Í dag birtum við innsendan pistil frá Barða Páli Júlíussyni sem er búsettur í Barcelona. Þar horfir hann á United-leikina á börum auk þess að hafa takmarkaðan aðgang að netsambandi. Hann hefur því þurft að byrgja inn í sér allt sem honum hefur langað að segja um liðið sitt, Manchester United. Hann sendi okkur því eftirfarandi pistil þar sem hann léttir af hjarta sínu. Gefum Barða orðið:
Hér eru nokkrar spurningar sem ég hef spurt mig seinustu árin:
- Afhverju keyptum við Robin Van Persie og Kagawa seinustu árin?
- Til hver var Fellaini keyptur? Hvernig var honum ætlað að vera spilað og er hann partur af einhverri lausn í framtíðinni?
- Afhverju erum við með bæði Mata og Rooney? Þeir eru báðir með frábært auga fyrir spili, báðir hægir, geta ekki tekið menn á og spila sömu stöður. Það er ekki hægt að spila þeim báðum nema öðrum þeirra út úr stöðu.
- Afhverju gúdderaði van Gaal kaupin á Herrera ef hann ætlar sér ekki að nota hann? Þetta eru milljónir punda og þau sitja bara á bekknum. Þá fáu leiki sem maður hefur séð liðið spila fínan bolta er þegar miðjan hefur getað spilað á milli sín, sbr. Leicester fyrri hálfleikur og QPR leikurinn í byrjun tímabils og var það ekki Hull líka sem við unnum 3-0?
Hvernig erum við að spila í dag?
Í seinustu leikjum höfum við verið að spila með fjóra varnarmenn. Valencia hefur verið okkar eini hægri bakvörður þetta tímabilið. Rafael hefur aldrei náð að spila eitthvað af viti, hvort sem það er út af meiðslum eða bara vegna þess að Van Gaal virðist ekki treysta honum. McNair spilaði nýlega einn leik í hægri bakverði og stóð sig mjög vel og spurning hvort hann fái fleiri sjénsa á næstunni. Hins vegar finnst mér Van Gaal ekki hafa haft mikinn áhuga á að spila miðverði þarna hægra megin eins og má sjá með að hann hefur að mig minnir hingað til ekki notað Smalling né Jones í hægri bakverðinum í heilan leik.
Rojo og Jones virðast vera búnir að eigna sé miðvarðastöðuna allavega tímabundið og finnst manni þar Rojo sérstaklega fastur í sessi enda hefur hann átt fremur stabíla leiki. Smalling, Jones og Evans finnast mér allir ekki hafa nægilega burði til að vera framtíðarmiðverðir hjá Manchester United, sérstaklega þar sem mér finnst þeir bara ekki nógu gáfaðir fótboltamenn sem ég held að sé stór hugsunarháttur hjá Van Gaal. Shaw er síðan nokkuð öruggur með sína vinstri bakvarðastöðu með menn eins og Ashley Young, Rojo og Blackett sem varaskeifur.
Liðsvalið framar á vellinum hefur verið eiginlega verið nánast óútreiknanlegt. Við höfum spilað tígulmiðju með Di Maria í sókninni og Rooney á miðjunni og sama má segja með Fellaini í sókninni og Rooney aftur á miðjunni. Við virðumst hafa pláss til að hafa Rooney á miðjunni á meðan menn eins og Herrera eru geymdir á bekknum. Við höfum síðan átt í miklum vandræðum með hreyfingu á miðjunni og endað með mikið af löngum sendingum sem renna út í sandinn.
Það sem hefur einkennt liðið á þessu tímabili er að það virðist lítið hafa lagast í spili liðsins nema einstaka mínútur í leikjum eða einstaka leikir. Það virðist lítið hafa breyst frá seinasta tímabili þó svo að við höfum eytt 150 milljónum punda í leikmenn. Spilið er mjög hægt, lítið um færi í leikjum, fá skot og lítið sjálfstraust. Að fylgjast með liðinu á tímabilinu hefur verið mjög spennulítið fyrir utan það að sjá De Gea eiga stórkostlegar markvörslur sem halda okkur inn í leikjum.
Hvernig er hópurinn okkar?
