Á morgun kemur Norwich í heimsókn á Old Trafford í 4.umferð deildarbikarsins eða Capital One Cup eins og hann heitir víst fullu nafni. Við slógum auðvitað Liverpool út í þessari keppni og Norwich hefur sigrast á Bury og Watford til þess að komast í þessa umferð. Rétt er að vekja athygli á því að nú er kominn vetrartími á Englandi og er klukkan nú það sama þar og hér á klakanum. Leikurinn er því klukkan 19.45.
Augu allra hefur auðvitað beinst að frammistöðu liðsins í deildinni en það má þó ekki draga úr mikilvægi þess að liðið standi sig vel í þessum bikarkeppnum. Það er stórt gat í ferilskrá David Moyes undir fyrirsögninni: Unnir bikarar. Deildarbikarinn er ekki merkilegasta keppni í heimi en árangur í henni vetur gæti komið David Moyes á bragðið og gert eitthvað aðeins til að friða þá sem finnst hann alveg ómögulegur stjóri. Árangur í þessari keppni á þessu tímabili gæti því verið ágætis grunnur til þess að byggja á fyrir næstu tímabil.
Fyrst þarf hinsvegar að sigra Norwich.
Norwich situr í 18. sæti deildarinnar og er í þessum pakka sem mun líklega vera í kringum fallsæti allt tímabilið. Þeir eru aðeins fyrir ofan áberandi lélegustu lið deildarinnar, Crystal Palace og Sunderland. Það segir hinsvegar ýmislegt hvað deildin er jöfn að það eru aðeins 3 stig sem skilja að Norwich og Swansea sem eru í 11. sæti.
Norwich hefur mætt neðrideildar liðum á leið sinni í þessa viðureign og lentu m.a. í talsverðu basli með Watford og unnu þann leik í framlengingu eftir að hafa verið 2-0 undir fram að 77. mínútu. Þeir keyptu talsvert mikið af leikmönnum fyrir þetta tímabil en eru þó með ekki með afgerandi leikmann. Ricky wan Wolfswinkel, sem einhverntímann var orðaður við okkar lið, átti að vera sá leikmaður en hann hefur aðeins skorað 1 mark. Þeir eru þó með leikmenn sem eru þess eðlis að geta breytt gangi leiksins ef þeir nenna að mæta á svæðið eins og Nathan Redmond og Robert Snodgrass.
Ég býst fastlega við því að David Moyes nýti hópinn í þessum leik og leyfi þeim sem hafa verið að spila minna á tímabilinu að spreyta sig. Leikmenn á borð við Lindegaard, Büttner, Anderson, Zaha og Chicharito ættu allir að fá tækifæri. Einhverjar sögusagnir eru í gangi um að Rio og Vidic séu enn smávægilega meiddir, annars ætti annarhvor þeirra væntanlega að spila.
Lindegaard
Rafael Evans Smalling Büttner
Zaha Anderson Cleverley Januzaj
Chicharito Welbeck
Januzaj var hvíldur um helgina og er væntanlega sprækur og telja menn líklegt að Wilfried Zaha fái loksins að snerta grasið á Old Trafford eftir mjög langa fjarveru sem enginn virðist geta útskýrt. Annað skýrir sig sjálft.
Liðið virðist spila betur í kvöldleikjum heldur en á daginn og að auki virðist Moyes kunna ágætlega við sig í bikarkeppnunum. Þetta ætti því að vera þægilegur sigur okkar manna. En eins og við höfum séð í vetur eru andstæðingarnir steinhættir að mæta á Old Trafford með hjartað í buxunum. Það getur því allt gerst eins og menn sáu um helgina þegar lélegasta sóknarlið deildarinnar kom í heimsókn og óð í færum.
Samt sem áður treysti ég Moyes og félögum til að sigla þessu heim og koma okkur í næstu umferð. Spái 3-1 sigri og Zaha spænir upp Norwich-liðið og setur þrennu, hvorki meira né minna.
Pétur says
Mér sýnist Zaha ekki byrja í u21 leiknum á móti Fulham í kvöld, sem eru góðar fréttir !
ellioman says
Það er rétt hjá þér. Fletcher er hinsvegar í byrjunarliðinu. Interesting.
Runólfur says
Gaman að sjá að Fletcher spilaði 60 mín+ í kvöld með U-21 liðinu. Elska þennan mann :)
Annars vonast ég eftir léttleikandi og spræku liði á morgun sem rúllar upp Norwich.
Svo var ég að lesa að Moyes er víst búinn að gefa Anderson leyfi að fara í Janúar, það hlýtur að þýða að hann ætlar að kaupa allavega einn miðjumann, ef ekki tvo strax í Janúar!
solvi says
held að fellaini megi ekki spila i bikarnum.
tg says
Er leikurinn syndur eitthver staðar?
TD says
Fellaini er cup tied
TD says
@ tg:
Jebb..sýndur á Sport 4
Tryggvi Páll says
Auðvitað má Fellaini ekki spila þennan leik, steingleymdi því. Ætli Cleverley eða Carrick taki þá ekki stöðu hans. Væri samt best að hvíla Carrick.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
starting XI: Lindegaard; Rafael, Ferdinand, Vidic, Büttner; Zaha, Cleverley, Jones, Young; Januzaj, Hernandez.
Vá hvað mér finnst þetta spennandi byrjunarlið :D