Louis Van Gaal heldur áfram að koma á óvart. Liðið sem byrjaði leikinn gegn Swansea var eftirfarandi:
Bekkur: V.Valdes, C.Smalling, A.Januzaj, J.Mata, A.Valencia, A.Young, R.Falcao
Leikurinn byrjaði fjörlega, strax á 4. mínútu fengu Swansea menn hornspyrnu sem endar með því að Ander Herrera bjargar á línu frá Batafemi Gomis. Stuttu síðar fékk Gomis annað færi en þá skallaði hann yfir.
Á 15 mínútu fékk United loksins alvöru færi, Angel Di Maria slengdi boltanum inn í teig sem endar við fætur Robin Van Persie sem smellir honum í slánna og yfir markið. Mínútu síðar fær Wayne Routledge færi sem endar með fínni markvörslu David´s De Gea. Á 28. mínútu komst United í 1-0 eftir að Ander Herrera, sem virðist skora eða leggja upp í öllum leikjum sem hann byrjar, smellti honum í fyrsta alveg út við stöng. Óverjandi. Spilið upp að markinu var mjög gott og ritstjórn á því að þetta sé eitt besta mark ársins.
Adam var hins vegar ekki lengi í paradís, aðeins þremur mínútum eftir að United komst yfir þá jafnaði Ki fyrir Swansea eftir fína fyrirgjöf Jonjo Shelvey. Mýtan um að lið séu viðkvæmust stuttu eftir að þau skora átti við hér. Virtist sem United væru alveg sofandi þegar fyrirgjöfin kom inn í teiginn.
Staðan 1-1 í hálfleik. Manchester United gerði eina skiptingu í hálfleik, Antonio Valencia kom inn á fyrir Paddy McNair.
Síðari hálfleikur byrjaði með látum en Ki var næstum búinn að skora aftur eftir fína fyrirgjöf frá Jonjo Shelvey. Sem betur fer var David De Gea vakandi og bjargaði United, ekki í fyrsta skipti á tímabilinu. Aftur virtist varnarlína United gjörsamlega sofandi.
Á 57 mínútu kom Ashley Young inn á fyrir Luke Shaw, mönnum brá þegar Ashley Young kom inn á gegn Preston en þetta kom talsvert meira á óvart þar sem Young var plantað í vinstri bakvörðinn í fjögurra manna varnarlínu. Eins og á móti Preston kom Young samt vel inn í leikinn. Sannkölluð endurnýjun lífdaga hjá Ashley Young undanfarna mánuði.
Fyrir utan fyrstu fimm mínúturnar í síðari hálfleiknum þá stjórnaði United gjörsamlega síðari hálfleiknum. Swansea komst varla yfir miðju en samt sem áður komst United ekki í nein alvöru færi. Það vantaði alltaf herslu muninn. Hornspyrnur, fyrirgjafir, skot í varnarmenn – allt nema skot á markið og mark. Því miður þá skiptir það ENGU MÁLI í fótbolta. Á 73. mínútu náði Swansea boltanum og bombaði fram, Ki fann Jonjo Shelvey sem ákvað að hlaða í hamar af góðum 20-25 metrum. Shelvey hitti boltann vel, það vel að hann fór í Batafemi Gomis sem orsakaði það að David De Gea átti ekki breik þegar boltann flaug í netið. Manchester United búið að stjórna leiknum í 30 mínútur en Swansea samt sem áður að vinna 2-1.
Van Gaal og Ryan Giggs brugðust við markinu hjá Swansea með því að taka Angel Di Maria út af fyrir Juan Mata þegar það voru 12 mínútur til leiksloka. Það breyttist þó lítið, United hélt áfram að mása og blása en komust aldrei í almennilegt færi. Til að gera hlutina verri þá tókst Van Persie að meiða sig og var byrjaður að haltra þegar það voru enn fimm mínútur til leiksloka.
2-1 lokatölur.
