Í síðustu leikjum Manchester United hefur Louis van Gaal stillt upp í 3-4-1-2 uppstillingu sem hefur farið mikið í taugarnar á stuðningsmönnum United. Við hér á ritstjórninni munum á næstu dögum birta okkar skoðanir á því hvernig best væri að stilla upp liðinu, við vitum jú auðvitað miklu betur en Louis van Gaal!
Fyrirkomulagið er þannig að við birtum tvo byrjunarlið, eitt sem á að rúlla upp QPR á heimavelli og annað sem á að ná í sigur á Stamford Bridge gegn Chelsea. Runólfur birti sína færslu á mánudaginn. Í fyrradag kom Bjössi með sitt álit og í gær lét Spaki maðurinn ljós sitt skína. Nú er komið að Sigurjóni:
Ok, ímyndum okkur nokkra hluti hérna: Ég er þjálfari Man Utd, núverandi hópur kemur saman eftir sumarfrí 2015 (enginn nýr leikmaður kominn), allir leikmenn eru heilir og við höfum allt sumarið til að slípa liðið sama. Hvaða leikaðferð myndi ég leggja upp með að nota á komandi tímabili?
Hérna er uppstilling sem ég myndi nánast alltaf spila með, sérstaklega gegn „minni liðunum“ í deildinni:
Markvörðinn þarf ekki að ræða, og það sama má eiginlega segja um bakverðina þar sem við höfum enga aðra (ég tel ekki Valencia eða Young sem bakverði, þó þeir hafi staðið sig ágætlega í vetur). Rojo er fínn varnarmaður sem verður bara betri eftir því sem hann spilar meira á Englandi. Ég tel síðan Jones vera betri varnarmann en Smalling, þrátt fyrir að Smalling hafi staðið sig betur í vetur. Carrick á sína stöðu sem varnartengiliður og á tígulmiðju er Di María í essinu sínu á vinstri kantinum, með frjálst ferðaleyfi inn á miðja miðjuna, sem hann gerði svo vel fyrr í vetur.
Þar sem ég vil alltaf sjá Rooney, Falcao og Van Persie inni á vellinum á sama tíma (já, ég ef ennþá BULLANDI trú á Falcao, eins og ég hafði alltaf bullandi trú á Fellaini!) set ég sjálfan mig í smá vandræði Mata. Juan Mata er e.t.v. bestur allra United leikmanna í holunni, en Rooney er aftur á móti mikilvægari leikmaður fyrir liðið og leysir holuna ágætlega, hann væri því betri kostur þar í þessu kerfi, þrátt fyrir að ég vilji helst spila honum alltaf sem framherja. Trikkið hér er að finna út úr því hvernig væri hægt að láta Mata virka almennilega á hægri kantinum, þá með svipað „ferðaleyfi“ og Di María hefur á þeim vinstri. Ef United myndi kaupa gíðarlega sterkan hægri kantmann, af svipuðum gæðum og Di María, þá myndi ég líklegast henda Mata aftur í holuna og róteita RVP/Falcao með Rooney frammi.
Ef um væri að ræða erfiðan útileik gegn liðum eins og Man City eða Chelsea þá myndi ég gera smá breytingar:
Fyrir +3-4 árum síðan hefði ég alltaf spila með 2 framherja, sama gegn hvaða liði við værum að spila. Núna í dag væri það hættulegur leikur gegn City eða Chelsea. Ég myndi því fara úr demantinum yfir í 4-1-4-1. Setja Blind í hægri bakvörð (fá meiri yfirvegun í vörnina), þétta miðjuna með stórum og sterkum Fellaini og útsjónasömum Herrera. Di María og Mata væru svo á köntunum, en hér er þó möguleiki að henda Valencia inn fyrir Mata, þar sem Toni er duglegri í varnarvinnunni en Juan litli. Gegn varnarmönnum eins og Terry, Cahill og Kompany tel ég Rooney vera líklegastur til að valda þeim vandræðum með krafti sínum þannig að ég myndi spila með hann einan upp á topp.
Þetta kerfi myndi ég þó bara spila kannski 2-4 sinnum á ári, hitt kerfið tel ég henta betur gegn öllum öðrum liðum í deildinni.
Á morgun höldum við svo áfram þessari yfirferð, Maggi er næstur.
Valdemar Karl says
Ef ég má :)
Rojo
Jones Di Maria
Blind
De Gea Rooney Falcao
Carrick
Blackett Mata
Valencia
Rojo; Einfaldlega vegna þess að hann leysir þessa stöðu mun betur af en Shaw (og hann er töffari)
Blacket; afþví að eg er big fan, hef trú á honum :) (það má selja Smalling fyrir mér)
Tveir djúpir til að mynda smá jafnvægi í liðinu, Valencia kanski ekki besti varnarmaðurinn og Mata, Di Maria og Falcao hjálpa ekki mikið í vörninni.
Di Maria; langbesti maðurinn í þessu liði
Falcoa; besti framherjinn í þessu liði þegar hann er 100% og hefur fengið að spila eitthvað af ráði.
Rooney; átti að fara í holuna fyrir 5 árum (og taka við af Scholes)
Mata; Finnst flæðið fyrir utan teig í sóknum mun betra þegar hann er inná (og hann er töffari)
RVP; Afhverju ekki í liðinu…? einfaldlega ekki pláss, tel Falcao vera betri þegar þeir eru bornir saman þegar þeir eru báðir top of their game.
Með fyrirvara um að þetta er mitt persónulega álit, gert til að stytta mér stundir í námi og í léttum dúr :)
Valdemar Karl says
Klúðraði þessu en ég vona að þið áttið ykkur á þessu, þetta á að vera 4-2-3-1