Ef einhver segist hafa séð fyrsta áreiðanlega slúðrið um að Radamel Falcao væri hugsanlega á leið til United og samt ekki orði spenntur, þá hlýt ég að ásaka viðkomandi um ýkjur, skreytni eða hreint út sagt lýgi.
Það eru engar ýkjur að segja að fram að meiðslunum í janúar á síðasta ári var Falcao í mörg ár einn mesti og besti markaskorari í Evrópu og hvaða lið sem er hefði viljað fá hann. Og hann kom til United. Það hefði verið eitthvað skrýtið að verða ekki glaður yfir því.
En.
Við vissum að hann var að stíga upp úr erfiðum meiðslum og það var líka ánægjuefni að viðskiptin væru á láns- og leigukjörum. Enda hefur komið í ljós að vonin í haust var nær örugglega villuljós.
Það þarf ekki að vera jafn steiktur og Martin Keown í lýsingunni á Preston leiknum þar sem hann taldi ólíklegt að Falcao sæist aftur í United treyju til að telja nú orðið ólíklegt að hann sýni þau tilþrif sem þarf til að tryggja sér 43 milljón punda færslu til United í sumar. Til þess er tíminn einfaldlega að renna út, þó að öll ritstjórn þessarar síðu séu dyggir stuðningsmenn hans.
En það er þá kominn tími til að líta á björtu hliðarnar.
Frá í haust hafa í raun 43 milljónir punda verið fráteknar og eyrnamerktar því að kaupa einn besta framherja Evrópu. Við þurfum bara að átta okkur á að það er ekkert sem segir að hann þurfi að heita Radamel Falcao!
Reyndar er það svo að það eru menn þarna úti sem kosta gott betur en 43 kúlur, en það er nóg af piltum sem kosta minna og kannske hægt að yfirborga svolítið til að fá.
Bitleysi United gegn Swansea hefur ekkert minnkað umræðuna og það hefur bæst nýr vinkill við slúðrið. Um helgina var byrjað að orða Robert Lewandowski við United. Honum hefur ekki gengið of vel í vetur hjá Bayern og orðrómur var um að hann félli ekki inn í liðið og að Guardiola væri ekki nógu ánægður með hann. En Lewandowski skoraði tvisvar um helgina og Guardiola er víst bara ánægður. Þannig að við skulum ekkert verða of upprifin yfir þessum orðróm.
En þá segjum við einfaldlega: Orðið er laust! Hvaða senter viljum við sjá hjá Manchester United næsta vetur? Myndi einhver af þessum ungu piltum sóma sér vel við hliðina á Wayne Rooney og berjast um þá stöðu við James Wilson? Gætum við þá jafnvel kvatt Robin? Eða eigum við að stefna hærra?
Annað slúður sem kom upp í dag er að Van Gaal vilji lána Wilson út næsta vetur. Kemur þá kannske Chicharito til baka? Og eigum við þá bara að treysta Rooney, Van Persie og honum og einbeita okkur að öðrum stöðum í liðinu?
Elmar says
Ég er kominn með drauma um að kaupa Lacazette frá Lyon í sumar. Hrikalega öflugur leikmaður. Sjálfsögðu smá risky þar sem hann spilar í frönsku deildinni og er að verða 24 ára, en það hefur sýnt sig og sannað að öll leikmannakaup eru risky og aldrei fyrirfram bókað að menn standi sig sama hvað þeir heita. Held að Lacazette verði mjög eftirsóttur næsta sumar eftir frammistöðu sína á þessu tímabili. Framherjar sem við erum með eru: Rooney 30 á árinu, Falcao ný orðinn 29 ára og virðist ekki vera finna sitt gamla form eftir meiðsli og Robin van Persie 31 ára og að sjálfsögðu Wilson sem er að verða 20 ára. Erum með 3 sem eru komnir í eldri kantinn og einn sem er enn ungur og á margt ólært. Finnst mikilvægt að við fáum einn sem er á aldri við Lacazette eða svona 23-26 ára og er hann þá helst sem ég hugsa til.
Cavani er góður framherji en vill ekki sjá hann og veit ekki afhverju, held í fyrsta lagi að hann verði of dýr og það er eitthvað sem segir mér að hann verði ekkert framúrskarandi.