Þessi leikur var eins og Copy / Paste af mörgum leikjum liðsins í fyrra. Manchester United voru talsvert betri en samt sem áður fékk mótherjinn fullt af færum og skoruðu sigurmark með skoti sem fór af varnarmanni (í þessu tilviki; sóknarmanni mótherjans) og þaðan í netið.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Flott byrjunar lið. Ætla að segja 0-3, Rooney x1, Di Maria x1 og Fellaini x1
Karl Garðars says
Flott lið. Erfiður leikur. Spenntur!
DMS says
Spennandi byrjunarlið.
Barði Páll Júlíusson says
Ennþá þarf ég að bíða lengur eftir að van Gaal taki einn leik með EINN striker og tvo kantmenn.
Langar líka að fara sjá Herrera spila sem einn af tveimur miðjumönnum. Held að þá fáum við virkilega að sjá þann leikmann sem var keyptur því hann hefur orkuna í að spila sem box to box miðjumaður þarf, duglegur á eftir boltanum, ótrúlegt en satt er hann nagli þótt hann sé líklegast tæplega 30 kg með skólatösku.
ellioman says
Danska sjónvarpið er að sýna byrjunarliðið sem 4-1-4-1… Alltaf er kallinn að prófa eitthvað nýtt leikskipulag…
Narfi Jónsson says
Mér lýst hrikalega vel á þetta, giska á að van Persie eigi að vera einn á toppnum og það standi til að taka Gylfa alveg úr umferð.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Einhver með stream á leikinn?
Bósi says
firstrow1.co
Jón Þór Baldvinsson says
Gvöð minn góður, kveki á imbanum akkúrat þegar Herrera skorar en svo skorar einhver kisi áður en ég næ að deila góðu fréttunum með heiminum. Hvurslags er þetta eiginlega?
Rauðhaus says
Þetta er algjör einstefna þessi seinni hálfleikur… bara hlýtur að enda með marki
Gylfi Hallgrímsson says
Korter í 5. sætið. KOOOOOMA SVO.
Rauðhaus says
hélt samt að markið kæmi okkar megin. Þvílíkt og annað eins rugl… erum búnir að liggja á þeim í stórsókn og fáum svo mark í andlitið.
Liðið er að spila vel, en ég tek allan daginn 3 stig og lélega spilamennsku framyfir gott spil og 0 stig.
Hjörtur says
Það er ekki nóg að það sé einstefna, því þegar komið er að marki andstæðingana þá er liðið gjörsamlega úrriðalaust, og svo gleymist varnarvinnan og mótherjarnir skora. Nánast allar hornspyrnur fóru í hendur markvarðar, í stað þess að gefa þær aðeins út í teiginn. Stefnir allt í það að Gylfi og co hafi af okkur 6 stig á þessu tímabili. Góðar stundir.
Stefán says
magnaður leikur, elska hvað United eru ógnandi við önnur lið, allir skíthræddir við þá.
Siggi says
Skrítin leikur. Nú var Man utd betra þegar Swansea skorar en þetta hefur eiginlega verið öfuggt undanförnum leikjum. Ég held að lykilinn hjá Man utd sé að halda áfram að spila illa og vinna leiki í staðinn fyrir að vera betri og fá ekkert.
Bjarni Ellertsson says
Get ekki orða bundist að horfa á liðið spila þessa dagana. Hörmungin heldur áfram hvort sem við erum lélega liðið eða góða liðið í leiknum. Höfum aldrei spilað sem lið, hvort sem er þennan vetur, fyrra eða hitteð fyrra enda ekki með mannskap í það. Jú nóg er af stjörnum í hópnum en þeir hafa ekki sýnt snefil af því sem þeir eru þekktir fyrir og virðast ekki hafa neina löngun eða gleði til að leika í þessu liði eða fyrir liðið. Sé okkur hrapa hratt niður töfluna í næstu leikjum, hef ekki mikla trú á þessu liði. Það þarf kraftaverk til að ná meistaradeildarsæti því miður og hvað gerist þá. Fróðlegt verður að sjá það.
