Lespakki vikunnar kominn í hús og inniheldur hann mikið af slúðri í þetta skiptið…
Lesefni vikunnar:
- Þökk sé risasamningnum við Adidas eru peningar engin fyrirstaða fyrir United á leikmannamarkaðnum. United er að verða langríkasta félagslið í heiminum en það skiptir engu máli ef við komust ekki aftur í Meistardeildina á næstunni.
- ROM svarar spurningunni um hvort keypt meira af United eða City treyjum í Manchester.
- Andy Mitten skrifar um James Wilson.
- Blaðamenn eru byrjaðir að gagnrýna Van Gaal. Fyrst var það Henry Winter hjá Telegraph og svo Samuel Luckhurst hjá MEN.
- Giuseppe Marotta er hræddur um að missa Pogba frá Juventus því þeir geti ekki boðið honum jafn há laun og stóru klúbbarnir.
- Scott the Red og Musa Okwonga ræða mögulegan skiptidíl á De Gea og Bale.
- Það hefur enginn áhuga á aumingja Anderson.
- Daily Mail fjallar aðeins um Juan Cuadrado, sem var orðaður við United eftir HM. Hinsvegar hafa Chelsea einnig áhuga á kappanum og ætla sér að selja Salah og Schürrle til að fjármagna kaupin. Svona upp á fönnið, þá er hér jútúb vídeó af kappanum
- Telegraph segir Fletcher vera á leið frá United til West Ham og vilja þeir fá hann frítt.
- Það virðist allt benda til þess að United sé að fara kaupa Aleksandar Dragovic og hér er grein sem útskýrir hver er í ósköpunum þessi Dragovic er.
- Robin van Persie er ekki viss um að fá nýjan samning hjá United þegar núverandi samningur hans rennur út 2016.
- Louis van Gaal neitar að hleypa Januzaj til PSG hvort sem er á lán eða til sölu.
- Það eru 20 ár síðan Cantona lét vaða í áhorfendastúkurnar á Selhurst Park.
- BBC fagnar einnig 20 ára afmæli Kung-fu sparksins.
- Guardian-menn geta ekki látið BBC og Telegraph fá alla athyglina og eru því með eigin umfjöllun um 20 ára afmæli Kung Fu sparksins fræga.
- Og fyrst að menn eru byrjaður að rifja þetta upp er ekki úr vegi að grafa upp viðtal frá 2008 við Le Dieu sjálfan.
Lag vikunnar:
Soen – „Tabula Rasa“
Skildu eftir svar