Við eigum þrjá heimsklassa framherja og enginn þeirra hefur komist á skrið. Við erum með dýrasta leikmann í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og hann virðist sýna lítinn áhuga á að gera eitthvað að viti og sérstaklega virðist hann oft á tíðum forðast það að komast í návígi. Ef hann þyrfti að velja á milli þess að forðast tæklingu og missa ekki boltann eða þurfa fara í návígi og ná boltanum þá myndi hann velja fyrrnefnda kostinn. Að auki erum við með fullt af miðjumönnum sem enginn virðist vera betri en annar. Mata, Herrera, Fellaini, Carrick, Blind, Januzaj og Di Maria og bæta má Young og Valencia við þennan lista.
Mín persónulega skoðun er að við erum bara með vitlausa leikmenn í liðinu.
Við erum með fjóra kantmenn. Young og Valencia virðast umbreyst í bakverði og að mínu mati eru þeir einnig ekki nógu góðir til að spila sem kantmenn í Manchester United. Síðan eru það Januzaj og Di María sem eru með jafn lítið sjálfstraust og eru báðir að eiga slappt tímabil. Persónulega er ég mikill Januzaj maður og sama má segja um Di María.
Síðan erum við með tvær heimsklassa tíur. Wayne Rooney og Juan Mata.
Við erum með þrjá framherja; þá Falcao, Van Persie og Wilson. Rooney má bæta við á þennan lista en ég tel hann frekar vera „tíu“ og taki þá upp sama pláss og Mata í liðinu. Falcao og Persie eru framherjar sem ég tel vera of líka og eiga EKKI að vera spila saman. Sérstaklega ef maður bætir Rooney eða Mata við og hvað þá ef maður reynir að henda þeim öllum inn. Þá ertu kominn með fjóra sóknarsinnaða leikmenn og enginn þeirra getur hlaupið hratt, tekið leikmenn á eða borið boltann eitthvað áleiðis. Það er bara ekki nóg að hafa Di Maria einan í því og ef þú ætlar að reyna bæta Di Maria og Januzaj báðum við þessa leikmenn ertu bara kominn með of óstabílt lið.
Síðan eigum við fjóra miðjumenn, tveir þeirra eru varnarsinnaðir; Blind og Carrick og síðan Herrera og Fellaini.
Næst erum við með tvo bakverði; Shaw og Rafael. Rafael virðist gjörsamlega hafa misst sitt sæti og McNair og Valencia eru núna að deila þessari stöðu á milli sín.
Þá eigum við fimm miðverði; Smalling, Jones, Rojo, Mcnair og Blackett.
Valdes og De Gea eru svo markverðirnir okkar og þarf ekki mikið að ræða þá stöðu í augnablikinu.
Á pappír lítur þetta vel út en ég hef verið ósáttur með liðið okkar núna í þrjú tímabil eða frá því í byrjun síðasta tímabil Sir Alex Ferguson. Það sem hefur einkennt Manchester United seinustu tímabil eða frá því Juan Mata kom er að það hefur alltaf verið að reyna koma öllum bestu leikmönnunum inná í einu. Til hvers var Mata keyptur þegar við höfðum Rooney?
Hvað klikkaði?
Ég vil meina að þetta hafi allt byrjað á kaupunum á Robin Van Persie og hafi einungis versnað síðan. Það hafa verið gerð núna þrenn kaup (eitt af þeim er lán) á seinustu þremur tímabilum sem ég tel einungis hafi verið gerð til að kaupa heimsklassa leikmann en ekkert pælt í því hvernig hann passar í liðið. Þetta eru Robin van Persie, Shinji Kagawa og Juan Mata. Inná þennan lista mætti bæta Fellaini þar sem hann er engan veginn týpan til að passa inn í þann fótbolta sem Manchester United vill spila.
Ferguson sagði sjálfur að þegar Persie hafi orðið laus hafi hann ekki getað annað en keypt hann. Margir segja að Persie hafi verið frábær kaup en ég hef haldið því fyrir sjálfan mig (og bróðir minn) að ég var óánægður með kaupin á Van Persie frá degi eitt. Það er ekki út af því að Persie kaupin ein og sér hafi verið slæm heldur var þetta fyrsta skrefið að kaupstefnu sem mér fannst ekki spennandi. Að kaupa leikmann sem var ekki eitthvað sem við þurftum bara vegna þess að hann var á lausu í stað þess að kaupa í stöðu sem þurfti (á þessum tíma var það miðjumaður).
Þegar Persie kom vorum við tveimur mánuðum áður búnir að fjárfesta í Shinji Kagawa og var ég sjálfur gríðarlega spenntur fyrir þessum leikmanni. Þarna sá ég fram á það að LOKSINS væri Ferguson búinn að sætta sig við það sem er orðið að veruleika í daglegum fótbolta, 4-4-2 er EKKI málið lengur. Við vorum að kaupa leikmann til að spila í holunni fyrir aftan Rooney og færum þar af leiðandi að spila með einn framherja með Welbeck og Hernandez sem varamenn fyrir hann.