Hannes says
Swansea voru lélegir en vinna samt. Van gaal fær enga vorkunn, fyrsta lagi afþví plan A er reyna ná meistaradeildarsæti með Stoke háloftabolta sem skilaði Stoke í mid-table í besta falli. Í öðru lagi þorir hann ekki að taka tvo lélegustu menn tímabilsins RVP og DiMaria útúr hóp, sem þeir eiga skilið.
Hvað er Giggs að leggja í púkkið ? maður sem var þjálfaður í 20 ár af Sir Alex, besta stjóra frá upphafi fótboltans. Hann virðist vera ráðalaus. Eini möguleiki okkar á meistaradeildarsæti er að vinna europa league á næsta tímabili.
Keane says
Ég bara spyr.. hvað er Wayne Rooney að gera á fótboltavellinum!!!?* Hann er engu betri en Persie! Djöfulsins oflaunaði keppur!
Kalli says
Shaw á fyrra markið og er ljónheppinn að De Gea bjargaði honum í því seinna. Tók eftir því að Blind hraunaði yfir hann í seinna skiptið, allveg á hælunum og lookar hræðilega varnarlega. RVP er hinsvegar að valda vonbrigðum, hefði viljað sjá hann fara útaf þegar að önnur skiptingin var gerð, þurfum meira frá honum, latur. Hraðinn sem Wilson og Falcao bjóða uppá ættu að skila meiru með Rooney í dag, Rvp týndur. Vörnin var fín, skil samt ekki af hverju Smalling spilar ekki eftir 2 mörk í FA…. Enda svo leikinn með Fellaini frammi, beint í long ball United, ógeðslegt.
Helgi P says
djöfull er orðið leiðinnlegt að horfa á þetta united lið spila fótbolta
Bjarni Ellertsson says
Já ekki er það fagurt, ætla ekki að kenna einum eða neinum um tapið heldur öllu liðinu því við vinnum sem lið og töpum sem lið, þó menn séu misgóðir í hverjum leik. Gaman að sjá City spila og rúlla yfir andstæðingana, hvað segir það mér. Verð seint City fan en ég elska að sjá góðan fótbolta.
guðjón ingi says
LVG virkar gjörsamlega áhugalaus. Hreyfir hvorki legg né lið heldur situr bara sem fastast á meðan leikennirnir hans eru eins og höfuðlaus her úti á vellinum. Við þurfum stjóra sem getur rifið upp stemningu, s.s. Klopp (með þeim líflegri á hliðarlínunni) og svo þurfum við sannan leiðtoga inni á vellinum. Rooney er vonlaus fyrirliði.
Rauðhaus says
Þetta var hinn furðulegasti leikur. Mér fannst okkar menn heilt yfir spila mjög vel, voru óheppnir. Svo sem ekki mikið við mörkum Swasea að segja, en önnur færi þeirra komu vegna barnalegra mistaka okkar manna – McNair t.d. í tvígang skilur Gomis eftir aleinan í teignum.
Markið okkar var glæsilegt, klárlega eitt það besta á tímabilinu. Við þjörmuðum svo svakalega að þeim í seinni hálfleik en tókst samt ekki að skora né skapa e-h algjört dauðafæri. Það er í svona leikjum sem skiptir öllu að hafa framherja sem gera gæfumuninn, töfra fram e-h upp úr engu. Mér finnst okkur vanta slíkan mann. RvP er ekki að skila því sem aðalframherji ManUtd á að skila. Hann er þó sköminni skrárri en Falcao sem hefur bara verið grútlélegur, sad but true. Þegar menn tala um að liðið sakni hraðans sem Falcao býður upp á veit maður að þeir hafa ekki verið að horfa á liðið spila.
Að mínu mati er ekki hægt að skella skuldinni á LvG hvernig fór í þessum leik. Ég sé amk ekki hvað hann gerði rangt.
siggi_fram@yahoo.com says
Ég skal segja þér Rauðhaus hvað LVG er að gera rangt.
