Lespakki vikunnar kominn í hús og inniheldur hann mikið af slúðri í þetta skiptið…
Lesefni vikunnar:
- Sir Alex Ferguson og Roy Keane tóku sama flug til London frá París í dag. Þeir létu hvorn annan alveg í friði.
- Andersred sýnir hvernig United skuldar öðrum félögum 100m punda.
- Ian Macintosh hugsar upphátt um Manchester United.
- Nýr sjónvarpsréttindasamningur sem tekur gildi 2016 mun tryggja Manchester United og öðrum liðum í deildinni gríðarlegar tekjur.
- Paul Scholes segir það sem meirihluti stuðningsmanna Manchester United hugsa.
- United er í viðræðum við De Gea um framlengingu á samningi hans við félagið. Tvö hundruð þúsund pund á viku og söluklásúla er það sem mun þurfa til að halda De Gea segir Mirror.
- Heimsklassamiðjumaður er á dagskránni, sem gæti hleypt Rooney í framlínuna á ný.
- Andy Kellett? United hefur verið að fylgjast með honum að undanförnu.
- United hefur gert samning við Sadiq El-Fitouri, þökk sé Scholes og Phil Neville.
- Fimm hlutir sem við lærðum úr viðureign United gegn Preston.
- LVG: „Falcao gæti verið áfram hjá Manchester United en ég mun ekki eingöngu dæma eftir markaskorun“. Af hverju er Falcao ekki að blómstra hjá United?
- Louis van Gaal þarf að læra að það er ekki séns að rökræða við enska blaðamenn.
- Ekki spyrja Van Gaal um leikmenn sem hafa ekki spilað marga leiki.
- Góðar fréttir – Dagar Wayne Rooney sem framherja eru ekki taldir.
- Van Gaal þarf að finna leið til þess að ná meiru út úr þeim leikmönnum sem eiga að skapa færin ef hann ætlar að ná árangri með United.
- Er Louis van Gaal ef til vill einn á báti hjá United?
- Oliver Holt skrifar grein til varnar Van Gaal.
Lag vikunnar:
Machine Head – „Old“
Stefán says
Machine Head voru geggjaðir :)
Góð grein
Ási says
Maður skilur ekkert af hverju Mata er bekkjaður trekk í trekk.