Síðan keyptum við Persie og gerðum þ.a.l. 16. milljón punda kaupin á Kagawa nánast að engu enda sá það hver einasti stuðningsmaður Manchester United að Kagawa fékk aldrei sinn sjéns hjá okkur á sínum stað.
Við eigum gott tímabil og á endanum hættir Ferguson og Moyes tekur við. Við kaupum Fellaini og gerði Moyes þar önnur mistök þar sem ég tel að hann hafi ætlað að spila „the Ferguson way“ en Fellaini var engan veginn tilbúinn í það. Hann er ekki góður í stuttu spili og Moyes vissi engan veginn hvernig hann ætti að nota eina manninn sem hann keypti. Síðan í janúar fékk Moyes tækifæri til að kaupa heimsklassa leikmann sem hafði verið valinn besti leikmaður Chelsea seinustu tvö tímabil.
Þessi leikmaður spilar í holunni, sömu stöðu og Kagawa spilar og fyllir upp í sama pláss og Rooney spilaði á þessum tíma (sem 10 undir Persie eða false nine). Þarna vorum við búnir að eyða 37 milljónum punda í annan holumann sem gerði það að verkum að ef ætlunin var að spila Rooney, Persie og holumanninnum þyrfti pottþétt að spila einhvern út úr stöðu og hvað þá ef við ætluðum að nota Kagawa líka.
Þetta væri leið til að spila þá alla en þá væru líka tveir þeirra ALLTAF úr stöðu. Þá gætum við alveg eins keypt Messi og spilað hann sem dverg á miðjunni eða álíka.
Eftir þetta tímabil kemur Van Gaal auðvitað inn eins og allir vita og fær aðeins að leika sér á leikmannamarkaðnum. Hann virðist hafa gúdderað tvö kaup sem Moyes virðist hafa verið að vinna í. Luke Shaw og Ander Herrera. Þessi tvö kaup er eitthvað sem ég var mjög sáttur með, hvað þá að bæði kaupin voru staðfest á afmælisdaginn minn. Við bætum einnig við áður en gluggin lokast Angel Di María, Marcos Rojo og Daley Blind. Síðan kemur Radamel Falcao á láni. Að sama skapi á sér stað hausthreingerning og leikmenn á borð við Kagawa, Hernandez og Welbeck fara á brott.
Áður en Di Maria og Falcao komu hafði Louis van Gaal einmitt talað um að hann hefði skipti yfir í 3-5-2 vegna þess að það væri besta leikkerfið með þá leikmenn sem hann væri að vinna með, væntanlega til þess að geta notað Mata, Persie og Rooney án þess að það bitnaði á þeim með því að vera spilaðir út úr stöðu.
Ég var gríðarlega ánægður með komu Di María enda vorum við loksins komnir með leikmann sem hafði það sem áðurnefndir leikmenn höfðu ekki og það er HRAÐI. Með Rooney, Mata og Persie fremsta er enginn hraði og sérstaklega: enginn sprengikraftur í liðinu. Engin þeirra getur tekið leikmenn á.
Það sást vel á fyrstu leikjum Di Maria að það var loksins kominn aftur þessi „fear factor“ í Manchester United. Það að varnarmenn urðu smeykir þegar leikmaður liðsins fékk boltann, sama hvar hann er staðsettur, eitthvað sem hafði ekki verið í liðinu síðan Ronaldo kom og var. Með komu hans stóðum við hins vegar ennþá frammi fyrir vandanum að spila Di Maria, Mata, Rooney og van Persie í sama liði.
Síðan gerðist það óskiljanlega. Það var ákveðið að selja Danny Welbeck, lána Hernandez og fá Falcao á ársláni með möguleika á kaupum upp á rúmar 40 milljónir punda eftir tímabilið. Þarna vorum við virkilega að takast að bæta við vandamálin sem voru fyrir. Ég var ósáttur með van Persie kaupin hvað þetta varðar, ekki skánaði það með Mata þó svo að ég væri auðvitað sáttur með að fá heimsklassa leikmann. En síðan var, ótrúlegt en satt, bætt við þetta „lúxusvandamál“ með því að fá Falcao á láni.