1. Hann er með nokkra heimsklassa leikmenn sem hann er ekkert að ná út úr. Hann er að láta suma spila í stöðum sem þeir nýttast ekkert í.
2. Hann er með fín lið í höndunum sem spilar lélegan fótbolta, sem er ekki að skapa mikið og virka ekki traustir varnarlega.
3. Ekkert sem heitir Evrópuleikir eða leikjaálag er að trufla. Hann hefur nóg af tíma til þess að undirbúaliðið fyrir hvern einasta leik en samt virkar liðið andlaust og hugmyndarlaust inná vellinum.
4. Allt þetta fikt með leikerfið hefur haft slæm áhrif á liðið.
5. Að detta út í deildarbikarnum gegn MKDons var skammarlegt fyrir lið sem þaft ekki að hvíla leikmenn og stillti upp sterku liði.
Hann hafði allan meðbyrð sem hægt var að óska sér. Lélegi Moyes sem var óvinsæl var farinn og var hann að fara að taka við af honum en ekki Ferguson. Hann fékk heilt tímabil með Mata, heilan RVP, Di Maria sem var líklega top 10 leikmaður heims á síðustu leiktíð, Falco einn eftirsótasti framherjinn í evrópu, Blind, Herrera, Rojo og Luke Shaw . Eins og áður kom fram engin Evrópukeppni og það sem meira er hann bað um 3 mánuði fyrir leikmenn að aðlagast hans leikstíll og viti menn kröfuharðir stuðningsmenn Man utd voru alveg tilbúinir að gefa honum þessa 3.mánuði.
Þeir eru löngu búnir og hafa ekki orðið miklar framfarir á Man utd. Þrátt fyrir flott sóknarleikmenn þá er lítil ógn, vörnin enþá í ruglinu og aðeins ein af bestu markvörðum í heimi hefur verið að bjarga liðinu frá fleiri töpuðum stigum, lið eru hætt að vera hrædd við Man utd og hlakka til að taka á þessum andlausta og hauslausa her.
Þetta er það sem mér finnst LVG hafa verið að gera rangt hjá Man utd og er bara Swansea leikur þar sem liðið fær 0 stig í bara en einn vonbrigði tímabils.
Tony D says
Vissulega ótrúlega súr úrslit og það sem mér fannst verst við leikinn og í raun tapaðist hann að mínu mati vegna bakvarðanna, Shaw og McNair, og RVP. Reynsluleysið sagði til sín í dag og það kostaði gríðarlega mikilvæg stig. Ég er á þeirri skoðun að spilið í dag hafi verið nokkuð gott heilt yfir í dag og það með Fellaini inn á.
Maður hefði gagnrýnt RVP mun minna ef boltinn hefði farið inn af slánni í fyrri hálfleik, en hann átti nokkur skot sem hann í topp formi hefði nelgt á ramman, það þarf að fara að henda honum á tréverkið með Falcao. Ég held að það sé fullreynt að hafa hann á grasinu.
Með Van Gaal, þá er mér persónulega alveg sama þótt hann gali ekki á hliðalínunni, það truflar mig ekki neitt. Það sem er kannski mest gagnrýnisvert þá er það helst valið á að hafa bæði McNair og Shaw inn á vellinum á sama tíma, halda Persie ennþá í byrjunarliðinu, en annars töpuðum við leiknum og lítið við því að segja. Og þótt boltinn sé leiðinlegur og úrslitin ekki alveg mikið betri en í fyrra, þarf samt að muna að Utd er í skítastöðu vegna miklu meiri vandamála heldur en bara Moyes og Van Gaal. Ég allavega held enn að hollendingurinn snúi þessu við og vona bara að ég muni hafa rétt fyrir mér.