Halldór Marteinsson says
Góð pæling og það verður svo sannarlega áhugavert að sjá bæði hverjir koma og hverjir fara í sumar, og hugsanlega hverjir snúa aftur (Nani, Chicha… Pogba?).
Ég er samt ekki tilbúinn til að gefa upp Falcao vonina ennþá þótt sénsunum hans fari óðum fækkandi. Mig langar svo mikið að sjá það ævintýri ganga upp.
Elmar says
Og já Persie og Falcao mega fara fyrir mér næsta sumar. Persie á alveg eitthvað inni en hann er ekkert framúrskarandi í ár og er á himinháum launum. Falcao er topp framherji en hann hefur ekki sýnt nærri því nóg til að verðskulda þessi laun og að við kaupum hann á 43m. Ég vill halda Rooney og Wilson(Ekki lána hann) og kaupa Lazazette, svo er spurning með Chicharito væri alveg til að hafa hann líka en efast um að hann vilji vera back up. Dýrkaði þennan leikmann undir Ferguson og hann virtist alltaf skora ef hann spilaði!
Tryggvi Páll says
Eins og staðan er akkúrat núna ætti United aldrei að spreða 43 milljónum eða hvað það er sem þarf til þess að kaupa Falcao. Ef frammistöður hans haldast óbreyttar sé ég þrjá möguleika í stöðunni:
1. Samið verði um lægra kaupverð enda hefur hann ekkert sýnt sem verðskuldar þennan verðmiða auk þess sem að Monaco á í einhverjum fjárhagsvandræðum.
2. Kaup á Falcao er einhver hluti af þessu samstarfi Woodward og Mendes sem við höfum séð vera að þróast undanfarna mánuði. Við kaupum Falcao og í skiptum semur David de Gea við United og Mendes tryggir United mögulega einhverja stjörnuleikmenn sem hann starfar fyrir í sumar.
3. Falcao fer og við eigum 43 milljónir punda til þess að styrkja framherjastöðuna eins og Bjössi veltir hér upp.
Þá eru eftir þrír framherjar. Rooney, van Persie og Wilson. Mér finnst afskaplega líklegt að Chicharito fari eftir tímabilið. Ég get ekki séð að hann nenni enn og aftur að vera varamaður, tel hann því ekki með.
Mér finnst ólíklegt að Robin van Persie sé að fara eitthvað nema hann fái sæmilega gott tilboð frá einhverju stórliði á borð við Juventus eða eitthvað álíka. Hann á eitt ár eftir af samningnum og við erum aldrei að fara að fá eitthvað ofurtilboð í hann. Wilson er sprækur og gæti grætt verulega á því að fara á lán til einhvers sæmilegs liðs í úrvalsdeildinni þar sem hann fengi að spila reglulega.
Ef við erum á markaðinum fyrir framherja myndi ég helst vilja fá einhvern ungan og efnilegan sem hefur verið að spila reglulega í sæmilega sterkri deild. Þessi Icardi er einhver geðsjúklingur en Dybala og Lacazette eru spennandi nöfn. Dybala er með 12 mörk og 7 stoðsendingar í Serie A fyrir Palermo og Lacazette er með 21 mark og 5 stoðsendingar í 23 leikjum fyrir Lyon. Dybala er að eiga sitt fyrsta góða tímabil en Lacazette var nokkuð drjúgur á síðasta tímabili með 15 mörk. Þessa leikmenn ætti að vera hægt að fá án þess að greiða eitthvað Di Maria verð fyrir.
Maður er ekkert spenntur fyrir Danny Ings enda innbygt í mann að vera ekkert spenntur fyrir enskum leikmönnum. Hann er þó hæfileikaríkur eins og sást í leiknum gegn Burnley nú um daginn. Einstaklega duglegur og með markanef. Einnig þekkir hann deildina og ætti að kosta slikk enda samningslaus eftir tímabilið. Gæti verið áhugaverður kostur ef planið er að kaupa framherja á bekkinn.
Undanfarna daga hafa menn verið að orða okkur við Lewandowski sem menn segja að passi ekki inn í leikskipulag Bayern. Þetta er frábær leikmaður en ef hann passar ekki inn hjá Bayern þar sem allt snýst um possession-bolta afhverju ætti hann að passa inn hjá Manchester United þar sem verið er að innleiða þessa týpu af knattspyrnu?