Þegar þú ert með þessa menn; Rooney, Persie, Falcao, Mata og Di María viltu helst reyna að koma sem flestum þeirra í byrjunarliðið á sama tíma. Þá ertu væntanlega með þitt sterkasta lið, einnig er leiðinlegt að vera þessi sem er á bekknum af þessum mönnum. Þá er auðvitað stærsta spurningin: hvernig er hægt að koma þessum mönnum fyrir sem best?
Persónulega finnst mér það ekki hægt.
Mér finnst framlínan Falcao og Persie; Falcao og Rooney; og síðan Persie og Rooney ekki hægt ef þú ætlar einnig að spila með Mata í holunni og Di Maria í liðinu.
Hvað er vandamálið hjá Manchester United í dag?
Ég tel að það sé það að við erum alltaf að spila með tvo framherja. Þeir framherjar sem við erum með eru allir of líkir. Falcao, Rooney og Persie eru allir svona áræðnir og sterkir framherjar sem eru góðir á boltanum, góðir klárarar, með mikinn líkamlegan styrk en eru ekki snöggir.
Hvaða lið eru í dag að spila með tvo framherja?
- Barcelona spilar 4-3-3 með Suarez einan frammi og Messi og Neymar á köntunum.
- Real Madrid spilar með Benzema einan frammi og Bale og Ronaldo á köntunum (eða Isco/James).
- Atletico Madrid spilar með Torres/Mandzukic einan frammi og Griezmann, Arda Turan og Cerci þar bakvið.
- Chelsea spilar með Costa einan frammi og Hazard/Willian/Oscar á köntunum.
- Liverpool hefur verið að spila með Sterling einan frammi og mun líklegast fara yfir í Sturridge einan frami og Sterling og Coutinho á köntunum (fljótandi fyrir aftan).
- Tottenham spilar með Harry Kane einan á kantinum og Chadli/Eriksen/Lamela á bakvið hann.
- Arsenal spilar með Giroud eða Welbeck oftast einan frammi. Þar eru Özil, Cazorla, Sanchez á köntunum.
Viðurkenni að ég ætla ekki mikið að fara út í framlínu Bayern eða ítölsku liðanna því ég hef ekki fylgst nóg með þýska eða ítalska boltanum en held að það segi eitthvað að EKKERT af bestu liðum í heimi eða á Englandi sé að spila með tvo framherja og hvað þá tvo framherja sem passa engan veginn saman (sjáið þið United ´99 liðið fyrir ykkur með tvo Dwight Yorke frammi og engan Andy Cole með honum eða akkurat öfugt? Tvo Andy Cole sem taka skalla boltana og engan Yorke til að hlaupa með honum?)
Hvað er framtíðin hjá Manchester United?
Þetta finnst mér stóra spurningin og ef ég á að segja alveg eins og er þá veit ég ekki hvað Van Gaal er að hugsa. Mér findist það mjög skrýtið ef hann myndi kaupa Radamel Falcao, sérstaklega ef hann ætlar sér að endurnýja samning sinn við Persie. Held að það hljóti að sjást að þessir þrír framherjar (Rooney, Falcao og Persie) eru alltof líkir til að spila allir saman, sérstaklega ef það á að kosta okkur 45 milljónir punda.
Stór spurning er hvort hann ætli sér ekki að nota Rooney sem framherja. Rooney hefur ótrúlega hæfileika. Nokkra af þeim á hann sameiginlega með Paul Scholes og má þar nefna þá hæfileika að geta nánast í kyrrstöðu tekið 60 metra hárnákvæma skiptingu á milli kanta og er þetta eitthvað sem maður saknar þegar maður sér Blind eiga í erfiðleikum með 20 metra háa sendingu yfir á hinn bakvörðinn á sínum eigin vallarhelming. Rooney er hins vegar framherji og það að skipta honum yfir í miðjumann er stór ákvörðun. Ég er á þeirri skoðun að hann þurfi að ákveða í seinasta lagi í sumar HVORT hann ætli að spila honum sem miðjumanni eða framherja.
Falcao er 29 ára gamall. Persie er á 31. ári og tel ég að það væri sniðugt að halda van Persie, spila Rooney áfram sem framherja/holumann og losa okkur við Falcao eftir tímabilið. Halda Wilson og þá annað hvort bæta við einum ungum framherja til viðbótar eða leyfa Hernandez að vera varaskeifa eitt tímabil í viðbót. Á næstu tveimur árum yrði samt sem áður farið hægt og rólega í það verkefni að skipta van Persie út fyrir góðan framherja á aldrinum 21-24 ára sem helst myndi vera byrjunarliðsmaður eftir allavega eitt tímabil og þá taka yfir sem framherji númer eitt.