Hjörtur says
Ágætis spil hjá liðinu í gær, en það sem vantar, og hefur vantað í vetur er að reka endahnútinn á þessu góða spili eins og var í gær. Það er eins og menn verði gjörsamlega hugmyndasnauðir þegar komið er að marki andstæðingana, lítið um skot á markið, frekar sent út á kantana og svo háa bolta fyrir, sem hafa sárasjaldann borið árangur. Svo þessi rótering á stöðum manna í liðinu hlýtur að hafa sitt að segja. Svo eitt að það virðist vera sama hversu andskoti lélegur Rooney er l í leikjum, að aldrei er hún skift út.
Rauðhaus says
Siggi minn.
Áður en ég byrja vil ég endurtaka það sem ég skrifaði að ofan og virðist hafa farið framhjá þér. Ég skrifaði þar að það væri mitt mat að ekki væri hægt að skella skuldinni á LvG hvernig fór Í ÞESSUM LEIK.
Ég hef líka nokkrar aðrar athugasemdir við það sem kom fram í þínu kommenti. Tökum þetta í nokkrum liðum.
1. Þú talar um að við séum með „nokkra heimsklassa leikmenn“ sem LvG sé ekkert að ná út úr. Ég veit eiginlega ekki hvort ég sé sammála því að við séum með „nokkra heimsklassa leikmenn“. Við erum með ADM og DDG sem falla klárlega í þann flokk, svo erum við með einhverja sem banka á þær dyr – sérstaklega Rooney og Mata.
2. Þú segir að LvG sé að láta suma þessara heinmsklassa leikmanna „spila í stöðum sem þeir nýtast ekkert í“. Ég hef verið gagnrýninn á það að menn séu spilaðir úr stöðum, sérstaklega Rooney á miðjunni og Di Maria frammi. En í leiknum í gær var EKKERT SLÍKT TIL STAÐAR, allir þessir leikmenn voru að spila í þeim stöðum sem stuðningsmenn hafa verið að kalla eftir að þeir spiluðu í (reyndar er hræsni stuðningsmannanna mikil þegar kemur að ADM, þegar hann spilaði á kanntinum var það gagnrýnt mikið vegna þess að hann væri svo miklu betri á miðjunni – svo þegar hann spilar á miðjunni þá eru allir brjálaðir að hann sé ekki á kanntinum). En það er amk ekki hægt að kenna LvG um hvernig fór í þessum leik með vísan til þess að einhverjum mönnum hafi verið spilað úr stöðum. Það var bara ekki þannig og almennt voru stuðningsmenn mjög ánægðir með liðsuppstillinguna.
3. Ég tek undir það að það sé smán fyrir ManUtd að tapa fyrir MK Dons. En ég spyr að sama skapi hvort þú hafir skoðað hvaða leikmenn spiluðu þann leik (eða voru á bekknum), og hvað hefur orðið um þá? Skora á menn að skoða það enda sést vel á því í hvers lags hreingerningum og tiltekt LvG er að standa í.
4. Þú segir að LvG hafi haft allan meðbyr í heiminum, enda verið að taka við af óvinsælum Moyes. Get fallist á þetta en að sama skapi verður að hafa í huga að hann var að taka við liði sem var rúið sjálfstrausti og þegar á þeim tíma löngu búnir að tapa þessum fear factor sem var til staðar undir SAF. LvG á ekki sök á því, Moyes sá einn um það – hann tók við Englandsmeisturum sem voru nýbúnir að vinna deildina með yfirburðum – 11 stiga mun. LvG kemur inn þegar klúbburinn er nánast komin í rjúkandi rúst og augljóst uppbyggingarstarf fyrir hendi.
5. Þú talar um þessa 3 mánuði sem LvG talaði um í upphafi. Síðan þá hefur hann komið fram og sagt það hafa verið mikil mistök að nefna eitthvað sérstakt tímamark. Hins vegar ef þú skoðar stöðuna frá mánaðamótum okt/nóv (sem er ca eftir 3 mánuði), þá kemur í ljós að stigasöfnun okkar manna er hreint ekki slæm. Amk fyrir leikinn í gær þá vorum við með besta árangurinn af öllum í deildinni sl. 15-16 leiki. Persónulega sætti ég mig þokkalega við slíka tölfræði, þó þú sér ósáttur við hana.