Svo er það auðvitað Harry Kane, þruman úr heiðskíra loftinu. Hvaðan kom þessi maður? Hann hættir ekki að skora en það sem er best við þennan leikmann er hvað hann virðist vera mikill alhliða leikmaður. Hann getur skotið, hann getur skallað, hann getur haldið boltanum og hann er með næmt auga fyrir spili. Ef hann heldur þessari spilamennsku áfram næstu tímabilin erum við einfaldlega að tala um heimsklassa-leikmann og ef svo er væri frábært að hafa hann hjá United. Það er samt eitthvað við hann sem hræðir mig. United þyrfti að punga út háum fjárhæðum fyrir hann enda er hann enskur og Daniel Levy lætur ekkert spila með sig. Þetta er líka fyrsta alvöru tímabilið hans og því veit maður ekki hvort þetta sé one-hit-wonder eða alvöru spilari? Ómögulegt að segja.
Annars er eiginlega alveg augljóst að ef United kaupir ekki Falcao mun Woodward fara beint í það að kaupa Cavani.
Andri says
Held ekki ađ thađ skipti neinu hvađa framherja viđ erum međ/ætlum ađ fá. Á međan liđiđ spilar svona hugmyndasnauđan sóknarbolta koma allir okkar framherjar ađ vera í stökustu vandræđum međ ađ skora og fá upp sjálfstraust (hvort sem their heita Falcao eđa Aguero). Ég er enn á Falcao vagninum… ef ég thyrfti ađ velja á milli hans og RvP myndi ég velja thann fyrrnefnda.
DMS says
Bætum öðrum 45 milljónum ofan á 45 millurnar sem voru eyrnamerktar Falcao og fáum Ronaldo heim….
…ég lifi í draumi dreg hvergi mörkin dags og nætur…
Björn Friðgeir says
Ef við ættum að spreða 90m í einn fyrrum United leikmann þá er Ronaldo ekki efstur á blaði þar!
Forgangsmál að kaupa miðjumann og haffsent. Svo má skoða senter. Og það má alveg gera ráð fyrir amk 40m per haus ef kaupa á topp spilara. Við sjáum það á því hvað við fengum fyrir tæpar 30 í fyrra.
lampi says
Ég finnst að við ættum að kasta eins miklum pening og það þarf hvort sem það er 30 eða 100 milljónir punda til að fá Pogba aftur. Þessi drengur er einfaldlega á leiðini að verða sá besti og við létum hann fara frítt .verstu mistök hjá kallinum
siggi utd maður says
Ég veit svo sem ekki hvaða framherji það á að vera, en finnst mikilvægt að sá framherji verði fljótur. Bæði með og án bolta.
Björn Friðgeir says
Siggi: Getur amk ekki verið hægari en núverandi framherjar, að Wilson frátöldum. Sá maður finnst ekki.
Sigurjón Arthur Friðjónsson says
Sammála því sem fram kemur hér að ofan en við þurfum að byrja á tveimur haffsentum og einum heimsklassa miðjumanni ! Á meðan vörnin er eins og gatasigti (takk DDG) og engin heimsklassa miðjumaður, já…vil einn sem er enn betri en Carrick ! þá erum við ekki að fá neitt út úr sóknarmönnum okkar, þetta er staðreynd.
Ég myndi alltaf veðja á Harry Kane, það getur engin verið svona heppinn í 7 mánuði, það sjá allir sem vilja :-)
kv,
SAF
Audunn says
Þegar kemur að kaupum liðsins í sumar þá hljóta þau að velta á hvort liðið nái meistaradeildarsæti eða ekki. Ef ekki þá er ég ekki bjartsýnn á að við sjáum einhver stór kaup í sumar.
En að framherjamálum liðsins, já ég er algjörlega sammála því að RVP sé alveg orðin bensínlaus og hann má fara mín vegna.
Ég vill sjá Falcao fá nokkra leiki í röð með Rooney áður en ég afskrifa hann alveg, hann og RVP virka af einhverjum ástæðum ekki saman, það höfum við séð.