Rooney væri þá framherji númer tvö eða holumaður og síðan Persie þar fyrir aftan, orðin 33 ára. Ef Rooney yrði gerður að miðjumanni þá myndi ég samt sem áður vilja losa mig við Falcao og fá inn einmitt þennan framherja á aldrinum 21-24 ára og leyfa honum að vera framherji númer 2 með Wilson og Hernandez þá sem varaskeifu. Síðan værum við með Mata að berjast við Rooney um stöðu sem holumaður eða þriðji miðjumaður í 4-3-3.
Það sem vantar í liðið eru þá fleiri kantmenn eða leikmenn á borð við Messi, Neymar, Isco, Ronaldo, Bale, Sanchez, Di María, Hazard og Sterling. Þetta eru leikmenn sem geta tekið menn á og fengið boltann í fætur og liðið ágætlega þannig. Persónulega hef ég ennþá gríðarlega trú á Januzaj og er ég að vonast til að van Gaal haldi áfram að spila honum reglulega á næstu mánuði og hann fari að girða sig. Finnst hann hafa verið mun skárri í seinustu 2-3 leikjum en hann var fyrr á tímabilinu og það hlýtur nú að vera einhver ástæða afhverju hann fékk treyju nr. 11.
Valencia og Young hafa einfaldega ekki hæfileikana í að vera þarna til framtíðar.
Svo er spurning með miðjuna. Við erum búnir að fjárfesta í Blind sem er væntanlega hugsaður sem arftaki Carrick enda svona sá fótboltamaður sem verður að teljast hvað líkastur honum. Hægur, spilar meiri svæðis-vörn heldur en hann er hingað til ekki nærrum því eins góður sendingarmaður og Carrick sem mér finnst mjög slæmt. Hingað til hefur Blind eiginlega ALLTAF annað hvort átt mjög góðan leik eða gjörsamlega týnst, eins og t.d. gerðist á móti West Ham og Burnley. Ef liðið pressar okkur hátt upp á völl þá virðist Blind ekki vilja fá boltan þar sem oftast hefur hann engan til að gefa á ef hann fær boltann og er sjálfur ekki öruggur á boltanum.
Síðan er það vörnin. Hún er eitt spurningarmerki út af fyrir sig. Við erum sett með flottan vinstri bakvörð næstu 10 árin svo fremi sem hann meiðist ekki eða eitthvað skrýtið gerist. Rojo virðist vera eini miðvörðurinn sem hefur spilað ágætlega á þessu tímabili. Hann er samt soldið villtur karakter og vantar kannski svolítið uppá að hann muni einhvern tíman kallast heimsklassa. Hann er soldið lítill og mætti alveg vera aðeins sterkari en hann er hins vegar EINI af öllum okkar miðvörðum sem virðist kunna að sparka í fótbolta.
Johnny Evans virðist vera alveg búið spil. Ef til vill hafa öll meiðslin sem hann hefur gengið í gegnum gert það að verkum að hann hafi aldrei náð að verða að alvöru miðverði. Hann gæti verið fínn ef hann er með einhvern alvöru leiðtoga sér við hlið en ef við ætlum að fá þannig leikmann þá þurfa væntanlega einhverjir að víkja og myndi ég setja Johnny Evans þar fyrst á blað.
Síðan erum við með Smalling, Jones, Blackett og McNair. Það kom mér virkilega á óvart þegar Van Gaal vildi ekki selja Smalling til Arsenal í sumar til að tryggja sér Vermaelen (hann reyndar meiddist seinna í langan tíma). Smalling virðist engan veginn fitta inn í þetta lið því hann er hræddur bara við þá tilhugsun að boltin komi nálægt fótunum á honum. Smalling gæti verið flottur spilari í Stoke, Sunderland eða Leicester þar sem þess er ekki vænst af honum að geta sparkað knettinum.
Það mætti nánast sama segja með Jones en hann er hins vegar tveimur eða þremur árum yngri en Smalling og virðust vera AÐEINS betri á boltanum en Smalling. Hins vegar er hann mikill meiðslapési þannig að það fer að styttast í að hann fái sitt síðasta tímabil til að reyna halda sér almennilega meiðslalausum.
Ástæðan fyrir því afhverju ég tala svona mikið um að vera góður á boltanum er einfaldlega vegna þess að það virðist vera mikilvægasti hluturinn við að vera varnarmaður hjá Manchester United þessa dagana. Ég get alveg bókað ef einhver tölfræðiormur fer og skoðar hvernig við höfum fengið á okkur flest dauðafærin í vetur að þar er mjög ofarlega, eða jafnvel efst, þegar við gefum boltan frá okkur í vörninni eða á milli varnar og miðju.