6. Þú telur upp nokkra leikmenn sem komu til liðsins fyrir þetta tímabil til að leggja áherslu á hversu illa LvG hefur staðið sig. Þú nefnir þó ekki þá sem voru enn til staðar í fyrra, né hversu ótrúleg meiðslavandræði við glímdum við fyrr í vetur. Í fyrra voru t.d. Rio, Vidic, Evra og Giggs ennþá með okkur, en eru nú hættir eða horfnir á braut. Það þarf ekki einu sinni að nefna neitt sérstaklega um öll meiðslin, það þekkja þá sögu allir. Fyrir utan það þá eru þetta ekkert endalausir snillingar sem þú taldir upp. „Einn eftirsóttasti framherji Evrópu“ – Falcao, er búinn að vera ömurlegur, „heill RvP´“ búinn að vera slakur þó hann hafi verið skárri en Falcao, Blind búinn að vera ágætur svo sem en hann er enginn Carrick – sem er búinn að vera mjög mikið meiddur. Rojo sennilega búinn að vera okkar skársti varnarmaður en var ekkert neitt stórt nafn þegar hann var keyptur – ekki hægt að búast við einhverjum Thiago Silva þar. Di Maria búinn að vera góður í flestum leikjum þó svo hann sé of óstöðugur.
7. Enska deildin er ótrúlega erfið deild þar sem enginn leikur er auðveldur. Chelsea gerir jafntefli heima á móti Burnley, Tottenham stela stigi heima gegn West Ham, Everton stela stigi heima gegn Leicester, við töpum (ósanngjarnt að mínu mati) úti gegn Swansea… Þetta eru bara úrslit úr þessari umferð.
8. Menn þreytast ekki við að gagnrýna LvG og þó svo hann sé alls ekki yfir slíkt hafinn þá finnst mér ennþá ótrúlega veikt hvernig staðið er að þeirri gagnrýni. Ef liðið spilar leiðinlegan bolta en vinnur þá er gagnrýnt, ef það er tap en ágæt spilamennska þá er gagnrýnt, o.s.frv. Hvað vilja menn, reka gaurinn strax? Og ráða (fallbaráttu)Klopp, af því hann er svo duglegur að standa á hliðarlínunni?
Ingi Utd says
Skjóta á fokking helvítis markið er góð hugmynd
Eiríkur Red says
Djöfull er ég stoltur að vera rauðhærður þegar ég les pósta frá Rauðhaus, málefnalegur og raunsær, gæti ekki verið meira samála þér í þessum skrifum þínum.
Að því sögðu er ég bara spenntur fyrir næstu leikjum, núna kemur fyrst í ljós úr hverju við erum gerðir, hvort við ætlum okkur eitthvað á þessari leiktíð og jafnvel þeirri næstu, meistaradeildarsæti og FA bikar undir.
Get svo sem ekki sagt að ég sé fullur sjálfstraust eftir nokkur slæm úrslit og fleiri lélega leiki en þó var aftur skref í rétta átt spilalega séð um helgina (mín skoðun).
Þrátt fyrir allt þá erum við Manchester United og ég hef alltaf trú á liðinu mínu hvort sem það er 1999 united eða United í dag. Frammistaðan/stigasöfnun gegn betri spámönnum á leiktíðinni hefur verið mikið betri en undir stjórnartíð Moyes (gat reyndar ekki verið mikið verri), hvort sem við höfum unnið ósamgjarnt eða tapað eftir að vera „betri“ aðilinn.
Trúi á 3 sætið og sigur í FA bikarnum á meðan það er en möguleiki!
GGMU
Siggi says
1. DMA er heimsklassa en lýtur ekki vel út
Degea er heimsklassa og lýtur vel út enda nóg að gera.
Mata var allavega heimsklassa en eftir bekkjarsetju hjá Chelsea hálft tímabil og svo Man utd tíman þá er hann það líklega ekki í dag.