En að borga einhverjar 43m fyrir hann er algjör geðveiki, 25m er algjört topp verð, hann er orðinn 29 ára, ég get ekki ýmindað mér að eitthvað lið sé tilbúið að borga þessa upphæð fyrir hann þótt hann skori 20 mörk í þeim leikjum sem eftir eru.
En hvaða menn eða mann ætti liðið að fá í staðinn? Það verður bara að segjast eins og er að það eru ansi fáir fremherjar að heilla mig þetta tímabilið.
Er ekkert spenntur fyrir því að fá Hernandes aftur, hann var aldei í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér.
Keypti United ekki einhvern Brassa fyrir nokkrum árum og lánuðu hann tilbaka þá 17 ára eða eitthvað álíka? Eitthvað rámar mig í það mál, hann er framherji en hvort hann getur eitthvað er annað mál. Hann átti að vera gífurlegt efni, eins og svo margir reyndar.
United ætti að kaupa Depay frá PSV, hann er reyndar ekki framherji en leikmaður sem skapar.
Ég hef líka sagt það áður að miðja liðsins er algjört forgangsatriði, á meðan hún er eins geld og raunin er þá eru framherjarnir ekki að njóta sín.
Það þarf að kaupa 1-2 hágæða miðjumenn, útherja eins og Depay og hægri bakvörð áður en fjárfest er í framherja.
Ég ætla samt að henda inn nöfnum á nokkrum framherjum sem ég væri til í að sjá í United.
Harry Kane er þar efstur á blaði.
Thomas Muller
Benzema,
Lewandowski
og já ég ætla að segja það Suarez ef þetta gengur ekki upp hjá honum hjá Barca
Hvort United á svo möguleika á að fá einhvern af þessum mönnum er svo allt allt annað mál.
Það má líka horfa til ungra manna innan liðsins og gefa þeim sénsinn, afhverju ekki að spila manni eins og Wilson þegar hinir eru ekki að virka?
Cantona no 7 says
Við verðum að fá tvo klassaframherja t.d Kane og Lacazetti.
Ings gæti verið góður kostur með Wilson á bekknum.
Okkur vantar náttúrulega einnig tvo eða þrjá varnarmenn og klassa miðjumann.
Í sumar verða vonandi Evans,Jones,Falcao,RVP og Rafael „seldir“.
Ég held reyndar að við fáum ekki mikið fyrir þá.
G G M U
Stefán says
Gæti verið geggjað að næstu framherjar séu Rooney, Cavani, Hernandez og Wilson. Ég myndi allavega skjóta á að það væru mjög góð kaup ef RVP fer fyrir smá pening ?
RVP og Falcao þurfa að sanna sig til að vera lengur, það er nokkuð ljóst. Pressan er mikið á þeim og CB-unum.
Vandinn liggur samt ekki í sóknarmönnunum að mínu mati.
Stefán says
Finnst við ættum að einbeita okkur að fá Nathaniel Clyne og Marquinhos, það væru góð viðbætir.
Allir fókusa alltaf á strikerana haha, við þurfum bara ekki að eyða meiri upphæðum í sókn að mínu mati.
Cantona no 7 says
Það er einfalt mál að við þurfum að eyða miklum peningum t.þ.a. vinna stóru bikarana sem við erum vanir að vinna.Liðið hefur einfaldlega verið að spila illa í vetur og langt undir því sem
Man. Utd. á að gera að öllu jöfnu,
Ég held að aðeins einn maður sé að spila vel og það er De Gea.
G G M U
Björn says
Angelo Henriquez??
Held það sé algjör óþarfi að kaupa framherja, nema þá bara einhvern ungan til að lána út. LVG mun sennilega skipta yfir í 4-3-3 fyrir næsta tímabil og því mun mikilvægara að finna menn í aðrar stöður, okkur vantar t.a.m kantmenn. Rooney, Persie og Wilson er meira en nóg til að berjast um eina stöðu á næsta ári, hvað þá ef við bætum Henriquez við.
Ég held við þurfum helst einn hægri bakvörð, einn miðjumann (Verratti er minn drauma miðjumaður, þvílíkur talent…) og einn kantmann (Depay) síðan mætti líka bæta við einum miðverði ef rétti maðurinn finnst, þeir eru þó ekki margir.