Hér er það sem þarf að gerast næstu árin að mínu mati:
- Falcao þarf að fara.
- Persie þarf fljótlega að fara verða striker númer 2 eða 3.
- Rooney og Mata geta ekki báðir spilað sem tía. Annar hvor þarf að víkja fyrir hinum og það er eiginlega algjör synd að segja það. Mata átti aldrei að koma fyrst að Rooney var ekki að fara. Fyrst að Moyes keypti Mata, afhverju seldi hann þá ekki Rooney til Chelsea fyrst það stóð til boða?
- Okkur vantar alvöru miðvörð sem hefur þann eiginlega að vera GÓÐUR Á BOLTANUM!
- Smalling og Evans mega vera seldir mín vegna. Jones fljótlega á seinasta sjéns. Tveir ungir og graðir, Blackett og McNair ættu að bíða spenntir eftir þessum sölum.
- Persónulega held ég ennþá að okkur vanti einn alvöru miðjumann. Einhvern sem getur borið upp boltan, ekki hræddur við að hafa boltann, og jafnvel tekið menn á. Alveg ótrúlegt að það sé verið að orða okkur við mann sem við gáfum, á upp í 80 milljónir punda. Hrikalega er Pogba einmitt týpan sem okkur vantar.
Stefan says
Virkilega góð grein og mjög gaman að lesa hana.
Mér finnst reyndar Carrick langbesti miðjumaðurinn en án hans er ekki mikið að gerast, við þurfum klárlega fleiri. Ég vona svo innilega að Herrera verði byrjunarliðsmaður sem fyrst.
Er mjög sammála með flesta allt sem þú nefndir og sérstaklega punktana í lokin.
Hummels er góður á boltanum, þannig hann er spurning.
Væri gaman að geta selt Mata á einhvern pening kannski, allavega 25m sem er útsöluverð og fá inn Reus og Hummels kannski.
We need germans :P
Daniel says
Áhugaverður og góður pistill!
Hér er ég með nokkra punkta:
– Ég er sammála pistlahöfundi að ég hef gríðarlega trú a Januzaj og vona að LVG fari að spila honum meira, einnig hef ég mikla trú á að Wilson geti orðið okkar fyrsti striker, virkilega hraður og flottur leikmaður þótt að hann sé enn ungur.
– Hefðum aldrei átt að fá Falcao þótt hann sé í heimsklassa
– Vil sjá Rooney og Wilson spila saman fremsta með Mata í holunni, held að það yrði öflugt..
– LVG VERÐUR að kaupa miðvörð, kantmann og jafnvel h/bakvörð í sumar..
—- Væri flott að fá leiðtoga eins og Hummels eða Godín eða einhvern álíkann í miðvörðinn
—- Vil sjá budduna opnast fyrir Reus þá gætum við spilað með hann og Di María á köntunum
—- Jafnvel reyna fá Daniel Alves í sumar í h/bakvörðinn þar sem hann hefur gríðarlega reynslu og myndi styrkja þá stöðu
– Sammála að við þyrftum mann eins og Pogba þótt mér finnist mjög óíklegt að það gerist..
Gylfi Hallgrímsson says
Finnst talað alltof illa um Young, ekki vegna þess að ég telji hann fyrsta kost á vinstri kant, heldur einfaldlega vegna þess að hann hefur spilað mjög vel síðan í okt (fyrir utan meiðslin náttúrulega) og betur en flestir aðrir í liðinu, þrátt fyrir að vera spila nýja stöðu.
Ég hugsa að ég myndi halda Mata yfir Rooney… Ég veit að Rooney er Man U maður og með rosalega hæfileika, enskur, fyrirliði landsliðsins og kom fyrir 10+ árum, en hversu oft hefur hann hótað að fara og ég veit ekki hvað til að koma ennþá meiru í vasann sinn veit ég ekki. Ég veit samt að Mata myndi ekki hegða sér þannig og Rooney er þremur árum eldri (líka ef þeir væru í annarri deild og það þyrfti að selja annan þeirra þá..?) Persónulega myndi ég samt selja flesta aðra í liðinu á undan þeim.
Meiga endilega fara:
Falcao, Evans
Meiga fara fyrir mér:
Smalling, Jones, Rafael, Valencia, RVP.
