sé að nýta sér samningsviðræðurnar við markmanninn til þess að pressa á að United pungi út fyrir Falcao.
- Og úr því við erum enn að ræða um Falcao. Scott the Red sér líkindi á milli Falcao og Tevez í hverju horni.
- Slúður: The Guardian, já, The Guardian (!!) orðar United við engan annan en Lionel Messi sem ku ekki vera hamingjusamur hjá Barcelona um þessar mundir.
- Slúður: Staðan á Strootman eltingarleiknum.
- Slúður: Thomas Müller finnst hlutirnir of auðveldir hjá Bayern og vill nýjar áskoranir. Hjá United?
- Andy Mitten góður að venju.
- Blaðamaður Telegraph skoðaði dómgæsluna í deildinni og hvort að dómararnir væru hlutdrægir í garð stærri liðanna.
- Gamalt viðtal við Frans Hoek, markmannsþjálfara United, þar sem hann ræðir mismunandi tegundir af markmönnum (PDF).
- Ensku blaðamennirnir eru aðeins farnir að efast um Louis van Gaal. Hér skrifar yfirmaður knattspyrnuumfjöllunar Guardian nokkuð beitta grein.
- Robin van Persie útskýrir fagnið fræga eftir markið gegn Spánverjum á HM í sumar.
- Burnley gekk frá kaupum á lánsmanninum Michael Keane sem hefur staðið sig vel á tímabilinu. Honum fannst það auðveld ákvörðun að yfirgefa United og Scott the Red telur að salan sé öllum aðilum til hagsbóta.
- Sam Johnstone, markmaðurinn ungi, hefur verið kallaður á láni frá Darlington og sendur til Preston sem munu líklega kaupa hann eftir tímabilið.
Lag vikunnar:
No More Heroes – Stranglers
Skildu eftir svar