Falco er heimklassa og með verðmiða eftir því og laun en hefur ekkert getað.
Er einhvern leikmaður í þessu liði sem maður getur sagt(Heimsklassa eða ekki) að LVG hafi gert að betri leikmanni eftir að LVG kom til sögurnar?
En hvað með að leikmenn standa ekki undir væntingum ? Þeir eru annsi margir
Það er hlutverk stjóra að ná sem bestu úr sínum leikmönum og hefur verið sorglegt að sjá liðið andlaust í mörgum leikjum og missa stig gegn liðum sem eru ekki með hæfileikana heldur er að rúla við Utd í dugnaði og baráttu.
2. Já í síðasta leik var Rooney frami og DMA aftar og viti menn þrátt fyrir tap þá var þetta líklega ein af betri framistöðu liðsins í undanförnum leikjum og væri sniðugt fyrir hann að halda þessu áfram svona. (og ekki láta RVP spila svona mikið miða við skelfilega framistöðu)
3. leikmennirnir sem spiluðu á móti MKDons áttu samt að vera nógu góðir til þess að klára þennan leik og það er LVG sem velur liðið og ef það tapar gegn MKDons þá má gagnrína hann fyrir það.
4. LVG kom inn á frábærum tíma eftir Moyes og ég fer ekki af því. Það er hans hlutverk að rífa þetta lið upp og þótt að það var tekið upp veskið og hann hefur verið að reyna að troða sinni hugmyndafræði inn í leikmenn þá hefur ekkert gengið og er það hans ábyrgð.
5. LVG hefur fengið tíma til þess að setja sinn svip á þetta lið og hefur það ekki tekist en ef það hefur tekist þá lítur þetta virkilega illa út. Já auðvita snýst þetta um stig en það má líka gera smá kröfu á spilamennsku er það ekki? og spilamenska liðsins hefur verið skelfileg.
6. Liðið er miklu sterkara í ár á pappír en á síðustu leiktíð Rio var rusl, Evra var búinn og Giggs var á síðustu metrunum. Vidic er eini sem átti að vera áfram þrátt fyrir lélegt ár, því að LVG keypti ekki inn alvöru miðvörð í sumar. Eins og ég segji það er í hlutverki LVG að berja menn áfram og láta liðið spila vel en það hefur ekki tekist.
7. og hvað? Deildinn er erfið en hún er væntanlega líka erfið fyrir hinn 19 liðinn í deildinni og þetta jafnast allt út. Man utd án Evrópukeppni, með flotta leikmenn ættu einfaldlega að gera betur. Var ekki Ronald Koman að koma til Southampton þar sem búið var að kaupa helstu stjörnur liðsins . Ekki var hann að væla yfir jólatörnini(eins og LVG þrátt fyrir fáa leiki hjá Man utd) heldur er liðið hans að spila flottan fótbolta sem er líka árangusríkur með leikmenn sem kosta svipað og varamannabekkurinn hjá Man utd.
8. Hvað á að gera? Maður hefur ekkert vald hérna á Íslandi og er þetta í höndunum á LVG og hans leikmönum en byrjunin hefur verið léleg hjá kallinum.
Það er verið að gagnrína hann útaf af spilamennsku liðsins og stundum stórfurðulegum uppstillingum. Fyrir að ná litlu út úr þessu liði sem maður veit að ætti að geta gert betur.
Ef hann nær meistaradeildarsæti eða vinnur FACup þá á að gefa honum lengri tíma
Ef hann vinnur ekki FACup og endar í 5.sæti eða neðar þá einfaldlega vill maður sjá breyttingar í sumar.
P.s mér er drullu sama hvort að hann situr á rassingum eða öskrar úr sér lungum á leikdegi en það er framistaða liðsins sem skiptir öllu máli(þetta er minn síðasti póstur á þessari síðu).
Audunn says
Þetta lið er ekki að fara að spila fótbolta með Fellaini inn á vellinum, ef menn ætla að spila Fellaini þá verður leikur liðsins allt öðruvísi vegna þess að hann þrífst á háum boltun.