Meiga alls ekki fara:
Shaw, Di María, Rojo, Mata, Herrera, Wilson, Januzaj, DDG og enginn.
Rauðhaus says
Þetta er mjög góður pistill og skemmtileg lesning.
Ég er sammála mörgu sem fram kemur, en þó ekki öllu.
Sammála því að hópurinn sé óbalanseraður og erfitt sé að koma hæfileikaríkustu enstaklingunum saman inn á í einu. Líka sammála því að upphafið að því hafi ef til vill verið kaupin á RvP.
Hins vegar alveg ósammála því að við hefðum ekki átt að ráðast í þau kaup. Á þessum tíma var RvP sennilega einn af 2-3 heitastu framherjum heimsins og hefði verið galið að vilja ekki fá manninn ef hann á annað borð stóð til boða. Enda vitum við allir/öll að titillinn hefði aldrei unnist á síðasta tímabili SAF án hans, þar sem hann var algjörlega stórkostlegur (því miður virðist það vera fullkomlega liðið). Ég er þó sammála greinarhöfundi að miðjumaður var priority á þessum tíma en held hreinskilningslega að kaupin á RvP hafi ekkert breytt neinu um þann part liðsins, held að Fergie hafi ekkert ætlað að kaupa þar strax (Scholes snúinn aftur, Carrick í einstaklega góðu formi, Giggs enn til staðar o.s.frv.).
Það er rétt að kaupin á RvP snertu Kagawa illa. En ég er samt á því að Kagawa hafi fengið næg tækifæri hjá okkur til að sýna sig og sanna. Hann átti nokkra mjög góða leiki en fleiri frekar slaka. Að mínu mati nýtti hann ekki tækifærin sín, ekki heldur þegar hann fékk að spila í sinni eftirlætis stöðu. Og það er ekki eins og hann hafi verið að kveikja í knattspyrnuheiminum síðan hann fór aftur til Dortmund, þar hefur hann ekki einu sinni átt tryggt sæti í liðinu – liði sem er í fallbaráttu.
Ég gæti ekki verið meira sammála með Falcao, hann hefur valdið mér gríðarlegum vonbrigðum og ég vil alls ekki að peningum verði sólundað í leikmann sem verður aldrei nógu góður fyrir okkur – í staðinn fyrir önnur kaup. Ég vil halda RvP en tek þó fram að hann hefur verið í mikilli lægð undanfarið og lítur ekkert út fyrir að hann nái fyrra formi aftur. Ég held því að við þurfum að kaupa toppframherja strax næsta sumar. Fljótan og teknískan framherja sem getur einn síns liðs búið til mörk. Öll góð lið verða að hafa slíkan leikmann og eins og staðan er núna efast ég um að við höfum hann (nema ef til vill Rooney sem þó er að spila anað hlutverk núna).
Við þurfum þó líka (og jafnvel enn fremur) toppklassa miðjumann, toppklassa hafsent (leader), almennilegan hægri bakvörð. Og helst líka toppklassa vængmann!!
Liðið er að fara i gegnum miklar breytingar sem voru óhjákvæmilegar og ég trúi því enn staðfastlega að LvG sé réttur maðuir í verkið.
Gylfi Hallgrímsson says
Tek einnig fram að ég væri miklu, miklu frekar til í Isco en Ronaldo.. Isco en sæmilega ungur og vill sýna sig á meðan Ronaldo er orðinn 30, búinn að vinna allt og það þyrfti ekki nema einn-tvo slæma leiki fyrir okkur og þá færu fjölmiðlar og (lélegir) stuðningsmenn United að segja að hann sé búinn.
GGMU
Barði Páll Júlíusson says
Takk fyrir góð svör.
Ætla byrja svara
Stefáni: Ég er alveg sammála þér með Carrick. Hann er klárlega okkar besti miðjumaður og hef ég stutt Carrick frá fyrstu mínútu frá því hann kom til okkar, og meira segja þegar hann var ennþá hjá Spurs enda er öll fjölskyldan mín Tottenham aðdáendur og ég var farinn að fýla þennan mann meira en ári áður en hann kom til okkar.
Hann fer samt að vera kominn á sín seinni ár og held ég að Blind sé EINGÖNGU hugsaðu sem arftaki hans. Finnst nefnilega Blind eini leikmaður í heiminum sem ég hef séð sem er líkur Carrick en samt ennþá ekki nálægt því að hafa sömu hæfileika og hann.
Það eru bara hlutir eins og zonal defending, þessi svakalega hæfileiki að geta verið svona passívur og svona svipaðir líkamlega, hægir, ekki sterkir en samt svona ákveðnir.
Daniel: Það sem mér finnst einmitt vera akkilesar hæll United þessa dagana er það að spila með leikmenn sem eru eins og einnig að vera með tvo framherja.
Ef þú myndir spila eins og þú nefnir; Wilson, Rooney og Mata
Rooney – Wilson
——–Mata——
Þá eiginlega annað hvort verðuru að spila tígul miðju því ef þú ætlar að spila með þessa og svo tvo kantmenn þá er ekki sjéns að neinn leikmaður getur spilað sem EINN miðjumaður, það er enginn balance í því, t.d.
——Rooney-Wilson
Di Maria – Mata—Januzaj
——————————–
————–Blind————-
Shaw——————Valencia
———Rojo–Jones———-
Gylfi:
Ég verð að viðurkenna það að frá því Young kom hef ég aldrei verið mikill fan af honum því mér fannst hann bara aldrei vera í Manchester United klassa. Hins vegar þegar ég var einmitt búinn að afskrifa hann alveg þá hefur hann komið rosalega sterkur inn á þessu tímabili í öðru hlutverki, sem wingback eða bakvörður og er ég alveg til í að hafa hann sem backup í þá stöðu og einnig á kantinn en eingöngu sem backup.
Annars var ég sammála þér með Mata vs Rooney þegar Rooney vildi fara á sínum tíma. Fannst alveg tilvalið þegar Chelsea vildi Rooney og Mourinho vildi ekki Mata að gera bara slétt skipti. Báðir tæplega 40 milljón pundavirði myndi ég segja á þessum tíma.
Held bara að þetta hafi verið leiðin sem Moyes ætlaði að vinna aðdáendur á sitt band. HALDA Rooney sem átti að hafa viljað fara undir Ferguson og síðan með að lokka „HEIMSKLASSA“ leikmann til liðsins þegar allir vissu að liðið væri nánast búið að glata meistaradeildarsætinu en svona var hann að sýna að samt vildu heimsklassa leikmenn vinna með honum fyrst hann var búinn að tryggja Rooney og Mata.
Rauðhaus:
Flott svar hjá þér og auðvitað eðlilegt að fólk sé með mismunandi skoðanir :)
Hins vegar þá vil ég aftur benda á það að ég var ekki beint ósáttur með það að fá Persie heldur var ég ósáttur með allt í kringum þau og það sem þeim fylgdi. Reyna að nóta leikmenn út úr stöðum. Fyrst Persie var keyptur þá átti bara að spila Rooney með honum og síðan Kagawa sem backup fyrir hann, ekki sem kantmann. Sama með Mata. Mér persónulega finnst Mata og Rooney ekki passa í sama byrjunarliðið ef þú ætlar að spila með síðan annan hægan framherja með þeim eða bara annan framherja með þeim yfir höfuð. Rooney og Mata finnst mér of líkir og eru báðir leikmenn sem vantar menn í kringum sig með hraða.
En er sammála þér með að halda Persie og nota hans „quality“ áfram. Held að hann sjái það sjálfur að hann geti ekki verið 1. striker inn í liðið á næsta tímabili og ef hann áttar sig á því þá væri ég til í að hafa hann áfram því hann er svo einstakur leikmaður og gott að geta átt hann inni.
Einnig sammála með að okkur vantar snöggan framherja sem getur gert eitthvað á sínum eigin spítum. Getum við ekki reynt að stela mannætuni frá Barcelona, þá þarf ég ekki að horfa á hann þegar ég fer á leiki hérna í Barcelona. Annars þó svo að ég myndi aldrei vilja sjá karakter eins og Suarez í United þér er hann einmitt týpan af leikmanni sem okkur vantar. Hann getur tekið menn á, hann getur stungið sér inn fyrir varnir, hann er drullu snöggur og vinnusamur. Hann hefur bætt sig að klára færin og getur gert eitthvað út úr engu, skorað langskot og nánast bara allt. Spurning hvort við getum fundið svipaða týpu, er það til á viðráðanlegu verði?
Ég er allavega ekki áhugasamur að eyða 40 milljónum í Falcao eða 60 milljónum í Cavani sem er einnig leikmaður sem ég tel koma inn bara með hæfileika sem Rooney eða Persie hafa nú þegar. Get rétt ímyndað mér hvað Rooney/Mata og Di Maria yrðu góðir með einhvern eldsnöggan og góðan á boltanum striker með sér.