Hann getur ekki fengið boltann í lappirnar því hann er lélegur á boltanum og lélegur að skila honum frá sér.
Ef leikkerfið á að breytast og ef leikmenn eins og Di Maria, Herrera, Mata, Rooney ofl eiga að spila fótbolta þá þarf Fellaini að vera upp í stúku.
Það þarf að setja RVP í góða kælingu núna, hann getur ekki neitt. Rooney er búinn að vera líka mjög slakur en ég vill samt sjá hann og Falcao fá nokkra leiki saman, þeir gætu mögulega virkað saman.
Þetta tímabil er að fara í vaskinn, Liverpool tekur framúr okkur eftir nokkrar vikur nema Van Gaal geri róttækar breytingar og þá breytingar sem virka, allt allt allt of margir leikmenn sem eru að spila langt undir getu og það er grátlegt að horfa á þessa menn með miljónir á viku spila eins og sæmilegt annaradeildarlið..
Rauður sláni. says
Erum með alltof mikið af leimönnum sem spila fyrir sjálfan sig en ekki liðið. RVP verður að fara uk fleiri leikmanna. Skil ekki afhverju liðið er svona lélegt, erum þó enn í 4. sæti svo það er enn okkar að missa það og Poolara að rupla því.
Elmar says
Langt síðan ég hef pirrað mig svona mikið eftir leik eins og ég gerði því miður laugardaginn síðastliðinn, og ekki batnaði það í gær þegar Liverpool komst tveimur stigum eftir okkur og við eftir að fara á Anfield. Veit samt ekki afhverju maður hefur alltaf minna áhyggjur á Saints en það er líklega vegna þess að þeir eru lið „sem á ekki“ að vera í meistardeildarsæti.
Ég var ánæðgur með spilið og flæðið í leiknum alveg þangað til þeir skora annað markið sitt, þá var eins og okkar menn myndu hreinlega gefast upp voru búnir að ógna töluvert fyrir það. Mínir punktar eftir leikinn.
1. Herrera er alltaf maður til að vera í byrjunarliðinu, að mínu mati leikmaður sem vill alltaf spila boltanum fram ef möguleiki er fyrir hendi. Hann er hreyfanlegur, sendir boltann og hleypur beint í svæði. Ekki er verra að hann getur skorað og já bjargað á línu meistaralega! Elska þegar maðurinn skýtur á markið hann er ekkert að dúndra í einhverri hæð á markmanninn, leggur boltann bara snyrtilega í hornið.
2. Held að það sé lán í óláni að Persie hafi orðið fyrir hnjaski ekki misskilja mig óska leikmönnum aldrei meiðslum en hann hefur verið dapur upp á siðkastið. Átta mig á að hann sé samt sem áður markahæsti leikmaður okkar, en held að hann hafi gott á smá hvíld og ekki er hann hvíldur þrátt fyrir slæma leiki.
3. Við erum hrikalegir að verjast föstum leikatriðum, veit að mörkin okkar komu ekki upp úr föstum leikatriðum en samt hrikalegt að sjá hvernig við verjum hornspyrnum, maður er alltaf með hjartað í buxunum þegar andstæðingurinn fær horn og að sama skapi kemur lítið úr okkar hornspyrnum.
4. Ashley nokkur Young er sá maður í okkar leikmannahópi sem kemur með mest solid krossana held það saki ekki að prófa
ddg
valencia jones/smalling rojo shaw
ADM blind/carrick herrera Young
Mata
Rooney
Gamla góða 442 með kantmenn og overlap frá köntunum. Youngarinn búin að vera sprækur og einhvernveginn finnst manni hann alltaf vera tilbúin að berjast :) en þetta er bara eins útfærsla sem ég væri alveg til að sjá finnst lítið koma frá köntunum miðað við oft áður þegar við spilum demantamiðjuna. Erum því miður ekki með framherja sem hafa hraða til að elta stungur og gera sér mat úr þeim.